Þjóðviljinn - 23.06.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.06.1963, Blaðsíða 4
4 SIÐA------ ÞJÓÐVIL7INN SrcnramTagug 23. iúáí 196'' DMUiNN Ctgefandf: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Rítstjorar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason, Sigurður V. Friöþjóísson. Ritetjórn. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Simi 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 65 á mánuði. EndurskoBun óhjákvæmileg Tl/f jög hefur dregið úr þeirri fornu baráttuaðferð *"* stjórnmálaflokkanna að sþréngja sérstakar kosningabombur skömmu fyrir kjördag. Reynslan hefur kennt fólki að taka þvílíkum sprengingum með varúð, og þær eru því hættar að ná hinum upphaflega tilgangi sínum. En þessi eðlilega 'tor- tryggni má ekki verða til þess að fólki sjáist yf- ir stórmál, aðeins vegna þess að þau verða opin- ber skömmu fyrir kosningar. Trúnaðarskýrsla dr. Ágústs Valfells um áhrif hernámsstefnunnar var engin „kosningabomba"; hún var birt skömmu fyrir kosningar af þeirri einföldu ás'tæðu að Ágúst samdi hana í vor og afhenti hana dómsmálaráð- herra nokkrum vikum áður en hún komst á vít- orð almennings. ^ TV'iðurstöður trúnaðarskýrslunnar voru ákaflega •*-* skýrar. Þar var bent á að styrjaldarhættan stafaði fyrst og frems't af vígbúnaðarkapphlaup- inu og herstöðvastefnunni og hættan myndi halda áfram að magnast meðan sú keppni væri háð; með aðild okkar að Atlanzhafsbandalaginu og hérstöðvakerfinu erum víð' l>antíig'" að' s'tuðla' "á'ð vaxandi styrjaldarhættu. Þar var rakið að því að- eins væri hætta á að ísland yrði skotmark í. síyrj- öld að hér eru herstöðvar; að öðrum kosti gæti enginn styrjaldaraðili talið sér hag í því að ráð- ast á ísland. Þar var sýnt fram á að í nútímastyrj- öld væru fyrstu dagarnir, klukkutímarnir og mín- úturnar úrslifaatriði, þannig að hugleiðingar um hertöku landsins í fornum stíl eftir að styrjöld væri hafin eru úreltar með öllu. í skýrslunni er komizt að þeirri niðurs'töðu að herstöð sú sem nú er í Keflavík hafi svo mikið „skotmarksgildi" að 75% líkur væru á að hún yrði fyrir kjarnorku- árás þegar í upphafi styrjaldar. Afleiðingar því- líkrar árásar gætu orðið þæ'r að allt að þyí tveir þriðjuhlutar þjóðarinnar 'fortímdust. Þá er að lok- um rætt um það í skýrslunni að hægt myndi að draga úr banvænum áhrifum geislunar með því að hafast við í kjöllurum húsa samkvæmt til- 'feknum reglum, en ekki hafa sérfræðingarnir meiri trú á þeirri aðferð en svo að þeir gera ráð fyrir sérstöku rammgeru byrgi handa ríkisstjórn- inni og æðstu stjórn landsins. rw\ í sfæða er til að leggja áherzlu á það að skýrsla ¦^*- þessi er samin samkvæmt fyrirmælum Bjarna Bénediktssonar dómsmálaráðherra og NATO- sléfnan sjálf er höfð að forsendu. Engu að síður verða niðurstöðurnar þessar, vegna þess að í skýrslunni er fjallað um staðreyndir en ekki áróð- ur. Og þvílíkar niðurstöður hljóta að knýja alla heiðarlega menn til þess að endurskoða viðhorf sín. Eflaust hafa langflestir hernámssinnar sæít sig við hernámið vegna þess að þeir trúðu áróðr- inum um vernd og öryggi. Þegar þeir fá nú óve- fengjanlegar sannanir um hið gagnstæða ber þeim að skoða hug sinn að nýju og komast að rökrétt- um níðursföðum. Ef valdhafarnir eiga erfitt með að losna úr viðjum síns eigin áróðurs ber álmenn- ingi að veita þeim nauðsynlega aðstoð. — m. HHMMH^H^ra^HHHHHit Frá Hvanneyrarmétinu Um og eftir s.l. mánaðamót fór fram að Hótel Hvanneyri á Siglufirði hin fyrirhugaða keppní um 4. sætíð í landslíði milli þerra Freysteins Þor- bergssonar, Benónýs Benedikts- sonar og Jónasar Þorvaldsson- ar, Til þess að auka sern mest á fjölbreytni mótsins og fyll- ingu, þá var tveimur norð- lenzkum skákmeisturum bsett í keppnina, þannig að kepp- endur urðu alls 5, og var tvö- föld umferð tefld. Það voru þeir Þráinn Sigurðsson Siglu- firði og Halldór Jónsson frá Akureyri, sem komu til við- bótar. En að sjálfsögðu tefldu þeir með þeim fyrirvara, að vinningar þeirra og töp hefðu engin áhrif á innbyrðiskeppni þeirra þremenninga um lands- liðssætið. Úrslit mótsins urðu þau. að Freysteinn Þorbergsson vann yfirburðasigur og hreppti jafn- hliða landsliðssætið. Hlaut Freysteinn 6 vinninga (af 8) og tapaði engri skák. Annar varð Jónas með 4 vinninga. f þriðja og fjórða sætj urðu jafnir Þráinn Sigurðsson og Halldór Jónsson með 3% vinn- ing hvor, og lestina rak Ben- oný með 3 vinninga. Um þetta er svo það að segja, að sigur Freysteins, þótt glæsilegur sé, er hvorki sér- lega óvæntur né óeðlilegur, og munu flestir hafa talið hann sigurstranglegastan í byrjun. Enginn hinna keppendanna mun hafa lagt slíka rækt við skáklistina sem Freysteinn, né hlotið jafnmikla og staðgóða keppnisreynslu. Um hæfileika . fean.s.. þarf .. ekkj að ræða.. né keppnisskap, af því hefur hann<s>- nóg. Þátturlnn býður Freystein Þorbergsson velfominn Hands- liðíð, því þótt vér eigum eng- in húsbóndaréttindi þar, þá vitum vér að þar er réttur maður á réttum stað. Jónas Þorvaldsson fór vel af stað. en bilaði í síðari hluta mótsins. Hreppti þó annað sæt- ið, og er það út af fyrir sig gott. Þráinn Sigurðsson, hefur varla teflt alvarlega skák um aldarfjórðungs skeið og sýnist því mega vel við sinn hlut una. Var sérstaklega skemmti- legt, að þessi gamalþekkta skákkempa skyldi taka þátt í leiknum. Minna má á. að fyrir siéttum 30 árum, 1933, varð Þráinn skákmeistari Reykja- víkur og var á þeim árum í hópi öflugustu meistara okk- ar. Halld6r Jónsson sem varð jafn Þrání, er mjog vandvirk- ur og þrautseigur skákmaður með góða hæfileika. — Hvað hernaðartaktik snertir svipar hpnum meir til Fabíusar en Hannibals. Allir vildu hafa teflt skák- ir Benonýs. þegar honum tekst bezt upp, en væntanlega öllu færri í önnur skipti. Enginn skákmeistari hérlendur býr yf- ir slíkum andstæðum sem hann. Benoný er fyrst og fremst íistamaður. en skapandi og frumleg list býr ávallt und- ir þeirri ógn, að leysast upp í fjarstæðu og hreinar öfgar. Kemur Það til af því. að listin leikur elnkum um þau svið. sem Ijóskastarar mann- legrar skynsemi ná naumlega til. En þótt Benoný næði miður góðum árangri nú, þá getur hann litið björtum augum á framtíðina. því þeir eigin- leikar, sem hafa skipað honum á bekk, með fremstu meistur- um okkar eru enn í fullu gildi. Hér kemur svo skák frá of- annefndri keppni: Hvítt: Jónas Þorvaldsson Svart: Ha'Idor Jónsson Spánskur leiknr. I. e4. e5; 2. Rt3. Rc8. 3. BM a6; 4. Ba4, Rf6; 5. 0—0, Be7; 6. Hel, b5; 7. Bb3, 0—0; 8. c3, d6; 9. h3, Rd7. (Afbrigði það, sem svartur velur hefur verið allmikið teflt á síðustu árum. Meðal annars beitti Friðrik Ól- afsson því gegn Tai á Kandí- datamótinu 1959. Ekki verður sagt að vamarkerfið í heild sé sérlega sannfærandi, og virðist gamla aðferðin 9. — Ra5 og 10. — c5 allt eins hagkvæm). 10. d4, Rb6; 11. Rb-d2, exd4; 12. cxd4, d5; 13. Bc2. (Ég held að Tal hafi einna fyrstur komið fram með þennan bisk- upsleik, sem er sterkari en 13. e5, en þeim leik var áður beitt). 13.--------Be6. 14. e5, Dd7; 15. Rb3, Bf5. (Friðrik lék hér 15.--------Ra4 gegn Tal í áð- urnefndri skák. Framhaldið varð: 16. Bg5, Rb4; 17. Bxe7, Dxe7; 18. Dbl, h6; 19. Hcl, Ha-c8; 20. Bh7t, Kh8; 21. Rc5, g6; 22. Bxg6, Rxcð; 23. Hxc5, fxg6; 24. Dxg6 og Tal fór með sigur af hólmi eftir harða viðureign og tvísýna). 16. Bg5. (Líklega er 16. Rc5 sterkari leikur hér. Eftir 16. — — Bxc2; 17. Dxc2 á svart- ur úr mjög vöndu að ráða, þar sem hann má helzt hvorki drepa riddarann á c5 né unna honum lífs). 16.--------Bxg5; 17. Rxg5, Rb4; 18, Bbl! Ra4; 1,9. Dd2, Bxbl; 20. Haxbl, De7; (Auð- vitað ekkj 20. — — Rxa2 vegna 21. Hal). 21. a3. (21. e6 er freistandi. en eftir 21. — — Í6 væri svörtum þó enginn bráður háskj búinn, enda þótt riddar. inn hvíti yrði hinn fyrirmann- legasti á f7). 21. — — Rd3; 22. Dxd3; (Einfðld leið, en 22. He2, c5; 23. Dxd3, Dxg5; 24. dxc5 er einnig sterkt). 22.-------Dxg5; 23. He-cl, c5; (Hugmynd Halldórs en 24. Rxc5, Rxib2! En Jónas finnur prýðilegan millileik), 24. h4! c4; (24.--------Dxh4; 25. dxc5 væri óglæsilegt fyrir svartan). 25. hxg5, cxd3; 26. Rc5, Rxc5; 27. Hxc5 (Lokataflið er unnið fyrir hvítan, en krefst þó enn mikillar vinnu.) 27.---------Ha-c8; 28. Hdl, Hxc5. (Nú fær hvítur valdað frípeð á c-línunni, en hvað átti svartur að gera?) 29. dxc5. Hc8. 30. b4, Kf8; 31. Hxd3, Hd8; 32. H, g6; 33. g4, Ke7; 34. Kf2, Ke6; 35. Ke3. ;Hh8. (Þar hyggst hann loks fá eitthvert mótspil). Jónas l»or\'.ildssoru 36. Kd"4. h5; 37. gxhfi, HxhP, 38. c6, Hh4; 39. Hg3. fihl; 4» Kc5, Hclt; 41. Kb6, s&; it'. txgS, dt. [(Biðlefkurinn. Báð'r keppendur höfðtí verið í tíma- hraki. Nú iáttí svartnr að gríp=> til þess snjallræðis að gefas: uPP-X 43. Kb7, Kxe5. 44. c7. Kf4; 45. Hd3, Ke4; 46. Hh3, d3; 47 c8D. Hxc8; 48. Kxc8, dS« 49 Hhl, Kd3; 50. Kd7 08 loks gafst HaHdór upp. Aðcrifundur FéSags söluturnaeigenda Aðalfundur Félags söluturna- eigenda var haldinn í Breið- firðingabúð laugardaginn 4. maí síðastliðinn. Formaður félagsinS, Ha'fliði Jónsson, minntist Inga Guð- mundssonar og Kristins Kristj- ánssonar, en fundarmenn vott- uðu hinum látnu félögum virð- ingu með því að rísa úr sæt- um. Formaður, Hafliði Jónsson, flutti skýrslu stjórnarinnar um "isn urjfc nwí>q luafeYO ao uu störf félagsins á llðnu (starisíri. Hafliði Jónsson. var endur- kjörinn formaðuT félagShM, en meðstjórneindur, Biigir Stein. þórsson, Ásta Guðmundsdóttir Sveinn Jónsson og Aðalheiður Jónsdóttir. Varamenn voru kjörnir Svav- ar Guðmundsson og P41J Stef- ánsson. Fulltrúi í stjóm Kaupmanna- samtaka fslands var kjörinn Hafliði Jónsson, en til vara Birgir Steinþórsson. Sunnudugskmsgátu Þjóðviljuns nr. 13 LÓÐRÉTT: 1 fyrrv. konungur, 2 kven- nafn, 3 sjúkrahús 4 afgjaldiö, 5 viljug- um, 6 tíðindin, 7 hvalspik, 12 skaSi, 14 grillur, 16 vísa, 18 sálarvana, 20 upp- sprettan, 22 hetju, 24 átti, 25 droparn- ir, 26 Víl. LAUSN A KROSSGATU NR. 12. LARÉTT: 1 snjóskafl. 6 gat. 8 möttull. 9 gerill. 10 afréð. 12 geimfar. 14 utar. 16 Snorri. 18 Ióminn. 21 gras. 23 afsanna. 25 vinir. 28 morar. 29 nánastí. 30 rík 31 auðnaðist. LÁRÉTT: 1 köttur, 4 flugtæki, 8 fjar- skiæki. 9 hall, 10 vagn, 11 vesaiingur, 13 vatns, 15 tap, 17 kaupið, 19 lengdar- ein. 21 rangri, 23 andað, 26 glas, 27 klettur, 28 kvalir. « LÖÐRÉTT: I summa. 2 Jótar. 3 skurftur. 4 af- lóga. 5 lægði. 6 gíraffi. 7 tildran. 11 fín. 13 erla. 15 tign. 16 skammur. Í7~ Öfsaró¥rÍ9 oivirtna 20 nei. 22 ragnað. 24 norpa. 26 nestí. 27 plokkað

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.