Þjóðviljinn - 25.06.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.06.1963, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 25. júní 1963 — 28. árgangur — 139. tölublað. VINNINGAR í KOSNINGA- HAPPDRÆTTI G-LISTANS Nýlega var dregið í Kosn- ingahappdrætti G-listans i Reykjavík og Reykjaneskjör- dæmi og féllu vinningarnir á eftirtalin númer: Nr. 243«: súfaseft, — 4364: plastbátur — 4239: afmælisútgáfa Máls og menningar, — 978: hringferð fyrir tvo »neð Es.iu f Júní, — 3825: málvcrk eftír Kjartan Guðjónsson. Vinninganna má vitja Tjarnargötu 20, sími 17512. Gerðardómnum enn beitt gegn hagsmunum siómanna Jíl efíingar landbúnaiinum Myndin er tekin við höfnina hér f Reykjavík nú um helgina og fremst á henni sést röö Fergu- sondráttarvéla sem komið höfðu til landsins með Helgafellinu og búiö var að skipa upp á bryggj- una. Munu þessar vélar væntanlega dreifast út vm sveitir landsins á næstunni landbúnaðinum fil efl- ingar og uppbyggingar. Síðbúin vor- og sumarkoma á íslenzka hafsvæðinu rauðátumagn er lítið vestanmeg- in Eyjafjarðaráls, en átuhámörk eru á djúpmiðum út af Norðaust- urlandi og Auslurlandi, þar sem meginhluti norsku síldargöng- unnar er nú óvenjumikill hafís hefur verið út af vestanverðu Norðurlandi íslenzka vorgotssíldin er ennþá við ísröndina út af Vestfjörðum norska síldargangan er komin á móts við Tjörnes á leið vestur á bóginn síldargöngur eru seinna á ferð- inni en í fyrra. SILDARGONGUR SEINNA Á FERÐINNI EN í FYRRA Hér fara á eftír helztu niður- stöður úr skýrslu frá sameiginleg- um fundi norskra, rússneskra og íslenzkra fiskifræðinga sem hald- inn var á Akureyri dagana 22. júní til 24. júní. Hinar sameiginlegu rannsóknir þessara þriggja aðila hófust 20. maí og lauk með þessum fundi. Könnuð voru hafsvæðin fyrir vestan, norðan og austan Island frá grunnmiðum út að ísrönd að vestan og norðan, en að austan allt til Færeyja og Jan Mayen og þaðan austur til Noregs- stranda. Helztu nidurstöður leiðangurs- ins eru eftirfarandi: lsröndin var nú óvenju nærri landi út af Vestfjörðum og vest- anverðu Norðurlandi, — meðal fjarlægð frá Straumnesi síðast- liðin 13 ár er í júní 45 sjómflur, en var nú 35 sjómílur. Þá lá ísröndin um 50 mílur norður af Skaga og hefur hún ekki verið svo nærri landi síðan þessar mælingar hófust árið 1950. Hita- stig sjávar vestanlands og norð- an reyndist nú yfirleitt um 1 gráðu lægri en í meðalári. Sam- kvæmt sovézkum athugunum er hinn kaldi austuríslandsstraumur óvenju sterkur og gætir áhrifa hans mun lengra suðaustur á bóginn en venjulega á hafsvæð- inu austan íslands og norður af Færeyjum. Gagnsæi sjávar var nokkru meira en venjulega, aðal- lega vestan Eyjafjarðaráls, en út af austanverðu Norðurlandi reyndist það nærri meðallagi. Þörungagróður virðist því vera i minna lagi á vestursvæðinu, en út af Norðurlandi austanverðu virðist gróður sjávarins lengra á Frarnhald á 2. síðu. Verðlagsráð sjávarútvegsins ákveður bræðslusíldarverð kr. 150 á málið- Verð á lýsi hefur stórhækkað erlendis undanfarið Eins og áður hefur verið skýrt frá náðisí ekki í undirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins sam- komulag um verð á bræðslusíld á sumarvertíð 1963 og fór málið því fyrir yfirnefnd til úrskurð- ar. Á fundi í fyrrakvöld úrskurðaði yfirnefnd, að verð á hvert mál skyldi vera kr. 150,00, en það er 5.00 kr. hærra en á síðustu vertíð. Síldarafíinn 134.314 múl og tunnur I SKÝRSLU Fiskifélagg íslands um sildveiðina í sl. viku seg- ir að óhagstætt veður hafi hamlað mjög veiðum og nam vikuaflinn 77.484 málum og tunnum. HEILDARAFLINN í vikulok vax orðinn 134.314 mál og tunnur og skiptist hann þannig eftir verkunaraðferðum: 1 frystingu 2.851 uppm. tunnur, í bræðslu 131.314 mál og tunnur. f SOMIT viku i fyrra hafði engin síld borizt á land. CM HELGINA hafði 81 skip afl- að 500 mál og tunnur og þar yfir. Aflahæsta skipið var Sigurður Bjarnason Akureyri með 5960 mál og tunnur og annar í röðinni var Sigurpáll Garði með 5031 mál og tunn- ur. AUK ÞEIRRA tveggja hðfðu höfðu þessi átta sklp aflað yfir 3000 mál og tunnur: Grótta, Reykjavik, 4244, Hann- es Hafstein, Dalvík, 3928, Jón Garðar, Garði, 3781, Gunnar, Reyðarfirði, 3446, Gullfaxi, Neskaupstað, 3381, Oddgeir, Grenivík, 3316, Helgi Flóvents- son, Húsavik, 3254, Guð- mundur Þórðarson, Reykja- vík, 3008. Aflaskýrslan er birt i heild á 2. síðu. Þessi hækkun á bræðslu-'®" síldarverðinu nemur aðeins um 3% miðað við verðið í fyrra, og er því óheyrilega lág, ekki sízt þar sem vitað er að verð á síldarlýsi hefur t.d. farið m'jög hækkandi undanfarið, og hefur Þjóð- viljinn áður skýrt frá því. Úrskurður verðlagsráðsins sýnir enn og sannar, hvers launastéttirnar mega vænta, þegar gerðardómar eru látn- ir fjalla um hagsmunamál þeirra. Akvörðun fiskverðs skiptir að sjálfsógðu engu minna máli fyr- ir sjómenn en samningar um skiptaprósentu og því um líkt, en eins og kumpugt er var skiptaprósentan til sjómanna lækkuð með hinum alræmda gerðardómsúrskurði í fyrrasum- ar. Á það má minna, að verð- lag í landúiu hefur hækkað um 13% frá því í fyrra, og verka- fðlk i landi hefur tvívegis fengið kauphækkanir á þessum tíma, 5% og nú nýlega 7,5%. Þessi nýi gerðardómur um bræðslusíldarverð til sjómanna sýnir því ennþá, að stjórnar- Framh. á 2. síðu. Alvarlegt bifreiðaslys á Akureyri Tvær stúlkur frá Akur- eyri slösuðust mikið í bif- reiðarslysi um helgina, hálsbrotnaði önnur þeirra en hin höfuðkúpubrotnaði. Þær heita Sigrún Sigurð- ardóttir og Jóna Jónatans- dóttir. Piltur var og í bílnum og slapp hann lát- ið meiddur. önnur stúlkan 6k Volks- wagenbifreið og voru þau á leiðiinni gegnum Glerárþorp á mikilli ferð skömmu eftir miðnætti aðfararnótt sunnu- dagsins og ætluðu að aka fram úr annarri bifreið á blindhæð sem framundan var. En þegar upp á hæðina kom bar að leigubifreið úr gagnstæðri átt og til að forð- ast árekstur sá stúlkan ekki önour ráð en snarbeygja frá bifreiðinni, sem kom á mðti. Við þetta valt bifreiðin á hliðina án þess að fara út af veginum. Svo var ferðin mikil. að bifreiðin rann 29 metra eftir veginum og valt síðan þrjár veltur og hafnaði á hjólunum fyrir utan veg. inn. Stúlkurnar komust báðar til meðvitundar í fyrradag og töldu læknar þær nr hættu. Þær liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Oglæsileg /emfíagarskifyrði y .;.;. .>: ¦ ¦¦;.;; .;.•.• y-'O >.;.; :¦:-: v::".::;:y..; ¦:¦:¦>:-:¦¦ ¦'¦:¦:•:¦:•:¦:•>'¦ '¦:¦: •:¦:•:¦:¦: ¦'¦¦ Þessa mynd tók ljósmyndari Þjóðviljans úti í öríiriscy um helgina er Fanney RE 46 var að leggja frá landi á svæði því sem smá- bátarnir hafa þar til að athafna sig en eáns og myndin sýnir eru lendingarskilyrðin síður en svo glæsileg. Fleiri myndir frá þessu athafuasvæði bátanna er að finna á 12 síðu. (Ljósm. Þjóðv. A.K.) í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.