Þjóðviljinn - 19.06.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.06.1963, Blaðsíða 2
2 SlÐA ÞJðÐVILJINN MiSvikudagur 19. júrú 1963 íhaldið sendir borgarbúum sérstakan glaðning viku eftir kosningar: Útsvörin í ár hækka úr 200 millj. króna í 285 millj. eða um 42,5% Með þeirri 30 milljón króna hækkun á út- svörum, sem meirihluti borgarstjómar Reykja- víkur samþykkti á aukafundi í gær, er heildarupp- hæð útsvaranna, sem lögð eru á í ár, komin upp í 285.603.000 krónur — hefur hækkað á einu ári um 85 milljónir króna eða 42,5%, enda þótt engar eða lítilvægar hækkanir hafi orðið á kaupgjaldi á síðastliðnu ári. Borgarstjóri bar fram tillöguna um útsvarshækkunina á fundi borgarráðs 1 gærdag og mælti fyrir sambykkt hennar á aukafundi borgarstjómarinnar síðdegis með þeim orðum, að Samið um 7.5% Framhald af 1. síðu ýmsar tilfærslur milli taxta, þannig að hækkun á einstökum liðum nemur frá 10—13%. 1 síldarverksmiðjunum i Krossa- nesi er tímakaup við alla al- menna vinnu t.d. kr. 29.05. ★ Allt kvennakaup var samræmt karlmannskaupi, nema vinna við frystingu og pökkun í frystihús- um sem enn er nokkru lægra og vinna við saltfiskverkun er á millitaxta. ★ Iðnverkafólk fær 7V»% hækk- un á öllum töxtum, og einnig styttist vinnuvika þess um 1 klukkustund (vegna lengingar kaffihlés). ■jlr Verzlunarfólk fær 7%% hækk- un, en samningurinn við Verzl- unarmannafélagið fellur úr gildi sjálfkrafa, ef Landssamband ísl. verzlunarmanna hefst handa um almenna samninga. ★ Allir taxtar Bilstjórafélags- ins hækka sem nemur hinni al- mennu 7%% hækkun, en einnig hækka bflstjórar á sendiferðabif- reiðum um flokk. Bjöm Jónsson lagði að lokum áherzlu á það, að hér væri um a)gera bráðabirgðalausn að ræða, vegna þeirra tilmæla, sem ríkisstjómin sendi samtökum launþega og atvinnurekenda fyr- ir helgina, og falla samningam- ir úr gildi sjálfkrafa þann 15. okt. n.k. Athugun á ýmsum kröfum um lagfæringar á samn- ingum, sem verkalýðsfélögin báru fram, hefur því verið skot- ið á frest um sinn, en þær verða að sjálfsögðu teknar upp aftur, þegar samningurinn fellur úr gildi. Samninganefndir verkalýðsfé- laganna á Akureyri sátu i gær á samningafundum með ýmsum aðilum þar á staðnum og var verið að ganga formlega frá samningunum, og ýmsum atrið- um þeirra. hinum auknu tekjum borgarsjóðs væri ætlað „að mæta væntan- legum kauphækkunum borgar- starfsmanna og útgjöldum vegna aukinna framkvæmda við fulln- aðarfrágang gatna samkvæmt nánari ákvörðun borgarstjómar". Guðmundur Vigfússon, borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, — greiddi atkvæði gegn útsvars- hækkuninni í borgarráði og bar þar fram frávísunartillögu sem var felld með 3 atkvæðum gegn einu. 1 borgarstjóminni flutti Guðmundur aftur frávísunartil- löguna og gerði rökstudda grein fyrir henni. Benti hann á að ástæðan fyrir útsvarshækkuninni væri ekki fyrst og fremst sú, sem borgarstjóri hefði til greint, heldur hin að við útsvarsá- lagninguna að undanförnu hefði komið í Ijós, að gildandi útsvarsstigi myndi gefa allt að 97 milljónum króna meira í útsvör en gert væri ráð fyrir í fjárhagsáætluninni sem borgarstjórn gekk frá í des- ember sl. Tekjur fram úr áætlun sl. 2 ár Guðmundur Vigfússon minnti á að tvö sl. ár hefðu tekjur borgarsjóðs farið 25,8 millj. kr. fram úr áætlun, 12 millj. kr. 1961 og 13,8 millj. 1962, og væri eng- in ástæða til að ætla annað en tekjur færu einnig fram úr áætl- un á þessu ári. Þessi útsvarshækkun er reist á ákaflega veikum grunni, sagði Guðmundur ennfremur. Á þessu stigi málsins verður t.d. ekkert um það sagt, hver verður niður- staða kjaradóms í launamálum opinberra starfsmanna, og það er því að renna blint í sjóinn að hækka útsvarsáætlun Reykja- víkurborgar á grundvelli kaup- hækkana sem ekkert er vitað enn hve miklar verða. Auk þess erum við ekki á neinu flæðiskeri stödd. sagði Guðmundur og rakti síðan til- lögu sína, sem áður var getið lið fyrir lið, en tillagan er í heild svohljóðandi: „Með því að 1) borgarstjóm hefur óráðstaf- aðar á fjárhagsáætlun vegna væntanlegra kauphækkana 5 millj. kr. 2) tekjur borgarsjóðs af að- stöðugjöldum 1963 verða um 10% hærri en áætlað var, en sú hækkun gefur um 5,5 millj. kr. 3) tekjur borgarsjóðs hafa sl. 2 ár orðið 25,8 rnillj. kr. hærri en áætlað var og ætla má að þær verði einnig verulega hærri í ár en gert er ráð fyrir í fjár- hagsáætlun. 4) engar líkur eru til að gatna- gerðarframkvæmdir verði aukn- ar á þessu ári fram yfir það, sem gert er ráð fyrir í fjárhags- áætlun, m.a. vegna skorts á vinnuafli og tækjum SiglufjörSur Framhald af 1. síðu. tímakaup við síldarvjnnu á haustjn hækkar um 13%. Kvennakaup hefur um nokk- urt skeið fylgt karlmannskaupj á Siglufjrði. að undantekinni vinnu við pökkun og snyrtingu í hraðfrystihúsum. og almenn hækkun á því þar af leiðandi hin sama og á öðrum töxtum. 5) borgarstjóm álítur að tekna til fullnaðarfrágangs gatna eigi að verulegu leyti að afla með öðrum hætti en útsvörum á al- menning 6) minnkandi kaupmáttur tíma- kaups verkamanna og annarra launamanna gerir nauðsynlegt að veittur sé allur sá afsláttur frá útsvarsstiga sem unnt er miðað við gildandi fjárhagsáætlun þá telur borgarstjóm ekki rétt að hækka að svo stöddu útgjalda- hlið fjárhagsáætlunar eða útsvör fyrir árið 1963 frá því sem borg- arstjórnin samþykkti í des. sl. og vísar því fram kominni tillögu um það frá“. Guðmundur Vigfússon benti í lok ræðu sinnar á að með þess- ari 30 millj. króna hækkun út- svaranna væri heildarupphæð út- svara í Reykjavík orðin 42,5% hærri en á sl. ári, hefði hækkað úr 200 milljónum í 285 milljónir króna rúmar — og það þrátt fyr- ir að kaupgjald hefði ekkert hækkað eða aðeins lítið eitt á ár- inu 1962. Hér hcldur borgarstjórnar- meirihlutinn upptekijum vlnnu- brögðum sagði Guðmundur, stefnu sem er einn þáttur vlð- reisnarinnar, að seilast sem dýpst í vasa hins almcnna borgara, ganga sem næst gjaldþoli al- mennings. Allmiklar umræður urðu um málið og tók m.a. þátt í beim Adda Bára Sigfúsdóttir, , borgar- fulltrúi Aiþýðubandalagsins, sem benti á hversu haldlausir allir útreikningar um útgjaldaaukn- ingu væru þegar jafn mikil þoka hvíldi enn yfir launamálum op- inberra starfsmanna og raun ber vitni um. Að umræðum loknum var frá- vísunartillaga Guðmundar Vig- fússonar felld með 10 atkvæðum borgarstjórnarmeirihlutans. Þess- ir borgarfulltr. íhaldsins greiddu atkvæði gegn frávísunartillög- unni og samþykktu 30 milljóna útsvarshækkunina: Auður Auðuns alþingismaður, Geir Hallgrímsson borgarstj., Birgir Isl. Gunnarsson lögfr., Gróa Pétursdóttir frú, Gísli Halldórsson arkitekt, tJlfar Þórðarson Iæknir, Friðleifur Friðriksson bilstjóri, Þórir Kr. Þórðarson prófessor, Þór Vilhjálmsson borgard., Öskar Hallgrímsson krati. Með frávísunartillögunni og gegn útsvarshækkuninni greiddu atkvæði 3 borgarfulltrúar Al- þýðubandalagsins: Guðmundur Vigfússon, Adda Bára Sigfúsdótt- ir og Ásgeir Höskuldsson. Fram- sóknarfulltrúamir Einar Ágústs- son og Kristján Benediktsson sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. PJðNUSIAN LAUGAVEGI 18^ SfMI 1 9113 TIL SÖLTJ 2 herb. ný íbúð við Aust- urbrún, góð kjör. 4 herb. vönduð hæð við Langholtsveg. bflskúr. I. veðr. laus. 5 herb. glæsileg íbúð í Hög- unum, I. veðr. laus. Lítið steinhús, við Viði- hvamm. á stórri bygg- ingarlóð. Útb. 80 búsund. 1 SMÍÐUM 1 KÓPAVOGI 5 herb. efri hæð með allt sér í Hvömmunum. 3 herb. íbúð á I. hæð. Höfum kaupendur með miklar útborganir að: 2 herb. íbúðum i bórginni og 1 Kópavogi. 3 herb. ibúðum i borginni og f Kónavogi. 4—5 herb. hæðum i borg- inni og i Kópavogi. Einbýlishúsum helzt við sjávarsíðuna Hafið samband við okkur ef þið þurfið að kaupa eða selja fasteignir. Yfirlýsing samninganefnda verkalýðsfélaganna: Mæla meí hagfræðilegri athugun til að greiöa fyrir samningum Höfum opnað aftur snyrtistofu okkar á Laugavegi 18 III. hæð. (Lyfta.) — Sími 24616. Snyrtistofa Steinu og Dódó í gær barst Þjóðviljanum fréttatilkynnjng frá Alþýðusam- bandi fslands, þar sem grcint er frá svari samninganefnda verklýðsfélaganna á Akureyri og Siglufirði við orðsendingu ríkisstjórnarinnar frá 15, júní sl. varðandi verkfö'iin sem þá vofðu yfir. Fréttatilkynning A.S í. er á þessa leið: Ríkisútvarpið og blöðin fengu þann 15. júni sl. tjl birt- ingar orðsendingu frá ríkis- stjórninni, vegna yfirvofandj verkfalla. Alþýðusamband íslands hefur í dag fengið í hendur yfirlýs- ingu frá samninganefndum verkalýðsfélaganna á Akureyri og Siglufirði, og er sú yfirlýs- ing svar við áður nefndri orð- sendingu ríkisstjómarinnar. Þar sem í yfirlýsingu þessari er beint þýðingarmiklum tilmæl- um til Alþýðusambandsins um framkvæmd hagfræðilegrar at- hugunar, er framkvæmd verði nú i sumar, og í henni er einn- ig í öðrum atriðum mörkuð af- staða. sem leiddj til hráðabirgð- arlausnar hinna alvarlegu kjardeilna, sem yfir vofðu, tel- ur Alþýðusambandið nauðsyn- legt, að yfiriýsingin í heild verði birt almenningi í útvarpi og blöðum. Yfirlýsing samninganefndanna er orðrétt á þessa leið: ,,Vcgna orðsendingar ríkis- stjórnarinnar til launþega og atvinnurekenda, sem birt var i biöðum og útvarpi í dag (15. júní). vill samninganefnd verka- lýðsfélaganna á Akureyri og Siglufirði andi: taka fram eftirfar- 1. Samnjnganefndin fagnár þeirri yfirlýsingu um stefnu- breytingu. sem í fyrstu máls- grein orðsendingarinnar felst. en þar er lýst þeirri skoðun ríkis- st.iórnarinnar, ag hún telji, að vaxandi þjóðartekjur beri að nota til að tryggja launþegum sem mestar kjarabætur, og einnig að varðveita beri verð- gildi gjldmiðiisins. 2. Samninganefndin vill mæia með því við miðstjórn Alþýðu- sambandsins. að hún taki upp viðræður við fulltrúa samtaka atvinnurekenda um smeiginlega hagfræðilega athugun, sem að gagni mætti koma til þess að létta fyrir kjarasamningum. 3. Takist samkomulag um slíka athugun á vegum heildar- samtaka atvinnurekenda og launafólks innan A.S.f. vili nefndin treysta því, að bráða- birgðaniðurstaða þeirra liggi fyrjr eigi síðar en 15. okt n.k., og viil því miða gildjstíma væntanlegra samninga við þann tíma. 4. Samninganefndjnni hefur af umbjóðendum sínum verið faljð að leitast við að ná við- unandi samningum u® kaup og hjör, og getur hún hvorki né vili víkjast undan þeirri skyldu. Félög þau, er að nefndinni standa hafa haft lausa samninga í fulla sjö mánuði. og allar til- raunir þeirra til að ná samn- ingum, án verkfallsaðgerða, hafa mistekist. Boðuðum vinnu- stöðvunum verður því ekki af- Jétt, nema samningar hafi tek- ist áður.“ , Reykjavík 15. júní 19^3 F.h. Verkalýðsfélagsins Ein- ingar. Björn Jónsson (sign) F.h. Bílstjórafélags Akureyrar, Jón B. Rögnvaldsson (sjgn) F.h. Verkalýðsféiaganna Þróttar og Brynju á Siglufirði, óskar Gribaldason (sign). Valgerður ^óhannesdóttjr (sign). F.h. Iðju, félags verksmiðju-. fólks Ak, Jón Ingimarsson (sign) F.h. F.V.S.A. Baldur Hall- dórsson (sign).“ meistarmn Það er ekki ónýtt íyrir stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra sem taka þátt í op- inberum umræðum á fslandi að hafa jafn ágætan siða- meistara og Ólaf Thórs for- sætisráðherra. í ræðu sinni 17. júní lagði Ólafur hvað mesta áherzlu á nauðsyn þess að menn tækju upp mildari tón í deilum sínum, forðuðust harða dóma og veldu sér orðaforða gegnum sáld umburðarlyndisins. Þessi hugvek.ia forsætisráðherrans var þeim mun áhrifameiri sem menn hafa notið persónu- legs fordaemis hans áratugum saman, en þeim mönnum tekst bezt að vanda um fyr- SEL-SEL-SEL-SEL-SEL-SEL-SEL-SEL-SEL-SEL-SEL-SEL- Munið orðna. orðna, hina eftirspurðu SVAMPFRAKKA á drengi ogfull- - Ennfremur SVAMPBLÚSSUR ó drengi og full- úr orlon jersey. Votnsþéffar og þolo þvott. KLAPPARSTÍC 40 - KLAPPARSTÍC 40 -KLAPPARSTIG 40 ir öðrum sem jafnan hafa kunnað að aga sjálfa sjg. Aldrei hefur það komið fyrir að Ólafur Thors væri stráks- legur í málflutningi enginn minnist þess að hann hafi nokkru sinni faliið fyrir þeirri freistingu að fara ó- vönduðum orðum um and- stæðinga sína. þaðan af sið- ur hefur hann nokkru sinni látið reiðina heyja sér orða- forða eða látið óheflaða fyndni koma í raka stað. Það hefur sannarlega verið lær- dómsríkt fyrir þjóðina að hafa fyrir augunum þvílíka fyrirmynd, mann sem af. rækti glannalegt mas. en var jafnan sléttur og felidur og fágaður og prúðúr í ö’.lum Qrðum sínum og gerðum. . , Hámarki náði hugvekja Ólafs Thors í fyrradag þeg- ar hann iklæddist í lokin biskupsskrúða herra Sigur. bjarnar Einarssot1ar og gerði orð hans að sínum. Auðvitað ætlaðist forsætisráðherrann Þá til þess að ékki vaeri úr minni liðið að sú var tíð. að óvandaðir menn höfðu einmitt Sigurbjöm Einarsson sérsfakiega miili tannanna; ..smurður moskvuagent“ var með því mildara sem á hon- um dundi, meira að segja á Alþingi íslendlnga. Fyrir þau orð hefur forsætisráðherrann nú frlðþægt, 0g verður ekki öllu lengra komizt í sann- kristilegu hátterrtj en að bæta þannig fyrir syndir annarra. — Austri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.