Þjóðviljinn - 12.06.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.06.1963, Blaðsíða 1
G - L I S T I N N færir öllum kærar þakkir, sem lögðu fram starf sit’t á kosningadag- inn og unnu vel að vanda. — G-listaskemmtun verður haldin innan skamms fyrir starfsfólk. — Nánar auglýst síðar- - |:i'S jílikii j-xk.-;': . * * ' ' 'Í-i:- : ' i'- ' 'wmmmmz . . . ■ - ^ 'i ;j:í:ÍÍÍ <* Í.--V v ••• :;íJ&v:w.xí::<:: Aðalkröfur verkalýðsfélaganna nyrðra: Tuttugu prósent kauphækk- un og 44 stunda vinnuvika í gærkvöld stigu út úr flugvél hér á Reykjavíkurflug- velli fuiltrúar samningsaSila frá Akureyri í yfirstandandi kaupgjaldsdeilu fyrir norðan. Voru þaS 9 fulltrúar frá verkalýðssamtökunum og 2 fulltrúar frá atvinnurekend- um. Þessir samningsaðilar munu sitja fundi næstu daga með sáttasemjara ríkisins þar eð ekki hefur náðst sam- komulag um héraðssáttasemjarann á Akureyri, sem er Steindór Steindórsson, menntaskólakennari. Þó er óráð- ið ennþá um fundarstað. Samkvæmt viðtali við Bjöm Jónsson, formann Verka- lýðsfélagsins Einingar, eru tvær höfuðkröfur verkalýðs- félaganna í þessari kaupgjaldsdeilu: Tuttugu prósent kauphækkun og stytting vinnuvikmmar í 44 stundir fyrir utan ýms smærri atrið. Leikvöllur og bílaleiga Cnginn sátta- íundur í mánuð Tlr Þjóðviljinn átti í gær stutt viðtal við Helga Arnlaugsson iormann Sveinafélags skipa- smiða og innti hann frétta af verkfailinu sem félagið hefur nú staðið í á fjórðu viku. ifc- Helgi skýrði svo frá, að enn hefði sáttasemjari ríkis- ins sem hefur dciluna til með- ferðar ekki séð ástæðu til að boða samningafund, en sið- astii fundur með deiluaðilum var haldinn sunnudaginn 19. maí s.l., daginn áður en verk- fallið hófst. ■jr Það hýtur að vekja at- hygli. að sáttasemjari skuli enga tilraun gera til þess að leysa deiluna, þótt nú sé kom- ið hátt í mánuð síðan verk- fallið hófst. Benda þessi vinnubrögð sannarlega ekki til þess að áhugi sémikillfyr- ir því að leysa verkfallið mcð samningum, en eins og áður Jjefur verið bent á hér í blaðinu stafar þessari iðngrein miikil hætta af því ef verk- fallið dregst á Ianginn, þar sem skipasmiðir munu þá ó- hjákvæmilega hverfa að öðr- um störfum. Og hafa raunar verið mikil brögð að því á undanförnum árum að þeir hyrfu að öðrum verkefnum. Þessir fulltrúar samningsaðila komu fljúgandi að norðan í gær- kvöld: frá Verkalýðsfélaginu Ein- ingu: Bjöm Jónsson, formaður, og Þórir Daníelsson, starfsmaður verkalýðsfélaganna á Akureyri; frá Iðju, félagi verksmiðjufólks: Jón Ingimarsson, formaður og Arnfinnúr Amfinnsson; írá Bíl- stjórafélaginu: Páll Magnússon, ritari, og Víkingur Bjömsson, fulltrúi félagsins í samninga- nefnd; frá verzlunar- og skrif- stofufólki; Kristófer Vilhjálms- son. Frá atvinnurekendum komu Sverrir Ragnarsson frá Vinnu- * veitendafélagi Akureyrar og Am- þór Þorsteinsson frá samvinnufé- lögunum á Akureyri. Fulltrúar verkalýðssamtakanna gerðu kröfu til þess að sáttasemj- ari ríkisins kæmi til Akureyrar og sagði Björn Jónsson í gær- kvöld að óráðið væri um fund- arstað í framtíðinni og uamning- ar yfirstandaridi um þ'að atriði ennþá, hefðu fulltrúar atvinnu- rekenda lagt til að sáttasemjari ríkisins fengi deiluna til með- ferðar. Þrjú félög á Akureyri hafa boðað vinnustöðvun frá 16. þ.m. og tvö félög á Siglufirði. Alls- herjaratkvæðagreiðsla verður hjá verzlunar og skrifstofufólki á Akureyri í dag og verður vinnu- stöðvun boðuð 20. þ.m. ef verk- faUsboðun verður samþykkt en miklar líkur eru til þess. Annars hefur verzlunar- og skrifstofufólk sérstöðu í kröfum sínum er bygg- ist á grundvallabreytingum á launaflokkum. Þá munu verkalýðsfélögin á Húsavík, Raufarhöfn, Neskaup- stað og Eskifirði ganga frá verk- fallsboðunum 20. þ.m. ef samn- ingar hafa ekkj tekizt fyrir þann tíma. Fulltrúunum frá Akureyri þótti furðulegur málflutningur dag- blaðsins Vísis í gær um áttatíu prósent kauphækkunarkröfu. — Sögðu þeir og að um almenna samstöðu verkafólks og annarra launþega á Norðurlandi og Aust- fjörðum væri að ræða. Munu fleiri verkalýðsfélög fylgja í kjöl- farið hjá áðumefndum verka- lýðsfélögum, ef samningar hafa ekki tekjzt innan skamms. Þessar myndir eru teknar við Freyjugötuna. Efri mynd- in er tekin á barnaleikvellin- um sem þar er og er þar mik- ið líf og fjör eins og myndin ber með sér. Neðri myndin er tekin í næsta nágrenni við barnaleikvöllinn af bílaleigu sem þar hefur nýlega verið sett á fót. Virðist það óneitanlega vafa- söm ráðstöfun að setja bíla- leigu niður þarna rétt hjá leik- vellinum því að óhjákvæmi- Iega hlýtur að skapast talsvert aukin bílauinferð um götuna í sambandi við hana og þá um leið aukin umferðarhætta. Fyrsta síldin tilNorðfjarðar NESKAUPSTAÐ í gærdag. — í fyrrakvöld barst hingað fyrsta síldin á sumrinu og varð heldur| betur líf í tuskunum. Þessi skip komu inn með síld: Búðarfell SU með 352 mál, Bára KE 637 mál, Gullfaxi NK 1100 mál, Sigurður Bjarnason 1200 mál, Grótta RE 1600 mál, Sn.æfellið EA 1200 mál og Oddgeir ÞH 1300 mál. Síldin veiddist út af Bakka- flóa eða um 40 til 60 sjómíiur suðaustur af Langanesi. Síldar- Harður árekslur — bifreið valt Harkalegur árekstur varð seint í gærkvöld við Óðinstorg milli 6 manna Chrysler-bifreið- ar og 4ra manna Opel-bifreiðar og valt hin siðamefnda á hlfð- ina. Sex unglingar voru í stærri bílnum en tvær konur í minni bílnum og meiddust þær lítils- háttar. Það var farið með kon- urnar á Slysavarðstofuna. leitarskipið Pétur Thorgteinsson fann þessa síld og hefur það kannað Bakkaflóann. Unnið er nú af kappi að gera síldarbræðsluna í stand Qg mun bræðsla hefjast næstu daga, en verksmiðjan bræðir 500 mál á sólarhring. Þróaxpláss er fyrir 25.000 mál. Átta bátar eru að verða til- búnir héðan til síldveiða og eru tveir þegar famir. Fyrsta tunnu- skipið kom með 1500 tunnur hingað í gær og 4 söltunarstöðv- ar eru önnum kafnar við und- irbúning og verða tilbúriar næstu daga. — Síldin ætlar að byrja snemma 1 ár — R.S. Verkf ræðingar í verkfalli, fara f ram á 17% hækkun Rúmlcga 100 verkfræðing- ar eru nú komnir í verkfall og bera fram kröfur um 17% hækkun á kaupgjaldsákvæð- unum frá 1561. Verkfall þetta liefur komið til framkvæmda í áföngum og nær nú til Reykjavíkurborgaí, Sambands íslenzkra samvinnufélaga, Fé- lags íslenzkra iðnrekenda, Vinnuveitendasambands ís- lands og allra verkfræðilegra ráðunauta. Hins vegar er verkfall ekki ennþá liafið hjá ríkinu, þar sem vinna um 30 verkfræðingar. Stéttarfélag verkfræðinga hefur sem kunnugt er háð kjarabaráttu nú um margra ára skeið og hefur m.a. átt í kastj við nauðungarlög rí'k- isstjómarinnar. Eftir verk- fall verkfræðinga 1961 vom ekki gerðir formlegir kjara- samningar; hins vegar aug- lýsti félagið þá einhliða ráðn- ingarskilmála sem miðað hef- ur verið við síðan. Félagið vill nú endumýja þessa ráðningarskilmála með 17% hækkun á kaupgjaldsákvæð- unum. Munu verkfræðingar Reykjavíkurborgar þegar telja sig hafa betri kjör, þannig að vandséð er hvers vegna ekki er samið við fé- lagið tafarlaust. Verkfalli verkfræðinganna hefur verið vísað til sátta- semjara ríkisins, en hann hefur ekki enn haldið neinn fund með deiluaðilum. Hins vegar komu atvinnurekend- ur saman á fund í gærmorg- un. bæði þeir sem verkfall er hafið hjá og fulltrúar ríkis- ins, og ræddu deiluna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.