Þjóðviljinn - 20.06.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.06.1963, Blaðsíða 4
- HÖÐVILJINN Fimmtudagur 20. júní 1963 4 SfÐA Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttarltstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Breytt stefna 17"innustöðvunum þeim sem yfir vofðu víða um * land hefur nú verið afstýrt með þeirri 7V2% kauphækkun, sem samkomulag varð um til bráða- birgða. Og enda þótt ýmsar 'tilfærslur hafi einnig verið gerðar á töxtum, er þessi kauphækkun ekki nema lítill hluti af þeim kröfum, sem verkalýðs- félögin báru fram og töldu nauðsynlegar til þess að rétta hlut launþega að nokkru, vegna þeirrar skerðingar á lífskjörum almennings, sem stefna ríkisstjómarinnar hefur skapað á undanförnum árum. Þjóðartekjur íslendinga hafa vaxið gífur- lega síðustu ár, og stenzt sú aukning fyllilega samanburð við það sem verið hefur hjá öðrum þjóðum. Hér á landi hafa launastéttirnar samt sem áður orðið að lengja vinnutíma sinn stöðugt til þess að halda nokkum veginn svipuðum lífs- kjörum — og hefur þó ekki hrokkið til — á sama tíma og aðrar þjóðir keppa markvissí að því að stytta vinnutímann og bæta jafnframt kjör launa- fólks. Hér hefur því átt sér stað öfugþróun mið- að við aðrar menningarþjóðir, og það er einmitt sjálf stjórnarstefnan sem er undirrót þessarar öf- ugþróunar. V/"firlýsing ríkisstjórnarinnar fyrir síðustu helgi um að hún telji að „vaxandi þjóðartekjur beri að nota til að tryggja láúnþegum' séfn mfestar kjarabætur" er því væntanlega ánægjulegur vott- ur þess, að ^tjórnin geri sér ljóst að stefna hennar hefur verið röng. Samninganefndir verkalýðsfé- laganna lögðu líka sérstaka áherzlu á þetta í svari sínu við orðsendingu ríkisstjórnarinnar, en þar segir: „Samninganefndin fagnar þeirri yfirlýs- ingu um stefnubreytingu, sem í fyrstu málsgrein orðsendingarinnar felst, en þar er lýst þeirri skoðun ríkisstjórnarinnar, að hún felji, að vaxandi þjóðartekjur beri að nota til að tryggja laun- þegum sem mestar kjarabætur og einnig að varð- veita beri verðgildi gjaldmiðilsins“. Á það mun nú reyna á næsfunni, hvort hér er um raunveru- lega stefnubreytingu að ræða hjá ríkisstjórninni. Verkalýðsfélögin hafa í trausti þessa frestað frek- ari aðgerðum af sinni hálfu, meðan fram fer hag- fræðileg athugun, sem greitf gæti fyrir nýjum kjarasamningum. Og sú athugun þarf að leiða í ljós, hvemig unnt er að skapa launastéttunum mannsæmandi lífskjör, ekki með auknu stri'ti, heldur með því að mæta kröfu verkalýðsfélag- anna um styttan vinnutíma, jafnframt því sem kaupmáttur launanna verði tryggður. Samninga viS skipasmiði rn Isambandi við lausn kjaradeilnanna fyrir norð- an hlýtur það að vekja athygli, að ekki örlar á hinum minnsta áhuga atvinnurekenda að semja við eitt félag hér í Reykjavík, enda þótf verk'fall hafi nú staðið yfir í rúman mánuð hjá því. Er þar um að ræða Sveinafélag skipasmiða. Þetta er þeim mun furðulegri afstaða, sem skipasmiðim- ir fara einungis fram á að fá sömu kjör og félag- ar þeirra í sömu iðngrein í skipasmíðastöðvum hér 1 næsta nágrenni. Það er því lágmarks krafa að þegar i stað verði gengið að krö'fum skipa- imiða um sömu kjör og félagar þeirra hafa. — b. ,ÞEIR HELDU NORDUR Síðastliðinn sunnudag birtist í Þjóðviljanum grein og mynd- ir undir fyrirsögninni „Þeir héldu norður". Þar sést að ver- ið er að búa skip á síldarver- tíð, enda er þetta sá timi árs, þegar högg skipasmiða og jám- smiða hljóma án afláts allan hinn bjarta sólarhring og það er hin eina uppgripavertíð þessara starfsgreina, sem að jafnaði bregzt aldrei. En nú vill svo til, að þeir sem að þessum störfum vinna um þennan tíma, þégar hundruð skipa eru að halda í norður, eru ekki með sína hamra og sagir um borð í bátunum, held- ur bíða eftir að gengið sé til samninga við þá um svipuð laun og starfsbræður þeirra í næsta nágrenni og allt til nyrztu annnesja hafa þegar fengið. Við lestur greinarinnar í Þjóðviljanum skaut upp í huga mér myndum af mönnum, sem klyfjaðir eru tjöruhampi, stál- biki og ýmsúm verkfærum við starf sitt í bátunum, enda velt- ur allt á því, þegar bátarnir eru drekkhlaðnir að hvergi sé glufa opin fyrir sjó. Þessir menn með þessar klyfjar eru síldarsjómenn, hraustir strákar með glampa tilhlökkunar í augum. Þeim líkar vel hin nýja undirbúningsvinna fyrir síldarvertíðina — að kalfakta með styttum og fleiri stöð- um, sem mikið reynir á að þéttir séu, þegar á hólm- inn er komið og sjór flæðir inn á dekk. Og trúað gæti ég því, að „karlinum" likaði ekki siður að sjá strákana sína kýla hampinn í rifumar og bræða siðan stálbikið yfir allt sam- an. Og þótt svíði lítils hátt- ar í augum og remma komi í hálsinn af stálbiksbrælunni, eykur það aðeins á spenning- inn, sem ávallt fylgir síldar- vertíðinni. Þetta er ný und- irbúningsvinna hjá sjómönnun- um og í tilhlökun sinni og á- húga að komast norður sjá þeir ekki og vita ekki að þetta er vant að vera helzta lifibrauð þeirra fáu skipasmiða, sem hér hafa þraukað í sinni sérgrein, því að flestir höfum við snú- ið okkur að öðrum léttari og arðbærari störfum, en áfram starfa þeir menn, sem af ein- skærum áhuga á sínu fagi, — nánast sagt köllun, þrauka á- fram við hin lélegustu kjör og óþrifalega vinnu, og ættu þeir þó raunverulega skilið að fá verkstjórakaup fyrir það eitt. Og enn ber þess að gæta að skipasmíðin er ein iangerfið- asta og flóknasta starfsgrein, sem hér þekkist, og er ekki þar með verið að kasta rýrð á neina starfsgrein aðra. Og það verkfærasafn, sem skipasmiðir þurfa að eiga til þess að geta mætt þeim mörgu verkefnum, sem fyrir koma, þekkja ekki aðrir en þeir sjálfir, en dýrir eru þeir hlutir allir og erfitt að rétta hendi eftir þeim. ef þeir detti fyrir borð, sem oft kemur fyrir. Þetta allt og ótal margt fleira rifjast upp núna, þegar búið er að semja við flugmenn og norðlenzk félög, en ekki er einu sinni talað við þessa brautseigu menn, sem unnið hafa sleitulaust og haldið uppi merki stéttar sinnar með sóma. Fjrrverandi skipasmiður. Nýtt skip til Þingeyrar Þingeyri í gær. — Nýr bátur kom hingað á sunnudagskvöld og hafði verið tæpa fjóra sólar- hringa frá Kristiansand í Noregi. Skipið heitir Framnes IS 608 og er eign Kaupfélags Þingeyrar og Hraðfrystihúss Þingeyrar h.f. Skipið fer á næstunni til síld- veiða fyrir Norðurlandi og er skipstjóri Kristmundur Finnboga- son og 1. vélstjóri Hallgrímur Gíslason. Þetta er stálskip. 165 tonn að stærð og smíðað í Vaag- land í Noregi. Úr skipasmíðastöðinni Nökkva við Arnarvog. Mál og menning Ný félagsbók Á árinu 1963 géfur Mál og ménning út þessar bækur handa félagsmönnum sín- um fyrir aðejns 350 króna árgjald: Tímarit Má!s og menningar, fimm hefti. — Bergsteinn Jónsson; Mannkyns- saga 1648—1789. — Þýdd skáldsaga: The Flowers of Hiro- shima eftir Editu Morris. — Myndlist: Goya. s MANNKYNS- SAGA1648-1789 eftir BERGSTEIN JÖNSSON. Mannkynssaga Máls og menningar er braut- ■ ■. ■ ryðjendaverk í íslenzkum sagnfræðibók- menntum og hefur hlotið almennar vinsæld- ir. — Með þessari bók eru komin út fjögur bindi.— Bókin er 480 blaðsíður með mörg- um myndum. Félagsménn í Reykjavík eru beðnir að vitja bókarinnar í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. MÁL OG MENNING, Laugavegi 18

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.