Þjóðviljinn - 21.06.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.06.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA CTtgefandi: Sameiníngarflokkur alþýðu — S6síalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Préttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjóísson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. S(mi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Reynir á heilindin ^ðaverðbólgan gerir það að verkum að allir mælikvarðar efnahagskerfisins breytast dag frá degi, þannig að upphæðir eru ekki sambæri- legar nema skamma stund. Eigi til að mynda að vera hægt að bera saman kaupgjald frá ári til árs verður að reikna með breytingum á verðlagi og ýmsum öðrum aðstæðum ef samanburðurinn á að vera raunverulegur. Þessar forsendur misnota áróð- ursmenn stjórnarvaldanna einatt til þess að villa um fyrir almenningi. Það er alaeng rökemdafærsla í stjórnarblöðunum að fráleitt sé fyrir verklýðssam- tökin að fara fram á t.d. 20% kauphækkanir á sama tíma og þjóðarframleiðslan vaxi aðeins um 2—3% á mann á ári. En meginþorrinn af kröfum verklýðssamtakanna er yfirleitt aðeins tilfærslur vegna þess að mælikvarðinn hefur breytzt, og reynslan hefur orðið sú undanfarin ár, að óðaverð- bólgan hefur verið svo mögnuð að verklýðssam- tökunum hefur ekki einu sinni tekizt að halda í horfinu með raunverulegt kauo. Ljóst dæmi um þetta eru kauphækkanir bær sem norðurlandsfé- lögin hafa samið um á þessu ári. Þær nema yfir- leitt um 13%, og ef allt væri með felldu í efna- hagskerfinu mættu það teljast mjög mvndarlegar kauphækkanir. En eins og rakið var í blaðinu í gær jafngildir þessi kauphækkun aðeins verðhækkunum þeim sem dunið hafa yfir á einu ári; verkafólk fyr- ir norðan stendur þessa stundina í sömu sporun- um og það stóð í maí í fyrra oa hefur ekki fengið neina raunverulega kauphækki’- Jjessi óðaverðbólga er óþolandi meinsemd í efnahagslífinu og hefur óhjákvæmilega í för með sér eina kollsteypuna af annarri. Sé einhver alvara í tillögum ríkisstjórnarinnar um gagngera könnun á greiðlugetu efnahagskerfisins til laun- þega, hljóta þær að fela í sér fyrirheit um að bund- inn verði endir á óðaverðbólguna, þannig að laun- þegar semji um raunverulegar kjarabætur og var- anlegar. En á þann vilja ríkisstjórnarinnar reynir tafarlaust. Eigi verklýðssamtökin að fallast á vopnahlé um skeið í trausti á að varanlegra sam- komulag geti tekizt, er það frumskilvrði að vopna- hléð sé ekki notað til þess að ganga á hlut laun- þega. En fái óðaverðbólgan að magnast hindrunar- laust eins og hún hefur gert um þriggja ára skeið er gengið á hlut launþega með hverri einustu verð- hækkun, kaupið heldur áfram að lækka jafnt og þétt meðan rannsóknin er framkvæmd, og eftir nokkra mánuði standa launþegasamtökin verr að vígi en nú og neyðast til að nefna hærri og hærri prósentur. Og sjá menn þá ekki í huganum fyrir- sagnir stiómarblaðanna um „óraunhæfar kröfur"? ’x, j>að er ævinlega meginatriði vopnahlés að hvor- ugur aðili megi nota það til að ganga á hlut 1 'ns. Samkvæmt því ber ríkisstjórninni — ef henni er alvara — að gefa tryggingu fyrir því að raun- verulegt kaup verði í engu skert meðan leitað er varanlegri lausnar. Er það ekki auðsótt mál? — m. I ----MÖÐVILJINN -—- LENDINGIN Föstudagur 21. júní 1963 Siqurður Guðnason 75 ára: Þessl ínynd af Sigurði Guðnasyni var tekin nýlega í þinghúsgarðinum. en menn urSu aS faka á í landróSrinum og hafa óro- lagiS - o g þurfa þess enn Sólin skín og Alþingisgarð- urinn er opinn. Alþingiskosn- ingar nýafgtaðnar. þingmenn á búum sínum og því rúmt í garðinum. Og líklega eru flest- ir þeirra lítt kuntlugir þessum garði nema úr mátulegri fjar- lægð því á vetrum kjósa þeir fremur innanveggjaskot til klíkufunda. Þetta er sögufrægt hús. Verð- ur það þó enn meir síðar. Hér ákváðu þingmenn eínróma lýðveldisstofnun. Og rúmum áratug síðar lýstu íhaldsmenn og kratar einmitt hér afsali yfírráða yfir landgrunninu sém stórsigri í fullveldissögu þjóð- arinnar. — Var annars ekki einhver maður að tala um það að hús föður síns hefði verið gert að ræningjabæli? Æ, það var í öðru landi, og þetta var víst einhver ofstopamaður sem æsti fólkið upp gegn löglegri stjóm landsins og ögraði sjálf- um landsfeðrunum með stríðs- boðun líkt og Hannibal já, þetta var víst einhver ótíndur æsingamaður sem viðreisnar- flokkur landsins kendu lýðræði á krosstré. Ja. það sem getur rifjazt upp undir júnísól í þessum skjólsæla garði þar sem turn- inn á kirkjunnj hans sr. Bjama rís yfir mosagráan steinvegginn og bendir með vindhananum upp á braut hundheiðinna rússneskra spút- nika! Það situr miðaldra kona ein á bekknum undir Kringlu- veggnum. Hún horfir á mig begar ég geng framhjá henni líkt og ég væri sjálfur högg- ormurinn. Furðulegt hvernig annars elskulegar konur geta horft — og það í svona fögru iúnísólskini. Og stendur ekki Sigurður Guðnason þarna allt í ejnu, sólskinsdrengur með sólskins- bros; alltaf sami Jjúfi drengur- inn sem hlaut lífsvizku kyn- slóðanna í vöggugjöf. Já, i þessum garði er það nefnilega Sigurður Guðnason sem ræður ríkjum: gaetir garðsins. Þetta er hans garður; og þetta hús er hans hús. f þetta hús sendi reykvísk alþýða hann sem fulltrúa sjnn þar til hann ósk- aði hvíldar og vaktaskipta. Og Sigurður Guðnason þarf ekki að bera kinnroða fyrir neitt sem hann aðhafðist inni í þessu húsi. Slík ummæli væri synd að viðhafa um framferði ýmissa þeirra sem ólán Islands hefur laumað inn í þetta hús. —Nei, ert þú kominn! seg- ir Sigurður og brosir nú enn meir en áður. Heldur siðan viðstöðulaust áfram: — i>að kom hingað rétt áðan góður kunningi minn og ég kom hon- um út, — og hann kyssti mig þegar ég hafði komið honum útfyrir! ■— Nú. hann hefur verið full- ur. — Heldur þú virkilega að enginn geti kysst mig nema hann sé fullur! Og þar sem ég er ekki fylli- lega viss um nema Sigurður hafi verið með framansögðum orðum að búa mig undir það að hann lokkaði mig lika út- fyrir, þá þorði ég ekki annað en taka fram neftóbakið. En svo sannfærðist ég um að Sig- urður hefur ekki haft neitt slíkt í huga — og hálfsé éftir tóbakinu. Enn standa trén í þessum sumarfagra garði ber og blað- laus. Og mér verður á að fjargviðrast yfir þessu. En Sig- urður Guðnason hlær að mér. Jú, það er að vísu leiðinlegt, en engan barlóm! Hvað er eitt áhlaup í apríl og blaðlaust sumar í þúsund ára þjóðar- sögu? Aftur kemur vor í dal! Og Sigurður Guðnajon sér í anda hvernig trén svigna und- an blaðþunga komandi sumra. Það er mikil hamingja að vera gefin lífsvizka kynslóð- anna og hugsa ekkj í árum. hvað þá einu vori! En þeirri gjöf fylgir mikil ábyrgð: að taka aldrei flónsku stundarinn- ar í misgripum fyrir reynslu kynslóðanna. — Þú ert alltaf jafn ungur og bjartsýnn, Sigurður. — Já. og mér hefur íarjð fram síðan ég varð sjötugur. Ég fékk áfall þegar ég var um 69 ára gamall, en nú er ég að mestu hættur að finna fyrir því. Ég ætlazt ekki til þess, að ég fái aftur mína fyrri krafta; er ánægður méð þétta eing og það er. — Þótt þú verðir ekki aftur eins og þegar þú varst strákur f Biskupstungunum! Varstu annars ekkj eitt af vandræða- bömunum á þeim tfma? — Nei. ég var talihn gæfur og frekar þægur. Hef al]a tíð verið hógvær og engin vand- ræði með mig, ekki heldur þegar ég var strákur. — Þú ætlar þó ekki að telja mér trú um að þú hafir ekki eitthvað flogizt á sem strákur. — Já, — ég var töluvert seigur í áflogum Þá og dálítið glíminn. Annars var ég krafta- lítill fram eftir ævi — en ég glímdi samt! — Já. fórstu ekki i bænda- glímu við norðanmenn í haust- leitum inni á Kili? — Nei. ég fór ekki í bænda- glímu á Kili, en dálítið við sjó- inn •— í Grindavík. — Það er rétt. þú varst víst lengi sjómaður? — Já, ég réri 9 éða 11 ver- tíðir á sama skipi. hjá Gii8- mundi Benónýssynj og Benóný föður hans. Ég réri ein 15 ár — en kom aldfei á sjó néma í árabát og hætti fyrir 1920 að róa. — Skelfing hafa Grindvik- ingar verið seinir með vélam- ar. — Ég held það hafi verið setfar vélar í teinæringana ár- ið eftir að ég hætti að róa, — það var víst komin vél í bát f Staðarhverfinu eitthvað fyrr. Það var hvergi lega fyrir bétana þá; eftir að settar höfðu verið vélar í bátana varð að setja þá á þurrt land. — En þótt þú færir aldrej í bændaglímu á Kilj þá stökkstu þar yfir Fúlukvísl í gljúfrinu — og ég hef ekkj frétt af öðrum sem hefur gert það. — Já, það er rétt að ég stökk yfir Fúlukvísl. En það stökk var bara vitleysa! Ann- ars er ekkert að stökkva þetta þarna — aðeins ef menn líta ekki niður í gljúfrið og strauminn og missa kjarkinn og stéypast niður. — Þú varst mikið inni á Kili á yngri árum — og oft einn? — Já, ég veit hve sterk ör- æfaþögnin getur orðið. Við vorum einu sinni þrfr í eftir- léit. Ég fór inn Hvítárnesið og var kominn einn inn i Bald- héiði og ætiaði austur f Buga. Það var farið að dimma fé- lagarnir einhversstaðar langt fjarri á öræfunum. Það var alveg steinhljóð. þögnin var aigér, þung og þjakandi. Og þó hef ég líklega i ann- að sinn fundið fullt eins fyrir öræfaþögninni — bað var i stórum hópi. Við vorum á leið til Arnarvatns og fórum fyrir norðan Lyklafell og Krák os á Stórasandi og ein sandaid- an tók við af annarri. Við héldum alltaf að við myndum sjá eitthvað á næstu öldu en svo var það lengi bara ný sandalda; sandur. dauði. þögn. — Og ef þú ættir nú ejna ósk, Sigurður? •— Einu sinnj, þegar ég var i baráttunni, segir Sigurður og verður alvarlegur, þá ségir maður við mig: Þeir hugsa öðruvisi þeir sem haía brauð- ið en þeir sem vantar það. Mér hefur alltaf fundizt þetta einn megin-leyndardómur lífsbarátt- unnar. Og ef það væri nokkuð sem ég óskaði værj það. að þeir sem hafa bráuðið skjidu þá sem vantar það. — Þú nefndir baráttu. Finnst þér þetta ékki ggnga grátlega seint og bamingur* inn harla þungur? — Sem gamall róðrafkarl þekki ég það, að öldumar stækka alltaf eftir því sem nær dregur landi. Mér finnát ekkert til að undrast yfjr þótt öldumar stækki, það er und- anfari landtökunnar. — Og landtakan er viss. Hitt er annað mál, að ménn urðu að taka á i landróðrirt- um áður fyrr — og hafa ára- lagið, og það þurfa menn að gera enn. Veiztu hvað gömlu menn- imir sögðu þegar þeir sáu 6- lag vera að koma í landróðr- unum áður fyrr? ..Passið þið áramar. drengir!“ — til þess að þeir væru viðbúnlr að taka á af fullum kraftj þegar 6- lagið var gengið yfir. Nei, mig undrar ekki þótt öldumar stækki við landið. Og landtakan er viss., Bézt gæti ég trúað að ég lifi hana. ☆ ☆ ■& Það er 21- júhí í dág, þjárt- aáti dagur ársins. Þennan dag fyrir 75 árum fæddist Sigurð- ur Guðnason austur í Biskups- tungum. Við þökkum honum öli fyrir ævistarfið jafnframt því að óska hðnum allrar gæfu og þeirrar Sleði að lifa landtökuna — sem hann segir að sé örugg og viss. S.B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.