Þjóðviljinn - 22.06.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.06.1963, Blaðsíða 2
2 SÍÐA HðÐVlLJINN Laagaategujr 22. júní 1983 Verðlaunaveitingar við uppsögn MR '63 Verndum verkfallsréttinnI Nýlega var vffta f belgfskum borgum efnt tfl mótmælaaðgerða gegn beirri ákvörðun stjórnarlnnar að skerða verkíallsrétt vfnnandf fólks og refsa þeim harðlega sem brytu gegn slíkum lögum. Myndin sýnir fjöldagöngu sem verkíallsmenn í Seraing efndu til í því skyni að mótmæla laga- setningu þessari. Aðalfundur SIS Framhald af 12. síðu. hvort að ske, að uppígreiðslur og rekstarvörulán samvinnufélag- anna til bænda lækki stórlega, eða veruleg lagfæring féist á lánafyrirkomulaginu. Þess vegna skorar 61. aðal- funúur SlS, haldinn í Bifröst 20. og 21. júní 1963 á ríkisstjómina og Seðlabankann að beita sér fyrir því, að bankakerfið í land- inu leysi þetta vandamál með því: 1. — Að nægileg afurðalán verði trj'ggð til þess að sam- vinnufélögin geti borgað bænd- um 90% verðsins strax við mót- töku afurðanna, og 2. — Að fyrirframlánin verði hækkuð á ný upp í 67% af á- ætluðu útborgunarverði til bænda. Jafnframt lýsa SlS og Sam- bandsfélögin sig reiðubúin til þess að taka sanngjarnan þátt í heildarlausn þessa vandamáls". Ályktun þessi var samþykkt samhljóða. Formaður Sambandsins flutti Vinnumálasambandi samvinnu- félaganna þakkir fyrir störf þess að lausn vinnudeilunnar á Norðurlandi og tóku fundar- menn undir þær þakkir sam- hljóða. Mjög miklar umræður urðu um félagsmál og tóku margir til máls. Síðari hlutadags fór fram stjómarkjör. Úr stjóm gengu að þessu sinni formaður Sambandsstjórnar Jakob Frí- mannsson kaupfélagsstjóri, Þórð- ur Pálmason kaupfélagsstjóri og Skúli Guðmundsson alþingismað- ur. Voru þeir allir endurkjömir til þriggja ára. 1 varastjóm vom kjömir Guðröður Jónsson kaup- félagsstjóri, Bjami Bjamason fyrrv. skólastjóri og Ólafur E. Ólafsson kaupfélagsstjóri. Páll Hallgrímsson sýslumaður var kjörinn annar endurskoðandi til tveggja ára. Varaendurskoðend- ur voru endurkjörnir þeir Guð- brandur Magnússon forstjóri og séra Sveinbjörn Högnason. Formaður þakkaði fulltrúum, starfsmönnum og gestum góða fundarsetu og ámaði þeim og samvinnumönnum um land allt heilla í störfum og sleit síðan þessum 61. aðalfundi Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Samvemnni í Bifröst lauk með sameiginlegu borðhaldi fundarmanna og hópi starfs- manna og gesta sambandsins. Við uppsögn Menntaskólans í Reykjavík um sl. helgi afhenti rektor skólans nemendum verð- laun fyrir námsafrek og góða frammistöðu í skólanum. Fer greinargerð rektors fyrir verð- launaveitingunni hér á eftir: „Eins og öllum er kunnugt, hefur verðgildi peninga rýmað stórlega á síðari árum, og hefur í sú rýmun óhjákvæmiiega komið hart niður á sjóðum skólans. En þessi verðlaun em fyrst og fremst veitt í heiðursskyni eða eins og það hefur löngum verið orðað á verðlaunabókum skólans „fyrir siðprýði, iðni og framfarir í Menntaskólanum í Reykja- vík“ “. A. Peningavcrðlaun: 1. Verðlaun úr Legati dr. Jóns Þorkclssonar rektors fyrir hæsta einkunn við stúdentspróf 1963 hiýtur Reynir Axelsson, 6.Z. 2. Verðlaun úr verðlaunasjóði P. O. Christensens Iyfsala og konu hans hljóta tveir nemendur fyrir góð námsafrek, þeir Jón Ögm. Þormóðsson 6. B og Sig- urður Ragnarsson 6. B. 3. Verðlaun úr Minningarsjóði Jóhannesar Sigfússonar yfirkenn- ara hljóta Sigurður Ragnarsson 6. B, sem er eini nemandinn í 27 ár, sem hlýtur eink. 10.0 í sögu við stúd. próf, en verðlaun- in em veitt fyrir hæsta saman- lagða árseinkunn og prófseink- unn í sögu við stúdentspróf. 4. Úr verðlaunasjóði 40 ára stúdenta frá 1903 fyrir hæsta einkunn í latínu við stúdents. próf hlýtur verðlaun Árni Iskas- son 6. D. 5. Verðlaun úr Minningarsjóði Páls Sveinssonar yfirkennara fyrir frábæra prúðmennsku og stundvísi hljóta Ólafía Guðrún Kvaran 6. C og Þórarinn Am- órsson 6. Y. 6. Verðlaun úr Minningar- sjóði Skú’.a íæknis Árnasonar fyrir næsthæstu einkunn í lat- ínu hlýtur Elísabet Guttorms- dóttir 6. C. 7. Verðlaun úr verðlaunasjóði Þorvalds Thoroddsens fyrir á- gæta frammistöðu í náttúm- fræði hlutu Stefán Glúmsson 6. X og Sigþór Jóhannesson, 6. Y. 8. Verðlaun úr íslenzkusjóði fyrir beztu ritgerð við árspróf 3. bekkjar hlaut Jón öm Marinós- son, 3. H. Verð- lagseftirlit Alþýðublaðið birtir í gær fomStugrein, um verðlagseftir- litið og segir að það sé til muna of lélegt. Muní Al- þýðuflokkurinn „leggja mikla áherzlu á það í stjómarsam- starfinu að verðlagseftirlitið verði eflt“ og meðal annars þurfj það að hafa yfir nægi- lega miklum starfskröftum að ráða til þess að geta rækt hlutverk sitt nægilega vel“. Hinni miklu áherzlu sinni mun Alþýðuflokkurinn vænt- anlega koma á framfæri við æðsta yfirmann verðlagseftir- litsins, Gylfa Þ. Gíslason við- skiptamálaráðherra. Veitir sannarlega ekki af að Al- þýðuflokkurinn ræði alvar- lega við Gylfa, því hann hef- ur unnið kappsamlega .'.ð þv£ á undanfömum ámm að und- anþiggja æ fleiri vömr verð- lagseftirliti, þar til nú er svo komið að ógerlegt er fyrir al- menning — og næsta erfitt fyrir embættismenn — að grynna í því hvar er um eft- irlit að ræða og hvar ekki. Væntanlega hefur það meðal annars verið þetta ástand sem viðskiptamálaráöherrann átti við þegar hann hélt hina frægu húsmóðurræðu sína um þær lystisemdir að ganga í búðir á íslandi. Alvarlegra er þó að þeð verðlagseftirlit sem enn er eftir hefur næsta gagnstæðar verkanir. Það getur takmark að álagningu heiðarlegra smá sala á ýmsum vöruflokkum en fyrir heildsala leggur þa<" alvarlegar freistingar. Með því fyrirkomulagi að hafa álagninguna aðeins prósentu af innkaupsverði geta heild- salar beinlínis tapað á því að gera hagkvæm innkaup. Er þá nærtækt fyrir þá að láta viðskiptavini stna erlendis hagræða faktúrum, þannjg að þeir fái aukaálagningu í er lendum gjaldeyri án vitunda’ íslenzkra yfirvalda. Og þót' í hópi heildsala sé eflaust a' finna ýmsa sannheilaga menn, munu sumir þeirra eiga erfitt með að standast þvílíkar freistingar. Þegar Alþýðuflokkurinn leggur á- herzlu á það við Gylfa Þ. Gíslason viðskiptamálaráð- herra að hann efli athafnir sínar á þessu sviði þyrfti að benda á þessar staðreyndir, gera verðlagseftirlitinu kleift að fylgjast með raunveruleg- um innkaupum og haga á- lagningu svo að það verði heildsölum keppikefli að gera sem hagkvæmust kaup er- lendis. En kannski er það að- eins fjölgun starfskraftanna sem Alþýðuflokkurinn hefur áhuga á; enn kunna að vera einhverjir menn til í þeim flokki sem ekki hafa hlotíð embættL — Austri. Hópur ungra Moskvubúa sem eru áhugasamir um flugmál hefur smíðað þetta Ioffarartæki scm aðeins hefur einn væng og hann hringlaga. Vængurinn er fimm metrar í þvermál og allt vegur farartækið aðeins 240 kíló. Farartækið lætur mjög vel að stjórn. Það getur legið tiltölulega kyrrt í loftinu og lendingin fer ákaflega hæglega og þægilega fram. Til sölu Einbýlishús í Kópavogi. — Félagsmenn sem óska að nota forkaupsrétt að húsinu snúi sér til skrifstofunnar Hverfisgötu 39 fyrir 26. júní. B.S.S.R: — Sími 23873 9. Verðlaun úr Minningar- og verðlaunasjóði dr. phil. Jóns Ófeigssonar hlutu Reynir Axels- son 6. Z og Jakob Yngvason 5. Y. 10. Verðlaun úr Minningarsjóði Pálma Hannessonar rektors fyrir góða kunnáttu í náttúrufræði, ís- lenzku og tónlist hafa þessir hlotið. Reynir Axelsson 6. Z. fyr- ir kunnáttu í náttúrufræði, ís- lenzku og tónlist, Baldur Her- mannsson, utan skóla, Ólafur Oddsmn, 6. Y, og Rögnvalur Ólafsson 6. Y. fyrir ágæta kunn- áttu í náttúrufræði og íslenzku. 11. Verðlaun úr Minningar- sjóði Boga Ólafssonar yfirkenn- ara fyrir hæsta einkunn, meðal- tal af árseinkunn og prófseink- unn í ensku við stúdentspróf hlaut Sólveig Pétursdóttir Egg- erz 6. C. 12. Engin Gullpennaritgerð barst að þessu sinni 13. Minningarsjóður Sigurðar yfirkennara Thoroddsen fyrir 9.5 og þar yfir í stærðfræði í mála- deild: Gunnar Jónsson 6. B. B. Bókavcrðlaun (frá skólanum): Fyrir iðni, siðprýði og framfar- ar: 6. B: Gunnar Jónsson 6. C: Elísabet Guttormsdóttir Snjólaug Sigurðardóttir 6. X: Halldór Sveinsson Stefán Glúmsson 6. Y: Högnvaldur Ólafsson 6. Z: Kristín Bjarnadóttir Kristín Halla Jónsdóttir 5. D: Sigurður Pétursson 5. X: Ásbjörn Einarsson Þorvaldur Ólafsson 5. Z: Sven Þ. Sigurðsson 4. C: Borghildur Einarsdóttir 4. X: Sigmundur Sigfússon Sigrún Helgadóttir 3. C: Ásmundur Jakobsson Jón Snorri Halldórsson. C. Bókaverðlaun frá félögum og stofnunum: Dansk-íslenzka félagið (fyrir á- gætiseinkunn í dönsku): Birgir Amar 6. X og Hrefna Amalds utan skóla. Frá franska sendiráðinu og Alliance Francaise: Jón ög- mundur Þormóðsson 6. B, Sig- urður Ragnarsson 6. B, Sigríður Arnbjarnardóttir 6. C, Ámi Isaksson 6. D, Halldór Sveins- son 6. X, Sigríður Einarsdóttir 6. Z. Þýzka sendiráðið og Germanía veittu verðlaun fyrir hæstu eink- unnir í þýzku: Kristrún Þórðar- dóttir 6. A. Sigurður Ragnarsson 6. B. Jóhanna Jóhannesdóttir 6, C, Rögnvaldur Ólafsson 6. Y, Unnur Pétursdóttir 6. Z, Sigríður Einarsdóttir 6. Z. British Councii: verðlaun fyrir hæstu einkunnir i ensku: Sólveig Eggerz 6. C, Sigurður Helgason 6. D, Baldur Hermannsson utan skóla. Frá fslcnzka stærðfræðafélag- nu fyrir ágætiseinkunn í stærð- rræði og eðlisfræði: Baldur Her- nannsson utan skóla, Geir A. Gunnlaugsson 6. Y, Halldór ^veinsson 6. X, Reynir Axelsson Z, Rógnvaldur Ólafsson, 6. Y, ilefán Glúmsson 6. X, Verðlaun umsjónarmanna: Inspector scholae: Sigurgeir Steingrímsson 6. X. Inspector platearum: Kristján Ragnarsson 6. B. LAUGAVEGI18XK SfMM9113 TIL SÖLU 2 herb. ný íbúð við Aust- urbrún, góð kjör. 2 herb. íbúð í smíðum í Sélási. 3 herb nýstandsett ibúð yjð Bergstaðastræti. með sér hita og sér inngangi, útb. 200 þús. 1. veðr. laus. 3 herb. efri hseð við Óðins- götu, sér inngangur. Útb. 200 þús. 3 herb. kjallaraibúð við Langholtsveg, sér inn- gangur, góð kjör. 3 herb. íbúð á efri hæð í Gerðunum, stofa og eld- hús á 1. hæð fylgir. 3 herb. góð íbúð á Seltjam- amesi. 3 herb. hæð í timburhúsi við Nýbýlaveg. 1. veðr. laus, góð kjör. 3 herb. hæðir 90 ferm. í timburhúsi við Engjaveg, útb. 150 þús. 3— 4 herb. íbúð í Safamýri, næstum fullgerð. 4 herb. jarðhæð við Ferju- vog, sér inngangur, 1. veðr. laus. 4 herb. vönduð hæð við Langholtsveg, með upp- hituðum bílskúr innrétt- uðum sem verkstæði. 1. veðr. laus. Timburhús við Suðurlands- braut, 4. herb. hæð og óinnréttað ris, útb. 100 þús. Glæsilcgt einbýlishús i smíðum í Garðahreppi. 5 herb. glæsileg íbúð í Hög- unum, I. veðr. laus. Lítið steinhús. við Víði- hvamm, á stórri bygg- ingarlóð. Útb. 80 þúsund. 1 SMlÐUM I KÓPAVOGI 5 herb. efri hæð með allt sér í HvÖmmunum. 3 herb. íbúð á I. hæð. Giæsilegar efri hæðir 130— 140 ferm. með allt sér. Höfum kaupendur með mildar útborganir að: 2 herb. íbúðum i borginni og f Kópavogi. 3 herb. íbúðum f borginni og f Kópavogi. 4— 5 herb. hæðum f borg- inni og í Kópavogi. Einbýlishúsum helzt við sjávarsíðuna. Hafið samband við okkur ef þið þurfið að kaupa eða selja fasteignir. Leiguherbergi Óska eftir leiguhcrbergi — helzt í námunda við miðbæ- inn. Uppiýsingar i síma 17502. Inspector: 6. A: Sjöfn Kristlánsdóttir 6. B: Gunnar Jónsson 6. C: Jóhanna M. Jóhannsd. 6. D: Már Magnússon 6. X: Þórarinn Sveinsson 6. Y: Halldór Magnússon 6. Z: Guðbjörg Kristinsdóttir." Atvinna Öskum að ráða járniðnaðarmenn og aðstoðarmenn nú þegar. — Mikil vinna. HÉÐINN bifreiðaleigan HJÓL Hverfisgðtn 82 SímJ 18-370 á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.