Þjóðviljinn - 23.06.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.06.1963, Blaðsíða 12
Montini reyndist trur fyrirrennara sínum Páii páfi heldur áfram kirkjuþingi Jóhannesar Þórunn ogAsjkenasi koma á miSvikudag RÓM 22/6 — Þegar á fyrsta degi eftir að Montini, erki- biskup af Mílanóborg var kjörinn páfi í stað Jóhannes- ar 23. og tók sér nafnið Páll 6., gerði hann það lýðum ljóst að hann ætlaði að halda áfram þeirri endurnýjun sem fyrirrennari hans féll svo sviplega frá. í fyrsta boðskap hins nýja páfa er frá því skýrt að hann ætlist til að kirkjuþinginu sem hófst að tilhlutan Jóhannesar sl. haust, en var frestað þartil í septem- ber n.k. skuli haldið áfram. Af því einu geta menn leitt, að hinn nýi páfi ætlar sér að halda áfram því starfi forgöngu- manns síns að færa kaþólsku kirkjuna inn á nýjar brautir og setja í hana nýja innviðu í stað þeirra sem fúnir eru. í boðskap sínum nefnir hinn Um klukkan þrjú í fyrrinótt varð vaktmaður á báti sem Iá við Loftsbryggju var við mann sem sat á vörustafla uppi á bryggjunni blóðugur í andliti. Vaktmaðurinn gckk til mannsins og sá að bann var ósjálfbjarga nýi páfi af kurteisi báða þá Pí- usa, 11. og 12., en segir um Jó- hannes, að hann beygi sig í auð- mýkt fyrir minningu hans. Seg- ist Páll ætla sér að halda áfram starfi hans. og kallaði því á lögreglu og sjúkrabíl og var hinn mciddi þegar fluttur í slysavarðstofuna. Við rannsókn kom í ljós að maðurinn var með sár á höfði enaukþessvar hann iila brennd- Framhald á 2. síðu. Læknaþing og aðalfundur LæknaféL Læknaþing og aðalfundur Læknafélags Islands verður haldinn í Reykjavík dagana 27.— 30. júní 1963. Auk venjulegra þing- og aðalfundarstarfa verða flutt þrjú erindi á læknaþinginu. Þ. 27. júní kl. 14.30 talar Sir George Fickering frá Oxford um nám læknastúdenta. Kl. 17 sama dag flytur prófessor Guð- mundur Thoroddsen erindi: Ald- arminning prófessors Guðmund- ar Magnússonar. Þ. 28. júní kl. 14.30 talar prófessor Eric Mekie frá Edinborg um framhalds- menntun alm. lækna. Þ. 29. júní kl. 14.30 flytur Sir George Pickering erindi á veg- um læknadeildar Háskólans um æðastíflu. Erindin verða flutt í 1. kennslustofu Háskólans. Lækn- um og læknastúdentum er heimill aðgangur. (Frá Læknafélagi Islands). Það hefur verið ákveðlð að hinn heimsfrægi sovézki píanó- snillingur Vladimir Asjkenasi komi hingað til Iands n.k. mið- vikudag ásamt konu sinni, Þór- unni Jóhannsdóttur, og barni þeirra og mun hann halda þrenna tónlcika hér í Reykjavík og einn- ig mun hann leika á nokkrum stöðum úti á landi. Asjkenasi kemur hingað á vegum Skrifstofu skemmtikrafta og skýrði Pétur Pétursson for- stöðumaður hennar Þjóðviljanum svo frá í gær, að svo hefði verið um talað, er þau hjón komu hingað í fyrra að Asjkenasi kæmi hingað aftur snemma í vor og héldi tónleika. Af því varð þó ekki og stóð þá til að hann kæmi hingað í byrjun þessa mánaðar en það frestaðist einnig vegna hljómleikahalds hans í Moskvu. Fyrir nokkrum dögum hringdi Þórunn svo til Péturs og sagði honum að nú væru þau hjón reiðubúin til þess að koma til Islands. Fyrstu tónleikar Asjkenasi hér Framhald á 2. síðu. SkaðbrenntSist á vítissódaupplausn Hér sjáum við sigið hefjast. Maðurinn, sem við lítur og að okkur horfir, er Jón Jósafats- son, smiður á Sauárkróki. Sigmaðurinn, sem er í þann mund að hverfa fyrir brúnina, mun vera Jón bóndi í Fagranesi. Hér sjáum við nokkurn hluta aflans. A fjórum dögum fengu þeir félagar um 6000 egg, mest Iangvíuegg, Jón bóndi hvílir sig eftir vel unnin störf. Ekki vitum við nafn á manninum, sem aflann virðir fyrir sér. Bjargsig og eggjatekja í Drangey á Skagafirði Drangey á Skagafirði hefur löngum verið ævintýraljóma vafin, þaðan syntu þeir Grettir Ásmunds- son og Erlingur Pálsson til lands, en Guðmundur biskup góði fór fyrir björg og brotnaði ekki. Fæst- um mun hinsvegar kunnugt, að Drangey er annað og meira en skemmtilegur áfangastaður ferða- fólks. í eynni er nefnilega fugla- Ljósmyndir: Hannes Baldvinsson dráp og eggjatek'ja í meira lagi. Nokkrum dögum fyrir hvíta- sunnu gerðu nokkrir Skagfirð- ingar för í Drangey og stunduðu þar eggjatekju- Einn þátttakenda var Jón Jósafatsson, smiður af Sauðárkróki. Við hringdum í Jón og spurðum hann frétta af ferð- inni. Jóni sagðist svo frá, að þeir félagar hefðu dvalizt í eynni fjóra daga og haft um sex þúsund egg. Eggjatekja í Drangey var orðin lít- il fyrir nokkrum árum, komin nið- ur í um 4000 egg, en hefur mjög aukizt undanfarið. Munu um tíu þúsund egg hafa fengizt á síðasta ári. Helzt eru það menn af Reykja- strönd, er þetta stuada. Fátt er nú orðið um sigmenn á Sauðár- króki, og er Maron Sigurðsson helzt til nefndur. En auk eggja er fuglatekja mik- il í eynni. Segist Jóni svo frá, að fimmtán, sexfán menn hafi unnið að henni í vor. Liggja þeir við eyna á báti. Auk þeirra eru tveir menn af Reykjaströnd 1 eynni. Hafa þeir tjaldað í fjörunni, og stunda þaðan fuglatekjuna af miklu kappi. Hér sjáum við enn Jón bónda í Fagranesi. Sigmenn gerast nú fáir, og þekkiing vor takmörkuð á þeirri íþróttagrcin. Þó gizkum við á, að Jón sé að koma upp hlaðinn cggjum. Menn- irnir, scm við honum taka, eru ókunnir. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.