Þjóðviljinn - 20.06.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.06.1963, Blaðsíða 6
Fimmtuda^ur 20. júní 1863 g SÍÐA HéÐVILIiSN Radíóboð frá fjarlægum hnöttum ,Mönnuð geimf ör til him- inhnatta hégómi' - segir kJarnorkufrœcSingurinn J. Cockcroff Radíóathuganir á himingcimnum vcrða stöðugt mciri þáttur í stjörnuvísindum og hafa nú víða verið byggðar slíkar athugana- stöðvar. Meginatriði slíkra stöðva eru öflug „Ioftnet" sem taka á móti radíóboðunum sem berast um óravíddir geimsins og skila þeim í viðtökutækin þar sem þau eru mögnuð og síðan rannsökuð. „Loftnet" þessi eru af ýmsum gerðum og hér að ofan má sjá ein þeirra sem nýlega hefur verið komið upp við nýja radíóathuganastöð £ Sovétríkjunum. Clay vann H. Cooper Ekki alls fyrir löngu var hinn þekkti Nóbelsverðlaunamaður, Englendingurinn John Cock- croft, staddur i Bandaríkjunum. Cockcroft hélt fyrirlestur við heimsfræga vísindastofnun, — Mcllon Institute i Pittsburgh. Áhcyrendur voru ýmsir þekkt- ustu vísindamenn Bandarikj- anna, og tóku þeir erindinu vel og feginsamlega. En bandarísk- ur almenningur, sem daglega er fóðraður á sjónvarpsdagskrá um mönnuð geimför til mánans og Mara hlýtur að hafa tekið fyrirlestrinum fálega. Cock- croft sagði það nefnilega berum orðum, að ailt tal um mönnuð geimskip til himinhnattanna væri rugl. Lciðtogar Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna hafa sjálfir enga trú á slíkum ferð- um, en samt er hjalinu haldið við sökum þess áróðursgildis, — LONDON 18/6 — Einvíginu milli Cassiusar Cay og Eng- lendingsins Henry Cooper í þungavigt lauk með sigri Clays, sem sigraði á teknisku rot- höggi í 5. lotu. Orðhákurinn Cassius Clay stóð þar með við spádóm sinn um að rota andstæðinginn í 5. lotu. Hann gengur nú næst Floyd Pattérson á áskorenda- listanum um að keppa við heimsmeistarann Sonny List- on. Geislunarslys í Bandaríkjunum Bandaríska kjamorkumála- nefndin hefur skýrt frá því að í síðustu viku hafi þrettán starfsmenn hennar orðið fyrir mikilli geislaverkun í rann- sóknastöð hennar í Las Vegas í Nevada. Átta af þessum þrettán urðu fyrir svo mikilli geislun að þeim varð meint af henni, þótt hún hafi ekki ver- ið banvæn. Allir höfðu þeir andað að sér lofti blönduðu geislavirku joði í jarðgöngum sem áður höfðu verið notuð til að gera í kjamasprengingu neðanjarðar. sem þaö er talið hafa! Cockcroft hóf fyrirlestur sinn með því að hylla þá geimfara, sem hin síðari ár hafa siglt umhverfis jörðu. En bær ferðir hafa haft annan vísindalegan tilgang en þann, að undirbúa geimferðir manna til mánans eða Marz. Þegar Rússum og Bandaríkjamönnum er sagt frá fyrirhuguðum ferðum mannaðra geimskipa til hnattanna, þá er það til þess gert að afsaka og útskýra þau gífurlegu útgjöld, sem íerðirnar kringum jörðu hafa valdið. Sovétríkin og Bandarikin eru nú í áróðurs- stríði. Leiðtogar þessara landa þora ekki að skýra almenningi frá því, að þeir hafi ekki á prjónunum neinar áætlanir um það að senda mönnuð geimför til himinhnattanna. Cockcroft sagði meðal annars orðrétt: „Umtalaðar áætlanir Bandaríkjanna um það að smíða mönnuð geimför er rang- túlkun á vísindalegri rannsókn f" (distortion of science). Þessi rangtúlkun hefur átt sér stað sökum samkeppninnar við Sov- étríkin. Sérfræðingar brosa þegar þeir sjá slíkar hnattferð- ir í bandarísku sjónvarpi". Eftir að hafa getið þess, að sérfræðingar í Bandaríkjunum hafi yfirleitt ekki trú á slíkum mönnuðum hnattskipum heldur hann því fram, að sama máli gegni um Sovétríkin. Með tilliti til áróðurs séu Sovétleiðtogar neyddir til þess að segja frá framtíðarlandnámi Sovétþjóða á himinhnöttunum. Og Cock- croft heldur áfram: „Slíkt hjal er ekkert annað en ævintýri (fairy tale) til þess sagt að réttlæta þann gífurlega kostnað, sem geimförin hafa hingað til valdið. Leiðtogar Sovétrikjanna vita það. að ferð til mánans í mönnuðu geimfari er vísindalegur hégómi (scient- ific travesty)". Margir sérfræðingar hafa lýst skoðun sinni á erindi Cock- crofts og eru honum að flestu sammála. En nokkrir þeirra hafa bætt því við, að þó að mönnuð geimferðaskip séu ekki tekin alvarlega af ábyrgum mönnum. sé það ekki sökum þess, að ekki sé unnt að smíða siík skip. Ástæðan sé miklu fremur sú, að ekki sé gerlegt að hefja smíði þeirra, kostnað- urinn myndi verða svo gífurleg- ur, að jafnvel lönd eins og Sov- étríkin og Bandaríkin veigri sér við. Þar við bætist. að með margfalt lægri kostnaði má ná sama vísindaárangri með því að senda sjálfvirk mælitækjaskip til hnattanna. Slík skip geta SIR JOHN COCKCROFT framkvæmt hinar nákvæmustu mælingar á annarri stjömu — sent Ijósmyndir til jarðar aft- ur hvað þá annað. Særfræðingar halda því þess- vegna íram, að ábyrg yfirvöld í Bandaríkjunum og Sovétríkj- unum einbeiti sér nú að því að gera slík sjálfvirk mælitækja- skip (Nokkur hafa þegar verið gerð út), Og um þessi mæliskip mun kapphlaupið snúast. Mönn- uð geimferðaskip til himin- hnattanna eru — enn um sinn að minnsta kosti — ekkert annað en áróðursskip. Kynþáttaátökin í USA Misréttinu mótmæit við skóla í Boston BOSTON 18/6 — Átökin milli kynþáttanna í Bandaríkjunum héldu áfram yfir helgina og urðu víða harðir árckstrar i suðurfyikjunum, mciddust margir og aðrir voru hand- teknir, en í dag bar mcst á ! i Fjórða júní lézt í Moskvu tyrkneska skáldið Nazim Hikmet, sem var einhver þekktasti ljóðasmiður meðal kommúnista heimsins. Hann fæddist árið 1902 í Saloniki, sem þá laut tyrk- neskri stjóm. Fimmtán ára að aldri innritaðist hann í sjó- liðsforingjaskóla. Um svipað leyti gerast þeir atburðir, sem mest áhrif höfðu á æviferil hans, — októberbyltingin í Rússlandi. Tveim árum síðar var hann rekinn úr skóla fyr- jr róttækar tllhneigingar, Til Moskvu kom hann 1921 og lærði um skeið í kommún- istiskum háskóla fyrir verka- lýð Austurlanda. Þar las hann marxisma. Þar orti hann. Þar kyimtist hann höfuðskáldi byltingarinnar — Majakov- skí, Bn hann máttl ekki vera að þvf að nema lengi staðar, því, eins-ogseglr í kvæðinu „Aust- urlandamaður í Sovét“: 1 As- íti bfða mín milljónir hungr- aðra manna. Ég verð að flýta mép twngað og sýna þeim mig í nrinní rauðu skyrtu. Hanri vaim 1 Tyrklandi að þýðingom, gaf út ljóð, starf- aði fyrir kommúnistaflokk landsins. Margoft var hann dæmdur til íangelsisvistar. AIls varði hann sautján ár- um ævi sömar í tyrkneskum fangelsnm — þar af þrettán árunauamfleytt. Þyngstan dóm hlattfeimnn árið 1937, er hann var ilæmdur f tuttugu og átta árai íangelsi íyrir kvæði um spaensfcw .fcorgarastyrjöldina. Ieinu kvæða Hikmets segir: Vorið var komið, bauð mér aðra hegðun, ég átti að kasta auga- steinum að dökkeygri dóttur armenska bóksalans. Og hafið átti að ilma af hreysti, ferskleika, krafti. Vorið átti að prjóna eins og sveitt, brún hryssa. Ég átti að hlaupa á bak henni og þeysa um öldumar. Síðan var þessi lífsglaði og þróttmikli athafnamaður lok- aður inni í þröngum klefa. En hann var ekki gerður úr þeim efnivið, að hann sofnaði, gæf- ist upp, örvinglaðist. Ur fangelsinu fylgdist hann af ástríðufullum áhuga með at- burðum — stundum dapurleg- um, stundum gleðilegum. 1 kvæðinu Angina pcctoris (skrifað 1948) ræðir hann við lækni um sjúkt hjarta sitt. A hverjum morgni sé það skotið til bana í Grikklandi. En þetta hrjáða hjarta sækir styrk til þess byltingarhers. sem þá er að fara yfir það kfnverska Gulafljót. Enn- fremur segir hann: 1 t£u ár er þetta rauða epli, hjarta mitt, það eina sem ég get gætt á fátæka þjóð mína. Þannig liðu árin og rödd Hikmets þagnaði ekkl í tyrk- nesku fangelsi, heldur kvað hún sem fyrr um þá glæpi, sem eru framdir gegn mann- fólkinu, og um vonir þeirra, sem ganga undir rauðum fána. Og um ástina: „Komdu sæl, konan mín, komdu sæl. Þú ert líklega þreytt, en hvemig get ég þvegið íætur þína? Ég hef hvorki rósavatn né silfurskál. Þú ert líklega þyrst? Hvar fæ ég ískalt sjerbet til að gæða þér á? Og ekki get ég lagt hvítan dúk á borðið, ef þú ert svöng — klefi minn er íátækur eins og Tyrk- land......“ A'” rið 1950 var Hikmet látinn laus, enda höfðu tyrknesk stjómarvöld þá lengi ekki haft frið fyrir hverskonar mótmælaorðsendingum og kröfum írá einstaklingum og samtökum. Ári síðar strauk hann á vélbát til Rúmeníu og þaðan fór hann til Sovétríkjanna og dvaldi þar lengst af sfðan. I-Iann skrifaði mikið og kom víða fram — ekki sízt á vett- vangi Heimsfriðarhreyfingar- innar. Leikrit hans urðu vin- sæl í Sovétríkjunum — „Ast- arsaga", mjög austurlenzkt æfintýri ofurmannlegrar trú- ar. er hann vann að í fang- elsinu, „Damoklesarsverðið". um stríð og friö. Skömmu áö- ur en ITikmet dó hafði hann lokið við skáldsögu um tyrk- neska byltingarmenn. Fyrir nokkrum dögum var hann jarðsettur í Novo-devít- sje kirkjugarðinum, og margir þekktustu rithöfundar lands- ins fylgdu honum til grafar. Hinn aldni og virti höfund- ur Pástovskí segir í minning- argrein um Hikmet: Dauði Nazims Hikmets í Nazim Ilikmet blóma lífsins er mjög grimm staðreynd — dauði göfugs og ágæts skálds, sem var sannur og einlægur í hverri afehöfn... 1 þeim átökum myrkurs og birtu, sem nú fara fram í heiminum, var hann reyndur og hugrakkur baráttumaður. Sá tími mun koma, að einnig hin tyrkneska þjóð mun — ásamt okkar þjóð og öllu hinu framsækna mannkyni — meta að verðleikum mikilleik skáldskapar og lífs Nazims Hikmets, sem svo lengi bjó í þjáningarfullri útlegð langt frá ættjörð sinni. Á. B. ! átökum í norðurfylkjunum. Millj 3.000 og 5.000 þeldökkir nemendur við æðri skóla í Boston mættu ekki í dag í skólum sínum í mótmælaskyni við það misrétti sem þeir telja sig vera beittir, enda þótt svo eigi að heita, að böm og ung- lingar af báðum kynþáttum hafi þar jafnan aðgang að skólum. Skólarfirvöld höfðu kvatt lögreglulið á vettvang því að búizt var við óeirðum, en allt fór þó skikkanlega fram. Leiðtogar blökkumanna höfðu boðað til þessara aðgerða vegna þess að fimm manna fræðslu- nefnd hafði ekki viljað fall- ast á þá skoðun þeirra að kynþáttunum væri mismunað í skólunum á þann veg að þel- dökkum nemendum væri troðið saman í skóla, þótt betra rými væri fyrir þá í skólum með hvítum. Leiðtogar blökkumanna i New York fylki hafa einnig haldið því sama fram. en þar hefur fræðslustjórinn fallizt á að þeir hafi rétt fyrir sér. - .. Alþjóðabanki fyrir stúdenta? Professor William Speer við hinn víðfrægi tækniháskóli f Massachusetts hefur lagt til að komið verði á fót alþjóðabaBika sem láni stúdentum fyrir náms- kostnaði. Slíkum banka yrði komið á laggirnar með sam- vinnu ríkisstjórna, háskóla og stúdentasamtaka og myndi veita lán stúdentum í öllum löndum. Þeir greiddu síðan afbur náms- skuldina í gjaldmiðJi síns lands og væru endurgreiðslur nríð- aðar við ákveðinn hluta af árs- tekjum þeirra að námi loknu. Professor Speer segist gera sér Ijóst að slíkur alþjóðabanki myndi ekki geta starfað nema með styrk, en bendir um leið á að öll æðri menntun sé kost- uð af almannafé. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.