Þjóðviljinn - 23.06.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.06.1963, Blaðsíða 6
▼ 6 SIÐA HÖÐVUIINN Sunnudagur 23. jún{ 1933 Ctlagar, 1898—1900. Listasafn Einars Jónssonar Á Jónsmessudag ári'ð 1923 var Listasafn Einars Jóns- sonar opnaö til sýnis almenningi, og er safnið' þannig fjörutíu ára á morgun. ÞeLta var heiður júnídagur og merkur atburður í sögu bæjarins og safnhúsið orðið gamalkunnugt í vitund bæjarbúa. Árið 1914 veitti Alþingi íslendinga kr. 10.000.00 til byggingar safnhússins og var þaö fyrir forgöngu Bjarna Jónssonar frá Vogi. Byggingin dróst á langinn og hlupu einstaklingar undir bagga síðar og lögöu fram kr. 20 000.00 til smíði hússins, og beitti frú Gerða Hanson sér fyrir þeirri söfnun hjá einstaklingum hér í bænum. Fyrst átti að velja safninu stað, þar sem Þjóðleikhús- ið stendur nú, en eftir ráöum listamannsins varð Skóla- vörðuholtið fyrir valinu. íslenzkur sveitapiltur kemur til Reykjavíkur í fyrsta skipti um jónsmessuleytið og segist honum svo frá í endurminningum sínum: „Skólavarðan var fyrsta mannvirkið, sem ég sá í Reykjavík, gnæfandi við haf og himin meðfram þjóð- veginum ofan í bæinn. Eg starði á hana eins og tröll 40 ára á heiðríkju, og pabbi sagði mér af ljúfu geði allt, sem hann vissi um hana. Bærinn blasti við nokkru neðar, — heill heimur töfra í augum mínum, vinin á eyðimörk ferðalagsins, borgin í draumum.“ Einar Jónsson er fæddur að Galtafelli í Árnessýslu 11. maí 1874 og kominn af bændum langt aftur í ættir. Vorið 1893 sigldi Einar til Kaupmannahafnar til list- náms. Var hann fyrst á ýmsum teikniskólum, þá í tvö ár hjá Stefán Sinding, norskum myndhöggvara, en gekk síðan í Listaháskólann og lauk þar námi. Einar sýndi fyrst höggmyndaverk „Útlaga“ á Charlotten- borg árið 1901, en fór næsta ár til Rómaborgar og dvaldi þar hálft annaö ár. Heimsótti hann listasöfn í mörgum löndum Miö-Evrópu og á Bretlandi, en var annars búsettur í Kaupmannahöfn til ársins 1914 og mótaði allmargar myndir á þeim tíma. Árið 1917 kvæntist Einar unnustu sinni Önnu M. M. Jörgensen frá Kaupmannahöfn. Fóru þau það sama ár til Bandaríkja Norður-Ameríku og komu heim til íslands árið 1920. Hér starfaði listamaðurinn mörg ár og bætti við fjölmörgum nýjum verkum, svo að safnið jókst og margfaldaöist og stækka varð húsrúm þess. Einar lézt í Reykjavík 18. október 1954. T-T~nn var graf- inn á æskustöövum sínum. Hér í Reykjavík standa ýms minnismerki eftir Einar Jónsson: Helzt þeirra eru líkneskjur Jónasar Hall- grímssonar, Ingólfs Arnarsonar, Kristjáns konungs 9. Hannesar Hafsteins og Jóns Sigurðssonar. Afsteypa af hinni síðastnefndu stendur við þinghúsið í Winnipeg í Kanada. Þá stendur líkneski af Þorfinni karlsefni í Fíladelfíu í Bandaríkjunum og bronsafsteypa af því er hér í Reykjavík. tr álögum, 1916—1921, Alda aldanna, 1894—1905. Dcmantinn. / I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.