Þjóðviljinn - 09.06.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.06.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA MÖÐVILIINN Sunimdagur 9. júní 1963 Ctgefasdl: Sameiningarflokkur altýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. SigurtS- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðbjófsson. Ritstjó-" "-l- auplýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19 Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 63 á mánuði Breytingar A lltof oft undanfarna árafugi hafa Alþingiskosn- ingar farið svo, að þær breyttu of litlu, mörk- uðu of lítil skref á braut alþýðunnar til réftlætis, til bættra lífskjara, til framíðarlandsins. Meira að segja þegar líkt hefur s’taðið á og nú, að ó- venjulegt los virðist á flokkatengslum manna, reiði við afturhaldsríkisstjórn og ólga vegna á- rása hennar á alþýðu hafa gripið almennt um sig, má varlega treys’ta því að morgni kosninga- dags að óánægjan komi þannig fram, að hinir óánægðu kjósi gegn afturhaldinu og stuðli að falli þess og breyttri stefnu í stjórnmálum. Þeg- ar á kjördaginn kemur og kosningavél íhaldsins tekur að mala og smala, er sem mörgum verði hughvarf svo hann lá'ti reka sig og aka sér í sama íhaldsdilkinn, láti enn til leiðast að kjósa yfir sig sama afturhaldið og þjakað hefur fólkið, ráð- izt á umsamin kjör launþega eins og freklega hef- ur verið gert á síðasta kjörtímabili, og ýtt þeim út í linnulausa vinnuþrælkun. Jgngu er líkara en menn vantreys’ti vopninu sem lagt er í hönd hvers fullorðins íslendings þenn- an eina dag á fjögra ára fresti- En kjörseðilsvopn- ið er beift og máttugt. Það vopn í höndum al- þýðumanna, sem nógu margir leggjast á eitt að beita því til varnar lífshagsmunum heimila sinna, til sóknar í lífsbaráttunni, til verndar íslenzkum málsfað, getur miklu breytt. Yopn kjörseðilsins í höndum nógu margra samtaka og einbeittra kjós- enda geta knúið fram sterka vinsfri sveiflu og varanlega ste’fnubreýtingu í íslenzkum sfjómmál- um. í þessum kosningum hafa þokað sér saman róttækustu og þ’jóðræknustu öflin 1 íslenzkum þjóðmálum. Einmitf sú sfaðreynd, sam'fylking AI- þýðubandalagsins og Þjóðvarnar’flokksins, gefur þau fyrirh’eit að kosningarnar geti markað tíma- mót í sókn og vöm alþýðumálstaðar og íslenzks sjálfstæðis. Jjað er á valdi kjósenda að gera kosningarnar í dag, 9. júní 1963, að minnisverðum áfanga í íslandssögu, láfa þær valda miklum og heillarík- um og varanlegum breytingum. Hugsi hver al- þýðumaður, hver frjálshuga íslendingur, sem fær kjörseðil lagðan sér í hönd: Ég get með atkvæði mínu ,síuðlað að stórbreytingu í þjóðmálunum ég get glæft með íslenzku alþýðufólki vonina um lífvænleg kjör fyrir stuttan vinnudag, um afnám vinnuþrælkunarinnar. Ég get átt hluf að því að dagurinn á morgun rísi með ný fyrirheit um betra mannlíf á íslandi, að bægt verði frá innlimunar- og herstöðvahæ’ttunum sem ógna sjálfstæði lands- ins og sjálfri tilveru þjóðarinnar; ég get orkað því með atkvæði mínu að leiðin verði greiðari til framtíðarlandsins. ■yerði þeir nógu margi-r sem þannig hugsa, og draga þá ályktun að til þess að svo megi verða sé vænlegast að kjósa G-listann, samfylkingu Al- þýðubandalagsins og Þjóðvamarflokksins, mun kosningadagsins minnzt sem heilladags í sögu al- þýðunnar, í íslandssögu. — s. Kosningaskrifstofiir G-listans Aðaimiðstöð: Tjarnargötu 20 •fyciO I7F44 Almennar upplýsingar og kosningastjórn: —Símar 17513 og llDlð, 17511 17511. 17512, 20160 Bílaupplýsingar: Símar 17512, 20160, 18868, 15259 Kjörskrá fyrir allt landið: Símar 18868, 15259. 17808 Kosningasjóður, kosningahandbók: Sími 17808,: 36535,18077 13092, 10864 16340, 20188 17501, 17502 17503, 17504 13213, 24561 20679, 23748 10117, 18742 32413, 36026 33586, 33422 35470, 34757 33837,33080 HVERFASKRIFSTOFUR verða á eftirtöldum stöðum: Gefa upplýsingar um kjörskrá í viðkomandi hverfum, taka á móti upplýsingum um þá, sem kosið hafa, taka við fé í kosn- ingasjóð; og veita fyrirgreiðslu um bíla. 1) fyrir Vesturbæ, norðan Hringbrautar og vestan Lækjar- götu í Tjarnargötu 20. — Símar: 36535, 18077. 2) Melar, Hagar (austurhluti) og Skjól á Hjarðarhaga 26 (1. hæð). Símar 13092, 10864. 3) Skerjafjörður, Grímsstaðaholt og vesturhluti Haga á Hjarð- arhaga 24 (1. hæð)’. Símar: 16340, 20188. 4a) Þingholt, suð-austurhluti Skólavörðuholts (sunnan Skóla- vörðust.1)’ á Skólavörðustíg 19 (2. hæð)\ Símar 17501, 17502. 4b) Skuggahverfi, Skólavörðuholt norðan Skólavörðustígs á Skólavörðustíg 19 (2. hæð). Símar 17503, 17504. 5) Norðurmýri og nágrenni á Hverfisgötu 82. Símar 13213, 24561, 6J Hlíðar á Barmahlíð 26. Símar: 20679, 23748. 7)' Rauðarárholt og Túnin á Skipholti 7 (2. hæð)\ Sfmar: 10117, 18742, 8aJ Teigar á Laugateig 12. Símar: 32413, 36026. 8bJ Lækir, Laugarnesvegur, Kleppsvegur 1—60 o.fl. á Sel- vogsgrunni 29. Sfmar: 33586, 33422. 9)] Kleppsholt á Langholtsvegi 33. Símar 35470, 34757. 10)’ Vogar og Heimar á Skeiðarvogi 99. Símar 33837, 33080. 33042, 32645 33907, 37974 32912, 32699 35471 1 1) Kringlumýri, Háaleiti, Smáíbúðahverfi, vestan Breiða- gerðis, bæjarhús við Hólmgarð, Hæðargarð o.fl. raðhús við Ásgarð, Tunguveg o.fl. Fossvogsblettir á Breiðagerði 35. Símar: 33042, 32645. 12) Smáíbúðahverfi, austan Breiðagerðis, Sogamýri, Selás- blettir, Árbæjarblettir og Smálönd, á Breiðagerði 35. Sím- ar: 33907, 37974. 13) Breiðholtshverfi, Blesugróf, Arnarbæli Blesugróf. Sím- ar: 32912, 32699. 14) Múlakampur og Herskálakampur, á Suðurlandsbraut 94B. Sími: 35471. Þessar skrifstofur verða opnaðar kl. 8.30 á kjördag, og opnar þar til kosningu lýkur. Alþýðubandalagið skorar á alla fylgjendur G-listans í Reykjavík að taka virk- an þátt í starfinu á kjördag. — Hafið samband við hverfp»*krifstofnr«->»»' r>p wið- stöðina með allar upplýsingar sem þið álítið að séu til framdráttar fyrir G- listann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.