Þjóðviljinn - 23.06.1963, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 23.06.1963, Qupperneq 7
Sunnudagur 23. júni 1963 —-«-* ---------”------------------ ÞIÖDVILIINN Anna Jörgensen, 25 ára. SÍÐA ^ Frú Anna Jónsson í safngarðinum. — (Ljósm. G. M.). Bernska og œska í Kaup- manna- höfn Uppi á Skólavörðuholti rís rammger hamraborg og er illvíg til inngöngu við fyrstu sýn. Þetta er eitthvert sam- bland af íslenzku hamrabelti og bergkastala frá miðöld- um í vitund vegfaranda og norðurhliðin rís kuldaleg og dimm út að Eiríksgötunni. Litlar rúður eins og á gömlum turnherbergjum verða rauðar í kvöldsólinni, og járnslegnar hurðir eru á miðjum vegg með engum sýnilegum uppgangi að þessum harð- læstu dyrum. Mannhæðarhár virkisveggur umlykur þessa íslenzku álfaborg og tvenn járnhlið sýnast alltaf lokuð með digrum járnkeðjum og viðamiklum læsingum, sem útheimta digra og stóra kastalalykla. Og þarna inni situr ævagömul kona með þessa stóru og digru lykla í pússi sínu og er orðin í vitund íslenzkrar þjóðar eins og evrópsk aðalsmær frá miðöldum og gætir hinna rykföllnu verka meistarans eins og hollvættur í gömlum ævintýrum. Hverskonar sprota þarf að drepa á þessa harðlæstu veröld í vitund ís- lenzkra manna; þessa harðlæstu veröld, staðsetta mitt í ysi og þysi borgarlífsins á sjöunda tugi aldarinnar? Hvemig lítur þessi gamla kona yfir farinn veg með kærum lífsföru- naut í hálfa öld? Hversvegna beið hún sextán ár í festum? Einn sólskinsbjartan júnídag fyrir skömmu drukkum við sherry saman við eldhúsgluggann hennar og horfðum yf- ir þennan fallega garð með fíflum, sóleyjum og blágresi og ilmandi trjágróðri. Þetta var sunnanmegin í tilverunni. — Og glóð minn- inganna varpaði bjariri hlýju yfir andlit gömlu konunnar. Hún opnaði dyrnar upp á hálfa gátt að gömlum heimi með varfæmi heimsborgarans og aðeins einu sinni hmkku dyra- ar upp á gátt. Á fallegu ævikvöldi við eldhúsgluggann. Það er nýjársdansleikur ár- ið 1902 í Kaupmannahöfn. Salirnir á Prins Wilhelms Palæ eru fullir af prúðbúnu fólki og danshljómsveitin leik- ur fjöruga dansmúsik og lit- skrúðugir borðar þeytast yfir höfðum fólksins og loftið ómar af hlátrum gleðinnar. Hér halda íslendingar dans- leiki í Höfn. Kjólklæddir spígspora ungu herrarnir um salirna og þarna eru ungir og fjörugir strákar eins og Sigurður Eggerz, Jó- hann Sigurjónsson, Guðmundur Finnbogason. Ágúst H. Bjama- son og Ásgrímur Jónsson. Þeir stíga í faldinn við dansk- ar ungpíur og islenzk karl- mannslund gleðst við tvírætt bros eða danska ungmeyjahlátra og það er ekki kominn ennþá þessi ráðherrasvipur eða próf- essorssvipur íslenzkrar sögu yf- ir þessa heiðursmenn. Þetta eru ungir ærslafullir strákar að kveðja gamla árið og heilsa vonglaðir nýju ári. Þama stendur ungur íslenzk- ur sveitapiltur á diplomatfrakka svartbrýndur og þrekvaxinn og horfir glensfullur út á dsms- gólfið. Þetta er Einar Jónsson frá Galtafelli. Kannski er hann að horfa á sextán ára stúlkufiðríldi. sem snertir varla gólfið af bams- legri gleði og dansherramir þyrpast um hana og hún líður úr örmum eins til annars og er eftirsóttasta stúlka kvöldsins. Allt í einu er Einar Jónsson kynntur fyrir þessari stúlku. Hann bíður ekki boðanna, og þau svífa út á dansgólfið í Lanciers. Örlögin ráðast Einar Jónsson segir sjálfur svo frá: „Hún var létt eins og lauf- blað og á gáskafullu augnabliki hóf ég hana hátt á loft með beinum örmum, en hún hratt mér þá frá sér og þó við döns- uðum dansinn til enda, þóttist ég sjá þykkju hennar á þvi, hve hún hafði rpðnað í andliti, sem annars var mjallhvítt í umgjörð þykkra og svartra lokka". Hin ógleyman- lega stund Hvað segið þér. frú Jónsson um þessa lýsingu? Einkennilegri birtu sló á and- lit gömlu konunnar og hún mælti fram lágt og hrífandi þessum orðum: Ö, þetta var stundin. Síðar um kvöldið bað hann mig að gerast borðdama sín. Ég játti þvi. Þannig sveik ég loforð mitt við annan íslenzkan mann. Þremur dögum siðar kom hann f heimsókn til foreldra minna. Faðir minn var mjög siða- vandur maður og ég kveið þess- ari heimsókn. Þegar Einar var farinn segir pabbi við mig: Mikið er þetta myndarlegur og ráðsettur maður. Það er munur en þessir strák- hvolpar sem skjótast hér í kringum húsið á síðkvöldum og eru foknir út í veður og vind eíns og íkomar. Þá hló móðir mín. Fyrsta skipti, sem Einar bauð mér út sáum við Faust í Kon- unglega leikhúsinu, og stundum spilaði hann á orgel fyrir mig þennan fyrsta vetur og söng falleg íslenzk lög. Um vorið fór hann til Róm- ar. Ég stóð á brautarpallinum og var seytján ára. Þá segir Einar við mig: Nú er þetta allt búið okkar á millum. Ég tók upp vasaklút- inn og grét. Ég er aö fara suður í lönd og sé þig aldrei meira. Mikið var hann fallegur í lestarglugganum, þegar hann veifaði til mín og hvarf að lokum í hvítan gufumökkinn. — (Ljósm. G. M.). En þetta var ekki búið. Ég beið í festum í sextán ár. Ætt og uppruni Fullu nafni heiti ég Anna Maria Matthilde fædd Jörgen- sen 14. apríl 1885 í Horsens á Jótlandi. Foreldrar mínir hétu Matthilde fædd Wenk og Karl Jörgensen og eru þau bæði upp- runnin frá Fredericia á Jót- landi. Föðurafi minn rak vél- smíðaverkstæði þar og faðir minn nam iðnina af honum og dvaldi um skeið í Horsens. Ég var á öðru ári, þegar for- eldrar mínir fluttu aftur til Fredericia og sjö ára. þegar við fluttum til Kaupmanna- hafnar og þar rak faðir minn vélsmíðaverkstæði til dauða- dags. Móðurafi minn rak bókaút- gáfu og prentsmiðju í Freder- icia og þar bjó móðurbróðir minn Hermann Wenk og tók við þessu fyrirtæki afa míns. Móðurætt mín er gömul ka- þólsk ætt í Danmörku. Kvikmyndaleik- kona og tvær tengdamæður Ég er elzt af tólf systkinum, sjö systur og fimm bræður. All- ar systur mínar eru á lffi og tveir bræðra minna. Ein giftist dönskum verkfræðingi og var lengi búsett í Kanada. önnur giftist hollenzkum listaverka- sala og ráku þau listaverka- sölu í Munchen. Þriðja systir mín er gift Gunnari Gunnars- syni, rithöfundi, og eru þau bú- sett hér á landi. Fjórða er gift skrifstofumanni í Kaupmanna- höfn og ein giftist danska söngvaranum Karl Brisson. Karl Brisson var lengi „enter- tainer" í Englandi og Banda- ríkjunum. Hann söng til dæmis tvö ár samfleytt í „Kátu ekkj- unni“ í London. 1 Bandaríkj- unum kom hann fram í nokkr- um kvikmyndum og lék meðal annars í „Skyttunum" eftir samnefndri skáldsögu eftir Al- exander Dumas. Sonur hans heitir Freddy Brisson og er kvikmyndaframleiðandi í Holly- wood og er giftur bandarísku kvikmyndaleikkonunni Rosalind Russel. Ein systir min er ógift og hefur dvalið langdvölum á Brisson heimilinu. Þær telja sig báðar vera tengdamæður bandarísku kvikmyndaleikkon- unnar. Annar bræðra minna hefur dvalizt um 25 ára skeið í London og heitir Róbert Jörg- ensen og er forstjóri fyrir inn- flutningi á landbúnaðarvörum í Danmark House í Picadilly Street og hinn bróðir minn starfar í kornvörufirma í Kaup- mannahöfn. Kannski kann- ast einhver við Josef Wenk son móðurbróður míns í Fred- ericia, er var lengi skip- stjóri hjá Det Forenede Danske Selskab og sigldi lengi á Spán. Ameríku og ísland. I nunnuskóla Mikil siðavendni og trúrækni ríkti á heimili foreldra minna í Kaupmannahöfn og var faðir minn harður í horn að taka. Kannski hafa dætur hans verið of fallegar fyrir þennan heim. Hann var strangur, en við virt- um hann og okkur þótti vænt um hann. 1 æsku gekk ég í nunnuskóla i Bredgade. sem St. Jósefs-syst- ur ráku og var þó klaustur þeirra annars staðar i borginni. Mér þótti mjög vænt um tvær systumar, — þær systur Ágústu og systur Agnesi og var sú siðarnefnda skólasystir móð- ur minnar. Við lok skólavistar ætlaði ég að gerast nunna. Systir Ágústa og systir Agnes komu í heimsókn til foreldra minna og ræddu málið við þau. Þá sagði móðir mín: Æ, — ég held að telpukomið sé ekki of góð fyrir þennan heim. Þá varð pabbi skrýtinn á svipinn. Mikið þótti mér vænt um móður mína. Hún féll úr spor- vagni á ferð í Kaupmannahöfn og lézt skömmu siðar. Hún varð 58 ára gömul. Hún ætlaði að heimsækja mig til Islands. Orgelspil og ást Eftir að veröldin blasti við mér á nýjan leik hugleiddu foreldrar mínir ráð fyrir mér og settu mig í læri hjá dömu- klæðskera. Það revndist aðalatvinna mín um mörg ár að fylgjast með kventízkunni og sauma klæðn- aði á frúr Kaupmannahafnar. Unnusti minn dvaldist nú langdvölum í borginni og hitt- umst við oft og hann spilaði fyrir mig á orgel og söng ís- lenzku lögin. Við fórum oft gönguferðir saman um garða borgarinnar og stundum bauð hann mér á veit- ingastaði og höfðum við bæði yndi af hljómlist. Gifting okkar dróst á langinn og hafði Einar svona ríka á- byrðartilfinningu að stofna ekki heimili af litlum efnum. Ást mín þroskaðist og ég gat ekki gleymt honum. Stundum reyndist þetta hörð raun fyrir mig og er dönsk Framhald á 10. síðu. t

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.