Þjóðviljinn - 11.06.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.06.1963, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 11. júní 1963 ÞIÓÐVILJINN f------------;---------—----------=------------------slÐA 5 i SVIPMYNDIR Á KJÖRDAG Hér á síðunni birtum við nokkrar svipmyndir frá kjördeginum í Reykjavík. Veðrið var einstaklega milt og gott enda varð kjörsókn góð um það er lauk. Fram eftir deginum var kosninga- þátttakan þó heldur minni hlutfallslega en haustið 1959 en það jafnaðist upp er á daginn leið. Annars var aðsóknin að kjörstöð- unum fremur jöfn allan daginn og allt gekk snurðulaust og eng- inn troðningur eða tafirA Ljósmyndir: Ari Kárason 0 O Það var margrt nm bíllnn á öllum kjörstöðunum enda töldu flokkarnir ekki eftir sér að skjóta bíl undir atkvæðin fremur venju. Og auðvitað höfðu Sjálfstæðismenn mest- an bílakostinn og sáu ekki i eyrinn í því sambandi. Mynd- in er tekin i porti Austurbæj- arskólans. © Loks kemur svo mynd af konu sem er selja merki Hringsins á kjörstað, en Hringskonur voru með merkjasölu á öllum kjörstöð- unum, enda tækifærið óvenju gott og fyrir góðu málefni að berjast. Lögreglan hafði nóg að gera að stjórna umferðinni við kjörstaðina. Hér sést Lárus Salómonsson að störfum við Austurbæjarskólann. Og bif- reiðin ber það utaná sér hvaða flokki þau atkvæði hafa tilheyrt sem hún flutti. © Veðnið var milt og gott á kosningadaginn og þeir sem ekki áttu heimangengt frá ungum börnum tóku þau bara með sér í kerrum og vögn- um. Myndin er tekin í porti Miðbæjarskólans. 0 Enn kemur mynd sem tek- In við Miðbæjarskólann. Kosningasmalinn er stima- mjúkur og hjálpar kjósend- unum út úr bifreiðinni með bugtj og beygingum. Þessi mynd er lfka tekln f Miðbæjarskólaportinu og á Æ—_ henni sést m.a. Ragnar í Smára (með gleraugu og\^r merki í barml), en hann hélt sig í portinu mestan hluta dagsins og tók menn tali og ræddi við þá um landsins gagn og nauðsynjar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.