Þjóðviljinn - 25.06.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.06.1963, Blaðsíða 7
T Þriðjudagur 25. júní 1963 ------------- ---------------------------------------------- ÞlðÐVILJINN----------------------------------------------------------- ----------------------------SIÐA 2 rriðsamlcg sambúð. Vetrarferð út í skóg. Varðeldur skal kveiktur Það fara ýmsar sögur af vini okkar Andrei Alexands- syni, sem hefur reyndar fram að þessu verið kallaður Andrj- úsa vegna lágs aldurs. Skömmu eftir að hann fór að kynnast heimsbókmenntun- um ber svo við að hann er á gangi með foreldrum sínum úti í skógi, heldur á boga og spennir hann í ýmsar áttir og laetur vígalega. Á móti þeim kemur gamall bolséviki, sem bjó þar i nágrenninu, og lyftir vísifingri ábyrgðarinnar vegna og segir mjög alvarlegur: Farðu varlega með bogann, drengur minn — annars geturðu hitt einhvem í augað. Andrei svaraði: Það á einmitt að skjóta í augað — annars skemmir mað- ur húðina. Semsagt: lærdómur Fenimore Coopers — Hjartabani, Félka- auga, Ratvís. Þannig hefur Andrei alltaf verið: innbyrt af mikilli atorku ýmislega reynslu inn í heim sinn, sem samkvaemt hjátrú fullorðinna hlaut að vera frem- ur lítill. Og menn gleymi því ekki að einmitt þessi atorka er upphaf alls frumleika. önnur saga er til um Andrei svo fræg að hún hefur komizt á prent í bók sem Konnei Tsjúkovskí hefur tekið saman um spakmæli barna. Hún bend- ir til þess að honum hafi snemma verið kunnar stað- reyndir heimspólitíkurinnar. Þegar Andrei var fjögra ára er hann i bílferð á sólskins- degi ásamt foreldrum og kunn- ingjahjónum og var ferðinni heitið út fyrir borg, út i skóg (þar sem mýflugur bíta bömin eins og Rússlandsbók AB herm- ir.) Kunninginn sem sat við stýrið braut einhverja um- ferðareglu (umferðareglur eru mjög margar í Moskvu) og kom upp að bílnum ábúðar- mikill lögregluþjónn og hófst nú þetta venjulega þóf um það hvort bílstjórinn hafi ver- ið sekur og hve sekur hann hafi verið. Andrei stakk hðfðinu útum afturgluggann og 6agði við lög- regluþjóninn, fullur trausts á réttlæti góðs málstaðar. — Já en frændi (rússnesk böm kalla fullorðna frænda eða frænkur) — já en frændi — við erum með friði. ★ En nú er Andrei orðinn þrett- án ára og atorku hans hefur verið vísað á alvarlegar braut- ir. Síðan í september er hann meðlimur í klúbbi ungra líf- fræðinga sem starfa i tengslum við dýragarðinn í Moskvu. Og hugsar síðan ekki um annað en sveppi, skordýr og — sérstak- lega fugla. Andrei segir frá þessum á- gæta félagsskap. — Á miðvikudögum eru sem- inör hjá okkur: þá er rætt um verkefni okkar og prófessorar og stúdentar flytja fyrirlestra. Þetta eru oftast menn sem sjálfir ólust upp í klúbbnum og hafa haldið tryggð við hann síðan. Á sunnudögum eru svo ann- aðhvort fundir eða ferðalög. Á fundunum 'eru rædd skipu- lagsmál, kosið í stjórn, teknir inn nýir félagar o.s.frv.,Við stjórnum okkur alveg sjálfir. Inntaka fer þannig fram að umsækjandi (sem er venjulega fimmtu- eða sjöttubekkingur) talar við okkur, labbar sig um dýragarðinn í svo sem eina viku, skoðar sig um kíkir í bækur. Síðan kemur hann á fund og svarar spurningum sem við leggjum fyrir hann. Ef hann stendur sig ekki nógu vel er honum sagt að spásséra lengur um garðinn — en hann má vera mikið slappur ef hann er ekki tekinn inn að lokum. ★ Við leggjum upp í ferðalög á laugardögum og gistum ann- aðhvort á gólfinu í einhverju skólahúsi eða úti í skógi. Við Eftir ARNA BERGMANN tökum ekki með sveínpoka það væri alltof fyrirferðarmik- ið að flækjast með svoleiðis drasl. Kyndum bara bál og sof- um við það. Förum snemma á fætur og skiptum okkur niður í smáa hópa til að fæla ekki dýrin. Við skrifum niður það sem við sjáum — hvaða dýr, í hvaða umhverfi, við hvaða iðju — allt eftir ákveðnu kerfi. Og sum reynum við að klófesta. Þegar ég fór fyrst í svona leið- angur gerðist það að allt i einu hafa allir snarað af sér bak- pokunum og hlaupa yfir polla og pytti upp að öxlum — þeir höfðu komið auga á vatnsrottu. Ég var svo hissa, að þennan dag var ég sá eini sem þramm- aði þurr um skóginn. Já við veiðum skógarmýs og skordýr og geymum kvikindin í katlinum sem vlð sjóðum í te og kássu. Á þessum ferðalögum er allt sameiginlegt. Peningar — sá sem er blankur verður ekki eftir í Moskvu þessvegna. Mat- urinn — hver leggur í sameig- inlegan sjóð það sem hann kom með að heiman. Verði hinsvegar einhver sekur um að skjóta matvælum undan þá er sá sami tekin upp á löpp- unum og látinn standa á haus svo lengi sem þurfa þykir. Uppáhaldsfæðan er dósa- mjólk (rússnesk dósamjólk er mjög sæt og svo þykk að hún hnígur varla). Stundum eldum við líka súpu — hendum á vatnið baunasúputeningum, fleski, pylsum og hellum dósa- mjólk yfir alltsaman. Mæður okkar eru fremur smeykar við þessa eldamennsku. ★ Klúbburinn á sina leiki og sína söngva. í sálmi fuglafræð- inga (sem sunginn er við gaml- an bófasöng fré Odessu) er við- lagið þetta: „Við þvoum okkur úr pollunum, þurrkum okkur á brókunum — blitt lætur ver- öldin”. — Nei, það eru ekki bara strákar í klúbbnum — tæpur helmingur meðlima eru stelpur. Til dæmis tvaer frægar systur sem hafa kosið sér slagorðið: Tvær stelpur geta alltaf barið einn strák. Oftast ferðumst við ein — en stundum eru stúdentar með. Þeir voru með okkur fyrsta mai og þá stjórnuðu þeir sam- keppni — hver er fyrstur að kveikja varðeld með einni eld- spýtu, hver heggur rétt eldivið, hver klifrar laglegast upp í erfitt tré, hver tekur eftir flest- um merkilegum náttúrufyrir- bærum á ékveðinni leið um skóginn? Sigurvegaramir fengu konfekt í verðlaun en þeir lök- ustu hvítlauk. Hátíðinni lauk með almenn- um riddaraslag. I svona ferðir förum við vor- mánuði og haustmánuði. En við gerum margt fleira. Hver klúbb- féiagi verður að byrja á því að kynna sér eitthvert dýr ræki- lega — bæði af bókum og af athugunum í dýragarðinum — og halda um það stutt erindi. Síðar kemur alvarlegra verk- efni — að fylgjast með ein- hverju dýri í langan tíma, fæðu þess, vistarveru, hegðun á ýmsum tímum sólarhrings (þú verður jafnvel að halda 24 stunda vörð um dýrið í dýragarðinum) og á ýmsum árstíðum, gera tilraunir með ýmislegt fóður, fylgjast með heilsufari og þroska afkvæm- anna .... Á sumrin fer hluti hópsins á einhvem af þjóðgörðunum til sex vikna dvalar og vinnur þar ýmsa gagnlega vinnu. Þeir sem eftir eru fá líka sumar- verkefni — til dæmis að stoppa út dýr og fugla. 1 vetrarfríinu var ég í þjóð- garði. Okkur var falið að gera áætlun um það hve mörg dýr af ýmsum tegundum væru á garðsvæðinu. Sérstaklega skyld- um við telja elgi og vísunda. Það er gert þannig, að garðin- um er skipt I reiti og er hver reitur um tveir ferkílómetrar. Á takmörkunum er sópað yfir öll spor á tíu metra breiðu svæði. Síðan göngum við um reitinn með miklum hávaða og hrekjum þannig öll dýr út- fyrir — og teljum þau síðan eftir sporunum . . . Ungum Iíffræðingum er vel tekið í öllum húsakynnum dýragarðsins. Beðizt afsökunar á að segja satt Kennedy og de Caulle Til blaðstjómar Frjálsrar þjóðar. Á baksíðu siðasta tölublaðs Frjálsrar þjóðar rak ég aug- un i afsökunarbeiðni blað- stjórnarinnar til Ólafar nokk- urrar Pálsdóttur vegna klausu sem birtist í „Litlu frétta- blaði“ blaðsins 8. júní, en Stefán Pálsson bróðir Ólafar, á sæti í blaðstjórninni. Eg mínnist þess ekki að hafa fyrr séð blaðstjórn biðja af- sökunar á að sagt hafi veri'ð satt í blaði henmar, enda mun það einsdæmi í blaðaheiminum. 1 nefndri klausu 8. júni, sem ber titilinn Nemandi á listamannalaunum, er vikið að vitum Rithöfundafélags ls- lands á alræmdu fyrirbæri, Úthlutunarnefnd listamanna- launa, en félagið hefur hvorki meira né minna en sakað nefndarmennina opinberlega um óviðurkvæmilega misnotk- un listamannafjárins til handa fjölskyldum sjálfra sin, á kostnað ungi-a, starfandi rit- höfunda, og segir í klausunmi, að konu Sigurðar Bjarnason- ar frá Vigur, Ólöfu Pálsdótt- ur, sem er nemandi sam- kvæmt fjárlögum og nýtur styrks sem slik, séu veittar 14 þúsund krónur í lista- mannalaun. Á hverju er verið að biðj- ast afsökunar? Ég hef skoðað f járlög. Efni klausunnar er sann- leikanum samkvæmt. Mann- eskjan er enn nemandi sam- kvæmt opinberu plaggi. Á 14. gr. fjárlaga les ég skýrum stöfum: Tií Ólafar Pálsdóttur til náms í höggmyndalist kr. 8 þúsund, og á lísta Úthlut- unarnefndar listamannalauna stendur jafnskýrum stöfum: Ólöf Pálsdóttir, 14 þúsund krónur. Það gefur auga leið, að það kemur ekki heim og saman að þiggja af Alþingi námsstyrk ár eftir ár og á sama tíma laun af rikisfé sem viðurkenndur listamaður. Önnur forsendan er bersýni- lega röng, sú sem liggur til grundvallar námsstyrknum — eða listamannalaununmm. Ég legg ekki dóm á hvort heldur er. Ég á ekkert sökótt við umrædda frú og álít raun- ar að henni sé miður þokka- legur greiði gerður með þess- um ósamrýmanlegu fjárveit- ingum, en sem vinstri sinnað- ur maður, skattþegn og á- skrifandi að Frjáleri þjóð, mótmæli ég því dæmalausa at- hæfi, að blaðstjómin biðjist afsökunar á að blað hennar hafi sagt satt og ljóstað upp sérstæðu dæmi um meðferð almannafjár, enda stangast afsökunarbeiðnin grimmilega við eitt helzta stefnuskrárat- riði Þjóðvarnarflokks Islands og málgagns hans, að vinna af einurð gegn hvers kyns spillingu. Dæmið um hana Ólöfu Páls- dóttur er ekki stórt — en það er talandi. Hætt er við, að í hinum stærri málum muni flokksvagninn æði oft snarast um, þegar hann sveigir svo gálauslega hjá lítilli völu s vegferð sinni hinni nýju. Reykjavúk, 17. júní 1963, Jóhannes Helgi. Kennedy: Heldurðu að ég sé hræddur við að fara tal Evrópul i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.