Þjóðviljinn - 25.06.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.06.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. júní 1963 Otgcfandi: Sósíalistaflokk- Sameiningarflokkur alþýðu urinn. — Rltstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason, .Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðugt. 19. Simi 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 65 á mánuði. Gjaldþrotayfírlýsing Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks- ins víkur í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í fyrradag að kauphækkunum þeim sem samið hefur verið um að undanförnu og segir m.a.: „Kauphækkunin, sem um var samið, lx/z%, er þó veruleg. Ekker't sýnir betur hverju hófleysi menn eru vanir en að svo mikil hækkun skuli talin sann- girnisvottur. í>ví miður er engin vissa fyrir, að efnahagur þjóðarinnar þoli hana ofan á þá 5% hækkun, sem hinir lægra launuðu fengu fyrr á árinu“. Þessi málflutningur hlýtur að vera vís- vitandi blekking, því ekki verður formaður Sjálf- stæðisflokksins vændur um fáfræði. Eins og marg- sinnis hefur verið rakið hér í blaðinu gera þær 'fvær kauphækkanir sem um hefur verið samið á þessu ári ekki meira en að vega upp verðhækk- anir þær sem orðið hafa síðan í maí í fyrra. Á því tímabili hefur hin opinbera vísitala fram- færslukostnaðar hækkað um 13%, nákvæmlega eins og kaupið. Verkamenn sem hafa fengið þess- ar tvær kauphækkanir standa þannig í nákvæm- lega sömu sporum og fyrir- rúmu ári.-<Og-það-er fáránlegt að gefa í skyn að hæpið sé að „efna- hagur þjóðarinnar“ þolj óbr,gyff,^aup;.yo):%mg,nna á sama tíma og árgæzkan hefur leikið við fram- leiðsluna. Séu einhver fyrirtæki í vanda stafar það sannarlega ekki af kröfugerð launþega, held- ur af verðbólgunni sem í sífellu er að breyta skipt- ingu þjóðarteknanna. Það er einnig ills viti að formaður Sjálfstæðis- flokksins segir í skrifum sfnum að sú krafa Þjóðviljans sé „tal út í bláinn“ að ríkisstjórnin verði að tryggja það að kaupmáttur launa skerð- ist ekki meðan verið sé að framkvæma þá rann- sókn sem um er rætt. „Eftir því sem tilkostnað- ur, þ.á.m. af launagreiðslum, hækkar, hlýtur verð- lag að hækka“, segir ráðherrann. Samkvæmt þessu virðist ríkisstjórnin hugsa sér að verðbólg- an haldi áfram að magnast með þeim afleiðing- um að raunverulegt kaup lækki með hverjum mánuði sem líður. Á meðan alþýðusamtökin taka þátt í rannsókninni miklu á þannig að skerða samningsaðstöðu þeirra í sífellu, og ef að vanda lætur verða svo óhjákvæmilega hækkanir vegna dýr'tíðar notaðar sem blekkingarröksemd um ó- sanngirni launþega. Þau ummæli Bjama Benédiktssonar að ríkis- stjómin geti ekkert ráðið við vérðbólguþróun- ina eru mjög alvarleg gjaldþrotayfirlýsing. Við búum við mikla árgæzku, ný tækni hefur gert veiðar landsmanna miklu öruggari en áður, og hvarvetna blasir við yfirborðsleg velmegun. En verðbólgan er órækur votfur þess að efnahagskerf- ið er helsjúkt, hún grefur í sífellu undan afkomu fjölskyldna og fyrirtækja, hún leiðir til þess að valdhafamir grípa með stuttu millibili til þess örþrifaráðs að lækka gengið. Það sfoðar lítið fyrir stj ómarflokkana að hreppa meirihluta í kosningum ef þeir falla síðan á sínu eigin getu- leysi andspænis hinum brýnustu verkefnum. — m. Heimsmót iögfræðinga í Aþenu dagana 30. júní til 6. júlí Dagana 30. júní til 6. júlí í sumar verður i Aþenu haldið heimsmót lögfræðinga. Munu koma saman til fundar fulltrú- ar frá um 113 þjóðum, og er boðið til mótsins tveimur lög- fræðingum frá hverri þjóð. Auk þess er boðið til mótsins um 100 vísinda- og fræðimönn- um og ráðgefandi sérfræðing- um. Þá er einnig gert ráð fyr- ir, að nokkur hundruð annarra lögfræðinga komi á eigin veg- um til þessa móts. Á undan heimsmóti þessu hafa verið haldnar 4 ráðstefnur lögfræð- inga, fyrir Ameríkuríkin í San Jose, Costa Rica, 1961, fyrir Asíu og Ástraiíu í Tokyo, Jap- an 1961, fyrir Afríku og Litlu- Asíu ríkin i Lagos, Nígeriu, 1961, og fyrir Evrópu-ríkin i Rómaborg í april 1962. Hafa ráðstefnur þessar allar verið haldnar að tilhlutan Lögmanna- sambands Bandaríkjanna (Am- erican Bar Association) sem hefur staðið straum af öllum kostnaði af ráðstefnunum. En allan undirbúning hefur annazt sérstök nefnd innan Lögmanna- sambandsins, er nefnist „Speci- al Committee of World Peace through Law“. Formaður nefnd- arinnar er Charles S. Rhyne, fyrrv. forseti Lögmannasam- bands Bandaríkjanna, og hefur hann unnið geysimikið og ó- eigingjarnt starf í sambandi við ráðstefnur þessar. Af hálfu ísl. lögfræðinga sóttu fundinn í Róm þeir Ágúst Fjeldsted, hæstaréttarlögmaður, formaður Lögmannafélags ís- lands og Egill Sigurgeirsson, hæstaréttarlögmaður, varafor- maður félagsins. Var öllum boðið persónulega til þessara funda, en ekki sem fulltrúum ríkisstjóma eða sérstakra fé- lagssamtaka. Er þessu hagað á sama veg með heimsmótið í Aþenu, og hefur af hálfu ísl. lögfræðinga þeim Ágústi Fjeld- sted og Agli Sigurgeirssyni ver- ið boðið að sækja mótið i Aþenu. Höfuðverkefni móta þessara hefur verið að ræða um heims- frið tryggðan með lögum, „World Peace through the rule of law“ og fjölmörg málefni er stuðla mættu að samvinnu og alheimsfridi með lögum hafa verið reedd í því sambandi. Fundum þessum hafa borizt kveðjur frá nálega öllum for- sætisráðherrum viðkomandi landa, m.a. frá forsætisráðherra Islands, Ólafi Thórs. Ráðstefnan i Aþenu verður sett mánudaginn 1. júlí n.k. af Páli konungi Grikklands, en aðrir ræðumenn við setningu mótsins verða forsætisráðherra Grikklands, Earl Warren, dóm- stjóri Hæstaréttar Bandaríkj- anna og Sylvester C. Smith, forseti American Bar Associat- ion. Fundarhöldin fara fram í hinu nýja Hilton hóteli í Aþenu. Um ein milljón lögfræðinga eru nú taldir í heiminum, og miða ráðstefnur þessar að þvi, að þeir taki meira höndum saman, en verið hefur og efli samtök sín til þess að nota lærdóm sinn og reynslu. í þágu alheimsfriðar og bættrar sam- búðar og samvinnu þjóðanna. Bent er á, að yfir 500 alþjóð- legar raunvísindalegar ráð- stefnur séu haldnar árlega í heiminum, en ekki yfir tylft lögfræðilegra móta. Á meðan raunvísindin hafi tekið stórt stökk fram á við, hafi alþjóða- lög og réttur dregizt aftur úr, þannig að nú skortir mjög á, að alþjóðlegar reglur séu fyrir hendi um hin alvarlegustu mál- efni eins og t.d. geimrannsókn- ig og geimferðir o. fl. Þá er vakin athygli á, hve nauðsyn- legt sé að efla dómstólinn í Haag, en á síðastliðnum 18 árum hefir hann aðeins fengið 13 mál til meðferðar, þrátt fyr- ir það, að hann hafi notið mik- illar viðurkenningar, sem hæf- ur og óhlutdrægur dómstóll. Ráða þurfi bót á þvi, ef rök- studd gagnrýni gegn Haagdóm- stólnum sé fyrir hendi, svo og jafnvel að flytja dómstólinn, a. m. k.' úm tíma á hverju ári til aðsetursstaðar Sameinuðu þjóðanná, ef það, ásamt nauð- synlegum breytingum á dóm- stólnum, mætti' verða til þess, að hann væri notaður meira til lausnar á alþjóðlegúm deilu- mólum en verið hefur til þessa. Brýn nauðsyn sé á því, að lög og réttur komi í stað valdbeit- ingar í samskiptum þjóðanna á öllum sviðum, enda sé reynzlan sú, að styrjaldir leysi engin vandamál, en skapi ótal ný, auk þess sé nú svo komið að styrjöld megi undir engum kringumstæðum eiga sér stað, ef mannkynið eigi að lifa á^rám á jörðinni. Enginn lögíræðingur muni mæla með þvi, að raun- vísindalegar tilraunir og fram- farir verði stöðvaðar, eri ef mannkynið hafi ekki stjóm á raunvísindunum, geti raunvís- indin útrýmt mannkyninu. Þátttakendur í ráðstefnum þessum eru allar þjóðir heims, án undantekningar, hvaða stjómarform sem þær búa við heima hjá sér, enda er ekki hér um að ræða nein afskipti af innanlandsmálum neinnar þjóð- ar, né deilur um gömul fnis- klíðarefni, heldur um reglur' og lög, sem í framtíðinni komi í veg fyrir nýjar deilur eða léysi þær sem upp kunna að rísa samkvæmt alþjóðalögum og án valdbeitingar. Ágúst Fjeldsted Egill Sigurgeirsson. Yfirlýsing vegna 17. júní hátíðahaldanna í Sandgerði Þjóðviljanum barst i gær eftirfarandi yfiriýsing, vegna fréttar, sem bjrtjst fyrjr nokkru í blaðjnu um 17. júni- hátíðahöld í Sandgerði: Vegna greinar í Þjóðviljan- um 21. júní sl. um 17. júní hátíðahöldjn í Sandgerði, vil ég undirritaður fyrjr hönd Karlakórs Miðnesjnga taka fram. að söngur karlakórsjns féll ekki niður vegna 17.: júní- ræðu Þóris Sæmundssonar, eins og ramglega var frá sagt í grejnjnni. heldur vegna þess, að nokkrir kórfélagar voru forfallaðir Þá um daginn. og að mati söngstjórans, Guð- mundar Norðdahl, skyldi söng- ur kórsins því falla niður. En síðar um daginn flutti kórinn söngskrá sína vegna dagsins, í samkomuhúsinu. Þð er krafa kórfélaga, að fregnir um kórinn og samd- ar í þessum anda eins og fram kom í greininni, verði hér eftir birtar undir nafni höfundar eða heimildarmanns. Æskilegt væri, að fá uppgefið nafn heimildarmanns fyrr- neíndrar greinar í Þjóðviljan- um, í blaðinu. Sandgerði, 24. 6. 1963 f.h. Karlakórs Miðnesinga. Virðingarfyllst Haraldnr Sveinsson (formaður). Vegna þessarar yfirlýsingar vill blaðið aðeins taka fram eftirfarandi: Aðalefni um- ræddrar fréttar í Þjóðviljan- um var. að ræða sveitarstjór- ans hefði fjallað um Efnahags- bandalagið og það hagræði sem fslendingar gætu haft af inngöngu í það. í framhaldi af þessu sagði, að söngur kariakórsinj að lokinni ræðu sveitarstjórans hefði fallið nið. ur vegna óánægju kórfélaga með ræðu hans. En varðandi það atriði ber formannj karla- kórsins ekki saman við heim- ildarmann blaðsins. eins og fram kemur í yfirlýsingunni. Merk írsk gjöf til Þjóðminjasafnsins Fyrir nokkru^ ritaði mennta- málaráðherra frlands. dr. P. J. Hillery, menntamálaráðherra íslands. dr. Gylfa Þ. Gisla- syni, og sendi að gjöf í til- efni af aldarafmæli Þjóð- minjasafnsins ljósprentað ein- tak af „The Book of Durrow" (Durrowbók) sem tákn vin- áttu ojj virðingar íra í garð íslenzku þjóðarinnar og til merkis , um,, -hve , mikils þeir, meta hin fomu tengsl milli^ þjóðanna. Durrowbók er talin rituð um eða eftir miðja 7. öld qg mun vera elzt hjnna frægu lýstu fomírsku handrita. Hún var fyrrum í eigu Durrow- klausturs, sem heilagur Kól- umba stofnaði um 553, enda var því jafnvel trúað. að hann hefði skrifað hana með eigin hendi. Á bókinnj eru guð- spjöllin á latínu. en auk þess margar síður með myndum og skrautverki. Durrowbók er nú í háskólabókasafninu í Dyfl- inni. Árið 1955 gaf ríkisstjórn ír- lands Landsbókasafninu Ijós- prentaða útgáfu af Kellsbók. sem er eitt frægasta ljstaverk fornírskrar menningar, talin rjtuð i Kalls á írlandi á 8. eða 9. öld. Hún er ejnnig í há- skólabókasafninu í Dyflinni. í henni eru 340 bókfellsblöð, sem á eru rituð guðspjöllin á lat- ínu, en skreyttir upphafsstaf- ir eru þar um 2000 og 31 blað- síða með lýsingum (myndum og skrautverki). Ljósprentanir þessara stór- merku handrita eru hvor um sig í tveimur bindum, og eru nú tii sýnis í Þjóðminjasafni íslands. (Frá menntamála- ráðuneytinu). Útgerðarmenn! Nótin tryggir veiðina - Við tryggjum nótina ALMENNAR TRYGGINGAR 1 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.