Þjóðviljinn - 11.06.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.06.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 11. júná 1963 HÖÐVILIINN AAikil ólga í Englandi: Profumomálið vex senn Macmillan yfir höfuð Mál enska hermólaráðherrans John Profumos virð- ist eftir öllu að dæma ætla að verða eitt hið mesta vandræðamál Macmillans forsætisráðherra. Öryggi íandins hefur mjög borið á góma í seinni tíö í sam- bandi við þetta, og hefur Macmillan skipað Dilhorn lávarð til þess að rannsaka þá hlið. Fréttamönnum ber saman um, að Macmillan standi nú á einum erfiðustu tímamótum á starfsferli sínum. Macmillan kom á mánudag úr leyfi sínu i Skotlandi, hress og hvíldur, og þarf sannarlega á öllum starfskröftum sínum að hald. Hið svonefnda Profumo mál æöar sem sé að vaxa hon- vrm yfir höfuð. Eins og menn muna neyddist John Profumo hermálaráðherra Bretlands til þess að segja embætti sinu lausu, eftir að bert var orðið, að hann hafði logið að enska þinginu um samband sitt við Ijósmyndafyrirsætuna Christine Keeler. Macmillan hefur ákveðið að halda fund með ýmsum helztu mönnum íhaldsflokksins og ræða aðgerðir i máli þessu. Jafnframt þessu hefur forsætisráðherrann falið Dilhorn lávarði, sem er forseti neðri málstofu þingsins og einn æðsti embættismaður landsins, að rannsaka þá hlið málsins. er að öryggi landsins lýtur. Christine Keeler hafði sem sé sést í félagsskap rússnesks sendiráðsmanns, og þykir það á- samt fleiru uggvænlegt og benda til þess, að hermálaráðherrann kunni að hafa farið heldur gá- lauslega með fleira en kvenna- mál sín. Samkvæmislæknirinn dr. Step- hen Ward hefur nú verið hand- tekinn og ákærður fyrir vændi. Það var dr. Ward, sem varð þess valdandi, að Profumo neyddist til að viðurkenna, að skýrsla sín til enska þingsins hefði verið login. Auk þess að vera sakaður um vændi hefur Ward lækni verið það tilkynnt, að hann megi eiga von á því, að önnur og alvarlegri ákæra verði lögð fram gegn honum. Svaraði hann því borginmann- lega, og kvaðst mundu afsanna allar sakir, sem á sig væru bornar. Réttur sá í Lundúnum, er fjallar um mál dr. Wards, r.eitaði að láta hann lausan gegn tryggingu. Var sú skýring gefin á því, að læknirinn hefði allan tímann haldið sambandi við fólk, sem flækt væri í mál- ið. og væri hætta á því, að hann reyndi að hafa áhrif á framburð þess. Sakarefni þau er læknirinn verður borjnn auk vændis, er væntanlega í sambandi við þá hlið Profumomálsins, er að ör- yggi landsins lýtur. Skýrsla Dilhorn lávarðar berst Macmjll- an væntanlega síðar í þessari viku. Ekki er það enn ákveðið, hvort hún verður birt almenn- ingi, og fer það eftir efni henn- ar. Ákveðið hefur verið, að foringja Verkamannaflokksins í Englandi, Harold Wiison. verði sent eintak af henni. Rússi sá er við málið er rið- Von um bann við kjarnorkutil- raunum WAíSHINGTON 10/6 — Sovét- ríkin, Bandaríkjn og Bretland hafa komizt að samkomulagi um það. að halda ráðstefnu í Moskvu. Á þeirri ráðstefnu er ætlunin að komast að skjótu samkomulagi um bann við k j arnorkuvopnatilraunum. Það var Kennedy forseti, sem tilkynnti þetta í ræðu, sem hann hélt við háskóla í Washington. Skömmu síðar var þetta einnig tilkynnt í Moskvu Qg Lundúnum. Á afvopnunarráðstefnunni í Genf var þessari tilkynningu tekið með fögnuði, enda tími til kominn, að eitthvað jákvætt gerist í þessum málum. í ræðu sinni hvatti Kennedy Bandaríkjamenn til að íhuga vandlega afstöðu sína til Sov- étríkjanna, og gleyma því ekki, að þótt margt bæri á milli ættu löndin þó mörg sameiginleg á- hugamál. Til þess að sýna góð- an vilja Bandaríkjanna kvað Kennedy þau ekki mundu hefja að nýju kjamorkutilraunir í há_ loftunum, svo lengi sem aðrir gerðu ekki slíkar tilraunir. Christine Keeler Alabama: Wallace þrjóskast gegn hæstarétti USCALOOSA 10/6 — Landstjór- inn í Alabama, George Wallace, sem frægur er orðinn að end- emum fyrir ofstæki sitt gegn blökkumönnum, heflur /ikveðið að taka sér stöðu við inngang Alabamaháskó'.a og mótmæla formlega innritun blökkumann- anna tveggja. Landstjórinn hef- ur þannig neitað að hlýðnast hæstarétti Bandaríkjanna, sem bannað hefur honum að skipta sér framar af máli þessu. 46 lögfræðingar hvaðanæva að Wilson í Moskvu Moskvu 10/6 — Harold Wil- son, formaður.Verkamannaflokks- ins í Englandi, hefur verið í Moskvu og rætt við Krústjoff forsætisráðherra. Voru það eink- um afvopnunarmál, sem þeir ræddu, en áður hafði Wilson lýst þeirri skoðun sinni. að mörg á- greiningsefni í þeim málum myndu stafa af misskilningi. Forsætisráðherra Sovétríkjanna skýrði Wilson svo frá, að Sov- étríkin hefðu hætt smíði sprengjuflugvéla og ákveðinni tegund herskipa. Einnig hafði Krústjoff sagt, að enskar og franskar atomsprengjuflugvélar hefðu enga hemaðariþýðingu, og Sovétríkin hefðu ekkert að ótt- ast af þeim sökum. úr Bandaríkjunum hafa skorað á landstjórann að brjóta odd af oflæti sínu og gefa eftjr í þessu máli. Segja þeir það vera í þágu réttar og laga, Qg munu flest- ir því sammála. Að áskorun þessari stendur m.a. ejnn fyrr- verandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Það var i Phila- delphia, sem áskorun þessi var birt opinberlega. Kennedy forseti ráðgaðist í Hvíta húsinu í Washington við ýmsa framámenn um kynþátta- vandamálið í Bandaríkjunum, og boðaði nýjar aðgerðir til að tryggja blökkumönnum jafnrétti á við hvíta. Einnig minntist hann á kynþáttavandamálið í ræðu sinni við háskóla í Wash- ington, og kvað það skyldu hvers borgara að virða réttindi annarra. í Denville í Virginíu var vatns- slöngum beint að kröfugöngu blökkumanna. Um hundrað blökkumenn gengu að ráðhúsi borgarinnar og kröfðust auk- inna réttinda sér til handa. Hópur þeirra tók sér sæti í þröngum gangi, og var þá grip- ið til þessa ráðs. Undanfarið hafa kynþátta- óeirðir verið naer daglegt brauð í Bandaríkjunum. Hafa þröng- sýnir og ofstækisfullir menn í. hópi hvítra notað hvert tæki- færi til að sýna blökkumönnun- um lítilsvirðingu sina. Er fram- koma Wallace landjtjóra gleggst dæmið um starblint ofstæki þessara manna. Ingiríður drottn- ing sjúk af magasári Kaupmannahöfn 10/6 — Ingi- ríður drottning Danmerkur hef- ur fengið magasár segir í til- kynningu, sem gefin var út í Höfn á mánudag. Liggur drottn- ing á Fredensborg. Búizt er við, að Ingiríður drottning verði sj.úk næstu mán- uði og hefur öllum opinberum störfum hennar vetið frestað eða aflýst. Harold Wilson inn, heitir Ivanov. Var hann starfsmaður við sendiráð Sov- étríkjanna í Lundúnum, og fékkst einkum við mál er skip Qg flota vörðuðu. Ivanov þótti félagslyndur og samkvæmismað- ur hinn mesti. Var hamn i kunningsskap við Christine Keeler. Ivanov hvarf úr landi áður en upp kom mál Christine Keeler. Frá því er sagt, að fyrir skömmu hafi Harold Wilson af- hent Macmillan forsætisráðherra nokkur skjöl, er fjalli um þá hættu, er öryggi landsins sé bú- ið af Profumo-málinu. Lúti þau að samskiptum þeirra Ivanovs og Christine Keeler, en hún um- gekkst Rússann mikið um sama leyti og kunningsskapur hennar og hermálaráðherrans stóð sem hæst. Þykir Bretum það allt í- skyggilegt. Frá því að vera tiltölulega sak- laust mál um kvennafar ráðherra hefur Profumo-málið þróast í þá átt að verða eitt mesta hneykslis- mál í Bretlandi síðustu ár. Veld- ur þar bæði sú seinheppni ráð- herrans að ljúga að þinginu og neyðast til að viðurkenna brot sitt, og svo gáleysisleg umgengni hans við Christine Keeler og e.t.v. Ivanov. Stjóm Macmillans stendur mjög höllum fæti, og hef- ur mál þetta sfst orðið til að bæta kosningahorfur Ihaldsflokks ins. Kveða fréttamenn svo að orði, að Macmillan standi nú frammi fyrir einu erfiðasta mál- inu á löngum stjómmálaferli BÍnum. Bourgiba í Svíþjóð STOKKHÓLMI 10/6 — Forsel Túnis, Bourgiba, er um þessa mundir á ferð í Svíþjóð. Me honum em í förinni kona han og utanríkisróðherrstnn Mong Slim. Bourgiba hefur dvali2 tæpa viku í Svíþjóð og orði margs vísari. Hefur hann kynr sér sænskt menningarlíf z miklum áhuga, en til Oslóar fe hann að Svíþjóðarförinni lok inni. Á mánudag hafði Bourgib ætlað sér til Kiruna til að skoð hina sögufrægu miðnætursc Skandinava, en neyddist til a hætta við þá för sökum anr ríkis. Verðfall í Englandi London 10/6 — Um fátt er nú meira rætt í Englandi en Pro- fumo- hneykslið. sem talið er geta riðið stjórn Ihaldsflokks- ins að fullu. Það er til marks um erfiðleika stjórnarinnar og sýnir hve traust á henni hefur þorrið, að í dag varð verðfall í kauphöllum Lundúna. Macmillan forsætisráðherra hefur undanfarið dvalizt í or- lofi sínu í Skotlandi, en er nú kominn til Lundúna og tekinn til óspilltra málanna að reyna að rótta við hag flokks síns. Þessi fyrirmannlegi forsætisráð- herra hefur reynzst heldur ó- heppinn með ráðherra sína og er skammt um liðið síðan tveir þeirra hrökkluðust úr stjóminni sökum þess, að þeim var borin kynvilla á brýn. Því er haft eftir Macmillan þegar Profumo- málið kom fyrst til tals: Guði sé lof að það er þó kvenxnaður. SfÐA 3 Blökkumenn ofsóttír / USA Slíkar óeirðir sem þessar gefur nú að líta nær daglega I Bandaríkjunum. Þegar blökkumcnn krefjast réttinda sér til handa nota hvítir ofsamenn tækifærið til þess að svala verstu hvítum sínum. Hér er það fyrrverandi lögregluforingi, sem sval- ar reiði sinni. Stríð gegn Kúrdum Tólf milljónir fyrir Barshani Bagdad 16/6 — Fé, sem nemur tólf milljónum fsl króna hefur nú verið lagt til höfuðs Barshani, foringja Kúrda. Slitnað hefur upp úr samingaviðræðum, sem undanfarið hafa staðið yfir milli íraksstjórnar og Kúrda, og hyggst stjómin nú gripa til öflugra hernaðaraðgerða gegn þeim. Mustafa al Barshani, foringi Kúrda, hefur um langt skeið ver- ið foringl harðrar frelsisbaráttu. Kúrdar búa í fjórum löndum, frak, fran, Tyrklandi og Sovétrikjunum. Hafa þeir jafnan gert til þess kröfu, að stofna sjálfstætt ríki, en það ekki náð fram að gar.ga. Helzt er það íraksstjóm, sem gegn þeim hefur barizt, enda Kúrdar fjölmennastir í írak. Langar og erfiðar samningaviðræður hafa staðið yfir undanfarið milli íraksstjóm- ar og Kúrda. Var það lengi hald manna, að saman myndi ganga og Kúrdar fá nokkurt sjálfsforræði. Nú hefur hins- vegar sli'nad upp úr þeim viðræðum, og hyggst íraksstjóm ganga milli bols og höfuðs á Barshani og fylgismönnum hans. Það var varaforsætisráðherra íraks, Ali Saleh al Saadi, sem frá þessu skýrði á fundi með fréttamönnum á mánudagskvöld. Kvað hann íylgismönnum Barshanis hafa verið settir þeir úr- slitakostir, að leggja niður vopn sín innan sólarhrings eða taka afleiðingunum ella. Jalal Albani, sem var formaður sendinefnd- ar Kúrda, sem viðræðumar átti við Iraksstjóm, var um helgina staddur í Beirut, en hefur nú snúið heim. A1 Saadi skýrði einnig frá því, að einn liðsforingi og fjórir hermenn óbreyttir hefðu látið lífið í nýjum átökum við Kúrda, einn'g hefðu nokkrir hermenn ríkisstjórnarinnar verið teknir til fanga. Varaforsætisráðherrann kvað stjóm sína hafa haft samráð við stjómir Egyptalands og Sýrlands um þessar aðgerðir, en ekki kvað hann unnt að segja að svo komnu máli, hvort liðsstyrkur yrði fenginn frá löndum þessum. Þess má að lokum geta, að einn Islendingur hefur dvalizt með Kúrdum og kynnst sjálfstæðisbaráttu þeirra. Er það Er- lendur Erjendsson, sem blaðamaður var við Alþýðublaðið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.