Þjóðviljinn - 21.06.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.06.1963, Blaðsíða 12
Bræla á síldar- miðunum Bræla er nú á síldarmiðunum fyrir norðan og flestir bátar komnir í var eða hafa lcitað til hafnar. 1 fyrradag veiddist lítið eitt af síld út af Vopnafirði og var hún stór og feit. Síldin fer þó til bræðslu í verksmið.juna á Vopnafirði. Verksmiðjan á Raufarhöfn fer sennilega af stað á laugardag og verður hún að mestu starfrækt með aðkomumönnum eða á ann- að hundrað manns. Þessir bátar tilkynntu afla í fyrradag: Þórsnes 100, Gullfaxi 1200, Jónas Jónasson 250, Sigurður Bjamason 950, Vörður 250, Helga RE 500, Sæólfur 300, Vonin 300, Gullborg 300, Fiskaskagi 100, Pétur Jónsson 450, Helga Björg 160, Báran 100. Jón Gunnlaugs- son 100, Hvalfell 609, Auðunn 650, Kristbjörg 100, Hrafn Sveinbjamarson 300, Jón á Stapa 150, Ingiber Ólafsson 200, Grótta 300, Björgvin 250, Steingrímur trölli 160. Þessi sfld var losuð á Raufarhöfn, Vopnafirði og Seyð- isfirði. <7- Arbæjar- safn opn- að á ný Árbæjarsafn verður opnað almenningi næstkomandi sunnu- dag kl. 2. Með því að sunnu- dagur er aðfaradagur Jóns- messunnar verður Jónsmessu- vaka um kvöldi'ð. Lúðrasveit Reykjavíkur mun leika kl. 3, og Þjóðdansafélag Reykjavikur sýna þjóðdansa á palli kl. 4—5. Sjálf Jónsmessuvakan hefst svo á því, að lúðrasveitin Svanur leikur kl. 8.30. Gömlu bæjarhúsunum verður lokað kl. 9, en gömlu dansarnir dansað- ir á palli kl. 9 til lágnættis. Kl. 11 verður kveiktur mikill bál- köstur. Einnig má geta þess, að nýtt kaffieldhús hefur verið reist við Dillonshús, og verða kaffiveit- ingar allan daginn og kvöldið. Skuldanautur Framhald af 1. síðu. Er hún því komin nálægt lokum fyrningarfrests, og verður því að gera skjótar ráðstafanir til innheimtu hjá þessum skuldara. HÖGNI HALLDÓRSSON fyrr- verandi bóndi skuldar 263.090,— kr., og hefur eng- in færsla verið á hans við- skiptamannareikningi síðan í desember 1960. INGIMAR JÓNSSON skóla- stjóri er skrifaður fyrir 337.861,82 kr. skuld, og hef- ur sá reikningur verið ó- breyttur árum saman.“ Þórður sjóari fer í geimferð Ilinum fjölmörgu lesendum Þórðar sjóara skal á það bent, að í blaðinu á morg- un hefst nýr þáttur í æv- intýraferli Þórðar. Nefnist sá þáttur sögunnar Geim- ferð Sjönu Winter og cr að sjálfsögðu æsispcnnandi. Fylgizt með frá byrjun. „Eiginlega er ég ekki að stelast" Þaö’ var fiskiveöur og gömlu bátarnir voru aö búa sig á dragnótina viö verbúðabrygg j urnar. Aö koma þangaö niður eftir er ekki ólíkt því aö maöur sé kominn í lítiö sjávarþorp úti á landi. Á þessum litla bletti er engin stórborg. Karlarnir standa spekúlerandi hvor framaní öðrum rétt eins og vestur á Þingeyri, eöa austur á Norðfiröi, þeir snússa sig kinnroðalaust, rétt eins og þeir væru staddir á hverju ööru Kópaskeri og þyrftu ekki aö kvíða geysi kerling- anna um ógeð og við- bjóö. Bátarnir eru líka rétt eins og hinir fyrir norð- an, austan, eöa suöur meö sjó, gamlir sjóbaröir kláfar, dálítið signir á vatninu, en nýmálaðir og fallegir á sinn hátt. Það er líka annað sem er líkt með Verbúðarbryggjun- um og Vestmannaeyjahöfn. Strákarnir stelast þangað nið- ur eftir til að veiða, standa tæpt á bryggjubrúninni með seglgarn og silungastöng og renna fyrir varaseiði og sandkola. Þetta eru frísklegir strákar, bústnir og ófyrirleitn- ir í andlitinu, heill hópur. Sumir standa á yztu brún, en aðrir liggja á maganum og góna niður í sjóirm. Á bryggjunni liggur aflinn: 10 til 15 kolar, 1 smáufsi og nokkur seiði. Er hann tregur strákar? Ja, jú. Ég er nú búinn að fá þetta, segir einn og bendir á mynd- arlega sandkolaös. Jæja, og ætlar með það heim í matinn? Ertu vitlaus maður? Og hann tekur hvem kolann fyr- ir sig og hendir honum í sjóinn. Kunnið þið að synda? Já, auðvitað maður. Og dettið þið aldrei í sjó- inn? Ertu vitlaus? Er mömmu ykkar ekki illa við að þið séuð að flækjast niður á bryggjttm? Nei, nei. Þetta svar var að vísu ekki eins ákveðið í hljómi og það lítur út á prenti og einn þeirra bendir á annan og seg- ir með alvöruþunga hins lífs- reynda. Hann er að stelast þessi. Ja. eiginlega er ég ekki að stelast, segir hinn afsakandi. Mamma vissi ekki hvert ég fór, en ég sagði pabba að hann gæti fundið mig hér. Eins og áður er sagt, voru strákamir dálítið ófyrirleitn- ir í andlitinu og horfðu án þess að blikna inní Ijósop myndavélarinnar og voru af- skaplega spenntir að vita hvenær myndimar kæmu í blaðinu. Hér eru sem sé myndimar af ykkur strákar mínir og verði ykkur að góðu. G.O. Sala SÍS á ísl. framlei&slu- vörum nasn 1010 millj. sl. ár 61. aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga hófst í Bifröst í gær og sóttu fundinn rösklega 100 fulltrúar 57 félaga með samtals 31552 félagsmenn auk stjórnar SÍS, forstjóra, framkvæmdastjóra end- urskoðenda, ýmissa starfsmanna og nokkurra gesta. Formaður StS, Jakob Frí- mannsson kaupfélagsstjóri setti fundinn og minntist nýlátinna forystumanna samvinnuhreyf- ingarinnar, þeirra Kjartans Sæ- mundssonar kaupfélagsstjóra KRON og Björns Hallssonar fyrrv. alþingismanns. Risu fundarmenn úr sætum í virð- ingarskyni við hina látnu. Fundarstjóri var kjörinn Jör- undur Brynjólfsson fyrrv. al- þingisforseti og til aðstoðar Ragnar Péturssoni kaupfélags- stjóri. Fundarritarar voru kjömir Kristinn Sigmundsson, Framhald á 2. síðu. Föstudagur 21. júní 1963 — 28. árgangur — 136. tölublað. Nýjasta Parísar- tízka sýnd á Sögu 1 kvöld, annað kvöld og á sunnudagskvöldið munu tvmr þekktar sýningarstúlkur frá París sína nýjustu Parísartízku í kvenfatnaði, um 50 model- klæðnaði frá frægum tízkuhús- um I París, á frönskum kynn- ingarkvöldum sem Ferðaskrif- stofan Sunna efnir til í Súlna- salnum á Hótel Sögu. Til þessara skemmtikvölda er stofnað í samvinaiu við franska ferðamálaráðuneytið, Galeries Lafayette og fegrunarstofu- og snyrtivörufiimað Coryse Sal- ome, sem hefur um 100 snyrti vöruverzlanir og fegrunarstofur í París einni saman og auk þess víða um heim. Einkaum- boð hér á landi fyrir þetta fiirna hefur snyrtivöruverzlunin og fegmnarstofan Valhöll h.f. við Laugaveg. Mun ungfrú Martine, skólastjóri snyrtiskóla Coryse Salome í Paris ræða við áheyrendur milli atriða á tízku- sýningunni um leyndardóma kvenlegrar fegurðar. Frönsku sýningarstúlkumar voru væntanlegar í gærkvöld til Reykjavíkur með flugvél frá Flugfélagi Islands og dveljast þær hér til mánudagsmorguns. Salarkynni Hótel Sögu verða skreytt sérstaklega í tilefni Frakklandskvöldanna og mun hótelið hafa á boðstólum fyrir samkomugesti úrval franskra rétta og franskar veigar. Einn- ig leikur hljómsveit frönsk lög fyrir matargesti. Tízkusýning- aratriðin hefjast á hverju kvöldi klukkan 19 og verða sýndir kjólar, dragtir og kápur. Iðnverksfólk í Reykjavik fær sama kaup og á Akureyri Samkomulag hefur náðst milli Iðju, félags verksmiðju- fólks í Reykjavík og Félags ís- lenzkra iðnrekenda um 7,5% kauphækkun á öllum töxtum Iðju frá og með 17. júní s.l. og gildir samningurinn til 15. októ- ber í haust. Þá er einnig í samningnum ákvæði um lengdan kaffitíma, og jafngildir það styttingu vinnuvikunnar um 1 klukku- stund á sama hátt og í samn- ingum Iðju á Akureyri, sem áður hefur verið skýrt frá. Ef breyting verður á gengi ís- len^ku krónunnar, er samning- urinn uppsegjanlegur með mánaðarfyrirvara hvenær sem er. Samninganefndimar komu Lézt af afleiéing- um meiðsla í um- ferðarslysi I fyrrakvöld lézt á Landa- kotsspítala Ólöf Kristjánsdótt- ir, Höfðaborg 3, af afleiðimgum innvortis meiðsla er hún hlaut í umferðarslysi á mótum Lauf- ásvegar og Njarðargötu að- faranótt 13. þ.m. Fyrsta síldin söltuð nyrðra SIGLUFIRÐI í gær. — Fyrsta síldin sem söltuð var á sumrinu fyrir norðan var söltuð á Sölt- unarstöð Sigfúsar Baldurssonar hér á staðnum og urðu það sam- tals 200 tunnur sem fara á inn- anlandsmarkað. Síldin hefur nú náð um 18% fitu víðasthvar á miðunum, en allsstaðar er undirbúningur í fullum gangi fyrir væntanlega sumarsöltun og síldarstúlkurnar koma fljúgandi næstu daga. K.F. sér einnig saman um skipan tveggja nefnda til þess að at- huga og gera tillögur um breytingar á samningsákvæðum um vaktavinnu og ennfremur nýja flokkun kauptaxta við störf, sem unnán eiu í verk- smiðjum innan vébanda Félags íslenzkra iðnrekenda. Nefndirn- ar skulu skipaðar tveim mönn- um frá hvorum aðila og eiga þær að hafa lokið störfum fyrir septemberlok í haust og leggja tillögur sínar fyrir stjórnir fé- laganna. ■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■< Neituðu að | syngja eftir | 17.-júní ræðu i Þau undur skeðu í Sandgerði um siðustu helgi, að sveitarstjórinn á staðnum flutti þjóðhátíð- arræðu, sem fjallaði eingöngu um inngöngu ls- lands í EBE og hagræði af því í framtíðinni. Næst var á dagskrá kórsöngur með ættjarðar- söngvum og neituðu kór- félagar að syngja eftir þennan eindæma boðskap. Sveitastjórinn heitir Þórir Sæmnndsson og er þekktur krati á Suður- nesjum og stjórnaði meðal annars síðustu bæjar- stjórnarkosningum í Hafn- arfirði fyrir Emil Jóns- son. Þetta er einn af þess- um gylltu hvolpum ráð- herrans og var troðið upp á Sandgerðinga á sínum tíma. Enginn vafi leikur á því, að þessi þjóðhátíðar- ræða er runnin undan rif jum Emils Jónssonar og er þetta píp vottur um væntanlegar ráðagerðir á liærri stöðum. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.