Þjóðviljinn - 09.06.1963, Síða 1

Þjóðviljinn - 09.06.1963, Síða 1
VINSTRIMENN Þokið ykkur saman xG KemiB í veg fyrír samvinnu stjórnarfíokk amrn og Framsóknar: Kjósið snemma—Tryggið G-listanum sigur mei ötulu, sameiginlegu starfi Alþingiskosningarnar hefjast kl. 9 í dag og þeim lýkur kl. 11. I gær var birt skrá yfir körstaðina og hvar menn eiga að kjósa. Alþýðubandalagið skorar á alla stuðningsmenn sína að kjósa snemma, og koma til starfa í kosningaskrifstofum G-listans, — en auglýsing um þær er á öðrum stað í blaðinu. Verkefnin eru mörg, og úrslitin geta oltið á örfáum atkvæðum — á því starfi sem stuðningsmenn Alþýðubandalagsins leggja fram í dag. Kosningabaráttan í Reykjavík og um land allt hefur einkennzt af vaxandi sókn Alþýðubandalagsins; Alþýðubandalaginu hefur tekizt bezt af stjórnmálaflokkunum að ná eyrum kjósenda í Reykjavík með glæsilegum fundum og einörðum og markvissum málflutningi; bjartsýni Alþýðubandalagsmanna hefur farið sívax- andi og þarf að birtast í ötulu starfi í dag, sameiginlegu áhlaupi sem leiðir til sigurs. Gerum kosningadaginn að degi SÓKNAR og SIGURS Frá hiinum glæsilega fundi Alþýðu bandalagsins í Austurbæjarbíói í gær. Austv.rbæjarbíó var mikið til fullsetið á lokafundi kosninga- ALÞÝÐU BANDAiAGiÐ baráttunnar, þegar áihugamenn G-listans komu saman til að búa sig undir áhlaupið í dag. Hefur þá hátt á þriðja þúsund manns sótt kosningafundi Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík, miklu mciri fjöldi en fundi Sjáifstæðisflokks- ins og FramsóknarfIokksins — og Alþýðuflokkurinn hefur ekki einu sinni treyst sér til að halda einn einasta fund! Fundir Alþýðubandalagsins hafa verið til marks um sóknarþunga vinstrimanna í kosningaundir- búningnum, og ræður manna á fundinum í gær voru heit eggjun til stuðningsmanna Alþýðubanda- lagsins um að leggja fram alla starfsorku sína í lokaáhlaupinu í dag. Jóhannes úr Kötlum lagði áherzlu á það að í þessum kosn- ingum væri greitt atkvæði um sjálfa framtíð og tilveru íslenzku þjóðarinnar. Bergur Sigurbjörns- son benti á að þær staðreyndir gerðu óhjákvæmilegt að allir vinstrimenn stæðu saman hvað sem ágreiningi liði um minni- háttar mál. Guðmundur J. Guð- mundsson skoraði á launþega að beita kjörseðlinum sem vopni í kjarabaráttunni, og að lokum flutti Einar Olgeirsson heit hvatningarorð, minnti á hvemig alþýða Reykjavíkur hefðj hrund- ið gerðardómslögunum 1942 með því að velja á þing þrjá kjör- dæmakosna fulltrúa sína; á sama hátt getur alþýðan nú hrundið árásum afturhaldsflokkanna: — Skerum upp herör, margföldum það afl, sem í sjá'.fum okkur býr, gerum kosningadaginn að degi sóknar og sigurs. Fundarstjóri var Sigurður Guð- geirsson, og í fundarlok var sýnd hin áhrifamikla mynd „Byssu- leikur“ eftir Mai Zetterling. Síð- an streymdu fundarmenn hver í sína áttina — til starfa fyrir sigur G-listans í dag. Verkamenn og opinberir starfsmenn Standið saman um kröfur ykkar xG Úrslit Alþingiskosninganna munu hafa áhrif á stjórn- málaþróunina næsta kjörtímabil. Vinni Alþýðubandalag- ið sigur, veröur vifcið til vinstri í íslenzkum stjórnmálum, þeim mun rösklegar sem sigurinn veröur myndarlegri. Hverskonar samningar sem gerðir kunna að vera að kosningum loknum um ríkisstjóm mun sigur Alpýðu- bandalagsins hafa áhrif á stefnu og störf hinna flokk- anna a.llra: þaö sem þeir áræða að gera og þaö sem þeir láta ógert. Hvert atkvæði sem Alþýðubandalaginu er greitt er krafa um siíka stefnubreytingu. Efnahagsbandalag Evrópu Alþýðubandalagið og Þjóðvamarflokkurinn vom einu stjórnmálaflokkarnir á íslandi sem beittu sér frá upp- hafi gegn aðild íslands að Efnahagsbandalaginu — Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn samþykktu allir að send skyldi umsókn í ágúst 1961. Baráttan gegn aðild íslands hefur nú borið þann árangur, að enginn flokkur dirfist lengur að mæla með henni fyrir kosningar. Þetta er mikilsverður sigur, en hann verður því aðeins varanlegur að kjósendur tryggi Alþýðubandalaginu aðstöðu til að veita hinum flokkunum fullkomið aðhald. Vinnuþrælkunin Alþýðubandalagið hefur sett vinnuþrælkunina á dag- skrá í þessum kosningum, þá óhæfu öfugþróun að hér a landt eru menn neyddir til að vinna lengur og leng- ur á sama tíma og stytting vinnudagsins er talin sjálf- sögð þróun í nágrannalöndunum. Þessu ástandi verður að gerbreyta og tryggja að eðlileg dagvinna nœgi fyrir sómasamlegum árstekjum. Þetta er sameiginleg krafa allra launþega, opinberra starfsmanna og verkafólks, en pólitísk forsenda pess að árangur náist er sigur G-listans. Hernámið Þjóðviljinn og Frjáls þjóð hafa að undanförnu fært þjóðinni vitneskju um afleiðingar hernámsstefnunnar, samkvæmt niðurstöðum dr. Ágústs Valfells, sérfræðings ríkisstjórnarinnar. Sú skýrsla ætti að færa hverjum hugsandi manni heim sanninn um það að barátta gegn hernámsstefnunni er lífsbarátta íslenzku pjóðarinnar. Vinstrisigurinn 1956 leiddi til þess að Bandaríkin hættu þá við fyrirætlanir sínar um stóraukið hernám á fs- landi; sigur Alpýðubandalagsins nú gceti einnig markað tímamót í baráttu hernámsandstœðinga. Víkið til vinstri Samvinna Alþýðubandalagsmanna og Þjóövarnar- manna í kosningunum nú er til marks um vaxandi sam- hug og sóknarhug vinstrimanna. En pað er á valdi kjósenda sjálfra að ákveða hversu víðtæk sameiningin verður. hversu rösklega verð-"- lenzkum þjóðmélum

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.