Þjóðviljinn - 11.06.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.06.1963, Blaðsíða 8
0 SÍ0A ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. júní 1063 sagöi hún brqsandi við hann. Brown kapteinn horfði með athygli framaní hana. Loks sagði hann: — Reiðizt þér mér, ef ég segi, að þér gerið mig dálítið ringl- aðan? — Nei, nei, sagði hún og hló við. — Það gerir ekki vitund. En hvemig geri ég yður ringl- aðan? „Fyrst og fremst vegna þess að þér minnið mig á einhvem, ég veit ekki hvem“, sagði Brown kapteinn. „Og í öðru lagi — ég bið yður einskis", fullvissaði hann. „en ef ég get gert yður greiða, viljið þér þá láta mig vita?“ Hún hlustaði undrandi á orð hans. „Jú. þökk fyrir“, sagði hún. „En ég er ekki viss um að ég skilji hvað þér eigið við“. „Það skal ég segja yður“, sagði hann. Hann talaði eðlilega og blátt áfram. „Ég vil ógjam- an skipta mér af því sem mér kemur ekki við. En það er svo augljóst að þér eigið ekki heima hér“. Garnet leit nlður á borðið. Hann sagði þetta á allt annan hátt en hún átti að venjast og hún vissi varla hvernig hún átti að bregðast við. Hann álasaði henni ekki og hann byrjaði ekki eiils og flestir: „Hvemig getur svona prúð og pen stúlka hald- izt við í þessari holu“. Brown kapteinn beið eftir svari.- Hún sagði án þess að líta upp: „Af hverju haldið þér að ég eigi ekki heima hér?“ „Það er auðheyrt hvernig þér talið“, svaraði hann samstund- is. „Það er jafnerfitt að venja sig af þvi að tala siðmenntað mál og öfugt. En hafi ég sagt of mikið, þá bið ég yður fyrir- gefningar. Ég veit ekkert um yður og ég skal ekki reyna að komast að neinu. En ég held að þér eigið við erfiðleika að striða og ég vildi fúslega vera vinur yðar“. Hárqreiðslan P E R M A. Garðsenda 21, simi 33968. Hárgreiðslu. os snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla dð ailra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjaraargötu 10. Vonarstraet- ismegin Síml 14662. Hárgreiðslustofa ADSTURBÆJAR (Maria Guðmundsc’óttirj Laugavegj 13 simi 14658. Nuddstofa á sama staO Hún leit upp til hans. Vegna þess að hann hafði ekki farið fram á skýringu og ætlaðist bersýnilega ekki til þess að fá hana, þá langaði hana sjálfa til að gefa hana í þetta sþin: „Kær. ar þakkir, Brown kapteinn. Ég kom til Kaliforníu með mann- inum mínum. En hann dó og ég get ekki snúið heimleiðis eiri. Ég vinn fyrir mér á þenn- an hátt. Það er allt og sumt“. Hann opnaði munninn til að svara, en Garnet sá hóp af ó- breyttum hermönnum sem biðu þess óþolinmóðir að kapteinn- inn hætti að tala við barstúlk- una svo að þeir gætu fengið drykk. „Ég verð að fara“. sagði hún og fór til að sinna afgreiðsl- unni. Þegar Því var lokið, sá hún að Brcfwn kapteinn stóð enn við barborðið. Það hýmaði yfir Gametu og hún sagðj við hann: „Var yður alvara áðan, Brown kapteinn?" „Auðvitað var mér það“. „Það er eitt sem þér getið gert fyrir mig. Mér datt það einmitt í hug rétf í þessu. Ef það er til of mikils mælzt, þá segið þér bara tiL Sendir ekki herinn póst heim til Bandaríkj- anna? Væri hugsanlegt að ég gæti komið boðum til fjölskyldu minnar? Mér þætti vænt um, ef þau fengju að vita að mér líð- ur vel“. . Brawn kagfefrft teftSBfó*1 og blyant upp ur vasanum. „Ég skal athuga málið. Hvar er fjölskylda yður búsett?“ „í New York. Horace Cam- eron og frú.“ „Hvað þá!“ Hann missti blý- antinn útúr höndunum. „Auð- vitað", sagði hann hægt og full- ur undrunar. „Auðvitað. Það er hann sem þér minnið mig á. Herra Cameron". Garnet hrökk við. „Hvaðan þekkið þér pabba?“ spurði hún áköf. „Frá New York. Ég hitti hann í bankanum svo sem viku áður en herdeildin lagði af stað. Hann sýndi mér bréf frá yður — þér eruð frú Hale?“ Hún kinkaði kolli. Brown kapteinn hélt áfram: „En hann vissi ekki að mað- urinn yðar var dáinn. Hann átti von á yður heim mjög fljótiega. Það var bréf sem þér höfðuð skrifað rétt eftir að þér komuð til Kalifomíu. Þér lýstuð nátt- úrunni, en — „hann hló af- sakandi — „en auðvitað vitið þér sjálf hvað i bréfinu stóð“. Það fór hrollur um Garnetu. Hún vissi það allt of vei. Það var bréfið sem hún hafði skrif- að eftir að hún kom á ranchó- ið til Charlesar, þegar hún var svo staðráðin í því að leyna foreldra sina því sem aflaga fór. Bréfið hafði komið til New York í sumar leið og fað- ir hennar hafði einmitt gert það sem hún hafði búizt við: tekið bréfið með sér í bankann og sýnt vinum sínum. Og þar sem Brown kapteinn var á leið til Kaliforníu hafði hann sýnt hon- um það. „Fyrst þér eruð á leið þangað, þá þætti yður ef til vill gaman að sjá þetta bréf frá dóttur minni. . . .“ New York-herdeildin hafði siglt af stað í september. Það hafði ekki hvarflað að föður hennar að biðja Brown kaptein fyrir kveðju. Hann bjóst á hverjum degi við póstlögðu bréfi frá henni, póstlögðu í htl- um landamærabæ, sem í stóð að hún væri á leiðinni heim. En eftir að herdeildin var farin, hafði hann í staðinn fengið bréfið sem hún hafði skrifað rétt áður en hún fór tii Los Angeles ásamt Florindu og John, Bréfið þar sem hún sagði þeim að Oliver væri dáinn og hún ætti von á barni og kæmist ekki heim. „Frú Hale“, sagði Brown kapteinn lágt. Garnet hrökk við og leit upp. „Fyrirgefið mér. Ég er hrædd um að ég hafi verið —“ „Sjúk af heimþrá?" bætti hann við. „Já“, sagði hún og brosti. „Stundum gripur heimþráin mig og ég fæ sling í hjartað. En ég bið yður að trúa mér, ég er alls ekki óhamingjusöm hérna. Það er bara tilhugsunin um að geta ekki komizt burt. sem gerir það að verkum að mér finnst stund- um ég svo langt í burtu og fjarri heiminum. Segið mér, leit pabbi vel út? Minntist hann nokkuð á aðra í fjölskyld- unni?“ „Faðir yðar leit Ijómandi vel út. Ég er viss um að öllum hef- ur liðið ágætlega. því að hann var eitthvað að tala um að hann þyrfti að fiýta sér, því að frúin ætiaði að haida mat- arboð um kvöldið. Þau hefðu varia haidið veizlu ef eitthvað hefði verið að“. Brown kapteinn tók blýantinn af borðinu og stakk honum í vasann. „Ég skal athuga það undir ejns hvort híégt er áð koma fyrir yður bréfi og láta vður vita“. Coliins og McLane komu inn ti>«&'að fá sér kvöldsopann. Brown kapteinn bauð góða nótt og Gamet fór að sinna hinum. Þegar hann kom til dyra mætti hann augnaráði hennar rétt eins og kvöldið áður og lyfti hendinni í kveðjuskyni. Garn- etu var orðið mjög hlýtt til hans. Herinn hafði byggt virki á hæð og þaðan sá yfir torgið. Þama héldu piltamir hátíðlegan fjórða júlí. Það hófst við sólarupprás með því að hleypa af skotum þegar fáninn var dreginn að hún. Skotdrunumar bergmál- uðu í fjöllunum og vöktu alla sem enn sváfu. Angelenóamir andvörpuðu Og spurðu hver ann- an hvorf Kanarnir þyrftu endi- lega að vera með þessi skelfing- ar læti í hvert sinn sem þeir gerðu eitthvað. í veitingastofu Silkys þar sem enginn komst í rúmið fyrr en löngu eftir mið- nætti spruttu allir á fætur í ofboði. Gamet hrökk upp skelfingu lostin. Stefán orgaði í litla rúm- inu sinu. Meðan Garnet neri augun, minntist hún þess að Stevenson ofursti hafði kunn- gert fyrir nokkrum dögum að fjórði júlí skyldi hátíðlegur haldinn á þennan hátt. Geisp- andi fór hún í morgunkjól og fór með Stefán með sér niður í eldhúsið. Þar stóð köld hafra- súpa frá kvöldinu áður. Hún var að ausa dálitlu af henni uppúr pottinum þegar Mikki kom inn með dingiandi fléttu og var róSemin uppmáluð. Mikki fór að búa til súkkulaði. Hann hafði enga hugmynd um hvers vegna Kanamir voru að skjóta af fall- byssum. En Mikki var fyrir löngu búinn að sætta sig við það að kanarn- • gerðu sitt af hverju sem hann skildi ekki. Hann brosti til Gametar og hún brosti á móti. Hún hafði ekki fengið mikinn svefn, en hún mundi hve einmana hún hafði verið hinn fjórða júlí í fyrra þegar enginn dagamunur var gerður, og henni fannst full á- stæða til að halda daginn há- tíðlegan. Florinda var ekki jafnmikill föðurlandsvinur. Hún hafði reyndar heyrt talað um sjálf- stæðisyfiriýsinguna, en hún var ekki yiss um hvað hún táknaði. Meðan þær drukku súkkulað- ið sagði Gamet henni nánar frá efni hennar. Florinda sagði að þetta léti vel í eyrum. en hún sæi enga ástæðu iil að rjúka á fætur fyrir aliar aldir þrátt fyrir það. Það hiyti að vera nóg að fagna um hádegi. En auðvitað hefði hún ekki vit á slíku og hvar var annars blek- ið? Fyrst hún var komin á fæt- ur hvort sem var. þá gat hún eins litið yfir reikningshaidið fjTÍr síðustu viku, áður en Siiky gæti kreist útúr henni ágóða- hluta fyrir nýjum jakka handa sér. Silky var þegar kominn á fætur og búinn að opna bar- inn. Hann sagði að þau mættu búast við miklu annrikj, því að húrrahróp orsökuðu þorsta. í nýja virkinu var sjálfstæðisyf- irlýsingin lesin bæði á ensku og spænsku fyrir hermennina og hvem þann sem nennti að klifrast upp brekkuna til. að hlýða á hana. Byggingin átti að heita Moore virki til virðingar Moore kapteini sem fallið hafði í omstunni við San Pasqal, þegar Kearney og menn hans mættu Kaliforníubúum í des- embermánuði. Síðar komu meiri hátíðlegheit, fleiri fallbyssu- skot og enn fleirj húrraþrón Allir yrðu í fínu skapj. sagði Silky, og þyrstir í brennivín. Og það reyndist rétt. Útj var steikjandi hiti og veitingastof- an þétt skipuð allan daginn. Um miðnættið voru Gamet og Flor- inda svo þreyttar að þær sáu allt í þoku. En þær höfðu tek- ið eftir því að Brown kapteinn hafði staðið langa stund við endann á barborðinu. Hann stóð kyrr og hafði glas fyrir framan sig, eri hann gaf sér góðan tíma til að drekka úr því. Hann sagði fátt. En meðan hann var nærstaddur voru pilt- arnir ekki mjög uppivöðslusam- ir. Þegar Silky og José hjálp- uðu loks síðustu gestunum nið- ur tröppumar, neytti Garnet síðustu orku sinnar og gekk til hans. „Þakka yður fyrir að þér voruð héma“. sagði hún. „Verið ekki að reyna að tala“, sagði Brown kapteinn brosandi. „Reynið heldur að fá yður góða hvíld“. Hann bauð góða nótt og fór. Florinda hallaði sér fram á bar- borðið og umlaði: „Þetta er af- bragðs náungi. Garnet". Garnet var henni sammála. Henni var orðið mjög hlýtt til Browns kapteins. í hinnl há- væru Los Angeles, var róleg alúð hans jafnhressandi og gol.a SKOTTA Það er eins gott að pabbi nái ekki í þessa plötu. Sá verður galinn. Góð aðbúð á vinnusfað Framhald af 6. síðu. Því endurtek ég, að verka- lýðsfélögin verða að herða á kröfun’um. Erfiðismenn eiga skilyrðislausa kröfu til að hafa aðbúnað á vinnustöðum til jafns við hvaða stéttir aðr- ar sem byggja þessa borg. Sóðaskapurinn er ljótur blettur á borginni og langt fyrir neðan virðingu nokkurs verkamanns að sætta sig við slíkt ástand. Að endingu tek ég fram að þó ég hafi talað hér um nokk- ur tilgreind atlriði þá er fjöl- margt ónefnt í aðbúnaði á vinnustöðum sem vissulega þarf að taka og til athugunar, þó langi vinnutíminii) sem menn setja nú allt í voða fyr- ir, heilsu og heimili, sé stæi’sta vandamálið. Tryggvi Emllsson. ENN EIN NÝJUNG FRÁ SJÖFN , 10-10 NÝJA REX SKIPAMÁLNINGIN ER AFBRAGÐS STERK OG ENDINGARGÓÐ l/"n ii rj— □J !□£ " ÍI—i rr —1 ■h Við höftun eyrnaskjól ! kosningabaráttunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.