Þjóðviljinn - 19.06.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.06.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. júní 19&3 ----------, þJÖÐVILIINN -■■títít.-i-- Geimför þeirra Valentínu og Bikovskís Gcimfarar verða að iðka alhliða líkamlega þjálfun, og það átti einnig við um Valentínu. Hún fór Iangar ferðir á reiðhjóli sínu. - SlÐA 3 Vaíeníína Teresjkova og Valerí Bikovskí á götu í Moskvu. Val/a Teresjkova, ósköp venjuleg sovézk stúlka Framhajd af 1. síðu. loft, að ekki vœri ætlunin að tengja það við geimfar Bikovsk- ís, eins og sögur höfðu gengið um. Enda þótt Vostok 5. og Vo- stok 6. hafi komizt mjög nálægt hvort öðru á ferðum sínum um geiminn, hefur fjarlægðin milli þeirra þó verið meiri en það að eðlilegt væri að reyna slíka teng- ingu. Það bendir einnig til þess að tenging hafi ekki verið fyrirhug- uð, að menn þykjast geta reikn- að út að geimför þeirra séu af tveimur mismunandi gerðum og sé geimfar Valentínu af sömu gerð og hin fyrri sovézku geim- för, en Bikovskís af nýrri gerð stærri og fullkomnari. Þriðja geimfarið á oft? Það kom því upp sá orðrómur meðal fréttamanna i Moskvu að ætlunin myndi vera að senda enn eitt geimfar á loft og myndi því ættað að tengjast Vostok 5. Ekki varð þó úr þessu í dag og þykir þetta nú heldur ólíkleg til- gáta. FuIIkomin stjórntæki Af tilkynningu um ferð Bikov- skis má ráða að sögn sérfræð- inga á vesturlöndum að Vostok 5. sé búið miklu fullkomnari stjómtækjum en öll fyrri geim- för, þannig að geimfarinn geti ráðið miklu betur ferð sinni, Umræður fóru fram á brezka þinginu í gær um Profumomálið og afskipti Macmillans af því. leiðtogi Verkamannaflokksins, Harold Wilson, hélt langa ræðu og saumaði mjög að Macmillan og forystu íhaldsflokksins, sem hann sakaði um sofandahátt og 6keytingarleysi gagnvart öryggis- málum landsins, eins og Prof- umohneykslið hefði greinilega sannað. Macmillan reyndi að verja hendur sínar, en umræð- umar sem á eftir fóru sýndu að flokksbræður hans voru ekki allir á hans máli. Það kom einn- ig greinilega á daginn í atkvæða- greiðslunni að umræðunum lokn- hraða og stefnu, en fyrirrennur- um hans hefur verið unnt. Það eitt bendir til þess að geimfar hans sé mun þyngra en fyrri Vostok-geimförin, svo að ekki sé minnzt á Mercury-geimförin bandarísku. Nálgast jörðu Þú rúma fjóra sólarhringa sem Bikovskí hafði verið á lofti seinnipart þriðjudagsins hafði braut Vostoks 5. færzt nær jcrðu, sagði Tassfréttastofan. Jarðfirðin hefur minnkað um níu km og jarðnándin um sex km síðasta sólarhring, en sólarhring- inn þar áður minnkuðu fjar- lægðimar um þrjá og tvo km. Stöðugt sjónvarp Allt frá því að þau fóru á oft hefur við og við verið sjónvarp- að úr geimförunum. 1 sjónvarps- sendingum síðdegis í dag mátti sjá Bikovskí neyta matar og var ekki annað að sjá en matarlyst hefði hann góða. Hins vegar hef- ur honum vaxið skegg þessa fjóra sólarhringa og hafði þulur- inn um það þau orð: Við send- um upp Bikovskí og fáum Fidel Castro til baka. Fyrst í sjónvarpssendingu frá Vostok 6. sást Valentina sofa vært, en hún brosti blítt til á- horfenda þegar hún vaknaði. Þetta er fríðleiksstúlka sem sum- ir fréttamenn segja að minni á Ingrid Bergman. um. Stjómin hélt að vísu velli, en með mun naumari meirihuta en búizt hafði verið við. eða 69 atkvæða. Ástæðan var sú að 27 þingmenn Ihaldsflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Þeir voru úr öllum örrnurn flokksins og gefur það til kynna að and- staðan gegn Macmillan sé miklu almennari en úrslit atkvæða- greiðslunnar sýna. „Macmillan: Endalokln" Brezk blöð eru þá heldur ekki í neinum vafa um það í dag að nú fari að síga á seinni hlutann af stjómmálaferli Macmillans. Fyrirsögn íhaldsblaðsins „Daily Ferðinni að Ijúka 1 Bretlandi töldu menn sig síð- degis í dag hafa tekið við boðum frá Valentínu sem gætu bent til þess að hún væri að undirbúa lendingu. Þeir kváðust hafa heyrt hana biðja um fyrirmæli um hvemig hún ætti að stjóma far- inu til lendingar. En rétt á eftir sagði hún að hún hefði ekki fengið samband og að blýants- oddur sinn hefði brotnað. 1 Washington er það haft eftir geimferðafræðingum að h'klegt megi telja að geimförin verði látin lenda aftur á jörðinni á næsta sólarhring. Haft er eftir sömu heimildarmönnum að hða muni á löngu áður en Banda- ríkjamenn geta farið svo langar ferðir um geiminn sem þau Bi- kovskí og Valentína. Sami brautarhalli Geimskip Valentínu, Vostok 6., var skotið á loft kl. 9.30 á sunnudagsmorgun að íslenzkum tíma. Þá hafði félagi hennar Bikovskí verið á lofti síðan á hádegi á föstudag og farið 37 umferðir um jörðina. Umferðar- tími Vostoks 6. er 88 mínútur og 3 sekúndur, jarðnánd þess 183 og jarðfirð 233 kílómetrar. en brautarhallinn sá sami og hinna sovézku vostokanna. 65 gráður frá miðbaug. Tassfréttastofan tilkynnti að Valentína hefði þolað geimskotið og hina miklu þyngdaraukningu Mail“ á Profumoumræðurnar var þannig: „MacmiUan: Endalok- in“. Hitt er óvíst hvort hinir mörgu andstæðingar Macmillans i !- haldsflokknum munu taka hönd- um saman strax um að fella hann. Það myndi verða mikið á- fall fyrir flokkinn, og varla myndu bæta úr skák þau átök sem yrðu um eftirmann hans. Þrír ráðherra, hans eru nú helzt tilnefndir til að taka við af hon- um: Brooke innanríkisráðherra, Maudling fjármálaráðherra og Hailsham lávarður, vísindaráð- herra. Málið rannsakað Macmillan lofaði í umræðun- um í gær að mál Profumos yrði rannsakað, en lagði til að það yrði gert af dómstól. Stjómar- andstaðan vill hinsvegar að þing- nefnd fjalli um málið, svo að hún fái einnig að kynnast öllum málsatvikum. vel og einnig þyngdarleysið, eftir að á braut var komið. Þegar hún hafði verið á lofti hálfan annan klukkutíma birtist andiit hennar í sjónvarpstækjum á jörðu niðri. Hún var brosandi og greinilegt að ekkert amaði að henni. „Hér er Máfurinn (það er kallorð hennar)" sagði hún. „Ég sé jörðina, mér líður prýðilega, allt gengur að óskum“. Skömmu áður höfðu þau Bikovskí sent Krústjoff forsætisráðherra sam- eiginlega kveðju: „Við höfum hafið sameiginlega geimferð okk- ar. Komið hefur verið á tryggu útvarpssambandi á milli okkar. Það er stutt á milli okkar. Allt i geimskipunum vinnur eins og til var ætlazt. Okkur líður vel“. Krústjoff sendi Valentínu eftir- farandi kveðju: „Sovétþjóðimar eru hreyknar af afreki þínu. Við fylgjumst af athygli með sögu- merkri ferð þinni og við óskum þér alls hins bezta og færsælla ferðaloka". Skömmu eftir að Valentína var komin á braut sagði Tassfrétta- stofan að tilgangurinn með geim- ferð hennar væri m. a. sá að halda áfram rannsóknum á þvi hvernig hinar óvenjulegu að- stæður úti í geimnum verka á líkama mannsins og þá fyrst og fremst hvort þær verkanir eru aðrar á konur en karla. Sovézkur sálfræðingur, Alexei Lenotéff, segir að geimferð Val- entínu sé ekki aðeins merkur viðburður fyrir þá sök að hún sé fynsta konan sem fer út í geiminn, heldur einnig vegna þess að hún sé yngri en hinir geimfaramir, hafi minni reynslu að baki og hafi ekki komizt í hann krappan eins og þeir, sem allir voru þrautæfðir herflug- menn. MfBstjórnin heldur fund / Moskvu MOSKVU 18/6 — í dag hófst fyrir luktum dyrum fundur mið- stjórnar Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna og fjallar hann að þessu sinni um hugmyndafræði- leg vandamál. Fundinn sitja einnig fulltrúar iðnaðar og vís- inda og hinna ýmsu samtaka listamanna. Ilitjoff, einn af rit- urum flokksins sem hefur haft sig mjög í frammi í þeim um- ræðum um listir sem undanfarið hafa staðið yfir í Sovétríkjunum hafði framsögn á fundinum ídag og ítrekaði þar þá skoðun að „friðsamleg sambúð“ fjandsam- legra hugmyndakerfa kæmi ekki til greina. Fyrsta konan sem leggur leið sína út i geiminn, Valentína (kölluð Valja) Teresjkova er ung að aldri og með yngstu geimförum sem sendir hafa verið á loft. Hún er fædd 6. marz 1937 í nágrenni Jaroslavl fyrir norðan Moskvu og hún er þannig þrem árum yngri en Bikovskí sem hún fylgist með um geiminn Faðir hennar var traktorsstjóri á samyrkjubúi, en féll í byrjun stríðsins. Móðir hennar, Élena, er iðnverka- kona í vefnaðarverksmiðju. Ævi hennar hefur fram að þessu verið ósköp svipuð ævi hundruð þúsunda sovézkra stúlkna á hennar reki. Að loknu skólanámi, þegar Valentina var sautján ára göm- ul., hóf hún vinnu í hjólbarða- verksmiðju í Jaroslavl, en fékk ári síðar vinnu í sömu vefnað- arverksmiðju og móðir hennar. Jafnframt vinnunni stundaði hún nám á kvöldskóla og tók mikinn þátt í hvers konar fé- lagsstarfi, gekk í deild ung- kommúnista í verksmiðjunni og gegndi þar trúnaðarstörfum. Hún fór að stunda fallhlífarstökk árið 1959, en það er vinsæl iþrótt í Sovétríkjunum, ári síð- ar lauk hún iðnnámi og enn tveimur árum síðar fékk hún flugpróf. Hún hefur stokkið 126 sinnum með fallhlíf og var kennarí í þeirri íþrótt á vinnu- stað sínum. Ekki er þess getið hve lengi hún hefur verið þjálfuð undir geimferðina, en hins vegar á- stæða til að benda á, að hún hef- ur miklu minni undirstöðu- menntun en félagar hennar, sem allir hafa verið þrautreynd- ir herflugmenn. Vakin hefur verið sérstök athygli á þessu, þar sem geimferð hennar sýnir, að ósköp venjulegt fólk getur farið í geimferðir án mikillar þjálfunar, ef það hefur aðeins til að bera andlega og líkamlega hreysti. Valentína er ógift. Hún á tvö systkini, Vladimir sem er bíl- stjóri og Élenu, sem vinnur í vefnaðarverksmiðjunni í Jaro- slavl eins og móðir þeirra. Það kom ekki á óvart að kona yrði send út í geiminn frá Sovétríkjunum. Konur eru af lífeðlisfræðingum taldar síð- ur en svo verr fallnar til geim- ferða en karlar. Að vísu er vöðva- og beinabygging þeirra veikari, en í geimferðum reynir ekki aðallega á stælta vöðva, heldur miklu fremur á hejl- brigða blóðrás og umfram allt á sálarró og taugastyrk, og að því leyti eru konur síður en svo veikari fyrir en karlar. Ummæli Gagarins Fyrsti geimfarinn. Júrí Gag- arín, segir um Valentínu: — Ég hef þekkt þessa indælu ungu stúlku i rúmt ár, en mér finnst að við höfum þekkzt frá því að við vorum börn. Þegar Valja kom í geimfaraskólann, hændumst við öll að henni strax, ekki aðeins við flugmennimir og kennarar okkar, heldur einn- ig konur okkar. Hún átti auð- velt með að samlaga sig hinu nýja umhverfi, var jafnan glöð og reif. en sótti námið af miklu kappi. Geimfari þarf ekki að- eins á hugrekki að halda — á dirfskunni einni komast menn ekki langt. Meiri þörf er fyr- ir þekkingu og dugnað. Ég fylgdist með henni í kennslu- stundum. Hún átti erfitt með að botna í eldflaugatækni og kynn-. ast öllum hinum flókna útbún- aði geimskipanna. En hún sló aldrei slöku við og notaði hverja frístund til námsins. Hún var ósmeyk við að spyrja okkur hina spurninga. Moro gafst upp á Ítalíu RÓM 18/6 —■ Framkvæmdastjóri Kristilegra demókrata, Aldo Moro, gafst í dag upp við mynd- un samsteypustjórnar með stuðn- ingi sósíalista. Ilann hafði náð samkomulagi við foringja sam- starfsflokkanna og Ncnni, leið- toga sósíalista, en meirihluti flokksstjórnar þeirra síðasttöldu hafnaði samkomulaginu, þar sem hann taldi að Nenni hefði teygt sig of langt til hægri. Hefur giatað trausti flokksmanna sinna Stjórnmálaferill Macmillans nú talinn vera senn á enda LONDON 18/6 — Lítill vafi er talinn á því í London að dagar Macmillans sem forystumans í brezkum stjórnmál- um séu brátt taldir, enda þótt hann kunni að reyna að lafa við völd eitthvað enn. Augljóst er að hann hefur glatað trausti a.m.k. hluta af þingmönnum flokksins og líklegt að andstaðan gegn honum muni enn harðna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.