Þjóðviljinn - 15.06.1963, Page 1

Þjóðviljinn - 15.06.1963, Page 1
DMMMI Laugardagur 15. júní 1963 — 28. árgangur — 132. tölublað. Fimmti sovézki geimfarinn á braut umhverfis jörðu Sjá 3. síðu Þeir héldu norSur í fyrrinótt Ekkert miðaði í samkomulagsátt á fundinum í gær Samninganefndir Dagsbrúmr og Vinnuveitendasam- bandsins sátu á fundi í gær frsá kl. 2 til 4.30 en ekkert þokaðist í samkomulagsátt. HEafa atvinnurekendur ekki enn komið með neitt gagntalboð við þeim kröfum, sem Dagsbrún íagði fram sem samningsgrundvöU. Ekki hefur verið boðað til næsta fundar enn þá. < I blaðinu í gær varð mein- ^ leg villa í fyriirsögn og frásögn af samningaviðræðum Dagsbrún- ar við atvinnurekendur. Stendur þar, að „Dagsbrún hafi hafið við- ræður í gær víð atvinnurekend- ur“. Þetta er rangt. Samninga- viðræður Dagsbrúnar við at- vinnurckendur hófust um miðj- an maí og hafa nú verið haldn- ir 4 fundir með samnings. aðilum, þótt ekkert hafi enn miðað í samkomulagsátt, eins og fyrr segir. Leiðréttist þetta hér með. Skemmtiferð / G-listans um Suðurnes $S^jKT' ■ 'S ' ' . • • £ ' . um milljónatugi? Þjóðviljinn hefur fregnað að störfum niðurjöfnunar- nefndar Reykjavíkur sé það langt komið, að unnt hefði verið að leggja útsvarsskrána fram almenningi til sýnis. Hins vegar hefur orðið á því margra daga dráttur að nefndin gengi endanlega frá niðurjöfnuninni og útsvars- skránni og enginn fundur hefur verið haldinn í nefnd- inni í marga daga. Þá telur blaðið sig einnig hafa góðar heimildir fyrir því, að út- svarsstiginn hafi gefið um 100 milljónir króna fram yf- ir áætlaða útsvarsupphæð á fjárhagsáætlun. Samkvæmt því væri unnt að gefa 25— 26% afslátt af hverju út- svari samkvæmt útsvars- stiganum. Þessi dráttur á því að ganga frá niðurjöfnuninni og leggja fram útsvarsskrá gæti bent til þess að íhaldið hafi nú alvarlega í huga að ræna almenning mögulegum frádrætti með því að hækka útsvarsupphæðina um nokkra milljónatugi. Yrði það fyrsta kveðja íhaldsins til almenn- ings að afloknum kosning- um. ^REYKVÍSKIR síldarbátar eru nú óðum að halda norður á síld og týna óðum tölunni hér í höfninni. Þannig héldu marg- ir bátar norður í fyrrinótt og aðrir bátar í nótt. ÞAÐ ER YS OG ÞYS á bryggj- unum og vonarhýr brá á hverju andliti, þegar skipin Ieysa landfestar og sumar hýran höfð í huga. HÉR A MYNDINNI er Guð- mundur Ibsen skipstjóri á m.s. Pétri Sigurðssyni að stíga um borð og tvær Iitlar dætur kveðja pabba sinn við borð- stokkinn. Þær sjá hann ekki fyrr en í haust. -k Fram og Valur kepptu í gær- kvöld í 1. deild og lauk leikn- um 1:0 fyrir Fram. G-USTA- skemmtun REIN G-listinn í Vesturlandskjör- dæmi heldur skemmtun fyrir starfsfólk sitt og stuðningsmenn á Akranesi í kvöld. Skemmtunin verður í félagsheimilinu, REIN og hefst klukkan 9. Sitthvað verður til skemmtunar og stiginn verður dans. Stuðningsfólk listans er vel- komið og hvatt tíl að taka með sér gestj. KR — ÍBA frestaö í kvöld átti að fara fram knattspyrnukappleikur í 1. deild milli KR og ÍBA hér í Reykjavík. Leftnum verður frestað þar til 55studaginn 28. júní. Síldin við Langanes þok- ast hægt noriar og vestar Seyðisfirði í gær. — Síldarleit- I innti hann eftir veiðihorfum. arskipið Pétur Thorsteinsson Sagði hann, að skipið hefði kom hingað til Seyðisfjarðar í haldið sig síðustu þrjá sólar- dag og náði ég tali af skipstjór- hringa á svæðinu norðaustur af anum, Axel Guðmundssyni og I Langanesi, mest 60 og minnst FormaBur VI undirbýr persónulegan hagnað af stöðvun nyrðrá Formaður Vinnuveitenda. sambands íslands, Iíjartan Thors, sem nú kemur í veg fyrir samninga í kjaradeilu verkalýðsfélaganna á Akur- eyri, Siglufirði og víðar á Norðurlandi, hefur sjálfur gert samning við Verkalýðs- félagið á Hjalteyri. Samning- urinn hljóðar upp á sömu kjör og fé'ögin fyrir norðan fá í væntanlegum samning- um, en samningar standa nú yfir hér syðra milli deiluað- ila sem kunnugt er. Á Hjalteyri er sildar- bræðsla, og aðaleigendur hennar eru Kjartan Thors, formaður Vinnuveitendasam- bandsins, og Ólafur Thors, forsætisráðherra. Þessir eig- endur verksmiðjunnar á Hjalteyri hafa sýnilega ekk- ert á móti því, þótt til stöðv- unar komi annars staðar á Norðurlandi; Verksmiðja þeirra fær því meiri síld til vinnslu, og stöðvanir annars staðar eru því aðeins pers- ónulegur hagnaður þeirra. 30 sjómílur út. Skipstjórinn sagði, að þeir hefðu fundið allmargar góðar síldartorfur en mismunandi stór- ar og þykkar og teldi hann veiðiútlitið gott. Hann tók þó fram að enginn fiskifræðingur hefði verið um borð og væri þetta aðeins sitt persónulega á- lit. Pétur Thorsteinsson hefur að- stoðað bátana við veiðamar með því að vísa þeim á torfurnar og öfluðust um 22 þúsund mál sam- tals á þessum slóðum í gær. Þá sagði skipstjórinn að lok- um að sér virtist síldin vera að þokast norður og vestar. Fimm bátar komu hingað inn til Seyðisfjarðar í dag með síld, Halkion VE, Einir SU, Vattar- nes SU, Jón Finnsson GK og Hoffell og voru þeir allir með ágæta síld. Reyndist hún 20% meðalfeit við fitumælingu. G-listinn í Reykjaneskjördæmi býður starfsfólki sínu á kjördag í skemmtiferðalag um Suðumes á morgun, sunnudag. Viðkomu- staðir verða m.a. Básendar, Hafn- arberg og Reykjanesviti og geng- ið verður á Þorbjöm. Lagt verður af stað frá Þing- hóli í Kópavogi klukkan níu á sunnudagsmorgun. Fararstjóri verður Björn Þorsteinsson sagn- fræðingur. Þátttakendur eru beðnir að hafa með sér nesti í dagsferðalag. Hafnfirðingar til- kynni þátttöku sína í síma 50004 og Kópavogsbúar í síma 36746 klukkan 8-10 síðdegis. — Myndin er tekin uppi á Þop- bimi. i * 1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.