Þjóðviljinn - 25.06.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.06.1963, Blaðsíða 6
g StÐA — ÞTÖÐVILUNN Skipbrotsmannasögur eru oftast mjög dapurlegar. En í allri sögu siglinganna finnst ekki hræðilegri frásögn um skipbrot en það litla sem við vitum um afdrif frönsku freigátunnar Medusa á Atlanzhafi í júlí 1816. Að mörgu leyti endurspegiar þessi hræðilegi atburður harða stéttabaráttu og harð- vítuga stéttakúgun. Til að skilja hann betur er rétt að rifja upp sögu Frakklands næstu undanfarin ár. Bylting frelsis, jafnréttis og bræðralags brauzt út árið 1789 og í fimm ár var Frakkland helztur forsvari lýðræðis í heiminum. Síðan kom afturkipp- ur og einræði Napóleons, en frjálslyndu hugsjónirnar lifðu samt í hinu herskáa ríki einræðisherrans og breiddust með hcrjum hans um Evrópu, um allan heim. Svo komu þau ár að sameinaðir herir evrópsks afturhalds yfirbuguðu Napóleon. Sam- steypa afurhaldsins tróð upp á Frakkland kóngsskrifli einu, Lúðvík átjánda, sem skar niður allt lýðræði og kom á fruntalegri ógnarstjórn gegn hinu róttæka fólki landsins. Úttaugaðir og illa haldnir herir Napóleons voru hraktir til síns hrjáða föðurlands- Óvinurinn ,,gaf aftur“ hinum afturhaldssama kóngi nýlendur þær sem England hafði tekið af Frakklandi á tímum Napóelons, og ein þeirra var Senegal í Afríku. Eitt skelfilegasta skipbrot sögunnar Fjögur hundruð héldu af stað Lúðvík kóngur hinm átjándi skipaði Schmaltz nokkurn landstjóra yfir Senegal, og sigldi hann þangað á freigát- unni Medúsa ásamt fjölskyldu og drykkfelldri ástkonu til að taka þetta merka embætti að sér. 1 fylgdarliði hans var fullt af skrautlega klæddum kommghollum liðsforíngjum, einnig margt mýútnefndra embættismanna; voru þeir flestir þöngulhausar sem höfðu ekki annað sér til ágætis en íhaldssemi — og svo hinir óhjákvæmilegu eifiðismenn — tetrfðsþreyttir og hálfvilltir hermenn, ásamt sjómönnum, sem haldið var í skef jum með svipuhöggum alveg eins og áður á hinni góðu gömlu t"' kóngs og aðals. Einrng var þar með í för allmikið af lausamönnum sem vonuðu að geta átt betri daga í nýlend- unni. þar sem þeir myndu til- heyra hinni hvítu yfirstétt, og svo sem eitt dúsin af skækj- um hafði klifrað um borð í fullri striðsmálningu og með brennivín í hönd. f allt voru um f jögur hundr- uð manms á þilfari skipsins þegar það sigldi af stað. Kaf- teinninn á skútunni hét la Chaumareys og var sá lítt fróður um siglingar — í raun og veru vissi hann ekkert um skip og var fastráðinn í því að lifa góðu lífi um borð og stíga ekki fæti á þilfar. Hann lokaði sig inni í káetu með ástkonu sinni og ágætum birgðum kampavíns, eni skip- stjómina fól hann karli að nafni Richefort sem hafði tal- ið honum trú um kunnáttu sína til siglinga. En það var eins og hver önnur lygi — Richefort kunni ekki einu sinni að lesa sjókort og allir vissu það nema skipstjórinn. En enginn skipti sér af því fyrr en það var um seinan, því að frá upphafi höfðu allir karlmennimir um borð allan hugann við miklar brennivíns- birgðir skipsins. Allir áttu að baki löng og þreytandi stríðs- ár og voru leiðir á öllu. Bjargi sér hver sem getur Og svo strandgði Medúsa annan júlí. Það var á ræki- lega kortlögðum grynningum um það bil 100 mílum fyrir norðan Cap Blanco, og minnsta þekking á sjó- mennsku hefði getað komið í veg fyrir slíkt slys. Mikill ótti greip alla. Richefort faldi sig niðri í lest af ótta við að verða drepinn, en land- stjórinn og kapteinninn héldu áfram drykkjunni og neituðu að taka þátt í alvarlegum at- hugunum þegar þeir fréttu að lekinn sem komið hafði að skipinu væri fremur lítill. Það hefði verið hægt að bjarga Medúsu, ef nokkrum fallbyssum og hluta mjöl- farmsins hefði verið kastað fyrir borð, en kafteinninn sagði nei og drakk sitt vín. Þegar fjaraði kenndi skipið betur grunns og stækkaði þá rifaru. Um nóttina gerði rok og þá skullu yfir ný vand- ræði og sýnu alvarlegri. — afturstefnið brotnaði í spón, kjölurinn klofnaði og vatnið streymdi inn í káetumar. Þá varð landstjóranum, skipstjóranum og öðram herramönnum brátt um að tryggja öryggi sitt. Það var enginn vandi fyrir þá, því að nóg var af mat og sex þægi- legir björgunarbátar sem tóku 250 manns (að vísu vom 400 á skipinu — en þeir góðu herrar höfðu aldrei hugsað fyrir því að hægt yrði að bjarga skipsmönnum). Að- faranótt fjórða júlí ákváðu nokkrir hásetar að byggja fleka sem gæti borið 200 manns, og þannig áttu allir að geta bjargazt. Þeir bundu saman möstur, rár og bómur í nokkurskonar þrihyrning og negldu á fjalir. En flekinn var svo illa gerður, að varla hefðu -------------------------------í> Þota sem tekur 168 í sæti Myndin sýnir nyjusiu larpegaílugvéla sem smíðuð het'ur verið i Sovétríkjunum. Þota þessi nefnist XL—82 og tekur 168 farþcga í sæti. IXún er ætluð til langfcrðalaga, gctur auðveldlega flog- IA alla leið frá Moskvu til Havanna í einum áfanga- ar það sigldi af stað . . . Af þcim komust 147 á flekann, sem rak vikum saman um úthafið og þegar björgun barst voru aðeins þrir vitskertir skipbrotsmenn eftir. Þannig urðu afdrif frönsku freigátunnar Medúsu á Atlanzhafi á öðrum áratug síðustu aldar. fimmtán menn getað teygt úr sér þar. Samt ráku nú liðsforingjam- ir og embættismennimir 147 manne út á þennan fleka. Það voru hermenn og liðsforingj- ar, tiu hásetar og ein kaup- kona. Þau fengu með sér nokkrar tunnur af mjöli. sex ker af víni og litla kagga með vatni. Margir af mönnunum voru fullir og menn veltust hver um annaru þveran. Á meðan lét landstjórinn hífa sig varlega út fyrir borð- stokkinn í hægindastól. Hann hafði fyrir sig, ástkonuna og ættingjana þægilegan bát, hafði allan farangur sinn með svo og mikið af vislum, og háseta valdi hann til a'ð róa burt frá skipinu. Á eftir hon- um lagði skipstjórinn af stað í hálffermdum bát. Nú voru fjórir bátar eftir, og á þil- fari skipsins heyrðist hræðilegt óp — bjargi sér hver sem getur. 147 á einum fleka Eftir hræðileg slagsmál sem kostuðu nokkra menn lífið tróðust þeir sterkustu að þessum bátum. Aðrir stukku yfir á flekann en samt urðu :im 40 manne eftir á flakinu. Einn þeirra, verzlunarmaður nð nafni Piccard, sem var með ■;tta manna fjölskyldu, miðaði i'ramhlaðning að þeim, er sátu i jullu sem var að leggja frá, ueyddi þá til að snúa vi'ð og ' aka fjölskyldu hans um borð. !vo skipaði hann slærsta 'iátnum að taka fleiri þar til íann hafði tekið alla um borð lema snutján manns sem /oru annaðhvort alltof Irukknir til að geta hrært sig, ða alvarlega særðir eftir á- Hogin. Það var frá upphafi Ijóst, ið þeir á flekanum voru svo gott sem dauðadæmdir. Þar stóðu þeir í kös meðan öld- nrnar slettust upp um fætur þeirra, og hver stór alda velti nokkrum um koll. Bátur skip- aður li'ðsforingjum hafði þenn- an ógæfulega fleka í eftir- dragi, en sjö mílur frá flakinu slitnaði kaðallinn. Landstjór- inn sagði siðar svo frá að taugin hefði slitna'ð, en það er líklegt að hann hafi látið höggva á hana til að losna við „skrilinn". Kafteinninn sat í sínum hát og skálaði við ástmeyna og sneri sér ekki við til að gamga úr skugga um, hvað hefði orðið af þessu vesalings fólki. Fólkið á flekamum æpti, bað til guðs og reyndi að finna leið úr ógöngunum. En að- staðan var vonlaus. Það gat ekki stýrt, ekki notað segl. Strönd Afríku var aðeins 50 mílur framundan, en það stoð- aði lítið. Mjölpokunum var hemt fyrir borð til að gera flekann léttari, og það eina sem eftir var matarkyns var sjóbleytt skipsskonrok. Hræðilegar nætur Fyrstu nóttina týndu marg- ir lífi er þeir hrösuðu á milli bjálkanna. fótbrotnuðu og voru troðnir undir. Þeir sem eftir lifðu köstuðu likunum fyrir borð, og þegar leið að næstu nótt komu upp raddir um að rýma flekann miklu rækilegar. Bremnivínið var til staðar. Hinir gömlu hermenn Napó- leons álitu að þa'ð bezta sem hægt væri að gera væri að fá sér síðasta sopann. Þeir opn- uðu kút, drukku frá sér allt vit, og réðust siðan á föru- nauta sína. Fyi-st drápu þeir liðsforingjana og undirliðs- foringjana, siðan réðust þeir á sjópiennina. Þriðju núttina dóu um 60 manns þar af voru margir hermenn og voru þá 67 af þeim sem lagt höfðu upp frá flakinu. Hákarlamir sveimuðu í kring í öruggri von um fæðu. Á fimmla degi gerðiet það, a’ð einhverjir þeiira sem geng- ið höfðu af vitinu köstuðu sér yfir dauðan félaga sinn og söddu hungur sitt á holdi hans. Nætu nótt dóu 12 í við- bót. Þeir sem emn héldu ráði köstuðu líkunum strax fyrir borð til að koma í veg fyrir frekara mannát. Daginn eftir fór flugfiskatorfa undir flek- anm, og um það bil tvö hundr- — Þriðjudagur 25. júní 1963 uð festust í honum. Á þenn- an hátt fengu þeir 48 sem lifðu dálítinn mat. Næstu nótt var aftur bar- izt — og nú var það þjóð gegn þjóð, Spánverjar og Asíubúar urðu að láta lífið fyrir Frökkum. Á þeim sem eftir lifðu var húðin á fót- unum öll sprungin af seltunni, það voru ekki nema eitthvað tuttugu sem gátu hreyft sig. Flekann rak fyrir straumi og vindum. Á meðan .... Á meðan létu landstjórinn og skipstjórinn róa sér á sínium þægilegu bátum beint inn á St. Louis siglingaleiðina. Þeir höfðu kjöt og vín eins og þá lysti, suugu ölvísur og háðu andrikar samræður um sjómannalíf. Ástkonumar voru vel útbúnar með púður og farða, og allt varð elsku- legra og fegurra með hverj- um degi. Fimmtán menn .... Hinn tíunda júlí voru tólf deyjandi menn um borð, allir í sárum og hálfvitskertir af þjáningum. Þrir sjómenn og einn hermaður ákváðu að kasta þeim fyrir borð til að bæta möguleika þeirra sem enn lifðu. Þeir reiknuðu út, að þeir gætu haldið út í sex daga í viðbót. Allir þeir 15 sem eftir voru ákváðu ein- róma að kasta öllum vopnum fyrir borð. Og varð siðan nokkurra daga friður, sólin brenndi þá miskunnarlaust, Þorstinn kvaldi þá ákaflega — nokkrir fengu hitaslag og vildu kasta sér í hafið, til að binda endi á þjánimgar sínar. Sautjánda júll rakst skonn- ortan Argus á flekann og bjargaði þessum fimmtán mönnum. Hún flutti þá til St. Louis, og þar dóu fimm mjög fljótlega af afleiðingum vos- búðar. Tíu héldu lífi, en eng- inm var samur maður — og einn var vitskertur til dauða- dags. Mennirnir á flakinu Landstjórinn var kominn í land fyrir löngu, og hafði — eins og hann sagði — ,,gleymt“ að það var fólk úti í hafi. Em þegar hann hafði verið seytján daga i landi minntist hann þess allt í einu, að um borð í freigátunni Med- úsa höfðu verið um fimm þús- und pund í klingjandi mynt, og ýmis önnur verðmæti. Einm af þeim sem komust lifs af á flekanum stundi því upp við hann, að það hefði líka verið fólk um borð í flakinu. Þá svaraði landstjórinn (orðrétt eftir söguritaranum): „Pú, þið gelið verið viss um að það eru ekki þrjú stykki af þeim á lífi lengur“. 26. júlí var skip sent út að flaki Medúsu, en það var ílla útbúið og þurfti tvisvar að snúa við áður en það mæði á- kvörðunarstað. 52 dögum eftir að flakið var yfirgefið komst þessi skúta að því. Það kom a daginn að þrír voru enn á lífi. Þeir voru „viti sínu fiær“ og „kafloðnár". Þeir höfðu tuggið tjöru í eina viku. Tólf af þeim sautján sem eftir urðu höfðu gert sér fleka og reynt að komast í land á hin- um, en honum hvolfdi og þeir drukknuðu allir. Einn hafði gengið af vitimu og siglt til ha,fs á hænsniahúsi. Og skömmu á'ður en skútan kom hafði einn dáið epn. Þeir þrír sem eftir lifðu höfðu nagað leðurposa, tré- verk og hvað sem tönn á festi. Þeir umluðu og fnæstu þegar björgunin kom. Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.