Þjóðviljinn - 21.06.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.06.1963, Blaðsíða 10
■$ SÍÐA ÞlðÐVILIINN Föstudagur 21. júni 1963 GWEN BRISTOW I INGJU LEIT — Veit silky það líka? — Nei. Hver hefði átt að segja honum það? — Hver sagði þér það? — Brown kapteinn. Ekki með berum orðum, en ég skil hálí- kveðna vísu. — Segðu mér hvað gerðist héma í morgun. Florjnda setti kertið frá sér í stigann og settist við hliðina á Garnetu. — Ég var í bamum ásamt José þegar maður kom þjótandj og sagði, að einhver hefði skotið einhvern hjá Est- ellu. Fleiri náungar komu og einn sagði þetta og annar hitt,. en loks urðu þeir sammála um að það hefðj verið Charies Hale og það hlakkaði í þeiro yfir því að slikur hrokagikkur skyldi hafa verið sxotinn niður á siík- um stað. Florinda spennti greipar um hnén og hélt áfram: — Ég ætlaði að fara að sækja Silky og segja honum að við yrðum að fara þangað í skyndi þegar strákurinn sá þig ganga framhjá í fylgd með Brown kapteiní og svo þaut ég fram í eldhúsið og hitti þig þar. Þú seigst niður a bekkinn eins og sprungin blaðra. Brown kaptenn kom til min og hvislaði: — Þér verðið að annast frú Haie. Gæt- ið þess að hún tali ekki við neinn fyrr en ég kem til baka. Hanja taiaoi eins og húsbóndi sem gefur fyrirskipun. Ég sagð- ist skyldu annast þig- Ég spurði: — Drap hún Charles? Hann sagði: — Maðurinn sem kallar sig Texas hefur játað að hafa S'kotið Charles Hale. Texas ligg- ur fyrir dauðanum. Og ég sagði: — Brown kapteinn, Tex- Hárgreiðslu- og snyríistofa STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18 III. h (lyfta) Sími 24616. P E R M A. Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðsiu. og snyrtistofa. Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN. Tjamargötu 10, Vonarstrætis- megin. — Sími 14662. HÁRGRFIÐSLU STOFA AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóítir) Laugavegi 13 — sími 14656. — Nuddstofa á sama stað. — as er mikilmenni. Það eruð þér líka. Hann tók *vo fast í öxlina á mér að hann beinbraut mig næstum og síðan stikaðj hann út eins og hershöfðingi sem ætlar að fara að vinna stríð. Garnet dró djúpt andann. Florinda lagði handlegginn ut- anum hana. — Líður þér betur núna. vina min? — Já, það er rins og losnað hafi um eitthvað í mér. — Gott. Farðu nú og legðu þig og sofðu eins lengi og þú getur. Ég skal biðja Isabel að læðast inn til þín og taka Stefán, svo að þú þurfir ekki að vakna. Garnet fór í rúmið. Hún var svo þreytt að hún sofnaði ioks, og þrátt f.VTÍr háreystina úti- fyrir, svaf hún lengi. Dagjnn eftir fékk hún að vita að Texas væri dáinn. Húri sat lengi hnípin á veggbekknum í skoti i eldhúsinu og hugsaði um hann. Hún var enn undrandi yfir tilfinningum sínum. f föð- urhúsum og í skólanum hafði hennj verið kennt hvernig hun ætti að bregðast við ýmsu sem að kynni að steðja í lifinu. Hún vissi að manni bar að hryggjast þegar ástkær vinur kvaddi heiminn. En hún var ekki hrygg vegna Texasar og hún grét ekki. Henni hafði þótt mjög vænt um þann og hún myn.di sakna hans sárt, en hún hélt að hann hefði ekki verið mjög hamingjusamur í Ijfanda lifi. Hann haíði að minnsta kosti ekki harmað það að vera á förum. Hún vonaði að hann hefði breytt til hins betra og henni kom ekki til hugar að gera sér upp harm, fremur en henni datt í hug að íinna til sektar vegna Charlesar. Hún fann aðeins til innilegs þakk- lætjs til Texasar venga þess að hann hafði hlíft henni við af- leiðingunum af dauða Charles- ar og hún vonaði að hann hlyti laun sín á himnum. Hann hafði hlíft henni. Þar sem Brown kapteinn var fyrsti liðsforinginn sem komið hafði á vettvang, var honum falið að annast rannsókn málsins. Nokkr- um dögum seinna kom hann til hennar með afrit af skýrslu sinni. Samkvæmt henni hafði frú Hale farið til húss Estellu til að sitja hjá sjúkum manni sem hafði reynzt henni vel. Charles Hale sem vissi ekki hverra erinda hún var þar, hafði tekið með sér tvo her- menn til að ná henni þaðan burt. Hermennirnir sem stóðu vörð höfðu heyrt skot og hlaup- ið inn og fundið Charles Hale liggjandi í blóði sínu á gólfinu og colt-byssu í höndinni á Tex- asj. Þegar þeir spurðu hver skotið hefði Hale, hafði Texas samstundis játað að hann hefði gert það. Hann hafði margend- urtekið það. Gamet og Brown kapteinn sátu á veggbekknum í eldhús- inu. Þau voru ein, þvi að hann hafði sagzt vilja yfirheyra hana í einrúmi. Hún las skýrsluna og að því loknu sat hún góða stund án þess að mæla orð. Brown kapteinn beið þess að hún segði eitthvað. Loks sagði hún: — Hvað viljið þér að ég geri núna. Brown kapteinn? — Ég vil að þér undirritið yfirlýsingu sem ég hef meðferð- is. Mennirnir sem heyrðu Texas játa, hafa allir gefið skriflega yfirlýsingu. í þessari yfirlýsingu stendur aðeins, að þér hafið séð Texas skjóta herra Hale eins og hann lýsti yfir sjálfur. Brown lagði blaðið fyrir fram- an hana °g setti penna og blek hjá henni. Garnet sagði: — Það stendur ekkert i skýrslunni um, hvers vegna Texas hafi skotið hann. — Ég veit ekki hvers vegna hann skaut hann, sagði Brown kapteinn. — Enginri veit til þess að hann hafi átt í útistöðum við Charles Hale og þvj verður að ganga út frá þvi að hann hafi ekki verið með réttu ráði. Hann talaði svo formlega við han.a að það var eins og þau þekktust sáralítið. Meðan á máli þessu stóð hafði hann all- an tímann talað við hana á þann hátt. Hann bætti við: — Viljið þér nú gera svo vel að undirrita yfirlýsinguna, frú Hale. Garnet tók pennann. Það var ekki góður penni. Hann var sjálfsagt gamall og oddurinn var slitinn og ójafn. Hún horfði á oddinn og sagði: — Þér virðizt ekki hafa velt því neitt fyrir yður, Brown kapteinn, hvort Texas hafi ver- ið nógu sterkur til að lyfta byssunni? Brown kapteinn tók fram úr- ið sitt. — Mér þykir það leitt, frú Hale, en ég hef ekki tíma til að ræða þetta núna. Viljið þér gera svo vel að undirrita skjaljð. svo að við getum lokið þessu af. Hún skrifaði nafnið sitt undir. Penninn frussaði og setti blek- klessur á blaðið. „Þökk fyrir“, sagði Brown kapteinn. Hann tók blaðið, á- kvað að bíða þess að blekið þomaði og lagði blaðið frá sér aftur. Hann brosti vmgjamlega til hennar. „Rannsókninni er lokið, frú Kale“, sagði hann. Gamet horfði beint framan í hann: „Viljið þér nú að ég segi yður hvað gerðist í raun og veru?“ „Ef þér viljið, en þér þurfið þess ekki“. Bros hans var dálít- ið glettnislegt, gerólíkt hátíð- leika undanfarinna daga. „En nú þegar ég tala ekki lengur í embættis naíni, langar mig til að segja yður dálítið" „Hvað er það?“ sagði Garnet. „Ég vil ráðleggja yður að lifa algerlega grandvöru lífi“, sagði Brown kapteinn. „Þér eruð lé- legasta leikkona sem ég hef fyr- ir hitt“. Hann var hreinskilinn og sterkur. Gamet sagði: „Þetta hvílir á mér eins og mara. Það væri betra ef ég mætti tala við yður“. „Leysið frá skjóðunni". Hún sagði honum frá Char- lesi og hvemig hann hefði reynt að ná Stefáni af henni til að fá umráð yfir arfi Stefáns. Loks sagði hún frá því þegar Charl- es kom til Estellu og rétti fram skjal og hvemig hún hefði skotið hann þegar hann rejmdi að rifa af henni bamið. „Ég brenndi blaðið í eld- stónni", sagði Gamet. „Ég hélt ég hefði verið mjög klók, en nú held ég það ekki lengur, því að auðvitað gæti ekkja Charlesar Hale fengið sams konar tilskip- un frá Stevenson ofursta ef hún vildi“. Hún hafði talað rólega, en þegar hér var komið fór hún að titra. Brown kapteinn tók um hönd hennar. „Ég held þér þurfið ekki að óttast neitt slíkt, frú Hale“, sagði hann. „Ekki það?“ hrópaði hún. „Af hverju ekki?“ „Lásuð þér hvað stóð á blað- inu áður en þér brennduð það?“ spurði hann. Hún hristi höfuðið. Hann brosti. „Ef þér hefðuð lesið það, hefðuð þér sennilega komizt að raun um að þetta var ekki annað en kvittun frá vöru- húsi eða eitthvað þess háttar". Gamet hrökk við. „Hvað þá? Eigið þér við —" Hún fann til ofsalegs léttis og röddin var hás. „Ég er sannfærður um að Stevenson ofursti hefur aldrei gefið nein slík fyrirmæli", sagði Brown kapteinn. „I fyrsta lagi held ég naumast að hann hafi vald til þess og í öðru lagi þekki ég hann nógu vel til þess að vita að hann myndi aldrei gera neitt slíkt. Og hvenær hefði hann svo sem átt að gera það? Hann hitti ekki Charles Hale i gærmorgun. Her- mennimir tveir sem fylgdu hon- um fengu fyrirmæli um það hjá lautinanti sem heitir Fletcher". Gamet andvarpaði af fegin- leik. „Kærar þakkir, þetta hefði ég átt að geta sagt mér sjálf, en það gerði ég nú ekki“. „Góða kona, eftir allt sem þér hafið þurft að ganga í gegnum, er undravert að þér skuluð geta hugsað yfirleitt", sagði Brown kapteinn. Gamet lét höfuðið síga. Hún svaraði ekki. Brown kapteinn þrýsti hönd hennar fast. „Charles Hale rétti fram pappírsblað og treysti því, að þér yrðuð alltof óttasegin til að lesa það. Og þegar þér kæmust að því að Stevenson ofursti nefði aldrei gefið slík fyrirmæli, væri hann kominn langleiðina til Boston með bamið“ . Gamet leit ekki upp. Henni fannst hún vera eins og slytti. Hún hafði reynt eftir megni að vera róleg og sterk, en henni fannst sem allt sem komið hafði fyiir hana síðan hún fór frá New York, hefði gert sitt til að brjóta niður þrek hennar. Svo heyrði hún huggandi rödd Browns kapteins. „Viltu ekki leyfa mér að fara með þig heim, Gamet?“ Hún vissi aldrei almennilega hvemíg það vildi til. En hun fann að hún hallaði sér fegin- samlega upp að honum. Hann tók hana í fang sér og hann kyssti varir hennar og augun og hánð við gagnaugun og hann sagði: „Þú hefur sýnt dirfsku a við tíu herdeildir, en nú þarftu ekld að berjast lengur. Þú verður að leyfa mér að annast þig- Hann sagði heilmargt fleira, en hún var alltof þreytt og alltof hissa til að taka eftir orðunum. En hún skildi hvað í þeim folst og það var öryggi og friður. Hann bauðst til að gefa henni aftur allt það sem hún hafði S KOTTA d Nú ætla ég að tala meðan loft er í lungunum. . . Síðan talar þú og ég hlusta. Frá Menntaskólanum að Laugarvatni Umsóknir um skólavist næsta vetur, skulu hafa borist fyrir 7. júlí. Umsóknir um skólavist næsta vetur skulu hafa borizt fyrir 7. júlí. SKÓLAMEISTARI. NÝKOMNIR Skapar í K.S.-bókahillur, 160 cm. langir. VERÐ kr. 3995,00. Hentugir sem borSstofu- eöa dagstofuskápar. Kristján Siggeirsson h.f. Laugavegi 13 — Sími 13879. Sýurjwrjónsson &co JkfhaistnzH 4- FERÐABÍLAR 17 farþega Mercedes-Benz hópferðabilar af nýjusíu gerð,: til leigu í Iengri og skemmri ferðir. — Afgreiðsla á Sendibílastöðinni í síma 24113, á kvöldin og um helgar, ff sími 20969. , ^ HARALDUR EGGERTSSON, Grettisgötu 52. Það er sölumaður. £g kaupi ekkert í dag. Pönnukökuspaðar. tÚMAR ALLA cJÖLSKYLDUNA SYNNIÐ YÐUR j | MODEL 1963 ouijj 24204 * CO' P.O. BQX IU* • UYUAVig — i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.