Þjóðviljinn - 15.06.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.06.1963, Blaðsíða 4
■i 4 SlÐA títgcfandi: Sameiningarilokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjðrar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Gjalilþrotsyfírlýsing j^jarasamninga verkalýðsfélaganna ber í dag hæst allra mála í þjóðfélaginu og blasa nú við stærri vandamál en nokkru sinni fyrr. Undanfar- in ár hefur sú alvarlega þróun orðið hér á landi, að vinnudagur verkamanna og annarra launa- stétta hefur stöðugt verið að lengjast án þess að lífskjör viðkomandi sfétta bötnuðu raunverulega. í öðrum menningarlöndum hefur þróunin hins vegar gengið í þá átt að stytta vinnudaginn jafn- 'framt því sem kaupgjald hefur þokazt upp á við. Mannsæmandi lífskjör verða ekki miðuð við þá krónutölu, sem vinnandi fólki fekst að afla árið um kring með því að leggja nótt við dag, eins og raunin er hér nú, heldur hve háa krónutölu þarf til þess að geta séð sér og sínum farborða og til þess að fá notið nauðsynlegrar og eðlilegrar hvíld- ar og þátttöku í menningarlífi. þessa tvo þætti, aukningu kaupmáttarins og styttingu vinnutímans, leggja launþegar og: samtök þeirra höfuðáherzlu í þeim samningum, | sem nú eru hafnir. enda sú þróun, sem stefnt er I að alls staðar annars staðar. Það er unnt að auka j kaupmáttinn með ýmsu móti, en þegar aðrar leið- j ir þrýtur eru launþegasamtökin að sjálfsögðu j knúin til þess að freista þess að fá þá aukningu fram með hækkun tímakaupsins. En á það ber að leggja áherzlu, að launþegar hafa margsinnis lýst því yfir, að þeir séu reiðubúnir til þess að leita hverra þeirra úrræða, sem tiltækileg þykja í þessu skyni og meta til jafns við beinar kauphækkanir. Þannig hafa verkalýðssamtökin æ ofan í æ farið þess á leit við stjórnarvöldin að kaupmáttur; launanna yrði aukinn með því að lækkað yrði verðlag á helztu nauðsynjavörum almennings; og ekki hefur sfaðið á launþegasamtökunum að at- huga mögleika á breyttri vinnutilhögun og vinnu- hagræðingu í því skyni að auka tekjur laun- þega. jpyrir kosningar tóku málgögn stjórnarflokkanna undir það, að óumflýjanlegt væri að launþeg- ar fengju nokkrar kjarabætur, enda þegar búið að 'tilkynna að launahækkanir stæðu fyrir dyrum hjá opinberum starfsmönnum. Og formaður Landssambands íslenzkra verzlunarmanna lýsti því yfir opinberlega, að „ekki yrði lengur unað við núverandi ástand“ í launamálum þeirrar stétt- ar. Það þarf því engum að koma á óvart, þótí launþegar beri nú fram kröfur sínar um bæ'tt kjör og fráleitt að kalla það „stríð gegn viðreisn- inni“, eins og blöð stjórnarflokkanna bera nú á borð fyrir lesendur sína- Sé þar um „stríð“ að ræða hafa blöð stjórnarflokkanna og frambjóðend- ur í kosningunum áður lýst sig fylgjandi því „stríði“, og nú reynir á h'eilindi þeirra yfirlýsinga. Og snúist stjómarblöðin nú gegn óumflýjanlegum kjarabótum [til handa launastéttunum. er það op- inber gjaldþrotsyfirlýsing þess „viðreisnarkerfis“, sem stjórnarflokkarnir gumuðu hvað mest af að stæði með blóma og eitt væri fært um að færa al- menningi raunha:far kjarabætur. — b. -------- ÞJÓÐVILIINN ------------—-" '■■ ■'- Laugardagur 15. júní 1963 Samþykktir 5.þings Sjálfsbjargar, landssambands fatlaSra og lamaSra Eins og frá var skýrt hér í blaðinu fyrir skömmu, cr 5. þing Sjáifsbjargar, landssam- bands fatlaðra og lamaðra, nýlega afstaðið hér í Reykja- vík. 1 landssambandinu eru nú starfandi 10 félagsdeildir og verður hér sagt frá nokkrum atriðum í starfi þeirra. Félagsdeildin í Reykjavík festi kaup á húsnæði að Marar- götu 2. einni hæð, sem er um 130 ferm. Hefur það húsnæði verið notað til föndurvinnu og fundarhalda, en ætlunin er að hefja þarna rekstur vinnustofu, þegar aðstæður leyfa. Á Isafirði hafa einnig verið fest kaup á húsnæði fyrir vinnustofur og aðra starfsemi og munu vinnustofurnar nú vera að taka til starfa. Berkla- vöm á Isafirði stendur einnig að kaupum og rekstri hússins. Á Sauðárkróki og Akureyri er einnig unnið að því að koma á fót vinnustofum og standa vonir til þess að þær geti tek- ið til starfa á þessu ári. Á Siglufirði starfaði vinnustofa á vegum félagsins s.l. ár og voru þar framleiddir vinnu- vettlingar. Rekstur stofunnar er enn á þyrjunarstigi, en var þó hallalaus. stofur öryrkja eiga í mörgu tilfelli næsta örðugt uppdrátt- ar og það verður því að finna leiðir til þess að þær þurfi ekki að bera þungar vaxta- byrgðar af stofnkostnaði fyr- irtækjanna. Sérstaklega má benda á að vinnustofur fyrir öryrkja eru til þess ætlaðar að veita fólki með skerta starfsorku möguleika til tekju- öflunar jafnframt því sem það skapar þjóðfélagsverðmæti sem annars færu forgörðum. Tryggingramál 1. Þar sem hækkanir á ör- orkubótum hafa undanfarin ár verið miðaðar við launaupp- bætur opinberra starfsmanna leggur 5. þing Sjálfsbjargar til að svo verði framvegis og verði þá miðað við meðalhækkanir sem verða á launum þeirra. Kosin verði 3ja manna milli- þinganefnd til þess að kynna sér erlend lög um endurhæf- ingu öryrkja og vinna að því að slík lög, sem ekki stæðu að baki hinna erlendu laga. verði sett hérlendis. 3. Lögin um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla verði endurskoðuð og tekjuviðmiðun verði feld niður. 4. Allir verði slysatryggðir, við hvað sem þeir vinna, og hvar sem þeir eru staddir er slys ber að höndum. Atvinnumál öryrkja Lögð verði áherzla á að finna og skipuleggja rekstrargrund- völl fyrir vinnustofur i heild og í því sambandi verði rann- sakað hvaða framleiðslugrein- ar mundu bezt henta í tilliti til framleiðslu og sölu, og verði lögð áherzla á það að finna grundvöll fyrir framleiðslu sem byggist að sem mestu á af- köstum sjálfvirkra véla, og geri með því kleyft að skapa verkefni við frágang fram- leiðslunnar f. fólk með skertn starfsgetu og sem hefur til að bera faglega þekkingu. Einnig telur nefndin nauðsynlegt að sambandsstjóm fái hæfan mann til að kynna sér þessi mál erlendis og gera tillögur um skipulag þeirra hér heima. Farartæki öryrkja 1. Hækkuð verði tala bif- reiða. sem úthlutað er til ör- yrkja, úr 50 í 250. 2. Felld verði niður aðflutn- ingsgjöld af gerfilimum, hjóla- stólum, allskonar hjálpartaékj- um (m.a. í bifreiðir) og mótor- þríhjólum, með einu eða tveim- ur sætum. 3. Eftirgefin aðflutningsgjöld hækki úr kr. 40.000,00. í kr. 60.000,00. öryrkjar hafi frjálst val bif- reiða, þó ekki stærri en fimm manna. 5. Úthl. bifreiðanna fari fram samkvæmt reglugerð þar að '■'•tnndi. Frá aðalfundi Iðnaðarbankans Stóraukin starfsemi sl. ár Hér fara á eftjr ályktanjr þingsins í nokkrum hagsmuna. málum félaganna: Félagsmál 1. Þingið ítrekar áskorun til Alþingis um að samþykkt verði „frumvarp” til laga um viðauka við lög nr. 42, frá 1. júní 1957, um húsnæðismála- stjóm og fl. 2. Þingið skorar á Alþingi að breyta lögum um Erfða- fjársjóð þannig að vinnustof- um öryrkja verði veittur styrkur, sem nemi 40°/n af stofnkostnaði og sömuleiðis verði vextir af lánum úr sjóð- num ekki hærri en 5—6 % miðað við núverandi vaxta- kjör. Verði vextir almennt færðir niður lækki einnig vextir af lánum Erfðafjár- sjóðs i sama hlutfalli. Vinnu- Aðalfundur Iðnaðarbanka Is- lands h.f. var haldinn í Þjóðleik- húskjallaranum laugardaginn 25. maí. Formaður bankaráðs Sveinn B. Valfclls flutti skýrslu um starf- semi bankans á síðastliðnu ári. I skýrslu formannsins kom fram að innlánaaukning bankans hafði orðið meiri en nokkru sinni áður eða 40,0 millj. kr. þar af 35,0 millj. kr. aukning á sparisjóðs- innstæðum. Námu heildarinn- stæður bankans því 203,0 millj. ltr. í ársiok. Útlánaaukning bank- ans á árinu varð 27,6 millj. kr. Guðmundur Ólafs, bankastjóri, lagði fram og skýrði reikninga bankans fyrir árið 1962 og voru þeir samþykktir einróma, Þá fór fram kosning banka- ráðs. í bankaráð voru kjömir Sveinn B. Valfells, forstjóri, Sveinn Guðmundsson, forstjóri Héðins og Vigfús Sigurðsson, framkvæmdastj. í Dröfn Hfj.. en af hálfu iðnaðarmálaráðherra voru þeir Einar Gíslason, málara- meistari og Magnús Ástmarsson, prentsmiðjustj. skipaðir í banka- ráðið samkvæmt nýjum ákvæð- um í iðnaðarbankalögunum. Varamenn í bankaráð voru kjörnir Gunnar J. Friðriksson, formaður F.l.I. Bragi Ölafsson, verkfræðingur og Ingólfur Finn- bogason húsasmíðam. en Sigur- oddur Magnússon, rifvirkjameist- ari og Guðmundur Guðmundsson, forstjóri í Víði, skipaðir af háífu ráðherra. Endurskoðendur bankans voru kjörnir Guðmundur Halldórsson og Þorvarður Alfonsson. Aðalfundurinn gerði nokkrar breytingar á samþykktum og reglugerð bankans til samræmis við þær breytingar, sem síðasta Alþingi gerði á lögum bankans, en svo sem kunnugt er voru á- kvæði um hámark hlutafjár numin úr gildi og hluthafafundi heimilað að ákveða. hvert hluta- fé bankans skuli vera á hverj- um tíma. Ennfremur mæla lög- in svo fyrir, að ríkissjóður skuli ávallt skipa tvo bankaráðsmenn og tvo til vara, burt séð írá því, hve mikinn hiuta ríkissjóður kann að eignast í heildarhlutafé bankans. Þá heimiluðu lögin enn- fremur bankaráði að ráða tölu bankastjóra. Loks samþykkti aðalfundurinn tillögu bankaráðs um að greiða hluthöfum 7% arð fyrir árið 1962 og tillögu þess um að auka hlutafé bankans um allt að fjór- ar millj. kr.. og verður það 14 millj kr. þegar þeirri aukningu er lokið. Á fyrsta fundi bankaráðs var Sveinn B. Valfells endurkjörinn formaður þess, og þeir Pétur Sæ- mundsen og Bragi Hannesson, sem gegnt höfðu starfi aðstoðar- bankastjóra, ráðnir bankastjór- ar við bankann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.