Þjóðviljinn - 21.06.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.06.1963, Blaðsíða 1
Föstudagur 21. júní 1963 — 28. árgangur — 136. tölublað. Arangurslaus sáttafundur í skipasmiða- deilunni í gærkvöld I gærkvöld kl. 20,30 boðaði sáttasemjari fund með deilu- aðilum 5 skipasmiðadcilunni og hafði verkfall skipasmiða ]iá staðið hálfa fimmtu vikn án þcss nokkur sáttafundur væri haldinn. Fundurinn stóð fram yfir miðnætti og lauk án þess að nokkurt samkomulag næðist og heldur verkfallið því áfram enn rnn sinn. Þjálfað undir geimförina Skuldir borgarsjóðs jukust um 38,3 milljón kr. á síðastl. ári Á íundi borgarstjórnar í gær voru til fyrri um- ræðu reikningar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1962. Af reikningunum sést, að skuldir borgarsjóðs hafa aukizt á árinu um 38,3 milljónir króna, bótt tekjur borgarsjóðs væru hærri á árinu en nokkru sinni fyrr og færu 13,8 millj. fram úr áætlun. Myndin er af Valentínu Teresjkovu, fyrstu konunni sem farið hefur í geimför, og er hún tekin af henni þegar hún var að þjálfa sig undir geimflugið, en slík ferðalög krefjast að vonum mikillar og alhliða Iíkamlegrar þjálfunar. Furðulegir skuldu- nautar HÉB A EFTIB fer 12. athuga- semd Hjalta Kristgeirssonar við reikninga Eeykjavíkur- borgar fyrir árið 1962, en Þjóðviljinn mun birta at- hugasemdir hans við reikn- ingana í næstu blöðum les- endum blaðsins og borgarbú- um öll'um til glöggvuinar á fjárreiðum borgarinnar: — „Furðulega lítið virðist eftir því gengið, að sumir við- skiptamenn borgarsjóðs geri upp skuldir sínar. BYGGINGABFÉEAGIÐ BBÚ h.f. skuldar 237.710.— kr., f| er síðasta færsla á þess reikningi því til skuldar frá 1961. GUNNAR THORODDSEN f jár- málaráðherra skuldar per- sónulega 106.611,05 kr., og er sú skuld a. m. k. 3% árs. Framhald á 12. síðu. Olíumálið flutt í hæsta- rétti í haust eða vetur Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn aflaði sér í gær hjá saksóknara rík- isins og hæstaréttarritara mun undirbúningi að FagranesiÖ itórskemmist af eldi 1 fyrrakvöld kviknaði í Djúp- bátnum Fagranes og kom eld- uriwn upp í vélarúmi skipsins og brunnu dekkbitar og bönd og eru vélar skipsins sennilega ónýtar. Skipi'ð var í áætlunar- ferð í ísafjarðardjúpi og var að nálgast bryggju á Melgras- eyri kl. rúmlega 7 um kvöldið. Þrír kvenfarþegar voru með skipinu og voru konurnar sett- ar um borð í gúmmíbjörgunar- bát til vonar og vara. Vélskipið Fjölnir frá Þing- eyri mun annast áætlunarferðir í sumar í Isafjarðardjúpi, en annars er beðið eftir smiði nýs skips. sem kemur næsta vetur. munnlegum málflutningi olíumálsins svonefnda fyr- ir hæstarétti nú senn vera lokið. Hins vegar hefst réttar- frí í hæstarétti í næstu viku og stendur það fram yfir miðjan september og er því sýnt, að málið verð- ur ekki tekið til flutnings fyrr en einhverntíma í haust að afloknu réttarfrí- inu. Saksóknari sagði í gær að það væri hæstaréttar að ákveða hvenær málið yrði tekið fyrir en það ætti allavega að verða fyrir ára- mót, sennilega í haust eða snemma í vetur. Borgarstjóri, Geir Hallgríms- son, fylgdi reikningunum úr hlaði með stuttri greinargerð en síðan tók Guðmundur Vig- fússon til máls og drap á nokk- ur helztu atriði í reikndngunum. Var reikningunum síðan vísað til 2. umræðu en a'ð venju fara aðalumræður um reikningana fram við síðari umræðu þegar borgarfulltrúum hefur gefizt kostur á að kynna sér þá nán- ar. Tekjurnar fóru 13.8 millj. fram úr áætlun 1 ræðu sinni benti Guðmund- ur Vigfússon á, að á fjárhags- áætlun hefðu tekjur borgarinn- ar verið áætlaðar 337,3 millj. kr. en samkvæmt reikningunurn hefðu þær orðið 351.2 og því farið 13.8 millj. fram úr áætl- un. Gjöldin voru einndg áætluð 337.3 millj. þar af rekstrar- gjöld 287.5 millj. og til eigna- breylinga 49.8 millj. Samkvæmt reikningunum reyndust rekstr- argjöldin hins vegar 289.8 millj. og til eignabreytinga fóru 61.3 millj. króna. Þeir tekjulið- ir sem mest fóru fram úr áætl- un voru tekjuskattar, þ.á m. út.svar. kr. 5 millj., ýmsir skattar 650 þús., og framlag úr jöfnunarsjóði 6.6 millj. Sé rekstursreikningurinni skoðaður af nokkurri nákvæmni og einstakir liðir hans bornir saman við fjárhagsáætlun 1962 er áberandi að vissir útgjalda- liðir fara verulega fram úr því sem áætlað var en aðrir eru langt undir áætlun, sagði Guð- mundur. Benti hann á aö það væri athyglisvert, að samanr burður á fjárhagsáætlun og Framhald á 2. síðu. Enginn fundur með Dags- brun í gær Ekkert gerðist í gær í samningum Dagsbrún- ar og atvinn'urekenda, en, að- ilar munu hafa setið á fund- um hvor fyrir sig til þess að kanna nánar þau viðhorf, sem slaipazt hafa í samning- unnm, og skipzt á skoðunum óformlega. Eliki hefur ennþá verift boðaður formlcgur sátta- fundnr til frekari viðræðna. Gubsorb á torgi Á Lækjartorgi er orðin hefð að prcdika guðs orð á sunnudögum þegar sólin skín og allir eru i góðu skapi. Þessir þremenningar hafa sett svip sinn á torgið undanfarin sumur og dillandi tónar harmonikunnar eru gamalkunnugir. Allt fer þetta fram í sátt og samlyndi við guð og menn og gömlu mennimir fá. útrás á rólegan og settlega n hátt. — (Ljósm. G. M.). Færri verkfræðingar—meiri kostnaður 9. athugasemd Hjalta Krist- geirssonar hagfræðings við reikninga Reykjavíkurborgar árið 1962 er svohljóðandi: Skrifstofa borgarverkfræð- ings hefur ekki sent frá sér skýrslu um starfsemi sína síð- ustu tvö árin. 1 hinni seinustu, sem út kom, „Ársskýrslu bæj- arverkfræðings 1960“, ritar Einar B. Pálsson formálsorð, sem hann dagsetur 14. júni 1961. Þar gerir hann verfefræð- ingaflóttann mjög aö nmtals- lélegri þjónusta efni, og segir m.a. svo (bls. 5) : „Það er ekki nema eðli- legt, að nokkrar breytingar verði að jafnaði á starfsliði einnar stofnunar, eins og liér var framan af á þessu umrædda tímabili. En hitt er hreinasta óhæfa, að missa oins maxga verkfræðmga og nú hefur skeð á undanföm- um tveim árum. Um orsökina skal ekki fjölyrt. Hún er fyrst og fremst sú, að verkfræðing- inn bjóðast betri kjör ann- ars staðar. . . . það er mikið áfall að missa frá störfum á stuttu timabili tiltölulega stóran hóp menntaðra og reyndra verkfræðinga. Bæjarfélagið þarf á vinnu þeirra að halda. Missir þeirra þýðir seinkun á margs konar þjónustu og lakari tækni. En það þýðir aftur aukinn kostnað, þegar á heildina er litið. I>að er brýn þörf á að stemma stigu við þcirri öfugþróun“. Þesui öfugþróuui hefur haldið Mthxa meö þeim árangri, að nú munu allir verkfræðilærðir menn, nema örfáir yfirmenn, hafa hrökklazt úr störfum sín- um hjá borginni og stofnunum hennar. Það er í samræmi við þessar staðreyndir, hve útgjöld vegna verkfræðistarfa við nýbygging- ar gátna og holræsa hafa hækkað á undanförnum tveim árum. Árið 1960 voru þau 1.187.050,00 kr. en 1962 1.579,- 055.00, höfðu hækkað um 39%.“ 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.