Þjóðviljinn - 08.06.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.06.1963, Blaðsíða 10
10 SÍÐA ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 8, júnj 1963 GWEN BRISTO W: ¥ I HAMINGJU LEIT Texas sæi nú annanhvorn okk- ar? — Getig þér ekkj látið sem þér þekkið hann ekki. sagði hún. — Það hlýtur að vera iangur tími síðan þið þekktuzt. Það er ekkj til of mikils mælzt. er það? Brown kapteinn horfði á hana alvarlegur og dálítið undrandi og svaraði með hægð: — Nei, það er ekki til of mikils mælzt. Ég endurtek þetta: ég er yður mjög þakklátur ímr að hafa sagt mér þetta. — Þðkk fyrir. sagði Gamet. Áður en hún fengi sagt fleira var barið i borðið og þar stóðu Collins og Bugt McLane sem ætluðu að fá sér drykk undir svefninn. Hún bað Brown kapt- ein að afsaka og tók til að af- greiða þá. Þegar hún leit við aftur, var hann í þann veginn að fara. Hann var búinn að setja upp húfuna og hélt í hurð- arhúninn. Hann mætti augnaráði hennar, bar höndina upp að húf- unni og brosti. Gamet brosti á móti. Að vísu var hann að kveðja barstúlkuna í veitinga- stofu Silkys, en það var aiveg eins og hann hefðj staðið í dyr- unum að stássstofu móður henn- ar. Sama kvöldið sagði hún Flor- indu frá þessu. Hún og Florinda skiptust á að þvo hvor ann- arri um hárið og í kvöld var röðin komin að Florindu. Þeg- ar þær voru búnar að loka barnum. fóra þser upp i her- bergi Florindu. Það var lítið tækifæri til samræðna meðan á þvottinum stóð, en þær gátu spjallað saman meðan hárið var skolað Florinda kraup á gólf- Inu fyrir framan tvær fötur, aðra tóma og hina fulla. Meðan hún laut hðfði yfir tómu fötuna. jós Gamet vatni yfir höfuð hennar með ausu. Meðan á þessu Hárqreiðslan P B R IVI A Garðsenda 21, siml 33968 Hárgreiðsln. oe snyrtistofa Dömnr, hárgreiðsla vjð allra hæfl. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- lsmegin Sími 14662. Hárgreiðslnstofa ADSTURBÆJAR (Maria Guðmundsc'óttir} Laugavegi 13 simi 14658. Nnddstofa á sama stað stóð, sagði Garnet Florindu frá þvi hve þakklát hún væri Brown kapteini. í Með höfuðið yfir fötunni sagði Florinda: — Honum geðjast lika að þér. Ég sá hvernig hann horfði á þig meðan þú talaðir. Og hann er reglulegur herra- maður, það er greinilegt. — Ég vildi óska að það væru fleirj eins og hann, sagði Gam- et. — Ef svo væri, vina mín, þá myndi veitjngastofa Silkys fara á hausinn á srtuttum tíma Það er ágætt að hafa nokkur stykki af hans tagi, en oí marga. nei þökk fyrir. Enda er prýðilegt að þekkja báðar sortiraar. Flor- inda Skellihló. — Karimennimir era margskonar. en þeir hugsa nú svipað allir saman. Voru margir sem báðu þin í kvöld? — Nokkrir, sagði Garnet, — úr báðum hópum. — Blessaður litli O’Neal, sagði Florinda — bað mig og sárbændi að giftast sér, loks var þetta orðið eins og viðlag í kvæði með viðbót í hvert skipti. — Hvað sagði hann? spurði Gamet. — Vatnið er búið. Fiorinda rétti feginsamlega úr bakinu og fór að þurrka hárið með' háridkléeðí. — Þákfca' Þér kærlega fyrir, ég skal þvo þér annað kvöld. Hann bað mín þegar hariri vár búinn áð sporð- renna fyrsta drykknum. Því drakknari sem hann varð. því mælskari varð hann. Fann upp fleiri og fleiri kosti á blessuðu hjónabandinu. Um tólfleytið var hann búinn að gefa mér dýrind- is góifteppi og tvö börn. Hún reis á fætur og settist á vegg- bekkinn meðan hún hélt áfram að þerra hárið. Gamet þurrkaði sér um hend- umar og settist líka á veggbekk- inn. — Florinda, sagði hún allt í einu. — Já. vina mín. svaraði Flor- inda. — Af hverju giftirðu þig ekki? spurðj Gamet. — Hver? Ég? Ertu að gera að garimi þínu? — Nei. ég er ekki að gera að gamni mínu Af hverju gerirðu það ekki? — Af því að ég hef enga þörf fyrir það. sagði Florinda. Hún greiddi hárið vandlega og hagræddj býlgjunum með hend- inni. — Af hverju finnst þér ég þurfa 5 eiginmanni að halda? — Ó. Florinda. sagði Garnet. — Hefur þér aldrei dottið í hug, að við verðum ekki alltaf ungar? Viltu ekki hafa eitt- hvert öryggi í lifinu — eitthvað sem þú getur treyst? — Auðvitað, sagði Florinda. — Ég legg það allt saman inn hjá Abbott. — Peningar era að vísu þýð- ingarmeiri en ég hélt héma áður, sagði Garaet. — en það er þó ekki hægt að kaupa allt fyrir peninga. — Þeir geta að minnsta kosti veitt mér það sem ég kæri mig um, sagði Florinda róleg og hélt áfram að greiða sér. — Garnet, vina mín, hélt hún á- fram. — Þú getur gift þig eins mikið og þú vilt. En ekki ég. Ég ætla mér ekki að vinna tólf tíma á dag í þessari sjoppu og eignast svo mann sem drekk- ur það allt saman upp. Hún yppti öxlum. — Ertu búin að finna einhvern handa mér? — Auðvitað ekki, en þú veizt þú gætir valið úr New York herdeildinni og þar era margir ágætir menn innanum. Þeir verða sjálfsagt áfram í Kali- fomíu og vilja áreiðanlega gift- ast og stofna heimili. Og það er svo mikiis virði, Florinda! Hef- urðu aldrei óskað þess að eign- ast eigið heimili? — Ojú. en það vil ég helzt eiga útaf fyrir mig, sagði Flor- inda, Meðan hún talaði bjó hún sig undir nóttina og fór i nátt- kjólinn. — Hvað þarf ég oft að Segja þér þetta, Gamet? Ég þekkj eiginmennina! Ég þekki þessa fínu herra sem fóðraðu mann á kampavíni og vöktu til morguns og sögðu mér að kon- urnar þeirra skildu þá ekki. Ég þekki ungu heldri mennina sem giftust stúlkum eins og þér og skildu þær eftir heima með kornbamið meðan þeir hímdu við dyrnar á Skartgripaskrín- inu. Karlmenn eru skemmtileg- ir, vina mín. og ég dáist að þeim, en um leið og karlmaður verður að eiginmanni — nei þökk fyrir. Mér líður ágætlega. Florinda hnykkti til höfðinu. Hún fór að brjóta saman kjól- inn og undirpilsin sem hún hafði farið úr. Gamet horfði á hana hugsi: „Af hverju ertu svona beisk?“ spurði hún eftir nokkra þögn. „Jæja, það er bezt ég segi þér það. Sannleikurinn er sá, Gamet, að ég get talað um hjónabandið af eigin reynslu. Mér fellur það ekki“. „Hamingjan góða“, sagði Gam- et undrandi. „Hefurðu verið gift? „Já“, sagði Forinda og brosti: „Ertu hissa?" „Já, en ég ætti víst ekki að vera það. Þú sagðir mér einu sinni að þú hefðir átt bam.“ „Guð minn almáttugur" hróp- aði Florinda hneyksluð. „Hann var ekki faðirinn!“ Það fór hrollur um hana. „Ef ég hefði eignazt bam með þvi bölvuðu ó- menni, hefði ég fleygt því í branninn", hvæsti hún. Gamet hlustaði undrandi á hana. Hún var ekki svo hissa á því að Florinda hafði verið gift, heldur vegna þess hvernig hún leit út þegar hún talaði um það. Florinda tók þvi sem að höndum bar, hughraust og án þess að mögla og Gamet hafði oft og iðulega öfundað hana af því. En nú vora fallegu augun hennar aðeins rákir og munn- urinn samankipraður, svo að hún var næstum óhugnanleg á svipinn. Hún hafði lagt kjólinn og millipisin á veggbekkinn og strauk fingrinum yfir bekkinn eins og hún hefði aldrei séð hann fyrr. Gamet sagði næst- um óttaslegin: „Svo að þú hat- ar hann?“ Það var eins og Florinda stirðnaði. Hún dró andann djúpt og reyndi að slaka á. „Ég held hann sé eina mannveran sem ég hef í raun og vera hatað á ævinni", sagði hún með hægð. Hún sneri til höfðinu og leit á Gametu og spurði: „Hefúrðu nokkum ttma hatað nokkum, Gamet?“ „Ekki á þennan hátt“. sagði Gamet. „Láttu það ekki henda þig“, sagði Florinda. „Guð forði þér frá áhriifum þess. Mér likar vel við fólk. Mér líkar að sjálf- sögðu ekki jafnvel við alla, en ég hata þá ekki. Ég ligg ekki Garðahreppur Kosningar til alþingis fara fram í bamaskóla- húsinu við Vífilsstaðaveg sunnudaginn 9. júní. Kjörfundur hefst kl. 10 f.h. K JÖRSTJÓRNIN. K.S.I. Í.BR. K.R.R. Annað kvöld kl. 8, leikur býzka meistara- liðið HOLSTEIN KIEL við SUÐVESTURLAND Dómari: Hajines Sigurðsson, Línuverðir: Jörundur Þorsteinsson og Einar Hjartarson. Af bessum ieik má enginn missa. S KOTT A Nú borgar þú fynrfram. karlinn. Þú lætur mig alltaf hafa fimmeyrlnga fyrir krónur. Kópavogsbúar Bikksmiðjan VOGUR h.f. er flutt að Auðbrekku 55, í nýtt rúmgott húsnæði. Við getum því boðið viðskiptavin- um okkar betri bjónustu en áður. Framleiðum þakrenmi? ocr tilheyr- andi. Ennfremur loftræsti- og lofthit- unarkerfi. ALLAR UPPLYSINGAR í SÍMUM 23340 og 36875. Virðingarfyllst, Bikksntiðjan VOGUR h.f. Auðb'rekku 55. Staðarfell Umsóknir um skólavist í Húsmæðraskólanum að Staðarfelli skulu sendai sem fyrst til for- stöðukonunnar frú Ingigerðar Guðjónsdóttur Staðarfelli, sem veitir alla frekari vitneskju um nám og starf skólans. Verð að flýta mér í vinn- Verð að ná svolítMl nna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.