Þjóðviljinn - 23.06.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.06.1963, Blaðsíða 5
Sunnudagur 23. júití 1963 HðÐVIUINN SÍÐA Sigurður Oddgeirsson Nokkur minningarorð Það mun vera noikkum veg- inn hið algengasta að hryggj- ast við andlátsfregn aettingja eða vima. En þegar ég frétti að frændi minn og vinur Sig- urður Oddgeirsson væri dá- inn létti mér. Svo hafði til- veran leikið hann hart. eink- um hin síðari ár. að hvíldin var það bezta sem honu-m gat hlotnazt. Sigurður fæddist í Vest- mannaeyjum 24. apríl 1892 og dó þann 1. júní s.l. Hann var af fjölmennri og þekktri ætt kominn. Móðir hans var Anna Guðmundsdóttir Johnsen pró- fasts í Arnarbæli í Ölvesi og íaðir séra Oddgeir Þórðarson síðast prestur í Vestmnnaeyj- um. valinkunnur öðlingur og mannvinur. Ég hef víða farið og mörgum kynnzt, af því að ég er atvinnuflakkari, en hvar sem ég hef heyrt minnzt á séra Oddgeir, hefur viðkvæðið alitaf verið eitt og hið sama: Hann var einlægur og sannur vinur allra manna. Þegar SÓð- skáldið Þorsteinn Erlingsson, vinur manna og málleysingja, byrjaði að yrkja sín fögru ljóð, skrifa sögur og boða betri tíma öllum mönnum til handa, boða jafnaðarstefnuna, hreifst séra Oddgeir af kenningum hans og snilli. og fylgdi þeim æ síðan til dauðadags, enda þótt það þætti þá, og þyki enn af alltof mörgum, jafn- vel ófínt að vera jafnaðar- maður. maður alþýðunnar. Sig- urður var í þeim efnum. sem mörgum öðrum. arftaki föður síns. Sigurður var afburða fríð- ur sem ungur maður. og góð- mannlegan svip bar hann alla tíð. Hann var greindur vel talinn af þeim. sem þekktu hann bezt og ýmsum góðum sérgáfum gæddur. Hann var var listfengur og ljóðelskur. snjall teiknari og málaði fagrar og eðþlegar myndir í frístundum sínum, oft eftjr erfiðan og illa launaðan vinnu- dag, og rithönd skrifaði hann eina þá fegurstu sem ég hef séð. Listfengi sinni og öðrum hæfileikum hélt hann ekki á lofti, og vissu færri en skyldi. Hann var prúður í allri fram- göngu, lítillátur og hógvær. greiðvikinn og örlátur. Sigurður átti ekki kost á teljandi skólagöngu í æsku, en aflaði sér staðgóðrar þekking- ar í hagnýtum fræðum. Um nokkurra ára skeið var hann verkstjóri og ávann sér þá traust og vináttu þeirra er hann sagði fyrir verkum. sem æ hélzt síðan. en slikt er ekki of algengt. því miður. Honum lét betur að segja komdu. en farðu. Mestan hluta ævinnar vann hann þó ýmsa verkamanna- vinnu og var, sem og í öðru, trúr og dyggur þeim sem hann vann. Mér þótti meira um vert að mæta Sigurði á götu, er hann kom frá vinnu í sín- um verkamannafötum, en sum- um þeim, sem uppstrílaðir eru og ráða yfir skrifstofum og lúxusbílum; það duldist eng- um að þar var sannur maður á ferð. Rétt fyrir fyrri heimsstyrj- öldina var hér ekki margra kosta völ fyrir alþýðumenn. En Sigurður var vonglaður og djarfur. svo sem æskumönn- um er títt, og fór því ungur að árum úr föðurhúsum og^. hélt til Bandaríkja Norður- Ameríku. þess gjöfula lands frá náttúrunnar hálfu. Þar hugði hann sér gott til. En eftir fæpa fimm ára veru þar kom hann heim aftur, vonsvik- inn og fátækur af öllu nema lífsreynslu. Hann hafði kynnzt af eigin raun því hyldýpi mis- réttis, sem slíkt þjóðfélag býð- ur þegnum sínum upp á. Hann hafði séð ómælanlegan lúxus og bílifi auðstéttanna, og hann hafði einnig séð atvinnuleys- ingja i hundruðum eða þús- undum. hungrað fólk. klæð- leysi þess og sárustu neyð. Að horfa upp á slíkar öfgar gerði Sigurð að eldheitum sósíalista, og þeirri skoðun sinni hélt hann fram ótrauður, við hvern sem var, þar til hamn leið. enda ekki mótvon með mann, sem kynnzt hafði þvilíkum öfgum, ég vil segja þjóðfélags- legu brjálæði, af eigin raun. ásamt þvj að hann hafði mjög haldgóða bóklega þekkingu á þjóðfélagsmálum. svo sem áð- ur er vikið að. Irska mikilmennið Bernard Shaw sagði eitt sinn, að sá sem ekki yrði sósíalisti af því að kynna sér stjómmál. væri bara fífl. Sigurður trúði á mátt þeirra afla. sem skoðan- ir hans hneigðust að, og rétt- mæti þeirra, og að þau myndu sigra að lokum. En þvi miður auðnaðist honum ekki að sjá það og vita, sem hann þráði svo mjög, að öllum liði vel, en enginn liði skort, á þessari allsnægtanna jörð. Skömmu eftir heimkomuma frá Bandaríkjunum giftist Sig- urður Ágústu Högnadóttur frá Vestmannaeyjum, glæsilegri konu, en missti hana 1948. varð það honum þungt áfall. Þau eignuðust sex böm. en eitt þeirra. Helga, dó í æsku. Hin ÖU eru uppkomin og mann. væmleg. Það er varla hægt að segja að lífið hafi farið mjúkum höndum um Sigurð. Mikinn hluta ævinnar átti hann við þrálátan sjúkdóm að stríða. og ýmislegt annað var honum mótdrægt í lifinu, þjóðfélags- legs eðlis. Allt mótlæti bar hann með dæmafárri stillingu og æðruleysi. Síðustu ævidag- ana má þó segja að þyrmt hafi yfir hanm. Nú er Sigurður vinur minn genginn. Um það tjáir ekki að sakast, svo er gangur lífs- ins. En við vinir hans getum ekki heiðrað betur minningu hans og gert honum betur, en að vinna af alhug og djörf- ung fyrir því að hugsjónir hans megi rætast. En það get- ur tekið tíma. jafnvel ár og aldir. En öllum þeim öflum, sem reyna að koma í veg fyr- ir að brautin verði rudd öllum til bjartara og betra lífs skal sannarlega svefnþom stungið. Haukur Þ. Oddgeirsson. Bifreiðastöð Steindórs vann firntakeppnina Firmakeppninni í golfi lauk á laugardaginn 15. júní sl. með sigri Bifreiðastöðvar Steindórs (Ölafur Ág. Ólafsson), sem sigraði Mars Trading Comp- any (Jóhann Eyjólfsson). Sagt verður nánar frá firmakeppn- inni síðar. MOSKVA 2276 — Bresnéff, for- seti Sovétríkjanna, hefur verið skipaður einn af framkvæmda- stjórum miðstjómar Kommún- istaflokks Sovétrikjanna. Hallfríður BrynjóKsdóttir Minning Þann 18. júni síðastiiðinn andaðist frú Hallfríður Brynj- ólfsdóttir eftir langa og erfiða sjúkdómsbaráttu. Otför hennar fer fram á morgun frá Foss- vogskapellu. Hallfríður var fædd að Broddanesi við Kolla i Stranda- sýslu 29. febrúar 1892. Foreldrar hennar voru hjónin Brynjólfur Jónsson bóndi og kona hans Ragnheiður Jónsdótt- ir. Hallfríður ólst upp ásamt sex systkinum hjá foreldrum sínum að Broddanesi og Brodda dalsá. Hún stundaði nám £ Kvennaskólanum á Blönduósi og einnig i Reykjavík, en 1917 fór hún til Danmerkur til hjúkrunarnáms, og að námi loknu starfaði hún við hjúkmn- arstörf í Danmörk til ársins 1924, að hún fluttist til Islands og giftist eftirlifandi manni sín- um Jóni Grímssyni. Á árunum 1926—’27 dvöldu þau hjónin um þvf nær eins árs skeið í Fær- —-----------------------------<S> Bréfaskipti við Arnór Hanníbalsson Til upplýsjngar þeim, sem kynnu að hafa lesið opið bréf frá Arnórj Hanníbalssyni til undirritaðs í Frjálsri þjóð, dagsettri 22. júní. leyfi ég mér að biðja Þjó''viljann að birta þessi tvö bréf, sem fóru á milli mín og Arnórs Hanníbalssonar í febrúar síðastliðnum, þar eð rifsmíðin í Frjálsri þjóð verð- ur skiljanlegri eftir lestur þeirra. 1. — Afrit af bréfi frá Arn- óri Hanníbalssyni: Reykjavík. 1. febrúar 1963 Tímarit Máls og menningar, Sigfús Daðason Reykjavík. Virðulegi herra ritstjóri. Hér með leyfi ég mér að senda yður handrit að grein, sem ég hef ritað að beiðni yð- ar. Greinina hef ég nefnt: ,,Frá ánauð til frelsis". VæntJ ég þess að þér sjáið yður fært að birta ritgerðina í tímariti yðar. Hún yrði hollur lestur þeim uppþornuðu elli- æru gamalmennum. sem efst tróna í síðasta hefti timarits yðar og telja, að ,,fyrir öllu (sé) að eiga hugsjónina“ — trúna á hinn mikla Glæpon. sem öllu kviku eyddi. Ævi þessara rit-drauga yðar líður nú ekki aðeins „að hausti“, þeir eru fyrir löngu stirðfrosn. ir á helvegum Stalins. Brýn- asta verkefnið er að husla þá. Virðingarfyllst, Amór Hanníbalsson. 2. — Afrit af bréfi til Arn- órs Hannibalssonar. 11. febr. 1963 Hr. Arnór Hanníbalsson. Ég sendi yður nú aftur grein yðar Frá ánauð til frelsis — ásamt bréfi yðar, sem ég held sé réttast að þér varðveitið sjálfur. Þér getjð nú líklega nærri að ég muni ekki — jafnvel þó ég væri einn ritstjóri — þiggja tilboð yðar um aðstoð við að husla höfunda Tímarits Máls og menningar, enda hlýt- ur bréf yðar að vera til þess eins ritað að tryggja yður skjóta endursendingu greinar yðar. Reyndar furðar mig álika mikið á þvi hvað destalinisa- torarnir sumir hverjir halda mikjð upp á stalínistískt orða- lag, og hinu hvað antidogmat- istamir eru yfirtak elskir að dogmatískum hugsunarhætti. Hvorug þessara eiginda er mér kær, og er það full á- stæða til að svipta mig löng- un eftir samvinnu við talent sem þar að auki virðist eink- ar ósýnt um samskipti við aðra menn. Sigfús Daðason. Þess skai aðeins getið að þeir rithöfundar sem áttu efni i því hefti Tímarits Máls og menningar sem Arnór Hanní- balsson vísar til, voru þessir og í sömu röð og hér: Kristinn E. Andrésson, Hall- dór Kiljan Laxness, Snorri Hjartarson Jóhannes úr Kötl- um, Guðmundur Böðvarsson, Gisli Ásmundsson, Björn Jó- hannesson, Sigurður Blöndal. Skúlj Guðjónsson, Baldur Ragnarsson, Gunnar Bene- diktsson, Kristinn Reyr. Ólaf- ur Jóh. Sigurðsson, Guðmund- ur Thoroddsen, Hanries Sig- fússon, Guðbergur Bergsson, Þorsteinn frá Hamri, Dagur Sigurðarson. Skúli Magnússon, Bjöm Franzson. Björn Þor- steinsson. Sigfús Daðason. eyjum, en Jón vann þar að verzlunarstörfum. Árið 1927 fluttu þau aftur til Reykjavíkur og dvöldu þar þangað til 1932, en það ár fluttu þau til Eskifjarðar og áttu þar heima í sjö ár. Árið 1939 fluttust þau svo til Reykjavíkur, og hafa átt þar heimili síðan að undanteknu síðasta hálfu ári, sem þau höfðu búsetu í Hveragerði. Þau hjónin Hallfríður og Jón eignuðust tvö böm sem bæði eru gift og búa hér i Reykja- vík: Ragnbeiði sem gift er Ja- kob Tryggvasyni, og Braga, sern kvæntur er Kristbjörgu Gunn- arsdóttur. Bamaböm þeirra Hallfríðar og Jóns eru sjö. Þetta er umgerðin að ævi Hallfríðar, en um konuna mætti rita bæði langt mál og mikið. Svo var hún sterkur persónu- leiki, að engum sem henni kynntist mun hún gleymast. Hún var sérkennilega glæsileg kona, svo að af bar, viðmót hennar var í senn alþýðlegt og ljúft, en hafði þó yfirbragð höfðingsskapar. í einkalífi var hún i hópi þeirra kvenna sem farsælastar eru, hún átti góðan mann, sem hún unni alla tið. og hjónaband þeirra var mjög gott; bama- láni átti hún að fagna og hún naut þess að sjá framvindu sína í mannvænlegum bama- bömum. Hallfríður var kona, sem hik- aði ekki við að taka afstöðu til þjóðfélagsmála, og lítilmagninn átti ætíð verjanda þar sem hún fór. Hún varði hann af næm- um skilningi og samúð allrar sálar sinnar. Réttlætiskennd hennar benti henni ungri á leið sósíalismans til betra lífs í þessum heimi, og þá leið vildi hún opna öllum og lagði sjálf mjög mikið fram í orði og verki í áratugi, allt til þess síðasta, fyrir þann málstað, sem hún taldi réttastan. Hallfríður átti um margra . ára skeið sæti í stjóm Kven- félags sósíalista í Reykjavík, og undirrituð átti því láni að fagna að starfa í nokkur ár með henni þar og kynnast lífs- viðhorfum hennar, atorku og mannkostum. Við konur í Kvenfélagi sósíalista kveðjum þig, Hallfríður, með þakklæti og söknuði. Það er gengin góð og heil kona þar sem þú ferð. Manni þínum, bömum og öðru venzlafólki þínu færum við hugheilar samúðarkveðjur. Birna Lárusdóttir. Þorvarður Arnason vann Jasonkeppnina Ódýrir karlmannaskór og sandalar Seljum á morgun og næstu daga meðan birgðir endast Karlmannaskó verð aðeins kr. 210.— og kr. 265.— Karlmannasandala verð aðeins kr. 187.— SKÓBÚD AUSTURBÆJAR Laugavegi 100. 1 mjög góðu veðri sunnu- daginn 16. júní sl., hófu 18 kylfingar leik í JASON-keppn- inni. Sigurvegari varð Þorvarð- ur Amason og spilaði hann 36 holumar á 159 höggum nettó. Annar varö Jóhann Eyjólfsson á 162 höggum nettó og Ólafur Ag. Ólafsson þirðji á 163. Jafn- ir í fjórða og fimmta sæti urðu þeir Tómas Ámason og Jón Thorlacius á 164 höggum nettó. An forgjafar Htur útkoman þannig út: 1. Jóh. Eyjólfss. 43-42-42-43-170 2. Ól. Ag. Ólafss. 40-44-46-43-173 3. Pétur Bjömss. 44-46-43-46-179 Jóhann er því beztur án for- gjafar 36 holumar en Ól. Ag. bæði 9 holur og 18. Lélegasti höggafjöldi án forgjafar var 224 högg, en með forgjöf 196 högg. Þátttakan í keppninni var heldur lítil og á það auðvitað einhvern þátt í þvi, að stræt- isvagnaferðir á nýja golfvöll- inn í Grafarholtslandi em, enn sem komið er nokkuð stopular. Kosningar á Ítalíu í haust RÓM 22/6 — Leone, forseti ít- alska þjóðþingsins, sem Segni forseti fól að mynda stjórn, hef- ur tekið það að sér. Stjómin er minnihlutastjóm Kristilegra og mun aðeins ætlað að koma fjárlögum gegnum þingið, cn síðan efna til nýrra kosninga í haust. Leiðrétting Á forsíðu Þjóðvjljans í gær var sagt að Verkfræðingafé- lag Islands hefði boðað verk- fall; þar átti auðvitað að standa Stéttarfélag verkfræð- inga. i 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.