Þjóðviljinn - 12.06.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.06.1963, Blaðsíða 2
2 SÍ3A ÞJðÐVILIINN Ragnar Arnalds yngstur á þingi —Ólafur Thors aldursforseti Allmiklar breytingar verda á þingliði í þessum kosningum. Sjö fyrrverandi þingmenn voru ým- ist ekki i framboði eða skipuðu ekki baráttusæti, en tveir féllu. Af nýjum þingmönnum hafa þrír setið áður á þingi sem kjömir þingmenn, fjórir hafa setið á þingí sem varamenn en tveir setjast nú á þing í fyrsta skipti og eru það Hermann Þórarins- son eða Matthías Bjamason og Ragnar Amalds. Ragnar Amalds er yngstur þingmanna, sem kjömir voru að þessu sinni, aðeins 24 ára að aldri. Aldursforseti þingsins verð- ur að þessu sinni Ólafur Thors. forsætisráðherra, en hann er nú 71 árs. Nýir þingmenn Eftirtaldir menn koma í stað þeirra níu þingmanna, sem nú Politika gegn V.-Þýzkalandi BELGRAD 11/6 — Eitt fremsta dagblað Júgóslavíu, Politika, gerði í gær harða hríð að því, sem blaðið nefnir fasistísk öfl í Vestur-Þýzkalandi. Blaðið full- yrðir, að þessi öfl geri nú allt hvað þau geti til þess að spilla andrúmsloftinu fyrir verzlunar- viðræður þær, er fram eiga að fara milli Júgóslavíu og Vestur- Þýzkalands, og hefjast í næstu viku. Afturhaldssinnaðir kvislinga- hópar ásamt vissum dagblöðum í Vestur-Þýzkalandi stunda nú þessa iðju, heldur blaðíð áfram. Hvert sinn, er vonir vakna um það að leysa viss vandamél í sambúð þessara landa. virðast það óskráð lög, að þessir aftur- haldshópar í Vestur-Þýzkalandi taki að láta á sér bæra, segir Politika. Nato-styrkur til vísindamanna Framlhald af 4. síðu. ships” — skal komið til mennta- málaráðuneytisins, Stjórnarráðs- húsinu við Lækjartorg, fyrir 1. júlí n.k. Fylgja skulu staðfest af- rit prófskírteina svo og upplýs- ingar um starfsferil. Þá skal og tekið fram, hvers konar fram- haldsnám eða rannsóknir um- sækjandi ætlar að stunda, við hvaða stofnun eða stofnanir hann hyggst dvelja. svo og greina ráð- gerðan dvalartíma. (Frá menntamálaráðuneytinu) hverfa af þingi: Frá Alþýðubandalaginu: Gils Guðmundsson Ragnar Amalds. Frá Framsóknarflokknum: Einar Ágústsson, Helgi Bergs. Frá Sjálfstæðisflokknum: Davíð Ólafsson, Hermann eða Matthías Sigurður Bjamason, Sverrir Júlíusson, Þorvaldur G. Kristjánsson. Hverfa af þingi: Þessir þingmenn hverfa nú af þingi: Alfreð Gíslason (S), Birgir Kjaran (S), Finnbogi R. Valdimarsson (Alþýðubandalag), Friðjón Skarphéðinssor (Alþýðufl.), Gísli Jónsson (S), Gunnar Jóhannsson (Alþýðubandaiag). Karl Guðjónsson (Alþýðubandalag), Kjartan Jóhannsson (S), Ragnhildur Helgadóttir (S). Wallace að verki í Alabama: Blökkustúdentum meinuð innganga í háskólann WASHINGTON 11/6 — í fyrstu lotu tókst George Wallace, landstjóra í Alabama, að hindra það, að tveir blökku- stúdentar væru innritaðir í háskólann í Alabama. Wallace kom gagngert til Tuscaloosa þessara erinda. Tók hann sér stöðu við anddyri háskólans, og varnaði inngöngu. Blökkustúdentamir hurfu frá við svo búið. Kennedy for- seti hefur sett lögreglulið Alabamaríkis undir stjórn sam- bandsstjórnarinnar í Washington. Einnig hefur hann gef- ið varnarmálaráðherranum, Robert McNamara, fullt um- boð til þess að nota vopnað lið ef þörf gerist. Bíll til sölu Chevrolet model 1952 til sölu. Þarfnast smáviðgerða fyrir skoðun. tækifærls verð. Sími 18367 eftir kl. 5 á kvöldin. Bátur til sölu 2ja tonna trilla tál sölu. Selst ódýrt ef samið er strax. Sími 18367. _____ Kennedy forseti sendi í gær Wallace landstjóra aðvörunar- skeyti, og bað hann hætta and- spymu sinni við innritun blökkustúdentanna. Wallace hef- ur nú haft þau tilmæli að engu. Hafði hann áður látið 700 manna lið lögreglu og hers umkringja háskólann.- Þessi afstaða land- stjórans hefur orðið þess vald- andi, að fjölmargir bandariskir lögfræðingar hafa skorað á hann að láta hér undan siga, Undir þá áskorun skrifuðu m.a. öll stjórn bandaríska lögfræðinga- sambandsins og fyrrverandi dómsmálaráðherra. Þegar blökkustúdentamir, piltur og stúlka. komu til há- skólans voru þeir í fylgd með lögreglumönnum og lögfræðing- um frá dómsmálaráðuneytinu bandaríska. Wallace neitaði þverlega að víkja, og var þá á- kveðið, að negramir skyldu frá hverfa að svo stöddu. Siðan greip Kennedy forseti fil þess ráðs. er að framan getur. Það var fyrri hluta þriðju- dags. sem Kennedy forseti gaf út tilskipun sína um að lög- reglulið Alabamaríkis skyidj lúta sambandsstiórninni í Washing- ton, en þá var Wallace land- stjóri þegar kominn til háskól- ans. Er þessi tilskipun forset- ans nauðsynleg forsenda þess, að hann getj senf herlið sam- bandsstjómarinnar til Alabama og knúð landstjórann til und- anhalds. Allmikið heriið $am- bandsstjómarinnar er í stöðv- um sinum skammt frá Birming- ham. og verður væntanlega til þess gripið. Áður en George Wallace land- stjóri meinaði stúdentunum inn- ritun las hann upp langa grein- argerð um afstöðu sina. Kvað hann sambandsstjórnina í Wash- ington hafa brotið stjórnarskrá Bandaríkjanna með því að skipta sér af innanlandsmáium Alabamaríkis. Svipaðar rök- semdir hafa hvítir ofstækismenn jafnan notað, er þeir hafa vilj- að meina blökkumönnum rétt- indi • til jafns við hvíta. Mikillar ólgu gætir nú um öll Suðurríki Bandaríkjanna, Hafa blökkumenn í æ ríkara mæ’i krafist réttar sins, farið i kröfugöngur og gripjð til annarra mótmælaaðgerða. Hefur því oftast verið svarað með lög- regluliði og ofsóknum. Eftjr að þetta var skrifað bárust þær fréttir, að Wallace landstjóri hefði neyðst til að láta í minnj pokann seint á þriðjudagskveldí. Herlið sam- bandsstjórnarinnar tók sér stöðu íyrir framan háskólann í Tuscaloosa. Landstjórinn kom fram á tröppur háskólans, leit yfir herliðið sem streymdi að, og ók síðan á braut í bíl sínum. Blökkustúdentarnir tveir voru síðan innritaðir við háskólann. Áður en Wallace ók á braut lét hann þess getið, að' hann myndi snúa aftur til Montgo- mery og halda þar áfram þeirri baráttu, er að lögfræðihlið málsins lyti, Það ,var tilkynnt í Washing- ton á þriðjudagskvöld að Kenn- edy forsetj myndi halda ræðu ‘í útvarp og sjónvarp og fjalla bá um kynbáttavandamál og rétt- indi borgara í Bandarikjunun. Miðvikudagur 12. júni 1963 Grikkland: Karamanlis oltinn úr sessi sínum bifreiðaleigan HJÓL Hverfisgötn 82 Sími 16-370 RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 _ Sími 24204 ^Snoþtn^BDÖRNSSON * co* p.o. box t»6 • b£yk3av1k AÞENUBORG, 11/6 — Forsætis- ráðherra Grikkja, Konstantin Karamanlis, Iagði fram lausnar- beiðni sína í dag. Ástæður stjórn- arkreppunnar eru sagðar vera á- greiningur miili forsætisráðhcrr- ans og Páls konungs um fyrir- hugaða Englandsför konungs- hjóna. Fyrirhugað hafði verið, að konungshjón færu í opinbera heimsókn til Englands í júlímán- uði næstkomandi. Karamanlis forsætisráðherra tilkynnti blaða- mönnum þá ákvörðun sína að beiðast lausnar er hann hafði á þriðjudag átt samtal við Pál kon- ung. Stóð það samtal í hálfa klukkustund. Þetta var í þriðja sinn frá því á sunnudag sem þeir ræddu Englandsförina, og hafa þær viðræður því allar orð- ið árangurslausar. Forsætisráð- herrann skýrði frá því, að hann hefði lagt til við konunginn, að Sovétríkin Framhald af 10. síðu. varði alþjóðlegan frið og ör- yggi. Það var fulltrúi Sovétríkj- anna í öryggisráðinu, Nikolai Fjodorovna. sem frá þessu skýrðí. Arabíska sambandslýð- veldjð og Saudi-Arabía, sem í maí gerðu með sér samning um að ákipta sér ekki af málum í Yemen, hafa lýst sig fús til að taka þátt í kostnaðinum við þessar aðgerðir. þingi verði slitið og efnt til nýrra kosninga. Utanríkisráðherra Grikklands, Evangelos Averoff, hafði áður lýst þvi yfir, að Karamanlis for- sætisráðherra myndi segja af sér, ef ekki yrði hætt við fyrirhug- aða Englandsför, og hefur hann nú gert alvöru úr því. Síðar um kvöldið sendi Páll konungur út opinbera tilkynningu til þegna sinna. Segir hann, að konungs- hjónunum beri að fara til Eng- lands eins og ráð hafi verið fyr- ir gert. Þó bætir konungur því við, að hann muni bíða bess að séð verði hvemig hin nýja rík- isstjóm líti á málið, og verði þá tekin endanleg ákvörðun. Þá kveðst Páll konungur treysta fullkomlega þeirri staðhæfingu ensku stjórnarinnar, að ekki verði þolaðar neinar mótmæla- aðgerðir gegn þeim hjónum í Englandsferðinni. Eins og menn muna efndu grískir stjómmála- útlagar í Englandi til mótmæla- aðgerða þegar Friðrikka Grikk- landsdrottning var þar á ferð ekki alls fyrir löngu. Erfitt er að spá um stjórn- málahorfur í Grikklandi nú. Þótt Englandsför konungshjónanna sé höfð á oddinum má líklegt telja, að ýmislegt fleira búi und- ir. Undanfarið hafa verið miklar óeirðir í Grikklandi sökum morðsins á friðarsinnanum og vinstrisinnanum Lambrakis, en af þvi máli hlaut gríska stjómin hið mesta ámæli. „Guði sé lof, að bað er þó kven- maður“, er haft eftir MacmiII- as, þegar Profumomálið kom upp. — Hér er Christine Keeler fáklædd. Profumo- mólið heldur ófram LONDON. 11/6 — Profumo- hneykslið svonefnda verður æ umfangsmeira og vandasamara stjóm Macmillans. í dag kallaði forsætisráðiherrann ráðherra sína til undirbúningsfundar, en á miðvikudag verður ráðuneytis- fundur um Profumomálið. Hefur þetta enn aukið á stjómmálaæs- inginn í Lundúnum. I allan dag hafa ráðherrar Macmillans streymt til Lundúna ýmist úr sumarleyfi sínu-d sveit- um Englands eða erlendis frá. Svo mikið þykir við liggja að geta mætt á ráðuneytisfundinum, að varautanríkisráðherrann Ed- vvard Heath hefur aflýst óopin- berri heimsókn sinni til Oslóar. Þar hugðist Heath m.a. eiga ó- formlegar viðræður við Halvard Lange. Utanríkisráðherra Home lávarður kom í dag til Lundúna frá Skotlandi, en þar hafði hann dvalizt í stuttu leyfi. Home neit- aði bví, að nokkuð væri hæft í þeim orðrómi, að hann myndi segja af sér embætti vegna Profumohneykslisins. Á ríkisráðsfundinum i dag var viðstaddur Dilhome lávarður. en hann hefur með höndum bá hlið málsins, er að öryggishlið lýtur. Er það haft fyrir satt, að lávarð- urinn hafi gefið skýrslu á fund- inum. Undanfarið hefur Dilhorne lávarður rannsakað fjölda skjala er að málinu lúta, og auk hess átt samtal við kollega sinn fyrr- verandi, John Profumo. Hinsveg- ar hefur Dilhome ekki haft tal af Christine Keeler eða Stephen Ward.______________________ Gyðingar hóta vestur-þýzkum vísindamanni BASEL, 11/6 — Hinn opinberi ákærandi í Basel krafðist á þriðjudag þriggja mánaða skil- orðsbundins fangelsis fyrir Isra- elsmanninn Josef Ben Gal. Er hann ákærður fyrir bað að hafa gert tilraun til þess að neyða vestur-þýzkan eldflaugasérfræð- ing til þess að láta af störfum sínum fyrir egypzka ríkið, en þau telja margir Gyðingar geta orðið Israel hættuleg. Saksóknar- inn lét þess getið að ættjarðarást hefði verið frumhvöt þessa verkn- aðar Israelsmannsins, og yrði það að teljast honum til málshóta. Austurrískur maður, Otto Jok- lik að nafni, var með Israels- manninum í máli þessu. Þess er krafizt, að Joklik hljóti hundrað daga fangelsisvist og nokkra sekt að auki. Þá er lagt til, að báðum verði meinuð landvist í Sviss næsta ár. LAUGAVEGI 18® SIMI 191 1 TIL SÖLU 3 herb. ný og glæsileg íbúð í Laugamesi. 3 herb. efri hæð við Öðins- götu sér inngangur útb. 200 þúsund. 3 herb. nýleg hæð í timb- urhúsi. 90 ferm. Utb. 150 þúsund. 3 herb. góð íbúð á efri hæð í Gerðunum ásamt stofu og eldhúsi á 1. hæð. 1. veðr. laus. 3 herb. hæð í timburhúsj við Nýbýlaveg. 1. veðr, laus. 3 herb góð íbúð á Seltjam- amesi. 3 herb. kjallaraíbúð við Langholtsveg. sér inn- gangur. 3—4 herb. ibúð við Safa- mýri í smýðum. 4 herb. góð iarðhæð við Ferjuvog. sér inngangur 1. veðr. laus. 4 herb. hæð við Suður- landsbraut ásamt stórú útihúsi. 5. herb hæð við Mávahlið. 1. veðréttur laus. 4. herb. hæð við Melgerði í Kópavogi. I. veðr. laus. Elnbýlishús við Tunguveg, 8 herb. hæð og ris. stórt Iðnaðarhúsnæði í kjallara, stór homlóð X. veðr. laus. Einbýlishús við Heiðargerði úr timbri jámklætt. Raðhús í enda með falleg- um garði við Skeiðarvog. Hús við Hitaveituveg, 4—5 herb. íbúð. nýstandsett, stór lóð, stórt útihús, útb. 150 þúsund. Einbýlishús við Háagerði, með stórri frágenginni lóð. 70 ferm. verzl,- eða iðn- aðarhúsnæði á I. hæð við Nesveg. Timburhús vjð Suðurlands- braut, 85 ferm., 4 herb. hæð og óinnréttað ris. 1 SMÍÐUM: Glæsilegt einbýlishús í Garðahreppi. Glæsilegar efrihæðir í tvíbýlishúsum með allt sér í Kópavogi. 2—5 herb. íbúðir óskast. Hafið samband við okkur ef þið þurfið að kaupa eða selja fasteignir. Styrjöld hafin gegn Kúrdum BAGDAD, 11/6 — Þrjár herdeild- ir eru nú tilbúnar gráar fyrir jámum og bíða þess að verða sendar gegn Kúrdum. Hersveitir stjómarinnar hafa þegar hafið mikla leit að leiðtoga Kúrda. Mustafa al Barsihani. Er hans leitað um öll norðurhéruð íraks. Varaforsætisráðherrann í Irak. Ali Saleh al Saadi. tilkynnti bað fyrri hluta þriðjudags í Bagdad, að uppreisnarmenn Kúrda hefðu ekki gengið að heim úrslitakost- um, að leggja niður vopn sín innan ákveðins tíma. Fé. sem nemur tólf milljónum íslenzkra króna hefur verið lagt til höfuðs Barshani. Barshani tekinn Seint i gærkvöld bárust þaer fréttir, að Mústafa al Bars- hani, foringi Kúrda, hefði gef- izt upp. Barshani hefur nú um fjölda ára haldið uppi harðri sjálfstæðisbaráttu Kúrda. Þá er einnig tiikynnt, að harðir bardagar geisi f norðurhéruðum Iraks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.