Þjóðviljinn - 25.06.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.06.1963, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 25. júní 1963 ÞJðÐVILJINN SlÐA Myndin er af fjórða og síðasta marki Valsmanna í Ieiknum við Akureyri. Knötturinn hefur hafnað í netinu og Einar Iiiggur á jörðinni en Haukur Jakobsson horfir á. — (I/jósm. Bj. Bj.). 1. deild Valur og Akureyrí skttdu jafnt 4:4 Jafntefli varð hjá Val og Akureyri er liðin mættust á Laugardalsvellinum á sunnudaginn, en þau deildu jafnt með sér 8 mörkum, sem skoruð voru í leiknum. Verða það að teljast sanngjörn úrslit eftir gangi leiksins sem var mjög jafn allan tímann, en Akureyringar voru þó yfirleitt öllu hættu- legri uppi við markið. Fyrri hálfleikur 3:2 Valsmenn skoruðu fyrsta markið og var það Hans Guð- Dimon gaf gegn Breiðabliki Á sunnudaginn átti að fara fram leikur í 2. deild á milli Breiðabliks og Dímons. Liðs- menn Dímons mættu aðeins sjö en það nægir ekki til að geta hafið leik. Eftir að dóm- árinn hafði beðið tilskilinn bið- tíma flautaði hann leikinn af og þar með Breiðabliki sigur. mundssoni sem rak þar enda- hnútinn á 1—0. Mínútu síðar komst Stein- giímur Björnsson í gott skot- færi en skot hans fór hárfínt framhjá. Og um miðjan hálf- leikinn endurtekur sig sama sagan. Steingrímur skaut framhjá af stuttu færi eftir að Haukur Jakobsson hafði lagt fyrir hann knöttinn eftir skemmtilega viðureign við vörðinn Halldór Halldórsson, sem lék nú aftur með eftir nökkurt hlé. En Steingrímur er aftur á ferðinni stuttu síðar og nú brást honum ekki bogal’stin og skoraði Steingrímur ágætt mark. 1:1. Vítaspyrna Akureyringum var dæmd vítaspyrna á 30. mín. vegna bakhrindingar Elíasar gegn Skúla sem var að fá knöttinn í allgóðu færi. Björgvin varði síðan spyrnuna frá Skúla en fór ekki eftir settum reglum, var kominn af stað áður en Skúli spyrnti. Skúli fékk því að taka vítaspyrnuna aftur og skoraði óverjandi. 2:1. Akureyrirgar ger'ðu áhlaup stuttu s'íðar en Björgvin bjarg- aði naumlega í horn skoti Steingríms. Valsmenn hófu því næst sókn sem endaði með^ markskoti Hei-manns Gunnars- sonar eftir ágæta sendingu Bergsteins. 2:2. 15 sekúndum fyrir hlé ná Valsmenn forustu, Hermann sendi fyrir markið og Bergur Guðnason spyrnti laust í net- ið. 3:2. Síðari hálfleikur 1:2 Siðari hálfleikur var frem- ur daufur framan af og gerð- ist ekkert markvert fyrr en um hann miðjan nema ef ver- ið gæti skot Skúla af stuttu færi sem fór himinhátt yfir. Valsmenn settu fjórða mark- ið á 28. mín. Bergsteinn sendi < fyrir markið til Hermanns sem skallaði fallegum bolta i netið. 4:2. Með þessu marki hófst skemmtilegur endasprettur og var alltaf eitthvað a'ð gerast til leiksloka. Mínútu eftir að Valsmenn höfðu skorað er Einar Helga- son markv. tBA með knöttinn og spymir langt fram völlinin og tekur þar við honum Kári Árnason sem leikur nokkra metra með hanm og skorar ó- verjandi framhjá Björgvin sem kom út á móti 4:3. Stuttu siðar bjarga Akur- eyringar á línu og var þar Þormóður Einarsson að verki. Knötturinn berzt siðan yfir að Valsmaikinu og myndaðist stórhættuleg þvaga þar sem hver og einn sparkaði eitt- hvað. Lauk þessum ósköpum með þvd a'ð Elías Hergeirsson fékk bjargað á marklínu og hættan leið hjá 5 bili. En tveim mínútum síðar gera Ak- ureyringar aftur harða hríð að marki Vals og fór knött- urin alla leið í netið. Það var Skúli sem sendi til Kára, lék hann síðan skemmtilega í gegn og skaut óverjandi 4:4. Liðin Akureyringarnir náðu oft góðum köflum og voru vel friskir í þessum leik. Þó virk- uðu útherjamir ekki sem skyldi, og einnig var vömin hættulega opin annað veifið. En í heild vann liðið vel og barðist fram á siðustu mín- útu. Valsvömin var líka stund- um hættulega opin og komst oft í vanda vegna ágengra Akureyringa. Framlínan var heldur ekki nógu ákveðin, of margt var þar gert með hálf- um huga. Ef þeir hefðu beitt sér verulega í þessum leik hefðu mörkin orðið fleiri. Staðan: Akranes Pram Valur Akureyri Keflavík KR L U T J St. M 6 11:8 6 5:7 9:6 9:10 4:5 3:5 íþróttir 1. deild Akranes Fram 5:2 Framarar léku á Akra- nesi um helgina og töpuðu þar fyrir heimamönnum með talsverðum mun. Veð- ur var gott, logn en þó rigndi er leikurinn fór fram. Fram gekk ekki illa fyrstu 20 mínúturnar en eftir það tóku Skagamenn leikinn i sín- ar hendur. Fimm urðu mörk Skagamanna áður en leiknum lauk gegn tveimur mörkum Fram. I leikhléi var staðan 2:1 fyrir lA. Það var talsverður hiti í leiknum og oft á tíðum var hann gróft leikinn. En Skagamenn voru betri og sigr- uðu verðskuldað. Þórður Jóns- son lék ekki með en Donni lék þess í stað. Sveinn Teitsson lék nú með eftir nokkurt hlé og stóð hann sig með mestu prýði. Er ólíklegt annað en Sveinn verði fastur maður í liðinu eftir frammistöðu sina í þessum leik. Skagamenn náðu oft góðum samleik og létu knöttinn ganga frá manni til manns eins og vera ber enda varð árangur þeirra eftir því. Flokkaglíma Armanns Glímudeild Glímufélagsins Ármanns hélt nýlega tvö inn- anfélagsmót í glímu, eins og venja er í lok hvers æfinga- tímabils á vorin. Að þessu sinni var Flokka- glima Ármanns háð í fjórða sinn. Keppt var í þrem þyngd- arflokkum fullorðinna og i fjórum aldursflokkum drengja. Verðlaun eru veitt í öllum fl.. og í flokkum fullorðinna er keppt um silfurbikara, sem nokkrir velunnarar glímunnar hafa gefið. í flokki drengja 14 —16 ára er keppt um „Sigur- jónsskjöldinn", sem er farand- gripur. gefinn til minningar um Sigurjón Pétursson. Sigurvegarar í flokkaglim- unni urðu þessir: Drengir: 11 ára og yngri — Ágúst Ein- arsson 12—13 ára — Gísli Jónsson, 14—16 ára — Eiríkur Þorsteins- son, 16—17 ára — Sveinn Leósson. Fullorðnir: 3. fl. Eysteinn Þorvaldsson, 2. fl. Pétur Sigurðsson, 1. fl. Sveinn Guðmundsson. Hitt innanfélagsmót Ármanns í glímu er Bikarglíma Ár- manns, en þar er keppt um stóran og veglegan silfurbikar, sem er farandgripur. Sex glímumenn tóku þátt í glím- unni að þessu inni. Sigurveg- ari varð Trausti Ólafsson, ann- ar varð Pétur Sigurðson og þriðji Sveinn Guðmundsson. Nú hefur verið gert hlé' á hinum venjulegu gh’muæfingum Ármenninga til næsta hausts. Þó eru enn vikulegar æfingar fyrir sýningarflokk félagsins, sem sýnt hefur glímu og fornar íþróttir og leiki undanfarið, og mun sýna við allmörg tækifæri í sumar, t.d. fyrir erlent ferða- fólk. 2. deild Þróttur—Isaf jörður 0:0 Þróttur fór til Isafjarðar um helgina og lék þar tvo leiki. Veður var mjög gott, glamp- andi sólskin og mikill hiti. Á laugardag fór fram leik- ur liðanna í 2. deildar keppn- inni en ekki tókst Þrótti að bera sigurorð af Isfirðingum í þeirri orustu. Leiknum lauk með jafntefli, hvorugu liðinu tókst að skora. Völlurinn á Isafirði er bæði -tyttri og mjórrj en velljr alm gerast og tókst Þrótturum fremur illa upp. Leikur þeirra varof„þröngt sniðinn". útherj- amir voru lítið notaðir. en þess í stað var leikið mest á miðj- unni og var leikurinn þar af leiðandi þófkenndur. Tvö opin tækifæri tókst þeim að skapa sér en misnotuðu í bæði skipt- in. Isfirðingarnir voru betri að- ilinn í leiknum. og var mejri broddur f sókn þeirra. Einnig þeir fengu tvö opin tækifæri en misnotuðu í bæði skiptin. fsfirðingamir áttu meira f SKYNDISALA Vegna breytinga á verzluninni seijum við í dag og næstu daga eftirtaldar vörur við mjög hagstæðu verði. Heilsárskápur með loðskinnskrögum frá kr. 1985,00 — Án skinnkraga 1485,00 — Litlar stærðir frá kr. 1285,00 — Vor- og sumarkápur frá kr. 1285,00 — Poplínkápur frá kr. 585,00 — Jersykjóla frá kr. 295,00. Einnig ýmiskonar annar ytri fatnaður og peysur. Sumarkjóla- og blússuefnj frá kr. 25,00 pr. m. ásamt miklu úrvali af annarri vefnaðarvöru með mjög hagstæðu verði. Ath. skyndisalan stendur aðeins nokkra daga Laugavegi 116. leiknum þótt þeir hefðu ekki sigrað að þessu sinni. Daginn eftir léku liðin aftur saman en voru nokkuð breytt frá deginum áður Isfirðingarnir voru mest með 2. fl. pilta og gekk þeim nú mun betur. Strax í upphafi leiksins settu þeir tvö mörk og önnur tvö voru þeir búnir að setja fyrir hlé. Sfðari hálfleikur var mun iafnari og settu þá liðin sitt hvort markið. Lauk því leikn- um með sigri Isfirðinga 5:1. Ármann J. Lárus- son sigraði Sl. föstudagskvöld var Is- landsglíman, hin 53. í röðinni, háð að Hálogalandi, 11 kepp- endur voru skráðir til leiks en aðeins 8 mættu til keppni og einn þeirra varð að hætta vegna meiðsla. Orslitin í glímunini urðu bau að Ármann J. Lárusson frá Breiðabliki í Kónavogi varð sigurvegari, lagði alla keppinauta sína og hlaut því 6 vinninga. Guðmundur Stein- dórsson frá UMF Samhyggð og Guðmundur Jónsson KR hlutu báðir 4 vinninga en Guðmundur Steindórsson sigr- aði i aukaglímu um annað sætið. i *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.