Þjóðviljinn - 14.06.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.06.1963, Blaðsíða 10
10 SÍÐA HðÐVILJINN Föstudagur 14. júní 1963 GWEN BRISTO W: W i HAMINGJU LEIT er þar kyrrlátt eins og á prests- setri“. Gamett vöölaði vasaklútinn sinn milli íingranna. „Florinda, þú ert alveg viss um að mér sé ðhaett að íara þangað, er það ekki?“ „Þú ert eins örugg þar og þú værir lokuð inni í virkinu". Hún brosti til Garnetar. „En segðu ekki Silky frá því sem ég ætla nú að seg.ia þér. Sann- leikurinn er sá að Silky á þetta fyrirtæki hennar. Hann vill ekkí —“ s,SUky?“ „Hann vill ekki að aðrir viti um það, svo að þú skalt ekki nefna það við neinn. Ég sagði þér það aðeins til að þú vissir að enginn myndi gera þér neitt. Silky og Estella hafa verið vinir árum saman. Þau kynnt- ust I St. Louis. þegar hann vann á fljótabátunum, og þegar hann fór vestur tók hann hana með sér og kom fótunum undir fyr- irtækið". Gamet kinkaði kolli með hægð. Florinda leit á hana með þýðingarmiklu augnaráði. „Nú er þér auðvitað mikil forvitni á að vita hvort ég á nokkum hlut í fyrirtæki Estellu. Nei, vina mín, það á ég ekki. Ég á helminginn af veitingastof- unni eins og ég hef áður sagt þér, það er allt og sumt. Er nokkuð fleira sem þig langar til að spyrja um?“ Garnet hristi höfuðið. Hún gat ekki varizt hlátri yfir Flor- indu. „Segðu Estellu", sagði hún, „að ef ég fái einhvem áreiðan- legan mann til að fyigja mér, skuli ég taka Stefán með mér og heimsækja Texas i fyrramál- ið. Ég get komið hvenær sem henni þykir bezt henta“. „Silky fylgir þér og hann sér áreiðanlega um að engir við- skiptavinir séu í húsinu með- an þú stendur við. Gamet mín, mikið er þetta fallega gert. Ég Hárcireiðslcm P E E M A. Garðsenda 21, siml 33968. Hárgreiðsln. oí snyrtlstofa Dðmnr, hárgreiðsla vlð allra hæfi. TJARN ARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegin Sími 14662. Hárgrelðslustofa ADSTURBÆJAR (Maria Guðmundsc'óttlrj Laugavegj 13 slml 14656. Nnddstofa á sama stað. skal segja honum þetta undir eins“. Hún fór fram i spilasalinn til að kalla á Silky. Gamet sat kyrr. í>að fór hrollur um hana. Það var ekki svo að skilja, að hún væri hrædd við að fara í hús Estellu. hún var sannfærð um að hún átti ekki neitt á hættu. En seinna minntist hún þessa hrolls og kvíðans sem gagntók hana allt kvöldið og gerði það að verkum að hún svaf óvært alla nóttina. Þegar hún rifjaði þetta upp, velti hún því fyrir sér hvort til væru í rauninni fyrirboðar, eitthvað sem kom utanúr framtíðinni og snart hana köldum fingrum til að vara hana við því að fara. 42 „Ungfrú Gamet", sagði Texas. „Það er dálítið sem mig langar að biðja yður að gera fyrir mig“. „Auðvitað, Texas“, sagði Gamet. „Hvað er það?“ Texas sneri höfðinu lítið eitt og brosti til hennar. Hún sat á veggbekknum við höfðalagið, meðan Stefán sat á gólfinu og reif i sundur hálmdýrin sem Texas haíði búið til handa hon- um um sumarið. Texas hélt um höndina á Gametu meðan hann talaði. Röddin var veik, en þó talaði hann skýrt. „Ég á nokkrar húðir í inn- eign hjá Abbott. Biðjið hann að borga skuldir mínar“. „Já. Texas“. „Og ef eitthvað verður eftir —“ Texas brosti aftur og leit á Stefán — „þá kaupið eitthvað handa honum“. „Þú ert svo vænn, Texas. En er ekki — eru ekki einhverj- ir aðrir?“ „Nei, frú“, sagði Texas. Það varð þögn. Texas strauk hönd hennar. „Haldið þér, ungfrú Gamet, að ég gæti fengið eitt- hvað að drekka?“ „Já, já“, sagði Garnet. „Ég skai hella í handa þér“. Hún hellti í glas úr flösku sem hún hafði komið með og hélt uppi höfðinu á honum, svo að hann gæti drukkið. Það var bezta whiskýið hennar Florindu. Gamet hafði boðizt til að borga það. en Florinda hafði svarað: „Það er óþarfi, vina mín. Tex- as hefur lagt inn fjölmargar húðir". Stefán kom vappandi og fór að toga í ullarteppið sem ekki var alltof hreint og huldi meiddan líkama Texasar. Hann stundi en reyndi þó að brosa framan í snáðann, og Gamet tók hann frá rúminu. Stefán var þreyttur og úrillur. Hún gaf honum dálítinn kaldan graut sem hún hafði haft með sér í skál og loks hnipraði hann sig saman á sínu eigin teppi. sem hún hafði lagt út í hom, og þar sofnaði hann. Texas lá kyrr. Það voru ekki lök á rúminu en hann hvíldi á kodda og það virtist fara vel um hann. Inni var skuggsýnt, því að Gamet hafði lokað hler- unum, og þótt úti væri brenn- andi sólskin, héldu leirveggim- ir herberginu sæmilega svölu. En annað gott varð naumast sagt um herþergið. Þefur af úrgangi smaug inn um rifurnar með- fram hlerunum blandinn daun af húðum og chilli og óþvegnum kroppum sem alltaf hvíldi yfir Los Angeles. Gamet var reynd- ar orðin svo vön þessu lofti að hún tók sjaldnast eftir því. En í þessari kytru hjá Estellu var þefurinn £Órlega megn. Auk lyktarinnar komu sólar- geislar inn um rifurnar. Garnet sá rykið í loftinu og kalkið sem flagnaði af veggjunum og í loft- inu sá hún kynstur af könguló- arvef sem hékk 1 bitunum. Veggteppin voru upplituð og ó- hrein. Fyrir ofan teppin héngu tveir speglar í gylltum römm- um og fáeinar myndir sem klipptar höfðu verið úr gömlum tímaritum. Myndimar voru guln- aðar og þvæjdar. Garnet heyrði brakið í uxa- kerrunum og hrópin í ökumönn- unum, köll og hróp í körlum, konum og börnum og hrjúfar raddir diggaranna sem seldu vatn. Hún tók oft ekki eftir há- vaðanum heldur. En í dag iók hún eftir honum, ef til vill vegna þess að kyrrðin inni var svo djúp. Stúlkur Estellu voru sofandi og ef til viU Estella líka. Þegar Garnet fór þangað snemma um morguninn í fylgd með Silky, hafði Estella opnað fyrir þeim. Garnet hafði aðeins séð henni bregða fyrir. Silky hafði haldið um olnboga hennar og leitt hana eftir dimmum, þröngum gangi og inn í þetta herbergi. Hann hafði heitið því að húsið skyldi vera læst þar til hann kæmi til baka til að sækja hana. Áður en hann fór hafði hann fengið að líta á byssuna hennar, til að ganga úr skugga um að hún væri í fullkomnu lagi. Silky var ekki hrifinn af þessari heimsókn. Gamet hafði alls ekki verið viss um að það væri rétt af henni að fara þetta. Hún hafði aftur fengið í sig þennan sama hroll og um nóttína þegar hún lá andvaka. En allur efi hvarf um leið og hún sá Texas og hversu andlitíð Ijómaði, er hún kom. Ef tíl vffl hafði hún ekki trúað þvi, að Texas lægi fyrir dauðanum. En nú sá hún græn- leitan litarháttinn, sljólegt augnaráðið, titrandi hendumar, máttlausa fætuma sem voru eins og líflaus hrúga undir ullar- teppinu. Hún vissi ekki mikið um dauðann en þó vissi hún að þannig leit lífið ekki út. Með Stefán í fanginu kraup hún á óhreinu gólfinu hjá rúminu. Sem snöggvast fálmaði hann út í bláinn, en svo fann hann áttina. Hendur hans færðust til móts við hana. Hann snerti Stefán og strauk vanga Gametar með þurrum, hörðum fingrunum og hvíslaði: „Guð blessi yður, ung- frú Gamet. Guð blessi yður.“ Gamet hafði aldrei setið við banabeð. Áður en hún fór úr veitingastofunni hafði hún sett dót niður í körfu, hún setti niður whiskýið handa Texas og ýmis- legt smálegt handa Stefáni og á síðustu stundu hafði hún tekið biblíuna líka. Nú þegar Stefán var sofnaður, tók hún fram bibl- íuna og spurði feimnislega: „Tex- as, viltu að ég lesi fyrir þig?“ Texas sneri til höfðinu. Garnet hafði verið feimin, vegna þess að hún vissi ekki hvort hann kærði sig um það eða ekki. Hún vissi ekki á hvað hann trúði, eða hvort hann trúi á nokkuð yfirleitt. En Texas brosti og umlaði: „Það er fallegt af yður, ungfrú Garnet.“ Eftir dálitla þögn sagði hann: „Þér getið lesið Guð er minn hirðir.“ Hún las fyrir hann. Fyrst var hún skjálfrödduð, því að hún var óvön að lesa upphátt. En hún var fegin því að hann hafði valið þann af sálmunum sem hún kunni næstum utanað. Það var hægara að lesa hann en eitt- hvað sem hún kannaðist ekkert við. Þegar hún hafði lokið lestr- inum sá hún að hann lá með lokuð augu, en eftír andartak opnaði hann þau og sagði: „Þetta var fallegt. Þökk fyrir.“ Eftir nokkra stund spurði hann: „Ung- frú Gamet, haldið þér að Guð vilji taka á móti mér?“ „Já, Texas, það er ég viss um,“ svaraði hún mildum rómi. Texas brosti ögn. „Sjáið þér til,“ sagði hann, „það er ég líka.“ Hann fálmaði aftur eftir ullar- teppinu þreifaði sig áfram, þar til hann fann á henni höndina og tók um hana. Texas sagði: „Eg héld ekki að ég hafi verið góður eða neitt þess háttar. Ég held bara að hann vilji mig samt.“ Hann beit ögn til að hvíla sig og hélt síðan áfram: „Áður en þér komuð hingað, var ég eiginlega að tala við Hann. Ég á ekki beinlínis við að ég hafi verið að biðja. Ég kann eklci að biðja venjulegar bænir. Ég tal- aði svona hálfpartinn við Hann. Og eiginlega finnst mér það vera klappað og klárt.“ Hún þrýsti höndina á honum. „Það er það áreiðanlega Texas." Aftur varð þögn. Gamet velti fyrir sér hvort ekki væri neitt annað sem hann vildi láta gera fyrir sig á þessari jörð. Eftír nokkra stund spurði hún hvort hann vildi ekki að hún skrifaði einhverjum fyrir hann. Hún þótt- ist viss um að Brown kapteinn myndi hjálpa henni að koma bréfi til skila. „Kannski móður þinni?“ sagði hún. „Nei, þökk fyrir. Móðir mín S KOTTA Þú ætlaðir aðeins að hreinsa kertin . . . Manstu það? Útbob Tnnkaupastofnun Reykjavíkurborgar, vegna borgarverk- træðingsins í Reykjavík og bæjarverkfræðingsins í Kópa- vogi, óskar eftír tílboðum í lagningu aðalholræsis um Fossvogsdal upp að Árbæjarblettum. Otboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Vonarstræti 8, frá og nieö laugardeginum 15. júní n.k., gegn 10.000.— króna sktlatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri, laugardaginn 24. ágúst n k., kl. 10.00 f.h., að viðstöddum bjóðendunu INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR er löngu dáin.“ „Og þú átt enga konu, Texas?“ „Nei, frú ég hef aldrei verið giftur. Og faðir minn dó þegar ég var lítill drengur.“ Texas þagði andartak. „Faðir minn dó af sári sem hann hlaut í Bowyer virki. Það var árið 1814. Þér voruð víst ekki einu sinni fædd- ar þá?“ „Nei, ég er fædd árið 1826. Ég hef aldrei heyrt um Bowyer JANDERS” DRAGNÓTATÚ virki.“ „Það var vlrkið við Mobile- flóann,“ sagði Texas. „Andrew Jackson hershöfðingi hafði þar yfirstjóm og Brctamir gerðu á- rás undir stjóm Percys aðmíráls. En þeir náðu ekki Mobile virk- inu. Þetta var mikill bardagi og faðir minn var góður hermaður og hann dó sem hetja.“ Þessi langa ræða hafði gert Texas þreyttan. Hann reyndi að draga andann djúpt og stundi af sársauka. En eftír nokkra hvíld hélt hann áfram nð tala. „Svo að þér þurfið ekkert bréf að skrifa fyrir mig, ungfrú Gar- net, ég á enga ættingja. Ekki heldur — vini, ef út í það er farið.“ „Þú átt mig, Texas,“ sagði hún e’nbeitt. ,.Guð blessi yður, ungfrú Gar- ne': ég veit það.“ ,,Og ég er ekki sú eina,“ sagði hún. „Manstu ekki eftír öllum SISAL 0G MANILLUi DRAGNÓTATÓ FYRIRLIGGJANDI Kristján ð. Skðgfjörð hf. RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 •SmtMM.mftD MccrtM jt rr\ Sími 24204 Sá verður hlssa . . . BIcss, bless bifreiðaleigan HJÓL HverflsffötnlJ • • •

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.