Þjóðviljinn - 19.06.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.06.1963, Blaðsíða 12
Myndin sýnár nokkurn hluta mannfjöldans á Arnarbcli 17. júní. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Geysifjöimenn 17. jiíní - hátíðahöld Hátíðahöldin á þjóðhátíð- ardaginn, 17. júní, munu Kristín Anna Þórarinsdóttir Ieik- kona flutti ávarp Fjallkonunnar 17. júní — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). hafa verið einhver þau fjöl- sóttustu sem haldin hafa verið hér í Reykjavík, enda var veður hið ákjósanleg- asta, sólskin og hlýimdi. Geysilegt fjölmenni sótti samkomurnar á Arnarhóli, bæði barnaskemmtunina síð- degis og samkomuna um kvöldið og er dansinn hófst um kvöldíð á Lækjártorgi, í Lækjargötu og í Aðalstræti voru dansstaðirnir og allar nærliggjandi götur þéttskip- aðar fólki. Hátíðahöldin fóru að venju vel fram en þó bar talsvert á ölvun undir lok- in en dansinn var stiginn til kl. 2 um nóttina. Varð lög- reglan að fjarlægja allmarga vegna ölvunar en ekki kom til neinna óláta eða átaka. Bóndi drukknaði í ðlfusá á laugardag Síðdegás á laugardaginn varð það slys að Lárus Gíslason bóndi á Stekkjum í Sandvíkurhreppi féll í Ölfusá og drukknaði. Tvö umferðar- slys á sunnudag 'Á sunnudaginn urðu tvö um- ferðarslys í nágrenni Reykjavík. ur. Fyrra slysið varð um kl. 3 e.h. á Þingvallaveginum á móts við Stíflisdal.. Valt bif- reið þar út af veginum og hlutu tvaer konur og ungur drengur sem í bifreiðinni voru nokkur meiðsli en þó ekki alvarleg. Voru þau flutt á slysavarðstof- una þar sem gert var að meiðslum þeirra. Síðara slysið varð um kl. 9,30 á sunnudags- kvöldið við Hólmsárbrú. Var bifreið ekið þar á annan brú- arstólpann og meiddist eirinig þrennt í þeim bíl, tvær stúlk- ur og einn piltur: Voru Þau öll flutt á slysavarðstofuna en meiðsli þeirra reyndust ekki alvarleg. Lárus var ásamt fleiri mönn- um að vicna við það að setja grjót í kláfa við laxakislur við Geitanes sem er fyrir landi Sandvíkurbæjanna. Voru þeir að handlanga grjótið í síðasta kláfinn er slysið vildi til. Stóð Lárus uppi á einum kláfnum og var að taka upp stein en missti tökin á honum og féll um leið afturyfir sig í ána. Lárus var ósyntur og greip straumurinn hann þegar. en hann er mjög sterkur þarna. sáu félagar Lár- usar að honum skaut uPP tvisv- ar eða þrisvar en gíðan hvarf hann sjónum þeirra. Leit var þegar í stað gerð að Lárusi en hún bar engan árangur og var lík hans enn ófundið í gær. Lárus var 58 ára að aldri, kvæntur og lætur eft- ir sig konu og tvö böm innan við fermingu en auk þess átti hann uppkomin fósturböm. Stykkishólmi í gær. — Einn bátur héðan stundar síldveiðar fyrir Norðurlandi. Er það Þórs- nesið. Skipstjóri Bjamar Krist- jánsson. Hann hélt norður sið- astliðinn fimmtudag. — J. B. Það er síæmt að vera stutt þegar mannfjöldinn er svona mikill, en pabbi bætti úr því og setti mig bara á háhest og þá sá ég yfir allt — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Samið á Húsavík í gœrdag HÚSAVÍK í gær. — f dag tók- | morgundeginum að telja ef ust samningar um kaup og kjör samningar hefðu ekki tekizt fyr. mjlli verkamannafélgsjns og at- ir þann tíma. Samið var um vinnurekenda hér á Húsavík en sömu kjör og hjá Akureyrarfé- verkfall hafði verið boðað frá lögunum. Miðvikudagur 19. júní 1963 — 28. árgangur — 134. tölublað. 20 þús. mál veidd- ust yfir helgina Síðastliðinn laugardag var síldveiðin fyrir norðan og ■austan orðin 56.731 mál og tunnur og um helgina veiddust yfir 20 þús. mál um 60 sjómílur NA af Raufarhöfn. Bár- ust til Raufarhafnar 18 þúsund mál og fór sú síld í bræðslu. Þ>á bárust 2 þús. mál til Vopnafjarðar og svip- að magn til Siglufjarðar. Fyrsta síldin á þessu sumri barst til Raufarhafnar á sunnu- dagsnótt og var það Steinunn frá Ölafsvík með 100 mál. önn- ur skip, sem landað hafa á Raufarhöfn eru þessi: ÁskeU 400 Sigurbjörg 150, Jón Garðar 1100, Sigrún 1000, Eldborg 600, Pétur Sigurðsson 1000, Höfrung- ur 2300, Gjafar 850, Anna 1000, Kristbjörg 800, Steinunn 650, Kambaröst 450, Vonin 1000. Sig- urpáll 1400, Helga Björg 500, Halldór Jónsson 700, Sigurður Bjamason 700. önnur skip, sem afla fengu: Pétur Jónsson 250. Guðrún Þor- kelsdóttir 800, Stapafell 850, Ó- feigur 2500, Kópur 900, Fróða- klettur 350 Leifur Eiríksson 450, Bergvík 600 Sæfari BA 600, Auð- unn 800, Ami Geir 600 Jón Odds- son 650, Guðfinnur 450, Sæþór 600, Sigurbjörg 350, Víðir II. 900, Stefán Árnason 550 Ámi Þor- kelsson 750, Sigurður Sí 750, Jón á Stapa 600 Hoffell 600. Hallveigarstaðir að rísa af grunni 1 fjóra áratugi hafa íslenzkar konur unnið að því marki að eignazt hús fyrir félagsstarfsemi sína. Eftir margvíslega erfiðleika og óhöpp er þessi draumur loks- ins að rætast því búizt er við að húsið verði fokhelt í haust. Það er Kvenfélagasamband Is- lands sem að byggingunni stend- ur og hcfur það fyrir löngu val- ið henni nafnið Ilallveigarstaðir. Erfiðasta þrautin í hyrjun var að útvega nægilegt fjármagn til að hefja framkvæmdir verksins. Ríkisstjómin lét sambandinu í té ókeypis lóð við Lindargötu, en hún þótti óhentug og var seld, og 1 staðinn var keypt lóðin við Túngötu 14 þar sem byggingin er nú að rísa. í fyrstu voru Hallveigarstaðir hlutafélag og voru hlutabréfin seld um allt land. Á kreppu- og stríðsárunum lágu framkvæmdir alveg niðri og það var ekki fyrr en 1945 að hafizt var handa. Þá var hlutafélagið leyst upp og Hallveigarstaðir gerðir að sjálfs- eignarfyrirtæki og flestir hluthaf- anna gáfu fyrirtækinu hlutafé sitt. Lengi vel dróst að fjárfesting- arleyfi fengist og teikningin væri samþykkt. Árið 1956 fékkst þetta samt í gegn og var þá hafizt handa um að grafa fyrir gmnn- inum, en þá kom upp úr kafinu að gamlar kvaðir lágu á lóðinni um að þar mætti aðeins byggja einbýlishús. Út af þessu urðu málaferli sem stóðu í fjögur ár. Eftir það fór að rætast úr þessu en þá var teikningin sem nota átti orðin úrelt því ákveðið hafði verið að breyta til um húsa- skipan. Eftir að enn ein teikning hafði verið gerð tóku Verklegar framkvæmdir bygginguna að sér og á hún að verða fokheld 1. september n.k. Húsið verður 3 hæðir og kjallari og í því verða skrifstofur fyrir félög og félaga- samtök kvenna, fundarsalir, stór veitingasalur, pláss til tóm- stundaiðju fyrir stúlkur, einnig er búizt við að Islenzkur heimil- isiðnaður fái þar inni og að enn- fremur verði þar aðstaða til margskonar sýnikennslu og nám- skeiða. 1 framkvæmdastjóm eru þrjár konur kosnar af Kvenfélagasam- bandi Islands, þrjár konur kosn- ar af Kvenréttindafélagi íslands, ein kona skipuð af ríkisstjóm,' ein frá borgarstjóm Reykjavíkur og ein frá konum í Alþýðusam- bandi Islands. Formaður fram- kvæmdastjómar er Kristín L. Sigurðardóttir. 1 þessu sambandi má geta þess að nýlega er komið út ársrit Kvenréttindafélags Islands og nefnist það 19. júní. Ritið er hið fróðlegasta og óhætt að segja að efni þess sé við allra hæfi. Fótbrotnaði Um hádegisbilið í gær vapð það slys á Framnesvegi að mað- ur klemmdist með fótinn á milli og hurðar í bifreið sinni og fotbrotnaði. Slys þetta mun hafa viljað til með þeim hætti að hemlar bifreiðarinnar biluðu og rann hún niður götuna allt nið- ur að Hringbraut. Virðist mað- urmn hafa opnað bílhurðina en a mots við Holtsgötu lenti bíllinn utan í ljósastaur og klemmdist maðurinn þá með fótinn milli stafs og hurðar svo illilega að hann fótbrotnaði. Maðurmn heitir Jóhann J. Albertsson, Framnesvegi 42. NARFI reyndist vel í fyrstu veiðiferð TOGARINN NARFI, sem fyrir SKIPIÐ var á veiðum við V.- skömmu var breytt i frysti- togara af fullkomnustu gerð er nú kominn úr sinni fyrstu veiðiferð eftir breytinguna og lagður «tað I fyrstu sölu- ferðin*. Grænland í rúmar þrjár vik- ur og fckk fullfermi af heil- frystum fiski, 300 tonn. Ekki mun f jarri lagi að þetta magn jafngildi rúmlega 400 tonnum af blautfiski. TOGARINN SELUR í Grimsby á fimmtudaginn fyrir fast verð, sem samið hefur verið um fyrirfram. í VEIÐIFERÐINNI komu fram ýmsir byrjunarörðugleikar, sem reynt verður að bæta úr meðan skipið stanzar ytra. Ct gerðarmaðurinn, Guðmundui Jörundsson fór utan með skip. inu. 4 k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.