Þjóðviljinn - 12.06.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.06.1963, Blaðsíða 8
3 SÍÐA ÞIÓÐVILHNN Miðvikudaffur 12. júní 196? GWEN BRISTOW: I HAMINGJU LEIT á heitum degi. Hann sagði henni að faðir hennar hefði í nokkur ár átt verzlunarviðskipti við bankann sem Cameron vann í. Brown eldri flutti inn kniplinga og annan munaðarvaming frá Evrópu. Synimir höfðu verið tveir og hafði verið ráð fyrir gert að hinn eldri gengi inn í fyrirtaeki föðurins en hinn yngri færi í herinn. Brown kapteinn, yngri sonurinn, hafði gengið í herskólann í West Point. en bróðirinn dó og Brown kapteinn hafði sótt um lausn til að geta haldið áfram fyrirtæki föður- ins. Þegar stríðið brauzt út var hann kallaður inn, en hann von- aðist til að geta snúið aftur til hins borgaralega lífs, þegar föðurlandið þurfti hans ekki lengur við. Hann hafði komið því í kring að Gamet fékk að senda heim bréf í póstpoka ásamt hernað- arskýrslum sem fóru gegnum Mexíkó. Hún mátti aðeins skrifa eina örk og liðsforingi yrði að íá að iesa Það sem hún skrif- aði. En hún gat þó sent foreldr- um sínum boð um að Stefán væri kominn í heiminn og þeim liði báðum vel. Seinna í júlí var mormóna- herdeildin leyst upp. Sumir pilt- arnir létu skrá sig að nýju og* 1 þeir voru sendir til San Diego. Og þar tóku mormónamir til ó- spilltra málanna. Þeir máluðií húsin, járnuðu hestana, gerðu við kerrur og stoínuðu bakarí og þeir gerðu svb mikið gagn að fólkið í San Diego sendi bænarskjal til Masons lands- stjóra um að hann beitti áhrif- um sínum til þess að mormón- amir yrðu í Kalifomíu til frambúðar. en fiestir mormón- amir aftóku slikt. Þeir höfðu farið vestur á bóginn til að vera til taks þegar nýja mormóna- nýlendan sem Brigham Young var að stofnsetja, yrði að veru- leika. og þangað ætluðu þeir að fara. HórareiSslan P E R M A. Gaxðsenda 21, stml 33968. Hárgrreiðsln. ©g snyrtistofa Dömnr, hárgreiðsla vlð allr!» hæfi. TJARNABSTOFAN Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegin Sími 14662. HárgreiOslnstofa \ [JSTURBÆJAK i Maria Guðmundsdlóttlrj '.augavegj 13 simi 14656 Vnddstofa á sama staO. Þeir mormónar sem ekki létu skrá sig i herinn aftur, lögðu samstundis af stað til nýju ný- lendunnar. Þeir fylltu vasana af fræjum af plöntum, sem uxu í Kalifomiu. Þeir komu í veit- ingastofuna til að kveðja og Garnet og Florinda óskuðu þeim gæfu og gengis. Öðru hverju kom Brown kapteinn inn í vejtingastofuna þegar Texas var þar inni. En Brown kapteinn leit aldrei á hann og Texas sýndi þess eng- in merki að hann þekkti hann. Texas var nú yfirleitt i góðu skapi. Hann hafði mikið dá- læti á Stefáni. Þegar Stefán átti eins árs afmæli, hafði Texas meðferðis stórkostlega marsípan- tertu sem húsmóðir hans, sen- ora Vargas, hafði búið til úr þeyttri eggjahvítu blandaðri panorha og bakað í ofni. og nú þegar Stefán var farinn að bafa gaman af að leika sér, dundaði Texas öllum stundum við að búa til leikföng banda honum — hringlu, dýr úr hálmi og mjúkan ullarbolta sem hann gat ekkj meitt sig á. Texas var Gametu til mikillar hjálpar, hann kenndi henni að annast Stefán og ráðlagði hennj hvað hún skyldi gefa honum að borða. Isabell var henni ejnnjg stoð og stytta, því að Isabell hafði .^álf. alið^ upp þrjú 'Sörh siö. Eh Tfexá's var læknir og Bandarikjamaður. Hann skildi betur en Isabell — að Garnet hafði áhyggjur af þessu bami. sem áttj að alast upp í landi, Þar sem ekki var hægt að gefa honum mjólk að drekka. Eins og flestar aðrar mæður í Kalifomíu ieit Isa- bell á kúamjólk sem fæðu handa kálfum einum. Hún út- bjó graut handa Stefáni úr maísmjöli og baunum og gras- kerum og því grænmeti sem ti’- tækt var. sauð þetta saman og síaði siðan. Svo fór hún að bragðbæta grautinn með kjöt- sósu. Gamet varð hrædd, en Texas róaði hana. Bömin í Kaljfomíu döfnuðu vel af þessu fæði og henni til gleði og undr- unar þrejfst Stefán afbragðs- vel af því líka. f september barst hitabylgja frá eyðimörkjnni og yfjr þau dundi versta hitatímabil sem Garnet og Florinda höfðu lif- að síðan þær komu á þessar slóðjr Nætumar voru að vísu ögn kaldari, en frá sólarupprás til sólseturs titraði brúngulur. rykugur hiti yfir borginni. Hit- inn lá eins og .'amandi byrði á herðum þeirra. En þetta hafði þó sínar góðu hliðar. Áður höfðu piltamír komið inn til að fá sér drykk til að hita sér, er. nú komu þeir til að fá sér svaladrykk og það glamraði í peningakassanum undir ástúð- legum handtökum Florindu. Meðan á hitabylgjunni gtóð, sá Gamet einn morguninn herra og frú Hale ríða framhjá vejtinga- stofunnj í vanalegum skrúða. Hún var undrandj yfir því að fólk sem hafði tækjfæri tjl þess að vera uppi í srveit í svona veðri, skvldj ekkj notfæra sér það, en Silky útskýrðj það fyr- ir hennj. Ranchó Charlesar var fyrir austan Los Angeles eins og hún sjálfsagt mundi. Hvert fótmál austur á bóginn færði fólk fjær bafjnu og nær eyði- mörkjnni. Og því var ekki að undra þótt fólk leitaði fremur til borgarinnar. Það var einnig í þessum kæf- andi septembermánuðj að Garn- et sá í fyrsta skipti Estellu, kvenmanninn sem rak hóruhús skammt frá veitingastofu Silk- ys. Gamet hafði ekki séð bana áður, endaþótt hús hennar væri í næsta nágrennj. Sjálf fór bún sjaldan út fyrir dyr nema árla morguns, og þá var allf kyrrt og hljótt hjá Estellu og hlerar fyrir gluggunum. Hún hafði aldrej séð Estellu í veitinga- stofunni. Karimennimir sem þangað komu höfðu stöku sjnn- um stúlkur með sér, en það var Sárasjaldan. Sjlky var reynd- ar oft í kvennastússi en hann hafði þó aldrei fengið kvenfólk í heimsókn. Hann hélt vjðskipt- um og einkamálum vandlega að- skildum. Þegar Gamet kom njð- ur ejnn daginn eftir miðdegis- hvíldina, varð hún því undrandj þegar hún kom að Silky í sam- ræðum við konu, sem sat hjá honum vjð eldhúsborðið. Garnet hafði haldið á Stefáni niður stjgann. Grauturjnn hans stóð á eldavélinni. svo að hún gæti gefið honum volgan graut- inn áður en hún byrjaði síð- degisstörfin í bamum. Þegar hún opnaðj eldhúsdvrnar heyrði linh að korian sagði: „ . . Það er synd og skömm, Silky, og afleitt fyrir viðsklpt- in skal ég segja þér. En þetta er svo sorglegt". Röddin var skerandi og mál- hrejmurjnn líkastur tali essrek- anna á Santa Fe leiðinni. En það voru svo fáar konur í Los Angeles sem töluðu ensku að ðfárnet var öldungis hissa. Hefðj hún ekki þurft að gefa baminu mat, hefði hún farjð burt aftur, án þess að trufla. En Stefán var svángur og fyrst hún var bújn að opna þá hugsaði hún með sér. að henni væri óhætt að taka pottjnn af eldinum og fara síðan aftur út og láta þau ein. Þegar hún gekk innfyrir heyrði hún Silky segja: „Og þú ert viss um að þú getir ekki komið honum út?‘‘ „Almáttugur. ég hef ekki brjóst í mér tjl þess, Silky. Ég get sko ekkj fengið mig til þess“. Silky kom auga á Gametu sem kom inn í herbergið með hamið á handleggnum. Hann spratt á fætur og hneigði sig svo djúpt fyrir henni að enn- ið á honum snart næstum hnén. Gamet viísj ekki hvað þetta átti að fyrirstjlla. Síðan hann fór að umgangast hana daglega, hafði hann ekki talið ástæðu tjl að sýna hanni spariframkom- una. En nú sneri hann upp á yfjrskeggið og talaði hlægilegt leikhúsmál. Og meðan hann var að því, virti Garnet fyrir sér konuna við borðið. Konan sýndjst ekki gömul, en hún virtist hafa hlotið held- ur illa meðferð, ferskleikinn var horfinn fyrir aldur íram. Hún var ekki sýnilega óhrejn. en þó heiði mátt ætla, að vatn og sápa hefðu bætt útlit hennar. Hún var með búlduleitar, ljós- rauðar kinnar, samlitar stóru flauelsrósjnni sem tyllt var í hárið öðrum megjn. Hárjð var kopargult eins og hurðarhúnn og dekkra í skiptingunni, og niður með eyrunum héngu ótal lokkar, ennþá ljósari en kopar- hárið. Hún var í sjlkjkjól með stórum blejkum rósum. Undir höndunum voru stórir svita- blettjr. kjólfaldurjnn rykugur og skómir hennar — svartir með blejkum blómum — voru líka rykugir. Hún var með ótal skartgripi, gullhálsfésti, hringi og armbönd á báðum handleggj- um og auk þess leðuról með skammbyssuhylki. Garnet fór ó- sjálfrátt að hugsa um sitt eig- ið slétta hár, nýstrokjnn bómujl- arkjólinn og hún fann sem snöggvast tjl andstyggðar. En þegar Silky spratt á fætur, sneri ókunnuga konan til höfðinu og brosti vingjamlega og forvjtnjs- lega til Gametar og Stefáns. Hún var með stór, brún augu og alúðlegt bros og Garnet sá sér til undrunar, að þótt hún væri tuskuleg og gróf í fasi, þá virtist hún allra geðugasta manneskja á sinn hátt. Meðan þær horfðu hvor á aðra, sagði Silkv með leikhúslátbragðj sínu: „Ó, frú Hale, hvílík ánægja að sjá yður svo hraustlega og ferska, eins og döggvota rós á vordegi. Og kúturinn litli, sprækur og hress, .yndi sinnar elskandj móður —“ „Glaut, glaut", sagði Stefán. „Fá glaut“. Stefán hafði fund- ið ilminn af grautnum yfir eld- inum og hann vildi fá hann þegar í stað. Hann geiflaðj sjg í framan og fór að orga. Um leið stakk hann fingrunum í hárið á mömmu sinnj og dró niður lokk og eyðilagði hár- grejðsluna. Konan vjð borðið sagði; „Veslings litli snáðinn!“ Hún brosti og veifaði hendinnj til hans. „Honum líður ágæt- lega“, sagði Gamet. Hún vissi ekki enn hver þessi kona var. „Hann er bara svangur og reið- ur“. Um leið heyrðu þau fóta-. tak í stiganum. Florinda köm niður til að fá sér súkkúlaði- bolla í eldhúsinu áður en hún^ opnaði barinn síðdegis. Hún stanzaði þegar hún kom yfir þröskuldinn, hún rang- hvolfdi augunum þegar hún sá hver komin var. Florinda var í hreinum bómullarkjól. með litl- um bláum blómum á gráum grunni og lítinn hvítan kraga í hálsinn. Hárið var burstað svo að það mjnnti á rjómagult sjlki og hörundið var bjart og ferskt eftjr þvottinn. Jafnvel leðurbeltið var jandurhreint og skínandi. Hún var svo snyrti- leg og fersk að það var eins og hejtt herbergið yrði svalara þegar hún kom inn. Garnet vissi af eigin reynslu hversu mikil fyrirhöfn það var að líta hrein. lega út í Los Angeles. Hún vissi að Florjnda lagði það á sig af tveimur ástæðum, bæði af virð- ingu fyrir sjálfri sér og ejnnig af vjðskiptalegum ástæðum. Þessa hejtu daga virtist veit- íngastofan svalastj staðurinn i bænum, sögðu karlmennirnir þegar þeir sáu stúlkurnar vjð afbreiðsluborðið, svo hreinar og snyrtilegar og þetta sögðu þeir síðan vinum sínum. Florinda var reglulegt augnayndi, en hið sama varð með engu móti sagt um hinn kvenmanninn og Garn- et hugsaði sem snöggvast: þama má sjá munjnn á gleðikonu Og götudrós. Og þessi hugsun henn- ar varð til þess að hún þóttjst S K OTTA (0 K3nj? Pe»tur«3» Syndfe*t«, Inc., 1962. WorW rfghta roaarrod. //- g Við verðum að halda áfram. Ég skipti ekki við þessa oiíuverzlun. SjómaBur — vitavörðar Framhald af 5. síðu. hreinræktaðir menn hvað dugn- að snerti á þessari trillu. Einn þeirra var Ingibergur Hannes- son í Hjálmholti í Vestmanna- eyjum. Samvinna var sérstök. Gætum við ekki farið á sjó fórum við ýmist allir í vinnu — eða heim og lögðum okkur. Það er bjartur kafli í endur- minngum mínum þegar ég minnist Ingibergs; ég reyndi hann að sönnum ágætisdreng. Árið 1930 flytjum við til Reykjavíkur. Þá var ég laus og liðugur. Ég þurfti ekki að hafa áhyggjum af drengnum mínum; hann var á þeim stað sem ekki væsti um hann. Ólafur bróðir tók svo miklu ástfóstri við hann að einstakt var, sá ekki fyrir honum sólina og gerði allt fyrir hann. , Árið 1930 skellur kreppan á — og þá var ekki glæsilegt framundan. Samt höfðum við Ólafur óbilandi trú á að eitt- hvað mætti fá úr sjónum. Við sömdum því við Svein Sveins- son bátasmið að hann smíðaði stóra trillu og buðumst til að taka hana á leigu. Sveinn átti stóran mótorbát, Svan, og samdist um að hann keypti af okkur fiskinn og sæi um að koma honum til Isafjarðar — en með trilluna fórum við norður á Hornvík og rérum þaðan. Að sinni verður hér að láta staðar numið. Segir síðar af sjósókn Stefáns frá Homvík og ævintýrum á Homströndum. Síðar gerðist hann vitavörður í 19 ár samfleytt, 8 ár í Hösk- uldsey og 11 í Elliðaey — og enn í dag hleypur hann í skarðið og rær frá Stykkis- hólmi, — „Ég get ekki horft upp á að þeir verði að sitja í landi fyrir það að maður for- fallast“, sagði hann kvöldið sem þetta rabb fór fram.— 1 nafni Þjóðviljans færi ég hon- um beztu hamingjuóskir á af- mælisdaginn. J.B. Nauðungaruppboð það sem auglýst var í 9., 13. og 16 tbl. Lögbirt- ingabiaðsins 1963, á eignarhiuta Péturs Sveins- sonar í Melgerði 4 fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 13 júní 1963 kl. 16.00, samkvæmt kröfu Gunnars Guðmundssonar hrl. og Hafþórs Guðmundssonar, hdl. BÆJÁRFÓGETINN í KÓPAVOGI. Útbob Tilboð óskasf í að byggja Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti. Útboðslýsinga og teíkninga má vitja á skrifstofu Rannsóknaráðs ríkisins, Atvinnudeild háskólans, háskólalóðinni, gegn kr. 2.000 00 skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 25. júní n.k. kl. 11.00 f.h. RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.