Þjóðviljinn - 22.06.1963, Síða 5

Þjóðviljinn - 22.06.1963, Síða 5
Laugardagur 22. júní 1963 HðÐVILIINN SÍÐA g Golfkennsla Golfkennslan á Grafarholts- vellinum er nú byrjuð aftur. Pöntunum á tímum veitir Kári Elíasson mótt. kl. 10—11 f.h. mánudaga til föstudaga í síma 10375 og einnig er haegt að tala við kennarann sjálfan í síma 14981 daglega kl. 15—15,30. Þeir sem ekki eiga kylfur geta fengið þær lánaðar ókeypis hjá félaginu. Kennsla fyrir unglinga er á miðvikudögum kl. 17—20. Er þá öllum séð fyrir nauðsynlegum áhöldum og kennslu án end- urgjalds. (Frá Goifklúbb Reykjavíkur). Framlag Hringsins orðið 6. millj. kr. Kvenfélagið Hringurinn hélt aðalfund sinn 30. maí síðastlið- inn. Fyrst minntist formaður 2ja félagskvenna sem látizt höfðu á árinu, en þær voru frú Ólöf Bjömsdóttir og frú Sigríður Fjeldsted. Fundarkonur vottuðu minningu þeirra virðingu sína með því að risa úr sætum. Næst fóru fram venjuleg aðal- fundarstörf. Stjómarkosning fór fram að þessu sinni, en samkv. lögum félagsins fara þær fram annaðhvort ár. Formaður var kosin frú Sigþrúður Guðjóns- dóttir, en aðrar í stjórn frú Mar- ía Bemhöft, ritari. frú Lára Bier- ing, gjaldkeri, frú Dagmar Þor- láksdóttir og frú Hólmfríður Andrésdóttir. 1 varastjórn voru kosnar þessar konur: frú Anna Hjartardóttir, frú Björg Thorodd- sen. frú Ragnheiður Einarsdóttir og frú Steinunn Sigurðardóttir (Sívertsen). í fjáröflunarnefnd voru kosnar: frú Sigríður Jónsdóttir, Bólstað- arhiíð 25, frú Bryndís Jakobs- dóttir, frú Ida Daníelsdóttir, frú Sigríður Jónsdóttir Hrefnugötu 10, frú Eufemía Georgsdóttir. frú Guðbjörg Birkis og frú Ágústa Sigfússon. Nefnd var kosin til þess að sjá um innkaup og allan útbúnað á Barnadeildina, og er frú Guðrún Hvannberg formaður þeirrar nefndar. Tekjur Barnaspítalasjóðs á árinu voru rúmar 850 þúsund krónur. 1 desember síðastliðnum var afhent 1 milljón króna til byggingar Bamaspítalans, og nemur þá framlagið til hans sex milljónum króna. Eignir spítala- sjóðs eru ávaxtaðar í verðbréf- um og í sparisjóðsbókum. Reikn- ingar sjóðsins og félagsins eru endurskoðaðir af löggiltum end- urskoðendum, og verða þeir birt- ir í B-deild Stjómartíðinda. — Á kosningadaginn síðasta efndi félagið til merkjasölu í Reykja- vík, og söfnuðust þá um 110 búsund krónur. Fyrir alla þá rausn og velvild. sem félagið hefur notið hjá öllum almenn- ingi, svo og fyrirtækjum og ein- staklingum sem gefið hafa stór- fé', vill það færa sínar inni- legustu þakkir. Vonir standa til að Bamadeildin geti tekið til starfa næsta ár. 'filja stöðva út- breiðslu kjarna- vopna LONDON 2176 — I dag birtist grein eftir Harold Wilson, for- mann brezka verkamannaflokks- ins, í blaðinu Daily Herald, og skýrir hann þar frá heimsókn sinni til Sovétríkjanna og við- ræðum sínum við Krústjoff for- sætisráðherra. Honum segist meðal annars svo frá að sovézku leiðtogamir hafi skýrt sér frá því að Kínverjar myndu ákaft krefjast kjarnavopna af Sovét- ríkjunum ef Vestur-Þjóðverjar yrðu aðilar að kjarnorkuher Atl- anzhafsbandalagsins. Wilson segir ennfremur að i-áðamenn í Spvétríkjunum hafi samþykkt tillögur sínar um samningaviðræður milli austurs og vesturs í því skyni að ná samkomulagi um að stöðva út- breiðslu kjamavopna og séu beir mjög áfjáðdr í að slíkur samningur verði gerður hið skjótasta. I. deild KR vann Fram 2:0 Framarar töpuðu fyrsta leik sínum í íslands- mótinu er þeir mættu KR-ingum á fimmtudags- kvöldið. Er sigur KR-inga fyrsti sigur þeirra í mótinu til þessa. Framarar hafa þó enn hreina forustu ef-tir 4 leiki en Akranes og Valur eru ekki langt á eftir. Fyrri hálfleikur 0:0 Fram átti heldur meira í fyrri hálfleik en ekki tókst þeim að skora frekar en fyrri daginn. Björn Helgason gerði þó heiðarlega tilraun á 5. mín. er hann skallaði fast í þverslá og Hrannar fékk knöttinn, en það fór á sömu leið, knötturinn vildi ekki í netið og smaug yfir þverslána. Um miðjan hálfleikinn varði Heimir glæsilegt skot Baldvins af markteig en þar skall hurð nærri h.æum. KR-ingar fengu tækifæri litlu síðar og það ekki af verri end- anum. Geir var hlaupinn úr markinu og Gunnar Fel. lék lausum hala inn í vítateignum. En Fram-vömin stillti sér upp í markinu og skallaði Gunnar í einn þeirra sem bægði hætt- unni fá. Síðari hálfleikur 2:0 KR-ingar mættu ákveðnir i síðari hálfleik og náðu fljót- lega tökunum á leiknum. Á 12. mín. kom fyrra markið, en það var Jón Sigurðsson sem skallaði glæsilega föstum bolta £ netið. Geir gerði enga til- raun til vamar en átti þó góðan möguleika á að verja. Fram-liðið varð fyrir því ó- láni að Guðjón Jónsson varð . að yfirgefa leikvöllinn þegar 18 mín. voru liðnar af síðari hálfleik, eftir samhlaup við Sigþór og töldu fróðir menn að um sprungu í fólegg gæti verið um að ræða. Léku Fram- arar því aðeins 10 það sem eft- ir var leiksins. Annað mark KR setti Gunn- ar Felixson með glæsilegu ská- skoti af stuttu færi efst í mark- homið. Mark þetta kom nokk- uð á óvart því Gunnar var í fremur erfiðri stöðu og svo átti Geir að geta lokað markinu. En Gunnar skoraði engu að síður. Þorgeir Lúðvíksson komst í dauðafæri á 32. mín en var gróflega hindraður af nýlið- anum Ársæli Kjartanssyni. Á- horfendur voru á einu máli um að hér hefði átt að dæma víta- spyrnu, en dómarinn Haukur Óskarsson var á öðru máli. Leiknum lauk með réttlátum > sigri KR-inga, en ekki var Gunnar Felixson skorar síðara mark KR (Ljósm. B.B.). Þróttarblaðið ný komið úf Félagsblað Knattspyrnufé-. lagsins Þróttar er komið út og er það hið myndarlegasta að vanda. Fjöldi greina er í blað- inu ásamt fjölda mynda. Með- al efnis í blaðinu er handknatt- leiks- og knattspymuannálar. Sjósund, grein eftir sundkapp- an Eyjólf Jónsson um sjósund frá aldamótum. Bessastaða- sundið, grein um þá fjölmörgu er það hafa synt ásamt fjölda mjmda er prýða þessar grein- ar. Dómaraþáttuf, i léttum dúr. Hver er félaginn? Grein um einn af forustumönnum Þróttar. Skotlandsferðin, rituð í þjóðsögu-„stíl“. Reykingar unglinga, grein um skaðsemi sígarettunnar. ★ Ýmislegt fleira efni er að finna í blaðinu skopmyndir, skrítlur og ýmsan fróðleik. Dreifing á blaðinu í verzlanir er þegar hafin. hægt að sjá það á leik liðanna hvort þeirra skipaði efsta sæt- ið í deildinni. Liðin. KR-ingar hugðust nota Garð- ar Ámason í þessum leik en Garðar var ekki vel heill í fæti og gat því ekki leikið með. Gunnar Guðmannsson tognaði í fyrri hálfleik og varð að fara útaf en inn kom Theodór Guðmundsson. Hörður Felixson réði ekki við hraða Baldvins en þó virðist Hörður liðkast með hverjum leiknum sem líður. Bezti maður framlínunnar var Gunnar Felixson hann var oft hættulegur upp við markið. Sveinn og Ellert sluppu ágæt- lega frá leiknum. Heimir í markinu átti rólega kvöldstund. 1 liði Fram tekur Björn Helgason mestum framförum en hann samlagast nú betur lið- inu með hverjum leiknum sem líður. Hrannar kemur líka til með meiri æfingu. Annars var Fram-liðið líkt og áður nema það að „heppnin" var ekk; með þeim að þessu sinni. S T A Ð A N L. V. T. J. st. M. Fram 4 3 1 0 6 3:2 lA 3 2 1 0 4 5:5 Valur 2 1 1 0 2 3:1 ÍBK 3 1 2 0 2 4:5 IBA 3 1 2 0 2 5:6 KR 3 1 2 0 2 3:5 Guðmundur Gislason, sundkappi Glæsilegt íslandsmet í 200 m flugsundi karla Nýlega fór fram hér a landi fyrsta úrtökukeppn- in fyrir meistaramót NorS- urlanda í sundi, sem háð verður í Osló í ágústmán- uði næst komandi. Á mót- inu voru sett tvö íslands- met, í 200 metra flugsundi karla og fjórsundi kvenna. Þar voru að verki þau Hrafnhildur Guðmunds- dóttir og Guðmundur Gíslason. Þetta er fyrsta skipti sem keppt er í fjór- sundi kvenna hérlendis. Afrek Guðmundar í 200 metra flugsundinu er sér- lega glæsilegt, en hann bætti tímann í þeirri grein úr 2.40,3 í 2.28,6 og vann sér þar með rétt til þátt- töku í Norðurlandmótinu, en ákveðinn lágmarkstími hefur verið settur í hverri grein, sem skilyrði fyrir þátttöku. Breiðablik vann Reyni með 5:2 Á miðvikudagskvöldið léku Breiðablik í Kópavogi og Reyn- ir í Sandgerði í 2. deild og lauk leiknum með yfirburða- sigri Breiðabliks, 5:2. Breiða- bliksmenn skoruðu öll sín mörk á undan Reynismönnum. Beztur árangur náðist í eftir- töldum greinum á hessu úr- tökumóti: 200 m flugsund: Guðmundur Gíslason, IR 2.28,6 (Isl. met. Lágmarkstími til þess að fá rétt til keppni á Norðurlandamótinu í þessari grein er 2.32,0). 200 m bringusund kvenna: Hrafnhildur Guðmundsdóttir, ÍR 3.03,3. (Lágmarkstími til þátttöku 3.00,0). Fjórsund kvenna: Hrafnhildur Guðmundsdóttir, IR 6.39,8. Þetta er £ fyrsta skipti, sem keppt er i þessari grein hér á landi og er timi Hrafnhild- ar þvi Islandsmet. Lágmarks- timi til þátttöku i Norðurlanda- mótinu er hins vegar 6.05,0. — Davíð Vaigarðsson, ÍBK synti 400 metra skriðsund karla á 4.59,4, en lágmarkstími til þátttöku í þeirri grein er 4.45,0. Nýkomið Sorplúgur. Cempexo mólning SAMBAND ISLENZKRA BYGGINGAFÉLAGA LAUGAVEGf 105 SÍMI - 17992 i I I I >

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.