Þjóðviljinn - 15.06.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.06.1963, Blaðsíða 12
Langur fundur engar fréttir Samningafundur hófst í gær kl. 4 í Alþingis- húsinu með samninga- nefndum verkalýðsfé- laganna nyrðra og Vinnuveitendasambands Milwood- mólið fyrir í nœstu viku Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn fékk í gær hjá Hákoni Guðmundssyni hæstarréttarritara mun munn- legur málflutningur í Mil- woodmálinu væntanlega fara fram fyrir Hæstarétti um miðja næstu viku, að öllum líkindum á miðvikudag. Mun saksóknarti ríkisins nú hafa lokið eða vera að ljúka undir- búningi undir flutning máls- ins en hann hefur unnið að honum að undanförnu. íslands. Seiht í gær- kvöld spurði Þjóðviljinn frétta af fundinum og hafði þá ekkert þokað í samkomulagsátt- Ekki var neitt gagntilboð komið fram af hálfu at- vinnurekenda við meg- inkröfum félaganna, en búizt var við að fund- urinn myndi standa fram eftir nóttu. Eins og frá er skýrt á forsíðu blaðsins er það form. Vinnuveitenda- sambandsins, Kjartan Thors, sem stendur fyr- ir því að hindra alla samninga við félögin fyrir norðan, á sama tíma og hann semur sjálfur „upp á væntan- lega samninga“ til þess að geta haldið gangandi fyrirtæki, sem hann á sjálfur og hagnast pers- ónulega á því að vinnu- stöðvun verði annars staðar. Laugardagur 15. júní 1963 — 28. árgangur — 131. tölublað. Hér sjáum við kennslumynd í átthagafræði, sem Þorsteinn Sigurðsson, kennari í Melaskólanum, hefur látið gera eftir sinni fyrirsögn. Halldór Pétursson hef- ur teiknað myndina. Sýnir hún nemendum og öðrum þróun húsagerðar frá fyrstu tímum mannkynsins, en síðan cr lýst svo að hvert barn skilur húsakosti Islcndinga eins og hann var til forna og raunar fram á þessa öld. Slíkar kennslumyndir eru gcysilega þýðingarmiklar, því húsakostur hefur gerbreytzt, en orð, sem að honum lúta, hittast jafnan í bókmennt- um þjóðarinnar. Oft má vart á milli sjá hvor meiri sé vanþekking kennara eða nemanda, og er þá gott að geta gripið til skýringamynda, sem þessarar. Dæmi: Hvað skyldu margir lesendur blaðsins — svari þeir strax og samvizkusamlega vita hvað orðin refill og gaflblað þýða í raun og veru. Hátíðahöldin 17. júní með líku sniði og áiur j| Starfræn vinnubrögð: S Merkileg sýning í Melaskólanum \ Þjóðhátíðarnefnd hélt fund með fréttamönnum í gær og skýrði þeim frá hvernig fyrirhugað er að hátíðin gangi fyrir sig. Hún verður með afar líku sniði og venjulega, hcfst klukkan tíu ár- degis með klukknahringingu, síð- an verður athöfn við leiði Jóns Sigurðssonar í gamla kirkjugarð- inum og lúðrasveitir barna og unglinga leika viö Elliheimilið og Hrafnistu. Klukkan eitt eftir hádegi eða litlu síðar hefst skrúðganga bæði úr austur og vesturbænum. — Göngumar þrjár mætast svo á Austurvelli, en þar verður hátíð- in sett og síðan gengið í kirkju. Orðsending fró Kvenfél. sósíalista Kaffi, hejtar vöfflur og pönnukökur verða veitt í Tjarn. argötu 20 þann 17- júní frá kl. 3 e.h. til ágóða fyrjr styrktarsjóðinn Stjórnin. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup prédikar. Að lokinni guðsþjón- ustu leggur forsetinn blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðsson- ar og lúðrasveitimar leika þjóð- sönginn. Þá flytur Ólafur Thors ræðu af svölum Alþingishússins 'og athöfninni á Austurvelli lýk- ur með því að Kristín Anna Þórarinsdóttir flytur ávarp Fjall- konunnar. Klukkan þrjú e.h. verður svo barnaskemmtun á Arnarhóli og margt til skemmtunar að vanda. Stjórnandi og kynnir verður Klemenz Jónsson leikari. Lúðrasveit Reykjavikur leikur á Austurvelli klukkan 4.15. Klukkan 4.30 hefst svo keppni og íþróttasýning á Laugardals- velli. Keppt verður í tíu grein- um og sýndar ýmsar íþróttir, glíma, akroþatik, fimleikar, júdó, og þjóðdansar. Einnig fer fram boðhlaup drengja og telpna af íþróttanámskeiði Reykjavíkur- borgar, keppa þar 104 börn. — Keppni og sýningar fara fram samtímis, leikstjóri verður Jens Guðbjörnsson. Áaetlað er að at- höfnin á vellinum taki rúma klukkustund. Framhald á 2. síðu. Eins og kunnugt er af fréttum. verður haldið uppeldismálaþing hér í Reykjavík dagana 15. og 16. júní. í sambandi við þingið verður sýning haldin á starfrænum vinnubrögðum skólanem- enda. Hefur Gunnar M. Magnúss, rithöfundur. séð um uppsetningu hennar og fyrirkomulag. Sýningin verður opin þjóðhátíðardaginn klukk- an 10—7. Samstarf og félags- anda hefur Gunnar M. Magnúss valið sýning- unnj sem einkunnarorð, en hann sýndi frétta- mönnum í gær það, gem upp var komjð af sýn- jngarmunum. Kennir þar raargra grasa fróðlegra og skemmtjlegra, og virð- ist allt benda til þess, að fslendingar séu nú að ná sér á strik í því. sem lengj hefur verið taþnn snöggur blettur á ís- lenzku kennslufyrirkomu- lagi, nefnilega verk- rænni kennslu. Sýningunni er komið fyrir í þremur stofum og á einum gangi. Eru það nemendur barna- skólastigs og gagnfræða- stigs, sem munina hafa gert. Eru sýningarmun- ir einkum valdir með það fyrir augum, að sýna þá fjölbreytni, sem í þessu starfi er. Það eru einkum þrjár kennslugreinir, sem á sýningunni eru, landa- fræði, náttúrufræði og saga. Þá er og sýnt á gangi skólans merk nýjung. Eru það kennslumyndir í átthagafræði, er Þor- steinn Sigurðsson, kenn- ari í Melaskólanum hef- ur látið gera eftir sinni fyrirsögn. Geta skóla- nemendur af þeim mynd- um lært ýmislegt fróð- legt. nefna má þróun samgöngutækja og breyt- ingar í húsakosti á löng- um ferli mannkynsins. Sýningin verður opin aðeins þjóðhátíðardag- inn, 17. júní, kl. 10—7. Margt cr skrítið í náttúrunnar ríki Hér hafa nem- Hér sjáum við Þorstein Sigurðsson standa vlð kcnnslumynd í átthaga- Dragnótaveiði- svæii opnuð á ný 1 gær barst Þjóðviljanum eft- rfarandi fréttatilkynning frá jávarútvegsmálaráðuneytinu um ipnun dragnótaveiðisvæða: „Ráðuneytið hefur samkvæmt ögum nr. 40/1960 um takmark- ðar dragnótaveiðar undir vís- ndalegu eftirliti, leitað álits að- la, sem hlut eiga að máli um ipnun dragnótaveiðisvæða. Að éngnum umsögnum hefur ráðu- íeytið ákveðið opnun veiðisvæða :em hér segir: 1 Svæðið út af Seyðisfirði. 2. Svæóið frá Norðfjarðar- nípu. suður fyrir Fáskrúðs- fjörð. 3. Frá Papey vestur fyrir Þorlákshöfn. 4. Frá hólmanum Einbúa í Ósum, sunnan Sandgerðis norður fyrir Arnarfjörð. Dragnótaveiðar munu þó bann- aðar innfjarða samkvæmt nánari ákvæðum í leyfisbréfi. 1 Faxaflóa takmarkast veiði- svæðið þannig: 1. tJr Garðskagavita um punktinn 64’ 8’ n.br. 22’ 42’ v.l. í Gerðistangavita. 2. Úr Hólmbergsvita um bauju nr. 6 i Faxaflóa í Kirkjuhólsvita. Veiðarnar munu geta hafizt 18. þ.m. Sj ávarútvegsmála- ■áðuneytið, 14. júní 1963". endur gert mynd af íslcnzkri fjöru og kcnnir þar margra grasa. Selur sefur á steini, og skeljar og kuðungar og krabbar og marflær sóla siig í fjöru- þaranum. Auk þess gleður hverskonar sjávargróður auga nemandans. — (Ljósmyndirnar tók Ijósmyndari Þjóðviljans Ari Kárason). fræði. Sýnir hún þróun farartækja, og má m.a. sjá Thompscnsbílinn k fræga, sem hingað kom, til Iandsi ns 1904. Þorsteinn hefur unnið mjög J þarft og gott vcrk mcð kennslumy ndum sínum í átthagafræði. Er nú > vonandi af sú tíðin, að slík kennsl a var Iítið annað en nafnarunur: ^ Lón, Nes, Mýrar, Suðursveit, öræ fi. , . .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.