Þjóðviljinn - 14.06.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.06.1963, Blaðsíða 3
Föstudagur M. júni 1963 ÞlðÐVILIINN SfÐA 3 Kynþáttaóeirðir magnast í USA Moriingjar Evers ganga enn lausir Nú brosir ungfrú Keeler Stjórn Macmillans riðar til falls vegna Profumomálsins LONDON 13/6 — Brezka ríkisstjórnin hélt enn einn fund í dag til þess að ræða Profumo-hneykslið og þann vanda sem ríkisst'jórn Ihaldsflokksins er komin í vegna þess máls. Þetta er síðasti fundur stjórnarinnar áður en neðri deild brezka þingsins kemur saman að loknu hvítasunnu- WASHINGTON 13/6 — Hryggð og reiði ríkir meðal blökkufólks í Bandaríkjun- um vegna morðsins á negra- leiðtoganum Medgar Evers í Jackson í Mississippi í fyrra- kvöld. Yfirvöldin óttast að þetta óhugnanlega morð kunni að hafa alvarlegar af- leiðinsar. Fyrstu viðbrögð bandarísku lögreglunnar eftir morðið voru að handtaka 146 negra í Jacson, en þeir höfðu farið í mótmæla- göngu vegna morðsins. Negram- ir voru á göngu til fangelsisins í borginni með bandaríska fána, þegar þeir voru handteknir. Séra Charles Jones, einn af leiðtogunum í baráttu blökku- fólks fyrir mannréttindum f Bandaríkjunum, hefur sent Kennedy forseta skeyti vegna morðsins. Klerkurinn segir að harmsaga Evers geti leitt til al- varlegra atburða í Jackson, og MOSKVU 13/6 — Rúsgar ætla að kaupa allan útbúnað í full- komna. nýja olíuhreinsunarstöð í Bretlandi fyrjr um 100 millj- ónir sterlingspunda, sagði Har- old Wilson, form. brezka Verka- mannaflokksins í dag eftir vjð- ræðufund með Patolisjov. verzl- unarráðherra Sovétríkjanna. atburðurinn muni fyrst og fremst vera hnekkur fyrir álit Bandaríkjanna með öðrum þjóð- um. Heitið hefur verið 24.000 doll- ara verðaunum til handa þeim sem upplýst getur hver eða hverjir frömdu morðið á Evers. Ikigreglan fullyrðir að hægt muni vera að rekja slóð morð- ingjanna. Gefst ekki upp Ekkja hins látna, frú Evers, talaði á fjöldafundi blökku- manna í dag. Hún sagði í ræðu sinni að baráttunni fyrir jafn- rétti negra í Bandaríkjunum yrði að halda áfram. Það er skylda okkar allra að láta ekki bugast heldur halda baráttunni áfram, sagði frú Evers. 1 HuntsviUe í Alabama-ríki hefur blökkustúdentinn Dave Mogla hafið nám í háskólanum án þess að komið hafi til átaka. Nokkurt herlið er staðsett við háskólann í öryggisgkyni. Mogla er stærðfræðingur og starfsmað- ur bandarísku geimrannsókna- stofnunarinnar. Hann ætlar að taka próf í kjarneðlisfræði í háskólanum 1 Huntsville . Víða í suðurríkjum Banda- ríkjanna er mikil ólga og óá- nægja ríkjandi vegna kynþátta- misréttisins. Annarsvegar eru svo svertingjahatarar stöðugt reiðubúnir að fremja níðings- verk á borð við morðið á Med- gar Evers. leyfi. 1 dag hafa lausafréttir orðið stöðugt háværari, sem herma að ríkisstjóm Macmillans sé að springa vegna kvennafarsmála hermálaráðherrans fyrrverandi. Kröfurnar um að Macmillan segi af sér verða stöðugt ákafari, og í kvöld var hávær orðrómur á kreiki, samkvæmt Reuters- fréttum, um að nokkrir ráð- herrar hyggðust segja af ' sér. Fullyrt var að m.a. ætlaði hús- næðismálaráðherrann Keith Joseph að draga sig út úr stjóm- inni, en hann vísaði orðrómn- um á bug. Þá var því einnig haldið fram að heilbrigðismálaráðherrann, E. Powell. ætli að segja af sér. Er hann gekk burt frá stjóm- V.-Evrópa að gliðna PARÍS 13/6 — Franski sósíal. demókrataleiðtoginn Guy Mollet, fyrrv. forsætisráðherra, sagði í dag, að samvinna Frakklands og Vestur-Þýzkalands væri stöðugt að færa Frakka fjær Bretlandi og Bandaríkjunum. Málið sé orð- ið alvarlegt áhyggjuefni ráða- manna í Benelux-löndunum og á ftalíu. Mollet segir að í samningnum sem de Gaulle og Adenauer undirrituðu 22. janúar s.l., sé sameiningarstefna Vestur-Evr- ópu álitin tilgangslaus og skað- leg fyrir Frakkland. Þyki þvi bandalagsþjóðum Frakklands og V.-Þýzkalands í Efnahagsbanda- lagi Evrópu óvænlega horfa um áframhaldandi samvinnu undir klíkuforystu í Bonn og Paris. arfundinum í dag, neitaði hann að segja fréttamönnum hvort nokkuð væri hæft í fréttinni um að hann ætlaði að hætta. Sundrung innan stjórnar Stjómmálafréttaritarar í Lon- don télja að mikil sundmng ríki innan ríkisstjómarinnar út af Profumo-hneykslinu, en telja þó að Macmillan hafi flesta ráð- herrana á sinu bandi. Spennan í máli þessu fer þó stöðugt vax- andi, og má búast við miklum og hávaðasömum deilum, þegar málið verður tekið á dagskrá neðri deildar þingsins n.k. mánudag. Ihaldsblaðið „Daily Express" segir í frétt með risastórri fyrir- sögn á forsíðu í dag, að fjórir ráðherra hafi í hyggju að neyða Macmillan til að segja af sér áður en þingið kemur saman á mánudag. Blaðið ,,Daily Mirror“ segir að Macmillan sé nú í alvarlegri Hernaðar-gervi- hnöttur frá USA LOS ANGELES 13/6 — Banda- ríski flugherinn lét í nótt skjóta á loft gervihnetti með leyni- legum útbúnaði frá Vanden- berg-flugstöðinni. 1 stuttri tilkynningu um þennan dularfulla gervihnött segir aðeins, að honum hafi verið skotið á loft með Thor- Agena-eldflaug af endurbættri gerð. Engar upplýsingar eru gefnar um tæki hnattarins, en þau munu þjóna hernaðarlegum tilgangi. hættu staddur, og vera megi að hann neyðist til að hætta sem forsætisráðherra. Eina gagnið ... Patick Gordon Walker, utai*- ríkisráðherra „skuggaríkisstján*- ar“ brezka Verkamannaflokksins, kom tU London í dag frá Moskvu, en hamn hefur verið á ferðalagi um Sovétríkin á- samt Harold Wilsoa\ formaimi Verkamannaflokksins. Wálker sagði við komu sína á flugvellinum, að það væri kom- ir.n timi til að stjóm Maermll- ans færi frá völdum._ Eina gagn- ið sem ríkisstjóm fhaldsflokks- ins getur gert brezku þjóðinni er að segja af sér, sagði Walker. Sundrung í NATÓ McNamara: Her Frakka gamaldags WASHINGTON 13/6 — Ro- Christine Keeler er nú á fréttasíðum allra blaða heims, vegna þess stórhneykslis sem samb. hennar við brezka hermálaráðherr- ann Profumo hefur vakið. Þessi mynd er tekin af unsrfrú Keeler nú í vikunni þegar hún var á Ieið til réttarhalda í Old Baily I London. Þar stendur fyrir rcttinum hinn þeldökki söngvari Aloysius „Lucky“ Gordon, ákærður fyrir að hafa ráðist á ungfrú Keeler. Því var hald:ð fram i réttinum, að Keeler væri símavændiiskona. Profumo neyddist til að segja af sér ráðherraembætti eftir að upp komst að hann hcfði logið því að brezka þinginu að hann hefði ekki átt vingott við Keeler. bert McNamara, hermálaráð- herra Bandaríkjanna, stað- hæfði á fundi utanríkis- málanefndar öldungadeildar Bandaríkj aþings í dag, að herir Frakklands stæðust engan veginn þær kröfur, sem Atlanzhafsbandalagið gerir- Ráðherrann sagði að vamar- máttur franska hersins væri ó- fullnægjandi. Hergagnaútbúnað- ur stæðist ekki kröfur NATO, æfingar hersins væru máttlaus- ar og stjómin gamaldags. Hann sagði að það væri ekki aðalatriðið hversu margar her- deildir Frakkland láti yfirstjóm ' NATO í té, heldur hver hernað- armáttur landsins væri og hversu reiðubúinn herínn væri tilf átaka. — Frakkar hafa ?em kunnugt er, verið her- stjórn NATO óþægur ljár í þúfu, og neitað að setja hluta herstyrks síns undir stjóm NATO. McNamara sagðist vera þess fullviss, að Frakkar myndu láta að stjóm hemaðarlega. ef hernaðarátök brytust út. Ráðherrann lét þess og getið, að Bandaríkin myndu á næst- unni draga til muna úr hem- aðarhjálp sinni til handa ríkj- um í Evrópu. VIENTIANE 13/6 — Bardagar hörðnuðu að nýjn í Laos í dag. P athet Lao-hersvedtir gerða á- ris á bæiim Tapoa^.tsofligMiata íandsins, eni.-^>affl3nt»á4«eCnr ’S’vr- ið á valdl ÍKegiíáSatra tmdir f'iórn Nosavans hershöfðingja. AKmikið mannfall hefur orðið í viðurejgn þessari. SEL-SEL-SEL-SEL-SEL-SEL-SEL-SEL-SEL-SEL-SEL-SEL- FYRIR T7.JÚNÍ: Karlmannaföt - Stakir jakkar og buxur - Teryleneskyrtur - Bindi - Skyrtuhnappar o. m. fl. Terylenefrakkar Ennfremur hinir eftir« spurðu SVAMPJAKK- AR ó drengi og full- orðna og SVAMPBLÚSSUR úr orlon persey. Vatns- þéttar og þola þvott. Fislétt Heitt í kulda Svalt í hita KLAPPARSTIG 40 - KLAPPARSTÍG 40 - KLAPPARSTÍG 40

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.