Þjóðviljinn - 23.06.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.06.1963, Blaðsíða 8
8 SÍÐA HÖÐVIUINN Sunnudagur 23. 'iúní 1963 heimiliö og viö^ heimiliö og við ^heimiliö meðgöngU" tímann þurfa konur ekki síður að hugsa um útlitið en ella. Snyrti- legar og vel klæddar konur eru ánægðar og þar af leiðandi fallegar. Þó vaxtarlagið breyt- ist um meðgöngutímann er á- stæðulaust að vera að setja það fyrir sig, tækifæriskjólar geta verið smart ekki síður en hin- ir. ÓDÝRAST AÐ ÞVO OFT „Á morgun", segir sá lati og geymir allt til síðustu stund- ar, og vill svo verða með þyottinn ekki síður en annað. Þvottadögum er þá frestað þangað til allt tauið er orðið óhreint og ekki verður hjá því komizt að taka fram þvottavélina. En sannleikur- inn er sá að það er bæði miklu erfiðara og fer ver með tauið að þvo það sjaldan. • Margar flíkur eru nú fram- leiddar úr efnum sem auðvelt er að þvo og þurrka. Og með góðum þvottaefnum er það lít- il fyrirhöfn að skola úr blússu eða skyrtu um leið og farið er úr henni. Þessi efni eru líka flest þannig að ef þau eiga að líta vel út, þarf að þvo fötin strax eftir notkun. Á fleátum heimilum er hægt að nota handlaugina í baðherberginu til að þvo í blússur og annað smávegis. Árið 1834 kom út bækling- ur í Danmörku eftir Christi- ane Rosen, og fjallaði hann um þetta sama vandamál. Ohristiane Rosen ráðlagði hús- mæðrum eindregið að þvo sem oftast og var mjög mót- fallin þvi að konur ættu mik- ið tau. Þær sem eiga mikið tau þvo sjaldnast nema einu sinni eða tvisvar á ári, segir hún. Fatnaður og þvottaaðferðir hafa breytzt mikið síðan á dögum Christiane Rosen en samt sem áður er mikinn sannleik að finna í orðum hennar. Nýlega heyrði ég konu gefa dóttur sinni þetta ágæta ráð: „Ef þú ert ekki viss um hvort blússan þín er nægilega hrein til að vera í henni einn dag enn, skaltu flýta þér að leggja hana í bleyti". Kjóllinn hér fyrir ofan er hentugur fyrir sumarið og fal- legastur i ljósum litum. Þama er líka ágætur búningur fyrir iþær, sem vilja vera ,,sportlega" klæddar. Síðbuxurnar eru ein- litar og við þær er víð rós- ótt blússa, sem er hneppt að aftan. Ólöglegar fóstureyðingar í V-Þýzkalandi Ólöglegar fóstureyðingar eru mjög algengar í Ves'tur-Þýzkalandi. Áætlað er að um það bil einni milljón fóstra sé eytt þar árlega. Gagn- stætt hverju barni sem fæðist þar eru þannig tvö eða þrjú sem komas't af stað en líta aldrei dagsins ljós. Á Iæknaþingi sem nýlega var haldið í Vestur-Berlín var mik- ið rætt um þéssi mál. Prófessor Herbert Lax talaði um getnað- arvarnatöflur og var mjög fylgjawfli notkun-þeirra; Ungu stúlkurnar Það eru ekki aðeins mæður sem eiga sex eða sjö börn sem eiga að nota þessar töflur. seg- ir prófessorinn, ungar og ógift- ar stúlkur þurfa ekki síður á þeim að halda. Getnaðarvarnar- töflur þessar má í V-Þýzka- landi aðeins selja giftum kon- um og þá gegn lyfseðli. Þetta finnst prófessor Lax algjörlega óviðundandi ástand fyrir ungu stúlkurnar og þó hann verði að beygja sig undir þessi lög seg- izt hann ekki láta stúlkurnar fara alveg erindisleysu til sín, því hann ráðleggi þeim aðra hluti og auðfengnari sem nota eigi til getnaðarvarnar. Umræðurnar I umræðunum eftir þessa ræðu prófessors Lax hélt einn meðlimur þingsins því fram að með aukinni notkun slíkra tafla muni siðgæði unga fólks- ins fara veg allrar veraldar. Sem svar við því sagði Lax að það væri ranglátt að þvinga stúlkur til skírlífis vegna ótta við að verða barnshafandi. Sjúkrasamlögin Formaður heilbrigðismála 1 V-Berlín, dr. Barbara Renthe- Fink, mæltist eindregið til þess á þinginu að sjúkrasamlögin tækju þátt i kostnaðinum við kaup taflanna. Þær þarf að taka reglulega í tuttugu daga ef þær eiga að koma að gagni. Þetta er- dýrt spaug í Þýzka- landi. kostnaður á mánuði er um fimm DM eða rúmlega 50.00 krónur íslenzkar. Einnig hélt dr. Fink þvífram að nauðsynlegt væri að hafa, í öllum stærri borgum, stofnanir sem gætu skipulagt fjölskyld- umar þ.e. sagt til um hversu stórar þær eigi að vera. Prófessor Georg Hörmann frá Kiel studdi þessar tillögur dyggilega og fullyrti að ekkert gæti líomið í veg fyrir að kon- ur sem barnshafandi væru að óvelkomnu barni létu eyða fóstri á ólöglegan hátt. Töflurnar óskað* legar Að lokum sagði prófessor Lax áð átta ára reynsla sannaði, að töflurnar væru óskaðlegar og að þær væru öruggar getnaðar- varnir ef þær væru teknar inn á réttum tímum. Tilraunir hafa verið gerðar með svipaðar töflur fyrir karl- menn og virðast þær vænlegar til árangurs. Skrifstofur vorar og afgreiðsla að Laugavegi114 verða lokaðar mánudaginn 24. júní vegna skemmtiferðar starísíólks. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. Smurstöðin Sætúni 4 Seljum smurolíur frá öllum olíufélögunum. Bíllinn er smurður fljótt og vel. Opið frá kl. 8 til 19. Hringið í síma 16-2-87. GABOON - TEAK KROSSVIÐUR - M Gaboon 16 — 19 — 22 mm. Birki krossviður 4 — 5 mm. Furu krossviður 4 — 5 — 10 Limba krossviður 4 — 5 mm. Teak li/4"x4" og 2" Japönsk eik VA" og 2" Tcak spónn kr. 60.00 ferm. Fikarspónn kr. 50.00 ferm. N * K O M I Ð . 12 mm. Hjálmar Þorsteinsson & Co. hf. Klapparstíg 28. — Sími 119«. Þótt tízkan sé yfirleitt hverful virðast skyrtublússur vera sígiildur klæðnaður hjá kvenfólkinu. Blússurnar hér að ofan eru úr lérefti og eins og myndin sýnir, er ekki síður hægt að nota þær við síðbuxur en pils. STÓRAR MYNDIR FLJÓT AFGREIÐSLA vönduðvinnáVkodak PAPPÍR Hans Petersen h.f. Sfmi 2-03-13 Bankastræti 4.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.