Þjóðviljinn - 16.06.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.06.1963, Blaðsíða 5
Sunnudagur 16. júní 1963 Lyftingar ÞI6ÐVILIINH SlÐA 5 Sterkustu menn heimsins verðu stöðugt sterkuri íþróttir Léttþungavikt: 470,0 kg — Veres, Ungverjal. Þungavikt: 550,0 kg — Vlassov, Sovétr. 1947 Þungavikt: 455,0 kg — Davis, USA 1932 Batamvikt: Met ekki staðfest. Júrí Viassov hcimsmethafli, olympíumeistari og Paul Andersen (USA) náfti fyrstur 500,0 kg. í þrí- heimsmeistari í þungavigt lyftinga. Met hans er þraut lyftinga. Sagt cr að hann sé svo sterkur, 550.0 kg. Ilann er talinn líklcgur til að lyfta að hann geti ekki gengið fyrir kröftum. Hann 600,0 kg. er nú atvinnumaður í fjölleikahúsi. „Sú kemur tíð að menn lyfta 600,0 kg. í þrí- þraut lyftinga“, segir Herkúles nútímans, sov- ézki heimsmethafinn Júrí Vlassov. Heimsmet hans er 550,0 kg, en framfarir í lyftingum hafa verið mjög örar á síðari árum, og sjálfur gæti Vlassov orðið fyrsti 600 kg.-maðurinn. Hér áður fyrr voru það eink- um Frakkar, Þjóðverjar, Egypt- ar og Bandaríkjamenn sem sköruðu fram úr í lyftingum. En eftir að sovézkir íþrótta- menn tóku að láta íþróttina til sín taka, hafa orðið slíkar framfarir í lyftingum, að eng- an mun hafa órað fyrir slíku, fyrir nokkrum árum. Og í stað gömlu lyftingaþjóðanna eru Japanir og Ungverjar komnir í fremstu víglínu auk Sovét- manna. Framfarirnar eru skýrðar á eftirfarandi hátt: Endurbætt lyftingaáhöld, einfaldari tækni í lyftingum, umfangsmikil þjálfun, harðari kröfur til í- þróttamanna og aukin sam- keppni. 74 lönd eru aðilar að Alþjóða-lyftingasambandinu. Bjórdrykkja var aðalæfingin Fyrir um 30 árum héldu ol- ympíumeistararnir í lyftingum að bjórdrykkja væri bezta „upphitunin" fyrir lýftinga- keppni. Þeir höfðu aldrei heyrt talað um undirbúningsþjálfun, þolhlaup, leikfimi o.þ.h. í dag eru það menn með afburða- þjálfun, sem taka þátt í al- þjóðamótum í lyftingum, — menn, sem með þrotlausu erf- iði og vinnu hafa sameinað kraft, vilja, atorku og taékni í eitt étak. Píningabekkur nú- tímans fyrir íþróttamenn er undirbúningsþjálfunin, en við hana sleppur enginn, sem ætl- ar sér að verða heimsmeistari eða olympíumeistari. Á heimsmeistaramótinu í Búdapest í fyrra vakti Japan- inn Miyake einna mesta at- hygli. Þegar þessi smávaxni lyftingamaður beygði sig fram til átaka, þá hvarf hann næst- um við hinar stóru skífur á endum lyftingastangarinnar. — Það þótti með ólíkindum hversu miklum þunga þessi litli maður gat lyft og staðið undir. Ævagömul íþrótt Lyftingar eru ein elzta iþrótt sem sögur fara af. Hún var iðk- uð á hinum frægu leikjum Fom-Grikkja og jafnvel af guð- legum hetjum fomaldarinnar sem grýttu björgum eins og smásteinum. Árið 1909 var fundin upp lyftingastöngin. sem enn í dag •> er notuð í alþjóðlegri keppni í lyftingum. Gerð hennar sést bezt á myndum. Keppnireglur fylgdu þegar í kjölfarið og ár- ið 1929 eru fyrstu heimsmetin staðfest. Hin þrjú atriði þrí- þrautar er að jafnhatta, rikkja og pressa, og saman- lögð kílóatala úr þessum atrið- um ræður úrslitum. Sá sem fyrstur náði 500 kg. í þríþraut var Bandaríkjamað- urinn Paul Anderson, sem stundum var kallaður „Kran- inn lifandi". Þetta var árið 1955. Þá var Anderson aðeins 22 ára, en hann vóg 165,0 kg. Hann var „kjötfjall" í þess orðs fyllstu merkingu. Hann gat naumast gengið fyrir kröftum. Hann gat ekki bundið skóþveng sinn fyrir vöðvum og hann þurfti tvo stóla til að sitja á. Tveim árum síðar hætti hann keppni í lyftingum, gerðist at- vinnumaður og sýnir í fjöl- leikahúsi enn í dag. Júrí Vlassov aflaði sér fyrst verulegrar heimsfrægðar með því að sigra í þungavigt á síð- ustu olympíuleikjum. Þá setti hann heimsmet í jafnhöttun, jafnhattaði hvorki meira né minna en 202,5 kg. Vlassov er aðeins 26 ára gamall og á eflaust stærstu afrek sín óunn- in. Hann er verkfræðingur að mennt og sagður mikið prúð- menni og unnandi bókmennta og lista. Hann er 1,86 m á hæð og vegur 123 kg. Hann er 99 sm í mittið og verður að telj- ast grannur miðað við Ander- son, sem var 1,34. 1962 Batamvikt: 352,5 kg. — Miyake Japan. Fjaðurvikt: 375,0 kg — Miyake, Japan. Léttvikt: 417,0 kg — Lopatin Sovétr. Millivikt: 440,0 kg — Kurniov, Sovétr. Batamvikt: 300.5 kg — di Pietro, USA Fjaðurvikt: 340,0 kg — Nan, Japan Léttvikt: 367.5 kg — Stanczyk, USA Millivikt: 405,0 kg — Stanczyk, USA Léttþungavikt: 425,0 kg' — Nowak, Sovétr. Fjaðurvikt: 287.5 kg Andrysek, Austurr. Léttvikt: 325,0 kg. Duvergner, Frakkl. Millivikt: 345,0 kg — Ismayr, Þýzkal. Léttþungavikt: 377.5 kg — Olsen, Danmörku Þungavikt: 400,0 kg — Nosseir, Egyptal. 270firmugreiddu 100.000,oo kr. 270 fyrirtæki létu skrá sig til þátttöku í 19. firmakeppni Golf- klúbbs Reykjavíkur, sem nú stendur yfir. Þátttökugjöld, sem nema 100 þús. krónum, renna til byggingar hins nýja og* glæsilega golfskála í Grafarholts- landi í Mosfellssveit. Þessi mikla þátttaka í fjrma- keppninni sýnir, að golfíþrótt- in á vaxandi vinsældum að fagna og að margir vilja leggja henni lið. Hörð keppni Fyrstu umferð var lokið á sunnudag og urðu sigurvegarar í þeirri umferð neðangreind firmu: Gufubaðst., Kvisthaga, Mars Trading Company, Bifreiðastöð Rvíkur, Regnboginn. verzlun, Söluturninn við Kirkjustræti, Þvottahúsið Bergst. 52, Ásgeir Ölafsson, heildv., Verzl. Þrótt- ur, Samtúni 11, Everest Trad- ing Company, Bifreiðast. Stein- dórs, Efnagerðin Valur, S. Árnason & Co„ Sölusamb. ísl. fiskframleiðenda, Ottó A Mich- elsen, Þjóðviijinn, dagblað, Vá- tr. Sigfúsar Sighvatssonar. Sigurvegarar í annarri um- ferð aðalúrslit urðu: Mars Trading Company (Jó- hann Eyjólfsson), Regnboginn s. f., verzlun (Gunnar Þorleifsson) Þvottahúsið Bergstaðastræti 52, (Albert Wathne), Verzlunin Þróttur, (Ingólfur Isebarn), Bif- reiðastöð Steindórs, (Ölafur Ág. Ölafsson), Efnagerðin Valur, (Þorvaldur Ámason), Ottó A. Michelsen, (Ólafur Árnason) Vátrygging Sigf. Sighvatsson- ar (Ottar Yngvason). Kylflngar: Jóhann E. golfmeistari Is- lands 1960 og annar á meist- armótinu 1 Vestmannaeyjum i fyrra. Jóhann er góður kylfing- ur með marga sigra að baki. Gunnar Þ. góður kylfingur í 1. flokki, meðal annars var hann annar í firmakeppninni í fyrra. Albert W. áhugasamur kylf- ingur, sem nú í ár er að leika sig inn í fyrsta flokk. Ingólfur I. þekktur, þaul- reyndur, hörku kylfingur. Með- al sigra hans er: golfmeistari Reykjavíkur árin 1957, 1958 og 1960. Sigurvegari í Coca cola- keppninni tvö ár i röð. Ingólfur hefur verið meðal tíu beztu kylfinga landsins svo árum skiptir. Frh á bls. 6. Valkyrjur í framför Afrek hvenna í íþróttum Wilma Rudolph 10,2 í 100 m. hlaupi. Fyrlr fáelnum mánuðum setti stúlka frá Nýja-Sjálandi athyglisvert heimsmet í frjáls- um íþróttum. Hún hljóp eina mílu á 4.41,4 mín. Það eru ekki staðfest heims- met fyrir konur á þessari vegalengd, en þau eru skráð sem óopinber met. Stúlkan. sem spretti svona rösklega úr spori, heitir Marise Chamber- lain. Árangur hennar sam- svarar 4,20 mín. á 1500 metr- um. Mílumetið nýja er 3,6 sek. betra en eldra heims- metið, sem Duane Leathers (Englandi) setti 1955. ★ ill hávaði í kringum þetta nýja met frekar en ýmis önnur afrek kvenna í íþrótt- um. Þau falla oft í skugga betri afreka karlmanna. Af- reksgeta kvenna í frjálsum íþróttum er að miklu leyti óráðin gáta. 1 frjálsum íþrótt- um hafa þrjár stúlkur öðr- um fremur náð afburða góð- um árangri, sem óneitanlega hefur skapað þeim heims- frægð. Þær eiu: Jolanda Bal- as (Rúmeníu), Tamara Press (Sovétríkj.) og Wilma Rud- olph (USA). Þáð hefur ekki verið mik- í öðrum einstaklingsgrein- Jolanda Balas i hástökki 1,91 m unum íþrótta ber langhæst afrek Dawn Fraser (Ástraliu). en hún varð fyrst allra kvenna til að synda 100 m. á skemmri tíma en einni mínútu. Dawn Fraser 59,9 sek. í 100 m. skriðsundi. Enginn veit hversu lengi heimsmet ofangreindra stúlkna munu standa. Það er heldur ekki hægt að fullyrða að mílumet ungfrú Chamber- lain sé afburðaafrek. Konur Tamara Press 17.78 í kúluvarp? rejma svo sjaldan við þessa vegalengd. 1 þessum málum kann að verða breyting á næstunni. Konur i flestum löndum láta æ meira til sin taka og í stöðugt fleiri í- þróttagreinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.