Þjóðviljinn - 21.06.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.06.1963, Blaðsíða 3
Föstudagur 21. júní 1963 — 28. árgangur —> 136. tölublað. - — ■ WÓÐVILIINN SÍÐA 3 Profumálið í Englandi: Miklar líkur taldar á falli Macmillans í haust LONDON 20/6 — Mál það, sem ýmist er kennt viö John Profumo eða ljósmyndafyrirsætuna Ohristine Keeler heldur áfram og verður stjórn Macmillans æ erfiðara viðureignar. Síðari hluta fimmtudags samþykkti neðri deild enska þingsins einróma tillögu frá formanni þingflokks íhaldsmanna, Ian Macleod, þess efnis, að her- málaráðherrann hefði sýnt þinginu megnustu lítilsvirð- ingu. Eíns og menn muna gaf Profmno þá yfirlýsingu í enska þinginu 22. marz síðastliðinn, að ekkert „ósæmi- legt“ hefði farið þeim ungfrú Keeler á milli, en neydd- ist til að viðurkenna ósannindi sín síðar. Mál þetta hefur orðið þess valdandi, að talað er nú um það full- um fetum, að Macmillan láti af embætti 1 haust. George Brown, landvarnar- málaráðherra í væntanlegri stjóm Verkamannafiokksins, hafði orð fyrir stjómarandstöð- unni. Fórust honum svo orð, að vissar hliðar á málinu væri viðurstyggð að nefna, en Neðri- deildin yrði að lýsa yfir van- þóknun sinni. Þingmenn Verka- mannaflokksins greiddu síðan at- kvæði með þingsályktunartillög- unni. Macmillan átti á fimmtudag hálfrar stundar viðtal við leið- toga Verkamannaflokksins. Har- old Wilson. Ræddu þeir um það, hvemig bezt megi halda áfram rannsókn á þeirri hlið málsins, er að öryggismálum lýtur, en eins og kunnugt er var rússneskur sendiráðsmaður, Ivanoff að nafni í þingum við Christine Keeler. Ekki komust þeir að samkomulagi, en hafa mælt sér mót síðar. Hyggst Macmillan á meðan ræða málin betur á rikis- ráðsfundi. Fréttastofa Reuters skýrir svo frá. að það beri á milli, að VerkamannafLokkurinn vilji skipa rannsóknamefnd þingsins, en Macmillan vilji láta fram fara réttarrannsókn. Slík rann- sóknarnefnd ætti þá að hafa til þess fullt vald að kalla fyrir sig hvem og einn — jafnvel for- sætisráðherrann sjálfan — og spyrja þá í þaula hvað þeir viti um gerðir hins afsetta hermála- ráðherra. Af málinu er það ella að frétta, að lögreglan x Lundúnum setti í gærkvöld öflugan vörð til þess að vernda ljósmyndafyrir- sætuna Christine Keeler. Hefur henni þrisvar sinnum verið hót- að lífláti í síma. Talsmaður lög- reglunnar lét svo um mælt, að litið væri alvarlegum augum á hótanir þessar, og álitið sé, að líf hennar geti verið í hættu. Ungfrú Keeler býr ásamt „starfs- félaga" sínum Paulu Marshall. Gættu einkennisklæddir lögreglu- þjónar íbúðarinnar, og Christ- ine Keeler hefur verið tilkynnt, að hún megi ekki fara út nema undir lögregluvernd. Macmillar. er þó ekki búinn að bíta úr nálinni, þó málið fari í enn nánari rannsókn. 1 dag eru háðar aukakosningar um þingsæti Hugli Gaitskells, hins látna foringja Verkamanna- •flokksins. Þingsætið hefur ver- ið talið Verkamannaflokknum örúggt, en atkvæðagreiðslan getur gefiö tii kynna, hver vandi steðjar nú að Ihaldsflokknum. Vilja fresta réðsfefnunni GENF 20/6 — Sovétríkin lögðu það til í dag, að Alþjóðlega vinnumálastofnunin frestaði láð- stefnu sinni. Ástæðan er sú, að ágreiningur hefur risið vegna þátttöku Suður-Afriku, en eins og kunnugt er af fréttum hafa sendinefndir Afríkulandanna á- kveðið að taka ekki þátt í störf- um ráðstefnunnar. Er það gert til að mótmæla því, að Suður- Afríka sé meðlimur stofnunar- innar. Sendinefndir frá Asíulönd- um og Alþýðulýðveldunum hafa stutt Afríkuríkin í máli þessu. Frambjóðandi íhaidsmanna, John Udal lýsti því yfir í gær, að hann hefði engan fyrir hitt, sem ekki vildi veita sér kjör- fylgi þrátt fyrir Profumo — hneykslið. Hitt er þó táknrænt, að á kosningafund íhaldsmanna á þriðjudagskvöld, þar sem heil- brigðismálaráðherrann Enoch Fowell hélt aðalræðuna, komu aðeins tíu menn. Voru þrír þeirra starfsmenn flokksins, en frambjóðandinn sá fjórði. Innan íhaldsflokksins eru nú veður öll válynd. Því var hald- ið fram í gær, að fjármálaráð- herrann Reginald Maudling, sem er einn af hinum yngri forystumönnum flokksins, standi nú næst því að taka við af Macmillan, sem sennilega láti af embætti í haust. Tæpast myndi þó af því verða fyr en 1 byrj- un ágúst, þar eð Macmillan vill tryggja sér verðugan eftirmann og rannsaka Profumo — málið niður í kjölinn. Nokkra þýðingu getur það haft, að Neðrideildin samþykkti í gær án atkvæðagreiðslu til- lögu þess efnis, að aðalbomir menn geti sagt frá sér titlinum til þess að vera í kjöri til Neðrideildar, en það er hefð í Englandi, að forsætiráðherrann eigi þar jafnan sæti. Utanríkis- ráðherrann Lord Home og Hails- ham lávarður öðlazt þannig möguleika til þess að taka þátt í kapphlaupinu. Þegar kunnugt varð í þinginu um ágreining þeirra Wilsons og Macmillans var forsætisráðherr- ann að því spurður, hvort ekki væri rétt að fresta fundi þeirra Kennedys í London. Macmillan svaraði stuttlega nei, og bætti því við, að forsetinn ætti að fá tæki- færi til þess að hitta nýja for- sætisráðherrann. Áður en þingið samþykkti vanþóknunaryfirlýsingu sína varð harður árekstur í þinginu, þegar einn þingmaður Verka- mannaflokksins hélt þvf fram að login yfirlýsing Profumos hefði verið samin að fimm með- limum ríkisstjómarinnar við- stöddum. Brugðust íhaldsmenn hinir veristu við og sögðu þing- manninum að skammast sín og þegja. Rússinn Ivanoff Stephen Ward Christine Keeler 1 húsi þessu hefur ljósmyndafyrirsætan Christine Keeler búið við „auknar vinsældir og vaxandi aðsókn“. Hiingað komu þeir m.a. vinir hennar skottulæknirinn Stephen Ward og hermála- ráðherrann John Profumo, að ógleymdum rússneska sendiráðs- manninum Ivanoff. Um Ivanoff og Profumo er svo sagt, að „einn hafi komið þá annar fór“. Innrás á Kábn? MIAMI 20/6. — Hið svonefnda Byltingarráð útlægra Kúbumanna tilkynnti það í dag í Miami á Florida, að hensveitir þess hefðu gengið á land á Kúbu. Talsmað- ur ráðsins gat engar frekari upp- lýsingar gefið um málið. Um það bil einni klukkustund eftir að fyrsta tilkynningin barst frá Byltingarráðinu tilkjmnti það, að landgönguliði þess hefði verið vel tekið af íbúunum. Seg- ir ráðið, að sveitir þess hafi gengið á land allvíða, og muni þessar hernaðaraðgerðir að lok- um leiða til „frelsunar“ eyjarinn- ar. Utanríkisráðuneytið í Wash- ington kveðst ekkert um málið vita, og segist hafa farið fram á nákvæmari upplýsingar frá Miami. Því heyrist fleygt í Washing- ton, að ekki sé um raunverulega innrásartilraun að ræða, heldur sé tilgangurinn að koma liði og vopnum til andstæðinga Kastr- ós á eynni. Fórnardýr nazista hljóta bætur BONN 20/6. — Vestur-þýzka stjómin samþykkti það í gær, að koma á fót sérstökum sjóð að upphæð 600 milljón vestur- þýzk mörk (um það bil 6600 milljónir ísl. króna). Verkefni sjóðsins er það, að greiða skaða- bætur fómardýrum nazismans í hinum ýmsu löndum. Tilkjmnt er í Bonn, að þetta msuni koma til góða ýmsum þeim, er af margvíslegum ástæðum hafa enn ekki fengið neinar slík- ar bætur. ★ Eftir þessa samþykkt hefur vestur-þýzka stjómin alls látið af hendi rakna 29.000 milljónir marka í þessu augnamiði, segir í fréttum frá Bonn. Geimfari á skólabekk Þau geimfaramir Valentína og Bikovskí komu í gær að bæ nokkrum við Volgu, og sögðu þar vísindamönnum nánar af ferðum sinum. Til Moskvu koma þau á sunnudag, og er mikill viðbúnaður í borginn að taka sem bezt og glæsilegast á móti þeim. Iþróttasan.band Sovétríkjanna hefur sæmt geimfarana tvo sæmdartitlinum „ágætur iþróttamaður" og munu flestir því sam- mála. Á myndinni hér fyrir ofan sjáum við Valentínu Teresjkovu í kennslustund I stjörnufræði, en fyrir framan hana situr enn óþekkt geimsystir hcnnar. A töflunni munu standa stjörnuheiti auk annars. Övfst um eftirmann Jóhannesar 23. RÓM 20/6. — Svartur reykur steig til himins frá skorsteini sixtínsku kapellunnar í Róm og gaf til kynna, að ekki hefði enn tekizt að ná samkomulagi um eftirmann Jóhanncsar XXIII. Fjórar atkvæðagreiðslur fóru fram í dag, en báru ekki árang- ur. Því hefur verið svo fyrir kom- ið, að hvítur reykur gefi það til kynna, að páfi sé valinn, en svartur reykur þýði neikvæðan árangur. Mikill fjöldi trúaðra manna safnaðist saman fyrir ut- an og beið gleðitíðinda, sem ekki komu. Fjórar atkvæðagreiðslur skulu fara fram daglega unz páfi hefur verið löglega kjörinn. Af 82 kardínálum sækja 80 kjör- fundinn. Til þess að páfi sé lög- lega kjörinn þarf tvo þriðju hluta atkvæða, það er að segja 54 atkvæði. Flestir höfðu búizt við því, að atkvæðagreiðslur þær, er fram fóru fyrri hluta dags myndu verða árangurslausar. Hefur rejmslan sýnt, að jafnan tekur nokkum tíma fyrir kardínálana að fylkja sér um menn og hefur oft liðið langur tími áður en línur tóku að skýrast. Ýmsir Ital- ir urðu þó fyrir vonbrigðum yf- ir þvi, að ekki skyldu nást úr- slit í atkvæðagreiðslu síðari hluta dags. Þykir sýnt, að tveir vin- sælustu kardínálar Italíu, þeir erkibiskupamir Giovanni Batt- ista Montani, frá Mílanó, og Giacomo Lercaro, frá Bologna, hafi ekki i fyrstu lotu náð nægi- legu fylgi kardínála. Gæti það orðið til þess, að þeir drægjust Washington 20/6 — Jafnan ber- ast fréttir af kynþáttaóeirðum í Bandaríkjunum. og hafa t.d. slík- ar óeirðir verið nær samfellt í Savannah síðustu viku. aftur úr siðar. Páfakjörið allt er mikilli hulu vafið, og þess vandlega gætt, að enginn óviðkomandi komist á snoðir um neitt því að lútandi. Fleiri menn en trúaðir einir fylgjast af áhuga með kosning- unni og bíða úrslita í ofvæni. Italir veðja sem sé í stórum stíl um úrslitin, og of fjár rennur til spilabanka í landinu. Veðmála- spekingar í Róm skýra svo frá, að flestir veðji á annanhvom þeirra Montanis og Lercaros, og kemur það heim við spádóma annarra. Veðmál í sambandi við páfakjör eru bönnuð, en eiga sér jafnan stað eigi að síður. Er það í samræmi við gamla hefð. Kynþáttafrumvarpið: Hörð andstaða mætir Kennedy WASHINGTON 20/6. — Stjórn- málafréttaritarar í Washington spá því í dag, að bitrar og lang- varandi deilur verði í banda- riska þinginu, er frumvarp Kennedys forscta um aukin mannréttindi blökkumanna verð- ur til umræðu. Frumvarpið verð- ur fyrst lagt fyrir eina af nefnd- um þingsins. Búizt er við, að það verði i byrjun næstu viku. Frumvarpið mun að öllum lík- indum mæta mestri andstöðu í Senatinu. Fulltrúar Suðurríkj- anna munu nota sér þar hina gömlu bardagaaðferð sína, mál- þóf, og rejma þannig að draga málið á langinn, og ganga svo endanlega af því dauðu. Demó- kratar hafa öruggan meirihluta bæði í Senati og Fulltrúadeild- inni, og munu hafa fullan hug á því að koma í veg fyrir, að mál- þófið nái fram að ganga. Helzta leiðin til þess er svonefnd closure — tillaga, sem lýtur að því, að tvedr þriðju hlutar þingmanna geta ákveðið að gengið sé til at- kvæða, ef umræður fara út í málþóf. Má þannig þvinga fram atkvæðagreiðslu. Hins vegar er á það að líta, að í Senatinu hefur aldrei tek- izt að fá þá tvo þriðju hluta atkvæða, sem til þarf. Getur svo enn farið. 1 frumvarpi því, er Kennedy forseti leggur nú fyrir þingið, er lagt til, að bannað sé kjmþátta- misrétti á gistihúsum, veitinga- stöðum, verzlunum, leikhúsum og gleðistöðum jrfirleitt. Hann fer einnig fram á það við þing- ið, að það veiti dómsmálaráð- herranum fullt vald til þess að hefja lögsókn á hendur þeim skólum, sem enn viðhalda kjm- þáttamisréttinu. Frá Birmingham berast þær fréttir, að skólayfirvöldin við há- skólann í Tuscaloosa hafi ákx'eð- ið að leita til dómsstólanna, til þess að mega reka blökkustúd- entana Vivian Malone og James Hood úr háskólanum. Eins og menn muna, þurfti Kennedy for- seti að beita valdi til þess, að þeim yrði leyfð innritun í skól- ann. Enginn býst þó við þvi, að skólayfirvöldunum heppnist þetta áform sitt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.