Þjóðviljinn - 22.06.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.06.1963, Blaðsíða 6
6 sa>4 ------------------------—---------------MðÐVnjSiN Laugardagtir 22. júní 1963 Vi5 erum heilli öld á eftir, segja bandarískar konur nú Qeimflug Valentínu Teresjkovu, fyrstu konunnar sem leggur út á framtíðarbraut mannsins, hefur vak- ið umræður og aödáun í Bandaríkjunum sem ann- ars staðar, en einnig harða gagnrýni á hendur þeim sem stjóma geimrannsóknum Bandaríkjamanna fyrir að hafa algerlega sniðgengið konur, þegar væntanlegir geimfarar voru valdir. „Guðiúthýst úr skólum i USA " Hæstiréttur Bandarikj- anna heíur kveðið upp úr- skurð þess efnis að það sé stjórnarskrárbrot að lesa upp ritningargreinar eða faðirvorið í opinbcrum skólum. 1 fyrra kvað rétt- urinn upp úrskurð í svip- uðu máii og féll dómur á þá leið að það bryti í bága vlð stjórnarskrána að lesa bænir í miðskólabckkjun- um í skólum New York- borgar. Crskurður þessi vakti mikla athygli og deil- ur. Þeir scm voru honum ósamþykktir sögðu að guð hefði verið rekinn með harðri hendi út úr kennslu- stofunum. Aðrir sögðu að sannarlega ættu ríki og kirkja að vera aðskilin. Hinn nýji úrskurður hæstaréttarins varðar tvö mál og voru þau höfðuð af foreldrum barna í skól- um í Maryland og Pennsyl- vaniu. Forcldrarnir fullyrða að biblíulestur í skólunum brjóti í bága við það atriði stjórnarskrárinnnar sem kveður á um aðskilnað rík- is og kirkju auk þcss scm slíkt samrýmist ckki trú- freisinu. Eiginkona eins af öldunga- mönnum Demókrata, Philip Hart, sem er þrautþjálfuð flug- kona og hefur auk þess gengið undir ýmsar þær þolraunir sem geimförum eru ætlaðar og stað- izt þær með prýði sagði þegar hún frétti af flugi Valentínu Teresjkovu að Bandaríkin væru „hundrað árum á cftir Sovct- ríkjunum í að notfæra sér alla hæfileika kvenna. Allt þetta sýnir“, sagði hún, „að í Sovét- ríkjunum veitast konum tæki- færi sem þcim eru bönnuð -----------------------------< Spaak skammar de Gaulle Á þriðjudaginn var birti bandaríska ársfjórðungsritið Foreign Affairs viðtal viö Paul- Henri Spaak, utanríkisráðherra Belgíu. Ráðherrann fór hörðum orðum um de Gaulle Frakklands- forseta og sagði að hann hefði „opinskátt sýnt bandamönnum sínum í EBE lítilsvirðingu“. „Á komandi ári mun hann samt sem áður ckki meðhöndla okkur á þann hátt“, sagði Spaak. Spaak gagnrýndi harðlega framkomu forsetans er hann rauf viðræðurnar við Breta um inngöngu þeirrra í Efnahags- bandalagið. Forseti Frakklands, sagði hann, gerði allt til þess AQ .„kjiýja Jrap^siijp æjgig JÓJjá, ekki einungis á kostnað al- mennrar kurteisi, heldur einnig á kostnað þeirra reglna sem fylgja verður við stjórn umfangs- mikils bandalags". í Bandaríkjunum". Frú Hart hefur áður gagnrýnt bandarísku geimferðastofnunina NASA fyr- ir að taka ekki konur til greina þegar valdir eru geimfarar og hefur sótt fast að verða valin sjálf, enda telur hún að hún hafi fullkomlega jafngóða und- irbúningsþjálfun undir slíkar ferðir og þeir bandarísku karl- menn sem til þeirra hafa val- izt. Aðeins hermenn koma til greina öldungadeildarmaðurinn Mike Mansfield hefur sagzt vera sam- mála frú Hart og deilir hann á stjóm bandarísku geimferð- anna fyrir að hafa ekki frá upphafi gert ráð fyrir kcmum í slíkar íerðir. En hvemig stendur á þvf að það var ekki gert? Hershöfðing- inn Leighton Davis, sem stjórn- ar tilraunastöðinni á Canaver- alhöfða hefur þá skýringu til- tæka að frá upphafi hafi verið ákveðið að til greina kæmu að- eins hermenn sem hefðu að baki sér ekki minna en þúsund kiukkustunda flug í þotum. Þessi skiiyrðj ein, gegir hann, útiloka allar konur enda þótt þær kunni að hafa aðra kosti ^ til aö bera. „Sómi síns kyns" Bandarísk blöð hafa farið mjög lofsamlegum orðum um afrek Valentínu Teresjkovu. „Washington Post“ sagði þannig í forystugrein meðan hún var á lofti: „Valja hefur verið sjálfri sér, landi sínu og þó umfram allt kyni sínu til mikils sóma. Afrek hennar vekur svo mikla aðdáun að hún yfirgnæf- ir allar áhyggjur útaf velferð hennar í geimnum og aftur- komu hennar til jarðar. Megi hún snúa aftur til jarðar með sama örygginu og af sömu ein- urðinni og hún lagði af stað“. Nýlega voru valdir níu bandarískir hermenn til þjáifunar undir geimferðir til viðbótar þeim 6jö sem áður höfðu verið valdir. í þessum sextán manna hópi er engiin kona og ekki virðist ætlunin að nein bandarísk kona verði send út í gejminn lengi enn. Bandarísku geimfararnir sextán sjást hér i frumskógl á Panamaeiði, en þar er þeim kennt hvemig þedr geti komizt af ef svo óheppilega vildi til að geimför þeirra lentu á slíkum stað. Sextán karlar en eagu kona Beint samband milli K og K WASHINGTON, GENF 20/6 - í dag verður undirritaður samningur milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um beint fjar- ritasamband milli Moskvu og Washington. Hér er um að rasða fyrsta árangur af þeim viðræð- um um afvopnunarmál, sem fram hafa farið í Genf síðustu fimmt- án manuði. Það voru Bandaríkin, sem stungu upp á beinu fjarrita- sambandi milli Kreml og Hvíta hússins í Washington. Er þetta hugsað sem eitt af þeim atriðum, sem fært geti sambúð stórveld- anna í betra horf og minnkað spennuna í alþjóðamálum. Fjar- ritinn hefur því hlutverki að gegná, að hindra það, að stríð brjótist út fyrir óheppni eða misskilning. Síðustu vikur hafa viðræður sr.uizt um tækmlega hlið máls- ins, og hafa aðilar komið sér saman um, að fjarskiptasam- bandið liggi um Helsingfors, Stokkhólm og London. Geta þá Kennedy forseti og Krústjoff forsætisráðherra ráðið ráðum sín- um undirbúningslaust, ef mik- ið þykir við liggja, og hætta er á, að stríð brjótist út. Frá Washington berast þær fréttir, að endastöð fjarritans þar verði að öllum líkindum ekki í Hvíta húsinu sjálfu, held- ur í Pentagon, aðalstöðvum bandaríska hersins, en Pentagon hefur fast símasamband við skrifstoíur Kennedys forseta. Cliveden-höll, aðsetur Astorættarinnar. Profumomúlið og Ástorfjölskyldun ProfumomáHð er ákaflega flókið, eins og blaðalesendur munu hafa komizt að raun um. Við einn anga þess er ein fyr- írferðarmesta og áhrifaríkasta ætt Bretlands riðin, Astorætt- In, sem að vísu er komin til Bretlands frá Bandaríkjunum, en þangað kom hún frá I»ýzka- landi. Það var á ættarsctri Ast- oranna, Clivedcnhöll, scm Pro- fumo komst í kynni við Christ- Ine Keelcr, og I hallarlandinu átti milligöngumaður þeirra Stephen Ward, sumarbústað, og var heimagangur á heimili Ast- orhjónanna. Clivedenhöll er fræg úr brezkri samtíðarsögu, þvi að þar hefur verið háborg brezka Ihaldsflokksins, einkum á ár- unum fyrir stríð, þegar lafði Astor réð þar ríkjum og lagði á ráðin um undanlátsstefnuna gagnvart þýzka nazismanum. Völd Astoranna í brezkum stjómmálum eru mikil, ekki sízt fyrir það, að þeir eiga tvö af áhrifamestu blöðum Bret- lands, „The Times" og „The Observer". Þvi síðamefnda hefur vegna Profumomálsins þótt ástæða til að gera nokkra grein fyrir ættinni sem að blað- inu stendur, einkum vegna þess, eins og blaðið segir, að enginn virðist botna neitt í henni. Ast- oramir sem eiga „The Times" og „The Observer" eru frænd- ur. Astor lávarður, sem var annar Astoranna með aðalstign og sá sem gerði garðinn fræg- an í Cliveden fyrir strið en er nú látinn keypti „The Observ- er“, en bróðir hans, sem síðar var aðalsmaður og kallast Ast- or lávarður af Hever og er nú búsettur í Frakklandi, keypti „The Times". Astor lávarður, sem nú býr í Cliveden og er aðaleigandi „The Observers", Michael Astor og J. J. Astor hafa allir setið á þingi fyrir Ihaldsflokkinn og eru bræður Davids Astors. sem er ritstjóri blaðsins. Astorarnir sem nú standa að „The Times" eru þrír, Gavin, formaður stjómar þess blaðs og sagður einkavinur drottningar. Hugh og John Astor. Allir eru þeir komnir af þýzkum skinnakaupmanni, Jo- han Jacob Astor, sem fyrir tvö hundruð árum fluttist til Amer- íku og keypti þó stóran hluta af Manhattaneyju og er nokk- ur hluti þess lands enn í eigu hinnar bandarísku greinar ætt- arinnar. Sumir þeirra banda- rísku Astora hafa líka fengizt við blaðaútgáfu, þannig átti einn þeirra hið útbreidda viku- blað „Newsweek" til skamms tíma. Allt frá því að annar mark- greifinn af Astor (sá sem keypti „The Observer") kvæntist dollaraprinsessunni sem varð hin fræga lafði Astor og fyrst kvenna til að sitja á brezka þinginu hefur Clivedenhöll ver- ið eitt aðalsetur brezkra stjómmála og athafnalífs og munu fáir þeir brezkir fyrir- menn, a.m.k. úr röðum íhalds- manna. sem ekki hafa þegið þar gistingu og góðan beina — og notið kvenlegs yndisþokka, eins og sagan af Chrístine Keeler sannar. Ungfrú Christine Keelcr á götu í London.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.