Þjóðviljinn - 20.06.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.06.1963, Blaðsíða 1
imnimni Árangurslaus fundur Fimmtudagur 20. júní 1963 — 28. árgangur — 135. [tölublað. Fulltrúar Dagsbrúnar og Vinnuveítendasambands Isl. áttu viðræðufund í gær og stóð hann aðeins frá kl. 5 til 7. Fundurínn varð algerlega árangurslaus, og var enginn nýr fundur boðaður, en á- kveðið að aðilar skyldu hafa samband sin á milli í dag. 1 viðræðunum fram til hafa atvinnurckendur- efcki komið neitt til tnóts xið kxGtM ur Dagsbrúnarmanna um íH- færslur milli kaunlaxta. 5 MimiiiiiiKiiMtniiiiHinmiMiinnHii s | ISþús. | mál í líyrrínótt Síldarflotinn stækkar dag frá degi og heldur sig nú aðallega norður af Mel- rakkasléttu og nokkur skip eru fyrir sunnan Langanes. í fyrrinótt fengu 22 skip um 15 þús. mála afla um 70 mílur norður frá Raufarhöfn. Þoka og súld er á mið- umum og gtillt í sjó. Þessi skip fengu al'la: Hamravík 1400, Hafrún 1400, Helgi Flóventsson 1350, Sæúlfur 800, Akraborg 1000, Smári 650, Skagaröst 700, Stígandi 450, Mummi 700, Eldborg 800 Baldvin Þorvaldsson 450, Víðir SU 700, Jón Garðar 350, Hrönn 2. 350, Ágúst Guðmunds- son 250, Askell 300, GuII- ver 500. Skipin losuðu þennan afla sinn í gær á Raufarhöfn, Vopnafirði, Hjalteyri og Siglufirði. DYRTIÐÍN VAR BUIN AÐ ETA UPP KAUPHÆKKUNINA ¦ Su almenna kauphækkun sem samið hefur ver- ið um við norðanlandsfélögin nemur 7,5%, en fyrr á þessu ári hafði 5% kauphækkun komið til fram- kvæmda. Hefur þá almennt kaup verkamanna fyrir norðan hækkað á þessu ári úr kr. 24,80 í kr. 28,00 eða sem næst 13%. ¦ Þegar samið var við almennu verklýðsfélög- in í maí í fyrra var hin opinbera vísitala fram- færslukostnaðar 116 stig. Hún er nú 131 stig. Hækkun vísitölunnar nemur þannig 13% — hún er að heita má hin sama og kauphækkunin. ¦ Kauphækkanirnar í ár hafa þannig aðeins veg- ið upp þá dýrtíðaraukningu sem orðið hefur síð- an í maí í fyrra; hér er um einskonar vísitöluupp- bót að ræða en ekki hækkun á raunverulegu kaupi. Jafnframt hafa komið til framkvæimda nokkrar tjlfærsl- ur milli taxta, og cr þar ' um Myndarlegur lúíur nokkrar rauinverulegar kaup- hækkanir að ræða. Vinna við síldarsöltun hækkar talsvert — eða um 10% fram yfir vísitölu- hækkun þá sem orðið hefur á einu ári. Falsanir Ástæða er til að benda á þá staðreynd að almenna kaup- hækkunin hefur verið étjn upp fyrirfram með sívaxandi dýrtíð. vegna þess að atvinnurekenda- blöðin reyna í gær að halda því fram að með nýju bráðabirgða. samningunum sé um raunveru- lega kauphækkun að ræða. Al- þýðublaðið segir þannig í for- ustugrein um samningana: „Meg þeim hefur fengizt við- urkennt. að launþegar verði að fá meira í sinn hlut í hinu Wómlega árferði". Og Tíminn segir einnig i for- ustugrein: „Atvinnurekendur viður- kenndu með því að veita veru- lega kauphækkun, að launþeg- ,ar ættu rétt á henni bæði vegna aukinnar dýrtíðar og vaxandi þjóðartekna. Verkalýðssamtök- in gengu hins vegar ekki lengra í endanlegum kröfum sínum en svo, að atvinnuvegirnir eiga vel að geta risið undir hinni umsömdu hækkun". Hér er um algerar falsanir að ræða — og gengur Tíminn raunar feti framar en Albýðu- blaðið til að f ela staðreyndir. Með almennu kauphækkunjnni er að- eins verið að vega upp aukna dýrtíð eins og hún er mæld með hinni opinberu vísitölu framfærslukostnaðar; í ' kaup- hækkuninni koma „hið blóm- lega árferði" og „vaxandi bjóð- artekjur" alls ekki fram. Tvöfalt tU þrefalt örar Kauphækkanirnar á þessu ári vega aðeins upp dýrtíðina frá því í mai í fyrra. En viðreisnin hefur sem kunnugt er staðið miklu lengur. í ársbyrjun 1959 var almennt verkamannakaup kr. 23,86, en hefur með samning- unum fyrir norðan hækkag upp í kr. 28.00. Sú hækkun nemur 17,4%. Á sama tíma hefur hin opiri- bera vísitala framfærslukostn- aðar hækkað um 31% — eða næstum því tvöfalt örar. Vísi- talan fyrir vörur og þjónuistu — þar sem fjölskyldubætur og aðrir frádráttarliðir eru ekki meðtaldir — hefur hins vegar hækkað um 49% á þessum tíma — „m það bil þrefalt hraðar en kaupið. Framhald á 2. síðu. Valentína og Valerí lent Ferð fyrstu konunnar út f geiminn vakti gifurlegan fögnuð í Sovétrikjunum og hefur geimferð ekki veríð fagnað þar jafnmjög síðan Gagarín, fyrsti geimfarinn, fór á loft. Fólk hópaðist saman á götunum í Moskvu og bar myndir af þeim Val cntínu og Valeri, — en einnig af Krústjoff for- sætisráðherra. Sjá síðu @ Þessa mynd tók Ijósmyndari Þjóðviljaris 17. júní af Sveini Sigurössyni málarameistara en hann er félagi í Lúðrasveitinni Svan og leikur þar á þetta myndarlega hljóðfæri sem nefnist sousafónn og er bassahljóðfæri. — (Ljósm. Þjóöv. A. K.). Hægt hefði veríð að lækka útsvarsstigann um 25-26% í dag verður útsvars- skráin lögð fram hér í Reykjavík en eins og sagt var frá hér í blað- inu í gær samþykkti í- haldsmeirihlutinn í borgarstjórn á borgar- stjórnarfundi í fyrradag að hækka útsvörin um 30 millj. krónur frá því sem samþykkf var á fjárhagsáætlun fyrir ár- ið 1963 í vetur eða úr kr. 255,6 millj. í 285,6 millj- ónir, en ofan á þá upp- hæð má leggja 10% álag fyrir vanhöldum og verður því endanleg upphæð útsvaranna ná- lega 314 milljónir króna. er hér um að ræða 85 milljón króna hækkun frá því í fyrra. Formaður framtalsnefndar, Guttormur Erlendsson skýrði fréttamönnum svo frá í gær, að samkvæmt gildandi útsvarsstiga hér í Reykjavík hefði verið heimilt að leggja á 317.7 millj. króna en við álagninguna hefði stiginn verið lækkaður um 17%. Við álagningu útsvaranna í fyrra var stiginn hins vegar lækkað- urum 15.5%. Þessi háa útsvarsuppihæð, sem leyfileg er samkvæmt útsvars- stiganum, byggist að sjálfsögðu á því, hve margir drýgja orðið tekjur sínar með síaukinni auka- vinnu og vinnuþrældómi til þess að vinna upp á móti vaxandi dýrtíð. Samkvæmt fjárhagsáætl- un Reykjavíkurborgar sem sam- þykkt var í vetur hefði verið unnt að lækka útsvarsstigann um allt að 20—25% og með því móti hefðu borgaryfirvöldin get- að komið til móts við almenning og létt mönnum byrðarnar en í stað þess að gera það ákvað i- haldsmeirihlutinn að hækka út- svörin um 30 milljónir króna frá fiárhagsáætluninni og víkja að- eins um 17% frá útsvarsstigan- um til þess að ná í borgarsjóð sem mestu af þeim tekjum sem almenningur hefur aflað sér með vinnuþrældómi og súrum sveita. Slíkur er hugur íhaldsins í garð borgaranna. Eins og áður segir verður út- svarsskráin lögð fram í dag og verður hún til sýnis í Skattstof- unni í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu og í Iðnskólanum gamla við Vonarstræti. Mun hún liggja frammi almenningi til sýnis alla Framhald á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.