Þjóðviljinn - 11.06.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.06.1963, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 11. júní 1963 —. 28. árgangur — 128. tölublað. Hannibal Vatiimarsson vann þingsæti á Vestfjörðum — Sjá 2. síðu VIÐREISNARSTJORNIN SKRIMTIR Á 2ja ÞINGSÆTA MEiRIHLUTA Framsóknarflokkurinn vann 2 þingsœti, Alþýðuflokkur og Alþýðubandal. töpuðu 1 Hlutfallstölur f lokkanna svip- aðar og í síðustu kosningum Samkvæmt þeim bráðabirgðatölum, sem birtar voru seint í nótt um úrslit alþingiskosninganna, hafa stjórnarílokkarnir tapað einu þingsæti í kosn- ingunum. Framsóknarflokkurinn hefur unnið tvo þingmenn kjördæmakjörna, annan í Reykjavík af Sjálfstæðisflokknum og hinn í Suðurlandskjördæmi af Alþýðubandalaginu. Alþýðubandalagið vann hins vegar þingsæti á Vestfjörðum af Alþýðu- flokknum. Alls voru á kjcrskrá 100.573, en atkvæði greiddu 90.945 eða 90,4%. Alþýðuflokkurinn fékk 4 þing- menn kjördæmakosna, tapaði 1. Framsóknarflokkurinn fékk 19 þingmenn kjördæmakosna, vann 2. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 20 þingmenn kjördæmakosna, tap- aði 1. Alþýðubandalagið fékk 6 þing- menn kjördæmakosna, eins og i síðustu kosningum. Samkvæmt þráðabirgðatölum um kosningaúrslitin eru gild atkvæði 89.347 og skiptast þau þannig milli flokkanna að hundraðshlutum: A-listi, Alþýðuflokkur, hlaut 14,2% (15,2). B-Iisti, Framsóknarflokkur, hlaut 28,2% (25,7). D-Iisti, Sjálfstæðisflobkur, hlaut 41,4% (39,7). G-listi, Alþýðubandalagið, hlaut 16,0% (16,0). Uppbótarsæti munu skiptast milli flokkanna sem hér segir samkvæmt þessu: Alþýðuflokkur fær fjóra uppbótarmenn, Sjálf- stæðisflokkur fjóra og Alþýðu- bandalag þrjá. — Eftirtaldir menn verða því landskjörnir samkvæmt þessum bráðabirgða- tölum: Af A-lista: Sigurður Ingimund- arson, Birgir Finnsson, Guð- mundur I. Guðmundsson og Jón Þorsteinsson. Af D-lista: Davíð Ólafsson, Sverrir Júlíusson, Bjartmar Guð- mundsson og Hermann Þórarins- son (eða Matthías Bjarnason). Af G-Ksta: Eðvarð Sigurðsson, Ragnar Arnalds og Geir Gunn- I Alþýðuflokkur 8 (fl), Framsókn- arsson. arflokkur 19 (17), Sjálfstæðis- Þingmannatala flokkanna í flokkur 24 (24) og Alþýðubanda- heild verður því sem hér segir: I lag 9 (10). Þingmenn Alþýðuhandalagsins Alþýðubandalagið fékk kjörna tvo þingmenn í Reykjavík Framsókn vann þingsœti af S jálfstœðisflokknum - Litlar breytingar frá því í bœjarstj órnarkosningunum s.h ár Talningu atkvæða í Reykjavík iauk um kl. 4 í fyrrinótt, og urðu úrslit þau að Alþýðubandalag- ið og Alþýðuflokkurinn fengu tvo menn kjörna eins og í síðustu kosningum, en Framsóknarflokk- urinn vann eitt þingsæ'ti af Sjálfstæðisflokknum, sem nú fékk 6 menn kjörna. 1 Reykjavík voru á kjönskrá 42.300 (40.028), og greiddu 38.340 atkvæði, eða 90,6%. — TJrslit urðu sem hér segir: A-listi, Alþýðuflokkur hlaut 5730 atkv. (5046) og 2 menn kjörna (2). B-listi, Framsóknarflokkur hlaut 6178 atkvæði (4100) og 2 menn kjörna (1). D-Iisti Sjálfstæðisflokkur hlaut 19122 atkvæði (16474) og 6 menn kjörna (7). G-listi, Alþýðubandalag hlaut 6678 atkvæði (6543) og 2 menn kjörna (2). Auðir seðlar voru 530, ógildir 102. Kjörnir þingmenn Reykjavíkur eru þessir: Af A-listat Gylfi Þ. Gíslason og Bggert ÞorsteiiKsson. Af B-lista: Þórarinn Þórarinsson og Einar Ágústsson. Af D-lista: Bjarni Benediktsson, Auður Auðuns, Jóhann Hafstein, Gunnar Thoroddsen, Pétur Sigurðsson og Ólafur Björnsson. Af G-lista: Einar Olgeirsson og Alfreð Gíslason. Miðað við fylgi flokkanna í síðustu þingkosningum eru breyt- ingar á atkvæðamagni þeirra þessar: Alþýðuflokkur tapar 216 atkvæðum, fær 15,2% (16,8). Framsóknarflokkurinn vinnur 2578 atkv. fær 16,4% (11,6). Sjálfstæðisflokkurinn vinnur 2648 atkv. fær 50,7% (46,7). Alþýðubandalag vinmulr 133 atkv. fær 17,7% (18,5). Við síðustu kosningar bauð Þjóðvarnarflokkurinn einnig fram og hlaut hann þá 2247 atkvæði, eða 6,4%, en við þessar kosn- ingar voru sameiginleg framboð Alþýðubandalagsins og Þjóð- varnarflokksins. Atkvæðatölur flokkanna við bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjavlk í fyrra, sem eru síðustu sambærilegar tölur við kosningaúrslitin núna, voru sem hér segir: Alþýðuflokkur hiaut 3061 atkv., eða tæp 11%. Framsólaiarflokkur hlaut 4700 atkv., eða um 13% Sjálfstæðisflokkur hlaut 10.220 atkv. eða tæp 53%. Alþýðubandalag hlaut 6114 atkv., eða tæp 17%. Þjóðvarnarflokkur hiaut 1471 atkv., eða tæp 4%. Líiðvík Jósefsson, Kagnar Arnalds.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.