Þjóðviljinn - 16.06.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.06.1963, Blaðsíða 10
 '■•■ •••• ■ •í | m - ■ - • ■ * v/> *a Hér er mynd af ungum reykviskum síldarsjóma nni og er asi á mínum niður bryggjuna með búss- Þessar tvær íitlu systur voru staddar niður á Grandagarði og sögðust ætla að verða kvenkokkar á síid í framtíðinni. Þær eru bara svo iitlar ennþá og heita Iris og Sólbrún. Þær sögðust þekkja hvern síldarbát og pabbi þeirra er sjómaður n» fnr kannski á síld næstu daga. Hér er verið að Ief;gja siðustu hönd á útbúnað skipsins fyrir brott- för. Það er m.s. Pétur Sigurðsson UE og héldu þeir norður á föstu- dagsnótt. Skipstjórínn er að stíga á skipsfjöl og tvær Iitlar dætur hans standa á bryggjunni og kveðja pabba sinn. Gtgerðarmaðurinn stendur til hliðar og fylgist með til síðustu stundar. Þetta er að verða klappað og klárt, drengir. Hér stendur Olafur Stefánsson kampakátur á bryggjunni á síðasta degi fyrir brottför. Hann verður 2. vélstjóri á m.s. Guðmundi Péturssyni í sumar og sagðist hverfa norður í hátíðaskapi. Hann hefur verið önnum kafinn síðustu daga og bað fyrir kveðju heim í dag. Hér eru skipverjar á m.s. Asgeir KE að Ieggja ti 1 nótina fyrir brottför norður á síld. Þetta eru snör og ákveðin handtök og blcssast vonandi, þegar til kastanna kemur. Kannski verða þeir komnir í síldarfréttimar í dag og búnir að reyna hana í fyrsta skipti. Þeir héldu norður í fyrrinótt. ÞEIR HÉLDU NORÐUR ★ Sumir hafa fengi'ö síldina í bióöið og það er ekkert spaug. Nú er síldin farin að veiöast fyrir 'norðan og atburðarásin færist þangað og hvernig líður þessum mönnum á sunnienzkri fold? Þeir ókyrrast á fleti sínu og verða flöktandi til augn- anna og órólegir til handanna og skamma kannski konuna sína. ★ Þetta er eins og að detta í þaö. Fram í hugskot þessarra manna bregöur fyrir fíngeröu hvítfyssi á sléttum haffleti og miönætursól noröur við Meirakkasléttu og {rull á banka og mörgum höndum á síldarnót. ★ Gömul veiðigleöi tendrast viö norðlenzka veðursæld. Niöri við Grandagarð er þéttur skógur af siglutrjám og þarna liggja reykvískir síldarbátar hver utan á dðrum og mynda jafnvel fimmfalda röö, og þessa daga er unnið af kappi um borð í hverju skipi fyrr væntanlegar síidveiöar við Norðurland. ★ Högg trésmiöa og járnsmiöa berast um nágrenniö og þaö er létt yfir sjómönn- tm á bryggjunum og síldarnætur eru halaöar um borð og hverskonar viðgerðar- menn eru á þönum. Þaö er aö mörgu að hyggja fyrir langa útivist og hver hlutur margfaldast aö notagildi, þegar stund v eiðigleðinnar rennur upp fyrir norðan. Ótrúlega stjórnsemi þarf viö síldarútger ð og enginn minnist ógrátandi á milljóna- verðmæti hverfa út í buskann, ef einhver hlutur klikkar í veiðiútbúnaði. ★ Slíkar vonbrigöastundir eru of tíðar. En reykvíska síldarflotanum fækkar með hverjum degi hér í höfninni. Margir héldu norður í fyrrinótt og enn fleiri í nótt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.