Þjóðviljinn - 22.06.1963, Síða 1

Þjóðviljinn - 22.06.1963, Síða 1
- Tveir „sfórir" og morgir litlir Þjóðviljinn spurðist fyrir um það í gær hjá Jóni Abra- ham Ólafssyni sakadómara hvað liði rannsókn kæru- málsins vegna fölsunar starfsmanns bæjarfógeta- embættisins í Hafnarfirði á skráningarskjali skipverja á Sigurpáli en Jón er setudóm- ari í málinu. Samkvæmt upplýsingum Jóns er rannsókn málsins nú að verða lokið og b'jóst hann við að það yrði sent sak- sagnar innan skamms. Búið er að yfirheyra milli 20 og 30 manns í sambandi við rannsókn málsins, m.a- út- gerðarmanninn, útgerðar- stjórann og tvo menn hjá Landssambandi íslenzkra út- vegsmanna, en ekkert nýtt hefur komið fram í málinu, sagði setudómarinn en eins og áður hefur verið skýrt frá játaði Einar Árnason starfs- maður bæjarfógetaembættis- ins í Hafnarfirði er skráði skipshöfnina á skipið að eftir að skipverjar höfðu gengið frá henni af sinni hálfu. Þessa sfeemmtilegu mynd tók Ijósmyndarl Þjóðviljans fyrir skömmu á Frakkastígnum. Stðru strák- arniir tveir spranga um hinir vígalegustu á stultum og aðdáunin í svip hinna yngri leynir sér ekki og undir niðri öfunda þeir þá eflaust svolítið af Ieikni þeirra. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Verkfræðingafélagið boðar algert verkfall 27. ji.m. Dagsbrúnarfundur um samninga í Iðnó í dag I gær náðist samkomulag milli stjórna Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar annars vegar og Vinnuveitendasam- bands íslands hins vegar um kaup og kjör, en samninga- umleitanir hafa staðið yfir milli þessara aðila að undan- förnu. ★ Samkomulag þetta verður Iagt fyrir fund í Dagsbrún sem haldinn verður í dag kl. 4 síðdegis í Iðnó. Rannsókn skráningarföls- unarmálsins er að liúka sóknara ríkisins til fyrir- hafa breytt skráningunni Bræisla hófst á Siglufir&i í gær Siglufirðj í gær. — Síld- arflotinn heldur sig mik- ið á norðaustursvæðinu og hefur legið í vari fram að þessu og nokkur skip í höfn. Þó er batnandi veður og búizt við, að skipin verði komin á miðin í kvöld og nótt. S.R. ’46 hóf bræðslu kl. 18 í gær og hefur bræðslan geng- ið stirðlega og eru byrjunarörð- ugleikar með nýjar slamskjl- vjndur af Laval gerð og hefur verksmiðjan ekki brætt nema brot af venjulegum afköstum. S.R. verksmiðjurnar eru fjórar hér á staðnum ★ Um hádegi í dag var búið að taka á mótj rösklega 9 þús. málum hjá S.R. Á sama tíma hefur Rauðka tekið á móti 1500 málum Qg byrjar bræðslu á næstunni. í gær var mæld hér 22% feit síld og virðist hún vera þegar hæf til söltunar. Undirbúningsvinna er þó ennþá á plönunum. — K.F. Verkfræðingafélag ís- lands hefur nú boðað verkfall frá og með 27. þ.m. hjá öllum þeim að- ilum sem verkfallið hef- ur ekki náð til hingað til og verður verkfallið því algert eftir þann tíma, ef samningar nást ekki. Þjóðviljinn átti í gær stutt tal við Hinrik Guðmundsson framkvæmdastjóra félagsins og skýrði hann svo frá að þeir að- ilar sem verkfall væri boðað hjá 27. þ.m. væru ríkið, Akur- eyrarkaupstaður. Ha.fnarfjarð- arkaupstaður, Kópavogskaup- staður, Vestmannaeyjakaupstað- ur og nokkrir aðrir aðilar. Hinrik sagði jafnframt, að fé- lagið hefði að undanförnu rætt við nokkra aðila um kröfur þær er það setur íram, en án nokk- urs árangurs. Árið 1961 aug- lýsti félagið einhliða ráðning- arskilmála og stendur baráttan Lækka ber þjónustugjöld og bæta abstöiu vii höfnina Þriðja athugasemd Hjalta Kristgeirssonar hagfræðings við reikninga Reykjavíkurborgar og fyrjrtækja hennar fyrir árið 1962 Jjallar um rekstur Reykjavikurhafnar og er hún svo- hljóðandi: „Reykjavíkurhöfn skilar miklum hagnaði eða rúmlega 10 milljónum króna samkvæmt rekstrarreikningi. Er það um 30% brúttótekna. Hinn raunverulegi gróði er þó miklu meiri, þar eð drjúgur hluti hans er falinn í afskriftum. Þær eru alls bókfærðar 8,3 milljónir króna, en ætla mætti, að 3—4 milljónir væru hóflegt. Handbært fé var um síðustu áramót 7,2 milljónir króna, þrátt fyr- ir 3,2 milljóna skuld borgarsjóðs við fyrirtækið. Sýnist því rétt að gera hvort tveggja í senn: — stórlækka þjónustugjöld hafnarinnar — og verja fénu þegar í stað til hins brýna verkefnis að bæta aðstöðu við höfn- ina. Benda má á, að sl. 8 ár hafa ekki verið keypt nein áhöld eða tæki til hafnarinnar". nú um það að fá þá vjður- kenrada en auk þess fer félag- ið fram á að fá samsvarandi upp- bætur á þá skilmála og aðrar launastéttir hafa fengið síðan eða eru nú að semja um. Sagði Hinrik að iokum, að þessj síðasta verkfallgboðun fé- lgsins væri til þess gerð að knýja atvinnurekendur til samn- inga. Sigurður Sigurðs- son sýslumaðiur látinn 1 fyrrakvöld andaðist Sígurð- ur Sigurðsson fyrrverandi sýslu- niaður á Sauðárkróki að Sól- vangi í Hafnarfíirði. Sigurður var á 76. aldursári er hann lézt en hann fæddist í Vig- ur í Isafjarðardjúþi 19. septem- ber 1887 sonur hjónanna séra Sigurðar Stefánssonar alþingis- manns og Þórunnar Bjamadótt- ur. Að loknu stúdentsprófi hóf Sigurður háskólanám og lauk embættisprófi í lögum árið 1914. Næsta áratug starfaði Sigurður bæði sem málaflutningsmaður og gegndi einnig ' ýmsum embættis- störfum. 1924 var hann skipaður sýslumaður í Skagafjarðarsýslu og gegndi því embætti þar til hann lét af því fyrir aldurs sakir fyrir fáum árum. Sigurður var kvæntur Stefaníu Amórsdóttur frá Hvammi í Lax- árdal og eignuðust þau 9 böm. Sigurður naut mikilla vinsælda og virðingar í starfi sínu og stóð hann framarlega í félagsmálum x héraði sínu og gegndi þar ýms- um trúnaðarstörfum. ! Dómur í Mil- j woodmálinu ! eftir helgi ■ Þjóðviljinn sneri sér í j • gær tii Hákonar Guð- j mundssonar hæstaréttar- ■ j ritara og innti hann eftir i : því hvenær dóms væri að j j vænta í MilwooJmálinu. j ■ Svaraði hann því til að : j dómur yrði ekki felldur j j fyrir helgi en hans myndi j að vænta í næstu viku. j j Réttarfrí hefst í dóminum j j í næstu viku en áður en j j það verður mun hann af- j j greiða nokkur mál sem j j fyrir honum liggja. þar á j j meðal Milwoodmálið. Loftleiðir vilja laða ferðamenn hinpðtil lands A aðalfundir Loftleiða 14. þm. var samþykkt eftirfarandi tiliaga varðandi ferðamál: „Aðalfundur Loftleiða h.f. 14. júní 1963 ályktar að nauðsynlegt sé að efla verulega aðstöðu til að taka á móti ferðamönnum hér á landi. Vill félagið stefna að því að greiða fyrir fram- kvæmdum sem að þvl miða, jafnframt því sem auglýsinga- starfsemi til að laða hingað ferðamenn verði efld verulega."

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.