Þjóðviljinn - 16.06.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.06.1963, Blaðsíða 1
Sunnudagur 16. júní 1963 — 28.. árgangur — 133 Jölublað. Þjóð viljinn er 18 síðurí dag tvö blöð: 8 og 10 síður Mjólk ■ ■ hækkar ■ r i verði í gær kom til fram- kvæmda hækkun á mjólk- urvörum og sagði fram- kvæmdastjóri Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins, Sveinn Tryggvason, í við- tali við Þjóðviljann í gær, að ástæðan fyrir hækkun- inni væri 5% hækkun á kaupi starfsmanna i mjólkurbúðunum, er varð í vetur, svo og kauphækk- anir sem urðu hjá þeim í maí s.l. Sagði framkvæmda- stjórinn að bændur fengju ekkert af verðhækkun- inni. Hækkanirnar eru sem hér segir: Mjólk hækkar um 10 aura lítrinn í öllum um- búðum. Smjör hækkar um 2,00 kr kg. Ostur hækkar um kr. 1.15 kg. Rjómi hækkar um 65 aura lítrinn. Skyr hækkar um 20 aura kílóið. "■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■I Ríkisstjórnin hleypur undir bagga með vinnuveitendum 1 gær sendi ríkisstjórnin frá sér eftirfarandi: „Ríkisstjómin telur að vaxandi þjóðartekjur beri að nota til að tryggja launþegum sem mestar kjarabætur, jafnframt þvi sem gildi krónunnar sé varðveitt og vöxtur þjóðarframleiðslu örvaður Ríkisstjórnin beinir því þeim eindregnu tilmælum til samtaka launþega og vinnuveitenda, að þau láti í sameiningu fara fram athugun á því, hversu mikil kauphækkun megi nú verða til að hún kom> að gagni fyrir launþega. Ríkisstjómin er fyrir sitt leyti reiðubúin ril að styðja þessa athugun á hvem þann hátt, er sam- tökin óska, þar á meðal með því að greiða kostnað hennar. Ríkis- stjómin fer þess á leit við samtökin, að meðan athugunin stendur yfir, sé vinnustöðvunum og öðrum aðgerðum af þeirra hálfu skot- ið á frest í nokkrar vikur. Jafnframt vill ríkisstjómin benda á mikilvægi þess, að gerðir séu heildarsamningar um það, hvemig skipta beri í aðalatriðum á milli einstakra hópa launþega þeirri kauphækkun, er grundvöllur reynist fyrir. Of oft hefur að borið, að þeir aðilar, sem mesta þörf voru taldir hafa fyrir kauphækkun og mestu höfðu fórnað til þess að öðlast hana, hafi, þegar allt kom til alls, borið skarðan hlut frá borði, vegna þess að launasamningar voru ekki samræmdir eins og þörf var á .” A tvinnurekendurnir þráust við að semja Á miðnætti sl. nótt kom til framkvæmda vinnustöðvun þriggja félaga á Akureyri, en það eru Verkalýðsfélagið Eining, Iðja, féíag verksmiðjufólks og Bílstjórafélagið. Félag verzlun- ar- og skrifstofufólks kemur síðar. Á miðnætti kemur til fram- kvæmda vinnustöðvun tveggja félaga á Siglufirði og eru það Verkamannafé'agið Þróttur og Verkakvennafélagið Brynja. Þá kemur til framkvæmda vinnustöðvun á Húsavík næsta miðvikudag hjá verkamannafé- laginu á staðnum og daginn eft- ir vinnustöðvun á Raufarhöfn hji verkamannafélagi Raufar- hafnar. Sveinafélag skipasmiða hefur staðið í verkfalli hér í bæn- um í fjórar vikur og hefur eng- inn sáttafundur verið boðaður síðan verkfallið hófst hjá skipa- smiðum. Verkamannafélagið Dagsbrún hefur staðið í samningaviðræð- um á annan mánuð við atvinnu- rekendur og engin niðurstaða fengizt ennþá. Við áttum' í gær tal við Sig- finn Karlsson formann Verka- lýðsfélags Norðfjarðar og sagði hann að samninganefnd félags- ins hafi átt tvo fundi við at- vinnurekendur í Neskaupstað. Fyrri fundurinn var á fimmtu- dagskvöld og seinni fundurinn á föstudagskvöld. Engin niður- staða fékkst af þessum fundum. Á föstudagsfundinum var at- vinnurekendum tilkynnt óform- 2 piltar drukna í Súgandafirði SÚGANDAFIRÐI í gær — í nótt drukknuðu tveir piltar við Brjótinn skammt frá þorpinu, þar sem stærri skip leggjast að. Annar piltanna hét Sigurður Guðmundsson frá Flateyri, en hann hafðl unnið um nokkurra vikna skelð í fiskiðjuveri hér og var háskólastúdent um tvítugs- aldur. Ekki er vitað um nafn hins piltsins. Sjónarvottar sáu Sigurð heit- inn stinga sér til sunds eftir pilti, sem talið er að hafi fall- ið út af fleka við Brjótinn og hefur lík piltsins ekki fundizt ennþá. Menn brugðu þegar við og náðu í bát og varð komizt út til Sigurðar, sem var nær með- vitundarlaus og rænulaus, þeg- ar að var komið. Lifgunartil- raunir hófust þegar, en báru ekki árangur. I-Iafði Sigurður lítilsháttar áverka á höfði. Mál- ið er í rannsókn. — G.Þ. lega vinnustöðvun 27. júní og verður gengið formlega frá þeirri tilkynningu fyrir næsta þriðjudag. Ætlunin er þó að halda fund með atvinnurekend- um í dag til frekari viðræðna. Meginkröfur Verkalýðsfélags Norðfjarðar eru þær jömu og norðlenzku félaganna eða 20% kauphækkun á almenna vinnu og 44 stunda vinnuvika. Þá er krafizt 30% ofan á almenna vinnu á síldarplönum yfir sölt- unartímann og kr. 45,00 með orlofi fyrir að salta tunnu í á- kvæðisvinnu. í fyrrasumar fengu síldarstútkur kr. 37,00 fyrir hverja saltaða tunnu. Við fiskverkun í frystihúsum er krafizt 10% ofan á almenna vinnu. Þá spurðum við Sigfinn frétta víðar af Austfjörðum. Á Vopnafirði hefur Verka- mannafélagið lausa samninga og átti að vera samningafundur í fyrrakvöld og boðar félagið þar vinnustöðvun næstu da.ga. Á Seyðisfirði og Eskifirði hafa verkamannafélögin lausa samninga, en þar hefur ekki verið ákveðið ennþá um vinnu- stöðvun. Á Fáskrúðsfirði hefjast samn- ingar 1. júlí og hefur verka- mannafélagið lausa samninga þar. Á Stöðvarfirði og Djúpavogi hugsa félögin sér til hreyfings á næstunni og svo mun almennt vera um aðra staði á Austfjörð- um. Sáttasemjari fyrir Austfirði er Kristinn Júlíusson, banka- stjóri á Eskifirði. Verður hann sennilega kvaddur á vettvang og hyggjast félögin á Austfjörðum stefna að því að semja í einu lagi við atvinnurekendur. Norður til síidveiða Hver skrambiiin. Ein kaðalhönk eftir og útgerðarmaðurinn hleypur með hana á síðustu stundu og skipiið er tilbúið til brottfarar. Þetta er Sigurður Pétursson, útgerðarmaður að kveðja skip sitt m.s. Pétur Sigurðsson RE. Þetta er nýtt skip, smíðað í Noregi árið 1960 og hefur rcynzt vel fram að þessu. Skipið var á síld í fyrrasumar og veiddi þá 23 þúsund mál. — Sjá 10. síðu, en þar eru fleiri myndir. Með orðsendingunni er ríkisstjórnin sýnilega að reyna að hlaupa und- ir bagga með atvinnu- rekendum til þess að draga samninga við verkalýðsfélögin sem mest á langinn. B Verkalýðsfélögin h?«fa margsinnis farið fram á viðræður við ríkis- stjórnina um leiðir til þess að tryggja raun- hæfar kjarabætur. í nóvember s.l. áttu t.d. fulltrúar frá Dagsbrún, Hlíf og verkalýðsfélög- unum á Akureyri við- ræður við ríkisstjórnina um ráðstafanir til þess að tryggja kaupmáttinn með lækkun verðlags, eða öðrum jafngildum ráðstöfunum. Ríkis- stjórnin gaf engin svör við þessarj málaleitan, og hafði engar tillögur fram að færa. Samningar verkalýðsfélaganna hafa verið lausir frá því á sl. hausti og nú er komið hátt á annan mánuð frá því að verka- lýðsfélögin lögðu' fram kröfur sínar. En engar undirtektir hafa komið frá atvinnurekendum á þessum tíma. Samninganefndir félaganna fyrir norðan hafa nú Framhald á 2. síðu. Bikovskí að vera lengi á lofti MOSKVU 15/6 — Ekki varð úr því sem gizkað hafði ver- ið á að hinn nýi sovézki geimfari Bikovskí ofursti, myndi í dag fá samfylgd á leið sinni um geiminn, en í Moskvu gengur enn um það þrálátur orðrómur að öðrum geim- fara verði skotið á loft áður en ferð Bikovskís er á enda og taldar líkur á að kvenmaður verði fyrir valinu. Nú þýkir líklegast að sá geimfari verði sendur á braut þeg- ar liðið hefur á ferðalag Bikovskís. Ekki hefur verið gefið neitt upp um hve lengi Bikovskí á að hringsóla um jörðina, en í dag- skipun frá sovézka landvarna- ráðheri'anum, Malínovskí mar- skálki, sem gefin var út í dag segir að geimferðalag Bikovskís muni taka langan tíma. Honum hafi verið falin ýms verkefni að leysa af höndum meðan hann er á lofti. Bikovskí var veitt of- urstatign rétt áður en hann lagði af stað í geimför sína, en hann var áður majór. í meira en viku? Fréttaritari AFP í Moskvu telur sig hafa heimildir fyrir því að ætlunin sé að Bikovskí verði á lofti í rúma viku eða tíu daga. Hann myndi þá fara eitthvað um 160 umferðir um jörðu og vegalengdin sem hann legði að baki yrði uppundir 7 milljónir kílómetra. Nikolaéff sem fram að þessu var lengst á lofti allra geimfara fór 64 um- ferðir um jörðu, en lengsta geim- ferð Bandaríkjamanna sem Gor- don Cooper fór fyrir skemmstu var aðsins 22 umferðir. Geimfar af nýrni gerð. Vísindamenn í brezku athugun- arstöðinni í Jodrell Bank segja að merki þau sem borizt hafa þangað frá Vostok 5 bendi til þess að um nýja gerð geimfara sé að ræða og sé hún mun stærri en fyrri vostokin. Þetta kemur ekki á óvart, því að Kosmos- Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.