Þjóðviljinn - 22.06.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.06.1963, Blaðsíða 1
Laugardagur 22. júní 1963 — 28. árgangur — 137. tölublað. «¦¦¦¦«¦¦¦¦* Dagsbrúnarfundur um samninga s Iðnó í dag I gær náðist samkomulag milli stjórna Verkamannafé- lagsins Ðagsbrúnar annars vegar og Vinnuveitendasam- bands Islands hins vegar um kaup og kjör, en samninga- umleitanir hafa staðið yfir milli þessara aðila að undan- förnu. Samkomulag þetta verður lagt fyrir fund í Dagsbrún sem haldinn verður í dag kl. 4 síðdegis í Iðnó. Rannsókn skráningarföls- unarmálsins er aó Ijúka Þi'óðviljinn spurðist fyrir um það í gær hjá Jóni Abra- ham Ólafssyni sakadómara hvað liði rannsókn kæru- málsins vegna fölsunar starfsmanns bæjarfógeta- embættisins í Hafnarfirði á skráningarskjali skipverja á Sigurpáli en Jón er setudóm- ari í málinu. Samkvæmt upplýsingum Jóns er rannsókn málsins nú að verða lokið og b'jóst hann við að það yrði sent sak- sóknara ríkisins til fyrir- sagnar innan skamms. Búið er að yfirheyra milli 20 og 30 manns í sambandi við rannsókn málsins, m.a- út- gerðarmanninn, útgerðar- stjórann og tvo menn hjá Landssambandi íslenzkra út- vegsmanna, en ekkert nýtt hefur komið fram í málinu, sagði setudómarinn en eins og áður hefur verið skýrt frá játaði Einar Árnason starfs- maður bæjarfógetaembættis- ins í Hafnarfirði er skráði skipshöfnina á skipið að hafa breytt skráningunni Bræðsla hófst á Sigluf iröi í gær Siglufirðj í gær. — Síld- arflotinn heldur sig mik- ið á norðaustursvæðinu og hefur legið í vari fram að þessu og nokkur skip í höfn. Þó er batnandi veður og búizt við, að skipin verði komin á miðin í kvöld og nótt. S.R. '46 hóf bræðslu kl. 18 í gser og hefur bræðslan geng- ið stirðlega og eru byrjunarörð- ugleikar með nýfar slamskil- vindur af Laval gerð og hefur verksmiðjan ekki brætt nema brot af venjulegutn afköstum. S.R. verksmiðjurnar eru fjórar hér á staðnum Um hádegi í dag var búið að taka á móti rösklega 9 þús. málum hjá S.R. Á sama tíma hefur Rsuðka tekið á móti 1500 máluin og byrjar bræðslu á næstunni. í gær var mæld hér 22% feit síld og virðist hún vera þegar hæf til söltunar. Undirbúningsvinna er þó ennþá á plönunum. — K.F. eftir að skipverjar höfðu gengið frá henni af sinni hálfu. Tveir „stórir" og margir litlir ? ¦s-t'Asfcst*- "V'" w' Þessa skemmtilegu mynd tók Ijósmyndari Þjóðvi ljans fyrir skömmu á Frakkastígnum. Stóru strák- arnir tveir spranga um hinir vígalegustu á stultum og aðdaunin í svip hinna yngri leynir sér ekki og undir niðri öfunda þeir þá eflaust svolitið af Ieikni þcirra. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Verkfræðingafélagið boðar algert verkfall 27. þ.m. Verkfræðingafélag ís- lands hefur nú boðað verkfall frá og með 27. þ.m. hjá öllum þeim að- ilum sem verkfallið hef- ur ekki náð til hingað til og verður verkfallið því algert eftir þann tíma, ef samningar nást ekki. Þjóðviljinn átti í gær stutt tal við Hinrik Guðmundsson framkvæmdastjóra félagsins og skýrði hann svo frá að þeir að- ilar sem verkfall væri boðað hjá 27. þ.m. væru ríkið, Akur- eyrarkaupstaður, Hafnarfjarð- arkaupstaður, Kópavogskaup- staður, Vestmannaeyjakaupstað- ur og nokkrir aðrir aðilar. Hinrik sagði jafnframt, að fé- lagið hefði að undanförnu rætt við nokkra aðila um kröfur þær er það setur fram, en án nokk- urs árangurs. Árið 1961 aug- lýsti félagið einhliða ráðning- arskilmála og stendur baráttan Lækka ber þj'ónustugjöld og bæta a5stö5u við höf nina nú um það að fá þá viður- kennda en auk þess fer félag- ið fram á að fá samsvarandi upp- bætur á þá skilmála og aðrar launastéttir hafa fengið síðan eða eru nú að semja um. Sagði Hinrik að lokum, að þessi síðasta verkfallsboðun fé- lgsins væri til þess gerð að knýja atvinnurekendur til samn- inga. Þriðja athugasemd Hjalta Kristgeirssonar hagfræðings við reikninga Reykjavíkurborgar og fyrirtækja hennar fyrir árið 1962 fjallar um rekstur Reykjavikurhafnar og er hún svo- hljóðandi: „Reykjavíkurhöfn skilar miklum hagnaði eða rúmlega 10 milljónum króna samkvæmt rekstrarreikningi. Er það um 30% brúttótekna. Hinn raunverulegi gróði er þó miklu meiri, þar eð drjúgur hlutj hans er falinn í afskriftum. Þær eru alls bókfærðar 8,3 milljónir króna, en ætla mætti, að 3—á milljónir væru hóflegí. Handbært fé var um síðustu áramót 7,2 milljónjr króna, þrátt fyr- ir 3,2 milljóna skuld borgarsjóðs við fyrirtækið. Sýnist því rétt að gera hvort tveggja í senn-' — stórlækka þjónustugjöld hafnarinnar — og verja fénu þegar í stað til hins brýna verkefnis að bæta aðstöðu við höfn- ina. Benda má á, að sl. 8 ár haf a ekki verið keypt nein áhöld eða tæki til hafnarinnar*. Sigurður Sigurðs- son sýslumaðtur látinn I fyrrakvöld andaðist Sigurð- ur Sigurðsson fyrrverandi sýslu- niaður á Sauðárkróki að Sól- vangí í Hafnarfiirði. Sigurður var á 76. aldursári er hann lézt en hann íæddist í Vig- ur í Isafjarðardjúþi 19. septem- ber 1887 sonur hjónanna séra Sigurðar Stefánssonar alþingis- manns og Þórunnar Bjarnadótt- ur. Að loknu stúdentsprófi hóf Sigurður háskólahám' og lauk embættisprófí í lögum árið 1914. Nassta áratug starfaði ' Sigurður bæði sem málaflutningsmaður og gegndi einnig ' ýmsum' embættis- störfum. 1924 var hann skipaður sýslumaður í Skagafjarðarsýslu og gegndi því embætti þar til hann lét af þvi fyrir aldurs sakir fyrir fáum árum. Sigurður var kvæntur Stefaníu Arnórsdóttur frá Hvammi í Lax- árdal og eignuðust þau 9 börn. Sigurður naut mikilla vinsælda og virðingar í starfi sínu og stóð hann framarlega í félagsmálum í héraði sínu og gegndi þar ýms- um trúnaðarstörfum. Dómur í Mil- woodmálinu eftir helgi Þjóðviljinn sneri sér í gær tii Hákonar Guð- mundssonar hæstaréttar- ritara og innti hann eftir þvi hvenær dóms væri að vænta í Milwooimálinu. Svaraði hann því til að dómur yrði ekki felldur fyrir helgi en hans myndi að vænta í næstu viku. Réttarfrí hefst í' dóminum í næstu viku en áður en það verður mun hann af- greiða nokkur mál sem fyrir honum liggja; þar á meðal Milwoodmálið. Loftleiðir vilja laða ferðamenn hingað til lands A aðalfundir Loftleiða 14. þjn. yar samþykkt. eftirfarandi tillaga varðandi ferðamál: „Aðalfundur Loftleiða h.f. 14. júní 1963 ályktar að nauðsynlegt sé að efla verulega aðstöðu til að taka á móti ferðamönnum hér á landi. Vill félagið stefna að því að greiða fyrir fram- kvæmdum sem að þvi miða, jafnframt því sem auglýsinga- starfsemi til að laða hingað ferðamenn verði efld verulega."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.