Þjóðviljinn - 08.06.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.06.1963, Blaðsíða 6
Laugandagur 8. júní 1963 ÞIÖÐVIUINN Bergþór Finnbogason: Framsöknar Vinstrahjal blekkir engan Arlð 1956 var umbrotaár í íslenzkum stjómmálum. Þá voru stofnuð ný kosningasam- tök, kosningasamtök alþýðunn- ar. Alþýðubandalagið. Þessum kosningasamtökum — sem höfðuðu meir til stöðu þegnsins í þjóðfélaginu, en til hins pólitíska sviðs — var vel tekið af þjóðinni. í þessum fyrstu kosningum, sem Alþýðubandalagið tók þátt í, vann íslenzk alþýða einhvern sinn eftirminnilegasta sigur. Sá sigur knúði fram vinstri stefnu í þjóðfélaginu. Myndun vinstri- stjómarinnar, sem stefndi markvisst að því að tryggja at- vinnuöryggi og batnandi af- komu vinnustéttanna, með út- faerslu fiskveiðilögsögunnar og stóraukinni fjárfestingu í aðal- atvinnuvegum þjóðarinnar. Gegn þessari stefnu barðist íhaldið af öllum mætti. Það vissi sem var. að ýmsir leið- togar Framsóknar og krata voru ekki alltof hrifnir af þess- ari þróun. Endirinn varð líka sá, að Framsókn sleit stjómarsam- starfinu á þeirri kröfu til sam- starfsflokkanna, að allt kaup- gjald í landinu lækkað um 8%, en Alþýðubandalagið neitaði að samþykkja það. Framhaldið þekkjum við svo: Skömmu seinna hjálpaði Framsókn í- haldi og krötum til þess að fella úr gildi alla lcaupsamn- ínga með lögum og lækka allt kaup um 13,4%. Það má segja, að með þessu hafi Framsókn, ásamt stjómarflokkunum, lagt grundvöllinn að viðreisninni, sem frá þessum tíma hefur ver- ið óslitin árás á lífskjör al- mennings sem bezt má sjá af því, að kaupmáttur tímakaups- ins er nú 20% • lægri en hann var þegar vinstri stjómin féll. Þessi þróuin kaupgjaldsmál- anna síðustu árin hefur kennt íslenzkum launþegum það, að kaupgjaldsbaráttan verður ekki lengur eingöngu háð í stéttar- félögunum. Hún hefur færzt 1 æ ríkari mæli inn á löggjafar- þingið. Þær eru því brenni- punktur kjarabaráttunnar í dag. Þar verða því launþegar að tryggja sér nægilega marga full- trúa, svo að hlutur þeirra verði ekki fyrir borð borinn. Nú hafa stjórnarflokkamir, Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæö- isflokkurinn lýst því yfir, að þeir muni i engu breyta um stefnu. haldi þeir meirihluta- aðstöðu sinni eftir þessar kosn- ingar. Þeirra stefna er því áframhaldandi verðbólgu- þróun, gengisfellingar, rýrn- andi kaupmáttur launa áfram- haldandi afsal á fiskiveiðilög- sögu Islendinga, innganga f Efnahagsbandaiag Evrópu. Þessar uggvænlegu staðreynd- ir hafa orðið til þess. að ailir þeir, sem á gengnum árum og áratugum hafa staðið i brjóstvöm fyrir ísenzka alþýðu og harðast barizt gegn hemámi og hersetu og stöðugast staðið gegn afsali íslenzkra landsrétt- inda — hafa nú tekið höndum saman til þess að vemda hag íslenzkra vinnustétta og efna- hagslegt og stjórnarfarslegt frelsi íslenzku þjóðarinn- ar, þrátt fyrir ágreining i ýmsum smærri málum. Það er því fagnaðarefni hverjum sönnum Islending — sem metur meir hagsæld ís- lenzkrar alþýðu, sjálfsákvörð- unarrétt og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar, en auðshyggju at- vinnurekandans, sem ráðið hefur ferðinni um skeið — að Þjóðvamarmenn hafa nú tekið höndum saman við Alþýðu- bandalagið í þessum lcosning- um. til þess að koma í veg fyrir framhald þeirrar óheilla- þróunar, som hér rikir: Þessi samstaða vinstri aflanna hefur líka vakið ugg í herbúðum stjómarflokkanna og ekki síður í Framsóknarflokknum. sem frá öndverðu hefur tvístigið svo í sjálfstæðismálum þjóðarinnar, að enginn tekur nú mark á honum lengur. Svo mikill er ótti Framsóknar við kosninga- bandaag Alþýðubandalagsins og Þjóðvarnarflokksins að þeir þeysa nú um landið þvert og endilangt til þess að leita uppi Bcrgþór Finnbogason eina og eina hjáróma rödd, sem þeir geti tengt Þjóðvarnar- flokknum og sé á móti þessu bandalagi. 1 Suðurlandskjördæmi þykjast þeir hafa himin höndum tek- ið að hafa fundið eina sál — eftir tveggja mánaða leit — sem um skeið tilheyrði Þjóð- vamarflokknum, en segist nú kjósa Framsókn. En rökin. sem þessi fyrrverandi Þjóðvarnar- maður ber fyrir afstöðu sinni eru furðuleg. Hann segist muni styðja Fx-amsókn nú i þeirri trú, að enn sé flokksþingssam- þykkt Framsólcnarmanna frá 195G (um að láta herinn hverfa burt úr landinu) greipt f huga þeirra. En það var einmitt á þessu sama ári 1956 sem þessi mað- ur hafði ekki meiri trú á þess- ari flokkssamþykkt Framsókn- armanna en það, að hann taldi sig tilneyddan að fara í fram- boð fyrir Þjóðvarnarflokkinn. Og síðan hafa ekki önnur und- ur gerzt í Framsóknarflokkn- um en þau, að helztu forustu- menn flokksins hafa tekið þátt i að stofna félag, sem kallar sig „Varðberg" og hefur það eitt að markmiði að hnýta Is- land sem fastast við Nató. Og látið hefur af fonxstu flokks- ins sá maðurinn, sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna um inn- göngu Islands í Nató. en við formennsku hefur tekið aðal- stuðningsmaður hemámsstefn- unnar. Stefna Þjóðvarnarflokksins hefur eitthvað ruglazt í koll- inum á þessum manni, sem flýr nú í Natófaðm Framsókn- ar. Slík hálmstrá sem þetta verða Framsókn lélegar stoðir á flótta sínum undan raunveruleikan- um, sem hvarvetna blasir við og allir einlægir vinstrimenn hafa skömm á. Framsóknarflokkurinn hefur lýst því yfir. að hann styðji ekki síður Nató en Alþýðu- flokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn. Það hefur verið sannað á Framsóknarflokkinn, að hann lét þá fulltrúa, sem honum til- heyrðu og til voru kvaddir — mæla með, að send yrði um- sókn um aðild að EBE síösum- ars 1961. Það er staðreynd, að Framsókn hefur verið meðmælt öllum gengisfellingum síðustu áratugi og tekið þátt x' að framkvæma þær flestar. Það er staðreynd, að Framsókn er alltaf til viðræðu um það að lækka kaupgjald vinnandi fólks og hefur oft og einatt átt hlut að slíkum aðgerðum. Framsókn blekkir því eng- an á kjördag með vinstra hjali sínu. Allir þeir, sem vilja að breytt verði um stefnu í efnahagsmál- um þjóðarinnar og staðið fast á rétti Islendinga gegn erlendri ásælni verða því að fylkja sér um G-listann, lista Alþýðu- bandalagsins í þessum kosn- ingum. Það eitt getur bjargað íslenzkum launþegum og þjóð- inni allri frá þvi að verða ofurseld erlendum auðhringum, að sigur Alþýðubandalagsins í þessum kosningum verði svo stór. að hermannsflokkamir þori ekki að leggja út í slx'kt ævintýri. Bcrgþór Finnbogason. ■ •■i I I Þeir,sem hugsjónum bregðast Áttunda boðorðið er öllum mönnum kennt, sem skírðir eru til kristinnar trúar. Það hljóðar þannig: „Þú skalt eigi ljúgvitni bera gegn náunga þínum". — Allir þeir. sem fylgzt hafa með blaðaskrifum þeim og stjómmálaumræðum sem nú hafa farið fram sem forspil að kjördeginum 9. júní, vita, að þar hefur áttunda boð- orðið oft og tíðum verið þver- brotið, í þeim tilgangi að plokka hlutdeild í jákvæðum verknaði af þeim. sem standa undir öðru flokksmerki, og breiða blæju sakleysis yfir mistök sin og svik við þær hugsjónir, sem þeim var trú- að til að framfylgja. Stundum er þessi tilgangur svo augljós, að áheyrendur hljóta að sjá og skilja og senda slíkan málflutning heim til föðurhúsanna, jafnvel þótt hann lendi þar að hjartarótum ritstjóra Alþýðublaðsins Bene- dikts Gröndals. Hvað svo sem sá maður lætur sér um munn fara af ókvæðisorðum í garð Hannibals Valdimarssonar og annarra þeirra, sem barizt hafa fyrir mannréttindum kvenna og þeirra vinnandi stétta, sem standa sundraðar og ráðþrota gagnvart ofur- valdi stórkapitalismans hér- lendis og erlendis, þá munu aliar konur minnast þess á kjördegi, að Hannibal Valdi- marsson hefur alla tíð verið trúr jafnréttishugsjón kvenna og almennum mannréttindum allra stétta. — En um þá menn, sem hafa brugðizt heilögum málstað þeirra hugsjóna, sem þeir höfðu heitið kjósendum sín- um að framfylgja, verður örð- ugt að segja nokkurt orð sem siðmenntuðum mönnum er samboðið að hlusta á. Hverjir eru þeir, sem brugðizt hafa hinni sósíaiistísku hugsjón eins gagngert og þingmenn Alþýðu- flokksins, þegar þeir seldu hið unga upprennandi Fiskiðjuver ríkisins. sem skilaði árinu áð- ur en salan fór fram þriggja til fjögurra milljón króna ágóða, hafði endumýjað vélakost sinn og fengið ágæta starfskrafta 1 þjónustu sína. Það siapp fram af vörum Benedikts Gröndals í útvarps- umræðum stjómmálaflokkanna síðara kvöldið, að þakka mætti fyrir góða samvinnu innan ríkisstjómarinnar. jafnvel þótt farið væri inn á neikvæðan vettvang. Takið eftir: hann boðar þjóðinni það, að hún megi þakka fyrir gott samstarf, einnig þegar unnið er í nei- kvæða átt. Það. sem hyggizt kjósa Al- þýðuflokkinn 9. júní: Ég skora á ykkur að fara út á Granda- garð og sjá þar stórhýsið, sem atorkumaðuiinn dr. Jakob Sig- urðsson hefur reist þar, — neyðzt til að reisa þar, — af því að hann var hrakinn frá sínu uppbyggjandi starfi inn- an Fiskiðjuvers ríkisins. Ég skora á ykkur að afla ykkur uppiýsinga um, hvað var gert við vélarnar. sem ávöxtuðu svo vel fiskaflann, undir umsjón og foxystu dr. Jakobs. Tinið svo upp úr fjönxnni við Grandagarð það, sem þið getið borið af steinum og kastið í ®— bök „fjandans" kommúnist- anna fyrir trúmennsku þeirra í baráttunni við hið heilsteypta kapitalistíska þjóðskipulag. Þetta gerið þið, ef þið viljið standa á móti því, að siðgæði, trú og vísindi nái til að falla i einn fairveg. Þetta gerið þið, ef þið viljið og þorið það vegna Guðs vors lands. samvizku ykk- ar og komandi kynslóða. Móðir. Krafizt lokunar flugbrautarinnar Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarandi samþykkt er gerð var á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi 24. maí sl. með sam- hljóða atkvæðum: „Bæjarstjórn Kópavogs vekur athygli ríkisstjórnar og Alþing- is á því, að flugtök og lending- ar stórra flugvéla á suðurbraut Reykjavíkurflugvallar skapar verulega hættu fyrir byggðina á utanverðu Kársnesi og jafn- framt mikil óþægindi fyrir íbú- ana þar. Skorar bæjarstjórn á áður- nefnd stjómarvöld að láta nú þegar hefja undirbúning að því að breyta svo legu flugvallar- ins, að umræddi’i hættu og ó- þægindum verði bægt frá. Meðan lega flugvallarins er óbreytt, telur bæjarstjómin ó- hjákvæmilegt að verða við til- mælum íbúanna á utanverðu Kársnesi, og gerir því kröfu til, að suðui’braut Reykjavíkur- flugvvallar verði eftirleiðis lok- uð fyrir millilandaflugvélum eigi skemur en frá miðnætti og til kl. 7 árdegis dag hvem“. \ -------------------------------------slÐA 1 iitinmtwtwwwtMMMniwn** ÞORSTEINN VALDIMARSSON: Spegill Minister Greys (eða einkaskýrslan sem opinberaðist) Skósveinn Minis'ter Greys gerði honum spegil. — Grey Minisíer skoðar sig í speglinum og sér brosandi landsföður og að baki hans galvaskan her, brosmildan landsföður og sprengjuflugvélager, vængjaðan eldinn sem varðveitir „mig“ fyrir „þérM. — Minister Grey þykir gaman að líta í spegil. Reyndar er nú fleira í speglinum sem hann sér en hann sjálfur, Minister Grey, og þetta sprengjuflugnager. — Þarna’ er vísitölufjölskyldan vernduð af nýtízkuher, vísitölufjölskylda dauðans, ef illa fer — systir, bróðir, systir, faðir og móðir — sem sé vísitölufjölskyldan, fimmein, sem vera ber. En fyrr en hann depli brá hinn ábyrgi Minister, er hún horfin úr speglinum — horfin sínum Minister — nema litlasystir og hálfur litlibróðir, eða ein vísitölusystir og hálfur vísitölubróðir, því þetta’ er vísitölufjölskylda og merkir ekkert annað en hættuna a'f verndarher, hernum sem á að varðveita mig fyrir þér þig fyrir mér, það er nokkuð sama hvort er. — Jæja, Minister Grey læsir spegilinn niður í skrifborðsskúffu hjá sér. En skósveinn Minister Greys hafði gert fleirum spegla. — Þar gefst einnig þeim að líta hinn föðurlega Minister, hans eldflugnager, hans galvaska her — og í grunlausri fjölskyldu megadauðans andlitin á sjálfum sér. Vísítölub’rotin, Mínlsfer Grey, biðja Guð fyrjr þér.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.