Þjóðviljinn - 19.06.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.06.1963, Blaðsíða 1
m Miðvikudagur 19. júní 1963 — 28. árgangur — 134. tölublað. Samningar tókust aðfaranótt 17, júní um bráðabirgðalausn á kaupdeilunni fyrir norðan og hafði sáttafundur þá staðið ó- slitið í 36 klukkustundir. Allt kaupgjald hækkar um 7,5% auk þess sem gerðar voru ýmsar tilfærslur milli taxta og nemur hækkunin á þeim liðum yfirleitt 10—13%. Kvennakaup verður samræmt karlakaupi við flesta vinnu. SAMID VAR UM 7,5% KAUP HÆKKUN TIL BRADABIRGDA íhaldið hækkar átsvörín á Reyk- víkingum enn um 30 millj. króna íhaldsmeirihlutinn í borg- arstjórn Reykjavíkur sam- þykkti á aukafundi í gær að hækka enn útsvör Reykvík- inga um 30 milljónir króna frá gildandi fjárhagsáætlun borgarinnar sem borgar- stjórnin samþykkti í desem- ber sl. Verður þá heildarút- svarsupphæðin á þessu ári 285,6 millj. króna og hefur hækkað um 42,5% á einu ári eða 85 milljónir! Borgarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins mótmæltu harðlega þessari útsvars- hækkun á borgarstjórnar- fundinum í gær og greiddu atkvæði gegn henni. Athygli vakti á fundinum, að báðir Framsóknarfulltrúamir í borgarstjórn lýstu því yfir að þeir hefðu engar skoðanir í þessu máli, hvorki með né móti, og sátu þeir hjá við at- kvæðagreiðsluna. — Nánar er sagt frá útsvarshækkun- inni á 2. síðu. Þessir samningar falla úr gildi 15. október í haust án uppsagnar, en deiluaðilar lýstu yfir vilja sínum að stuðla að því fyrir sitt leyti að fram færi rannsókn á því, hve atvinnuvegirnir geti staðið undir mikilli kaup- hækkun og verði þeirri rannsókn lokið er samning- arnir falla úr gildi. Þjóðvilimn átti í gær tal við Bjöm Jónsson, formann Verka- lýðsfélagsins Einingar á Akur- eyri, en hann var jafnframt for- maður samninganefndarinnar frá Akueyrarfélögunum. Kvað hann meginatriði samninganna vera þessi: ★ 714% hækkun á öllum töxt- um félaganna, og verður tíma- kaup í dagvinnu nú kr. 28.00. Auk þess náðist samkomulag um Framhald. á 2. síðu. Hefur ekki rœtt við deiluaðíla í mónuð VERKFAliL Sveinafélags skipa- smiða hefur nú staðjð á fimmtu viku en það hófst að- faranótt mánudagsins 20. maí sL Engtnn samningafundnr hefur verið haldinn með deiluaðilum síðan verkfaHið hófst en sáttasemjari sat tvisvar fund með þeim fyrir verkfallið. í SAMBANDI við vinnudeilu þessa hlýtur hið algera skeytingarleysi sáttasemjara rikisins að vekja sérstaka at- hygli en hann hefur ekki svo mikið sem talað við deiluaðila síðan verkfallið hófst þótt honum heri skylda til lögum samkvæmt að ræða við deiluaðila a.m.k. á hálfs- mánaðar fresti en þeirri skyldu sinni hefur hann nú þegar brugðizt tvívegis. VART verður þó öðru trúað en sáttasemjari fari nú að rumska og geri einhverja til- raun til þess að leysa þessa vinnudeilu. nú þegar búið er að leysa til bráðabirgða hin- ar almennu vinnudcilur sem yfirvofndi voru víða um land. Samningafundur i gær —annarídag Síðdegis í gær héldu samn- inganefndir Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar og Vinnuveit- endasambands Islands með sér fund og stóð hann í tvo tíma. Samningafundur hefur verið boð- aður í dag klukkan 17.00. <8- Valentína Teresjkova lengur á braut en Cooper, Bikovskí lengst allra þriðja sólarhring í geimnum Fyrst kvenna út f geiminn, Vaentína Teresjkova. -<S> Vinna við söltun hækkar nær 23% Eins og sagt er frá á öðrum stað hér í bl'aðinu náðist samkomulag í vinnudeilunni á Siglufirði og Akureyri á fundi hér í Reykjavík um helgina. Auk hinnar almennu hækkunar taxta um 7 Vz % sömdu Siglufjarðarfélögin um því sem næst 23% hækkun á kaupi við síldarsöltun. Þjóðviljinn hafði sem snöggv- ast tal af Óskari Garibaldasyni, starfsmanni verkalýðsfélaganna á Siglufirði og formanni Þróttar, Qg innti hann eftir samningun- um. Meginatriðið, sagði Óskar, er á sama hátt og í Akureyrar- samningunum 714 % almena hækkun, en auk þess er um að ræða ýmsar tilfærslur milli taxta og er hækkun á þeim lið- um frá 10—13% og allt upp í 20% á einstaka liðum. öll vinna við síldarsöltun hækkar um sem næst 23% og Framhald á 2. síðu. MOSKVU 186 — t kvöld var liðinn hálfur þriðji sólarhringur frá því að sovézka stúlkan Valentína Teresjkova varð fyrst allra kvenna til að leggja í ferð út í geiminn og hafði ferða- lag hennar gengið að óskum, eftir því sem bezt var vitað. Hún hafði þá verið á lofti talsvert lengur en bandaríski geimfarinn Gordon Cooper, sem farið hefur í lengstu geimferð landa sinna. Um hádegi í dag hnekkti Valerí Bikovskí geimferðarmeti landa síns Nikolaéffs og hafði þá verið fjóra sólar- hringa á lofti. Ekki er vitað hve lengi þau Val- entína og Valerí verða enn úti í geimnum. Það vakti geysilegan fögnuð um gervöll Sovétríkin þegar það spurðist um hádegisbilið á sunnudag að sovézk stúlka væri lögð af stað í geimferð, en orð- rúmur hafði gengið í Moskvu Gagarín segir að Valentína hafi veráð iðin við námið — Sjá 3. síöu. um það marga undanfama daga að kona myndi verða í næsta sovézka geimfarinu. Fréttaritarar líkja fögnuði fólks við þann sem ferðalag Gagaríns vakti á sínum tíma, þegar hann varð fyrstur allra manna til að kanna óra- víddir geimsins. Það þótti þegar sýnt af þeim tíma sem valinn var til að skjóta geimfari Valentínu, Vostok 6., á Framljiald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.