Þjóðviljinn - 16.06.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.06.1963, Blaðsíða 1
Sunnudagur 16. júní 1963 — 28.. árgangur — 133 EEölublað. ÞjóBviljinn er KsíBurídag tvö UöB: 8 og 10 síBur Mjólk | hækkar í verði í gær kom til fram- | kvæmda hækkun á mjólk- : urvörum og sag-ði fram- » kvæmdastjóri Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins, l Sveinn Tryggvason, í við- tali við Þjóðviljann í gær, að ástæðan fyrir hækkun- inni væri 5% hækkun á kaupi starfsmanna í mjólkurbúðunum, er varð í vetur, svo og kauphækk- anir sem urðn hjá Þeim í maí s.l. Sagði framkvæmda- stjórinn að bændur fengju ekkert af verðhækkun- inni. Rlkisstjórnin hleypur undir bagga meo vinnuveitendum Hækkanirnar eru sem hér segir: Mjólk hækkar um 10 aura lítrinn í öllum um- búðum. Smjör hækkar um 2,00 kr kg. Ostur hækkar um kr. 1.15 kg. Rjómi hækkar um 65 aura lítrinn. Skyr hækkar um 20 aura kílóið. • 1 gær sendi ríkisstjórnin frá sér eftirfarandi: '^SPfW' l „Ríkisstjórnin telur að vaxandi þjóðartekjur beri að nota til j að tryggja launþegum sem mestar kjarabætur, jafnframt því sem • gildi krónunnar sé varðveitt og vöxtur þjóðarframleiðslu örvaður : Ríkisstjórnin beinir þvi þeim eindregnu tilmælum til samtaka ¦ launþega og vinnuveitenda, að þau láti í sameiningu fara fram [ athugun á því, hversu mikil kauphækkun megi nú verða til að j hún komi að gagni fyrir launþega. Ríkisstjórnin er fyrir sitt leyti ¦ reiðubúin til að styðja þessa athugun á hvern þann hátt, er sam- ¦ tökin óska, þar á meðal með því að greiða kostnað hennar. Ríkis- j stjórnin fer þess á leit við samtökin, að meðan athugunin stendur ¦ yfir, sé vinnustöðvunum og öðrum aðgerðum af þeirra hálfu skot- ¦ ið á frest í nokkrar vikur. : Jafnframt vill ríkisstjórnin benda á mikilvægi þess, að gerðir { séu heildarsamningar um það, hvernig skipta beri í aðalatriðutn ! á milli einstakra hópa launþega þeirri kauphækkun, er grundvöllur ¦ reynist fyrir. Of oft hefur að borið, að þeir aðilar, sem mesta : þörf varru taldir hafa fyrir kauphækkun og mestu höfðu fórnað [ til þess að öðlast hana, hafi, þegar allt kom til alls, borið skarðan • hlut frá borði, vegna þess að launasamningar voru ekki samræmdir .;, eins og þörf var á ." A tvinnurekendurnir þráast við að semja Á miðnætti sl. nótt kom til framkvæmda vinnustöðvun briggja félaga á Akureyri, en bað eru Verkalýðsfélagið Eining, Iðja, féíag verksmiðjufólks og Bílstjórafélagið. Félag verzlun- ar- og skrifstofufólks kemur síðar. Á miðnætti kemur til fram- kvæmda vinnustöðvun tveggja félaga á Siglufirði og eru það Verkamannafélagið Þróttur og Verkakvennafélagið Brynja. Þá kemur til framkvæmda vinnustöðvun á Húsavík næsta miðvikudag hjá verkamannafé- laginu á staðnum og daginn eft- ir vinnustöðvun á Raufarhöfn hji verkamannafélagi Raufar- hafnar. Sveinafélag skipasmiða hefur staðið í verkfalli hér í bæn- um í fjórar vikur og hefur eng- inn sáttafundur verið boðaður síðan verkfallið hófst hjá skipa- smiðum. Verkamannafélagið Dagsbrún hefur staðið í samningaviðræð- um á annan mánuð við atvinnu- rekendur og engin niðurstaða fengizt ennþá. Við áttum' í gær tal við Sig- finn Karlsson formann Verka- lýðsfélags Norðfjarðar og sagði hann að sarnninganefnd félags- ins hafi átt tvo fundi við at- vinnurekendur í Neskaupstað. Fyrri fundurinn var á fimmtu- dagskvöld og seinni fundurinn á föstudagskvöld. Engin niður- staða fékkst af þessum fundum. Á föstudagsfundinum var at- vinnurekendum tilkynnt óform- 2 piltar drukna í Súgandafirði SCGANDAFIRÐI í gær — f nótt drukknuðu tveir piltar við Brjótinn skammt frá þorpinu, þ»r sem stærri skip leggjast að. Annar Piltanna hét Sigurður Guðmundsson frá Flateyri, en hann hafði unnið um nokkurra vikna skeið í fiskiðjuveri hér og var háskð'Astúdent um tvítugs- aldur. Ekki er vitað um nafn hins piltsins. Sjónarvottar sáu Sigurð heit- inn stinga sér til sunds eftir pilti, sem talið er að hafi fall- ið út af fleka við Brjótinn og hefur lík piltsins ekki fundizt ennþá. Menn brugðu þegar við og náðu í bát og varð komizt út til Sigurðar, sem var nær með- vitundarlaus og rænulaus, þeg- ar að var komið. Lífgunartil- raunir hófust þegar, en báru ekki árangur. Hafði Sigurður lítilsháttar áverka á höfði. Mál- ið er í rannsókn. — G.Þ. lega vinnustöðvun 27. júní og verður gengið formlega frá þeirri tilkynningu fyrir næsta þriðjudag. Ætlunin er þó að halda fund með atvinnurekend- um í dag til frekari viðræðna. Meginkröfur Verkalýðsfélags Norðfjarðar eru þær jömu og norðlenzku félaganna eða 20% kauphækkun á almenna vinnu og 44 stunda vinnuvika. í>á er krafizt 30% ofan á almenna vinnu á síldarplönum yfir sölt- unartimann og kr. 45,00 með orlofi fyrir að salta tunnu í á- kvæðisvinnu. í fyrrasumar fengu síldarstúlkur kr. 37,00 fyrir hverja saltaða tunnu. Við fiskverkun í frystihúsum er krafizt 10% ofan á almenna vinnu. Þá spurðum við Sigfinn frétta víðar af Austfjörðum. Á Vopnafirði hefur Verka- mannafélagið lausa samninga og átti að vera samningafundur í fyrrakvöld og boðar félagið þar vinnustöðvun næstu daga. Á Seyðisfirði og Eskifirði hafa verkamannafélögin lausa samninga, en þar hefur ekki verið ákveðið ennþá um vinnu- stöðvun. Á Fáskrúðsfirði hefjast samn- ingar 1. júlí og hefur verka- mannafélagið lausa samninga þar. A Stöðvarfirði og Djúpavogi hugsa félögin sér til hreyfings á næstunni og svo mun almennt vera um aðrg staði á Austfjörð- um. Sáttasemjari fyrir Austfirði er Kristinn Júlíusson, banka- stjóri á Eskifirði. Verður hann sennilega kvaddur á vettvang og hyggjast félögin á Austfjörðum stefna að því að sem.ia í einu lagi við atvinnurekendur. NorBur til síldveiBa Hver skrambinn. Ein kaðalhönk eftir og útgerðarmaðurinn hleypur með hana á síðustu stundu og skipíð er tilbúið til brottfarar. Þetta er Sigurður Fétursson, útgerðarmaður að kveðja skip sitt m.s. Pétur Sigurðsson RE. Þetta er nýtt skip, smíðað í Noregi árið 1960 og hefur reyKzt vel fram að þessu. Skipið var á síld í fyrrasumar og veiddi þá 23 þúsund mál. — Sjá 10. síðu, en þar eru fleiri myndir. ¦ Með orðsendingunni er ríkisstjórnin sýnilega að reyna að hlaupa und- ir bagga með atvinnu- rekendum til þess að draga samninga við verkalýðsfélögin sem mest á langinn. ¦ Verkalýðsfélögin hafa margsinnis farið fram á viðræður við ríkis- stjórnina um leiðir til þess að tryggja raun- hæfar kjarabætur. í nóvember s.l. áttu t.d. fulltrúar frá Dagsbrún, Hlíf og verkalýðsfélög- unum á Akureyri við- ræður við ríkisstjórnina um ráðstafanir til þess að tryggja kaupmáttinn með Iækkun verðlags, eða öðrum jafngildum ráðstöfunum. Ríkis- stjórnin gaf engin svör við þessari málaleitan, og hafði engar tillögur fram að færa. Samningar verkalýðsfélaganna hafa verið lausir frá því á sl. hausti og nú er komið hátt á annan mánuð frá því að verka- lýðsfélögin lögðu' fram kröfur sínar. En engar undirtektir hafa komið frá atvinnurekendum á þessum tíma. Samninganefndir félaganna fyrir norðan hafa nú Framhald á 2. síðu. Bikovskí geimfaríá að vera lengi á lofti MOSKVU 15/6 — Ekki varð úr þvi sem gizkað hafði ver- ið á að hinn nýi sovézki geimfari Bikovskí ofursti, myndi í dag fá samfylgd á leið sinni um geiminn, en í Moskvu gengur enn um það þrálátur orðrómur að öðrum geim- fara verði skotið á löft áður en ferð Bikovskís er á enda og taldar líkur á að kvenmaður verði fyrir valinu. Nú þykir líklegast að sá geimfari verði sendur á braut þeg- ar liðið hefur á ferðalag Bikovskís. Ekki hefur verið gefið neitt upp um hve lengi Bikovskí á að hringsóla um jörðina, en í dag- skipun frá sovézka landvarna- ráðherranum, Malínovskí mar- skálki, sem gefin var út í dag segir að geimferðalag Bikovskís muni taka langan tíma. Honum hafi verið falin ýms verkefni að leysa af höndum meðan hann er á lofti. Bikovski var veitt of- urstatign rétt áður en hann lagði af stað í geimför sína, en hann var áður majór. I meira en viku? Fréttaritari AFP í Moskvu telur sig hafa heimildir fyrir því að ætlunin sé að Bikovskí verði á lofti í rúma viku eða tíu daga. Hann myndi þá fara eitthvað um 160 umferðir um jörðu og vegalengdin sem hann legði að baki yrði uppundir 7 milljónír kílómetra. Nikolaéff sem fram að þessu var lengst á lofti allra geimfara fór 64 um- ferðir um jörðu, en lengsta geinv ferð Bandaríkjamanna sem Gor- don Cooper fór fyrir skemmstu var aðsins 22 umferðir. Geimfar af nýrni gerð. Vísindamenn í brezku athugun- arstöðinni í Jodrell Bank segja að merki þau sem borizt hafa þangað frá Vostok 5 bendi til þess að um nýja gerð geimfara sé að ræða og sé hún mun stærri en fyrri vostokin. Þetta kemur ekki á óvart, því að Kosmos- Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.