Þjóðviljinn - 26.06.1963, Síða 1

Þjóðviljinn - 26.06.1963, Síða 1
Miðvikudagur 26. júní 1963 — 28. árgangur — 140. íölublað. I gær felldi Hæstiréttur dóm í Milwoodmálinu svonefnda og var úrskurður meirihluta réttarins á þann veg, að héraðsdómi væri heimilt að hafa togarann í haldi þar til 5. september n.k. en sem kunnugt er hefur skipstjóranum á Milwood, John Smith, verið stefnt fyrir rétt 2. september. Einn dómaranna, Gizur Bergsteinsson, skilaði sératkvæði og var dómur hans á þá lund að leysa bæri togarann úr haldi gegn fjártryggingu sem dómari teldi nægjanlega. Súd- veiðin glæðist Raufarhöfn í gær. — Snemma í morg- un sáus't vaðandi síldartorfur norð- austur af Langanesi og fengu nokkur skip dágóðan afla. Sólskin og blíða er nú á miðunum og er búizt við fjörkippi í veiði á næstunni. Frá kl. 7 í gærmorgun til kl. 7 í morgun fengu 11 skip samtals 4900 mál og veiddist sú síld 60 til 70 sjómílur norðaustur af Raufarhöfn og komu þessi skip hingað með eftirfar- andi afla: Sigurpáll með 300, Jón Oddsson með 150, Fagriklettur með 450, Hamravík með 400, Mummi GK með 400, Gullver með 550, Svanur RE með 400 og Akurey með 900. Þá fóru Björgúlfur með 800 mál og Rifsnes með 500 mál til Seyðisfjarðar og Jón Finnsson með 900 mál til Siglufjarðar. Þá er vitað um afla þessara skipa síðastliðinn sólarhring: Kópur 700, Kristbjörg 350. Skarðsvík 900, Steinunn 500. Oddgeir 400. Pétur Jónsson 300, Mummi IS 400, Auðunn 300, Hrafn Sveinbjarnar- son 300, Jón á Stapa 650 og Rán 350. Önnur aflvél verksmiðj- unnar bilaði kí. 8 í morg- un og verður viðgerð lok- ið um miðnætti í nótt. Togarinn Mitwood var kyrrsett ur þar til fimmta september Sakadómur Reykjavík- ur felldi sem kunnugf er úrskurð um kyrrsetn- ingu togarans 20. maí s.l. og var honum sam- dægurs skotið til Hæsta- réttar. Vegna eðlis máls- ins svo og þess að við könnun á sakargögnum kom í ljós að tiltekin dómsskjöl vantaði í end- urriti frá sakadómi á- kvað Hæstiréttur að málsskjöl þessi skyldu lögð fyrir dóminn og málið síðan flutt munn- lega fyrir ré't’tinum. Fór málflutningur fram 19. þessa mánaðar. Krafa kæranda, Gísla ísleifs- sonar hrl., f.h. Burwood Fishjng Co. Ltd., eiganda togarans Mil- wood. A 472, var, að hald það, sem lagt hafðj verið á togar- ann yrði fellt niður gegn banka- tryggjngu að mati héraðsdóms fyrir öllum greiðslum sem John Smith skipstjóri kynni að verða dæmt að greiða. Saksóknari rík- isins krafðist þess hins vegar, að hinn kærði úrskurður yrði staðfestur. f forsendum hæstaréttar er aðdragandi málsins rakinn mjög rækilega og m.a. birt orðrétt skýrsla skipherrans á Óðni um töku togarans. Verður efni henn- ar ekki rakið hér, enda öllum kunnugt orðið af fréttum Lokakafli forsendanna fyrir í.: -V'. • ’ Þessi mynd var tekin, þegar varðskipið Óðinn var á Ieið með togarann Mihvood til Reykjavíkur. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). dómsorðum Hæstaréttar or svo- hljóðandi: „Samkvæmt lokaákvæði 1. gr. laga nr. 5/1951 um breyting á lögum nr. 5/1920 um bann gegn botnvörpuveiðum má ieggja löghald á skip, sem notað hef- ur verið til ólöglegra botnvörpu. veiða við fsland, og setja það síðan, að undangengnu fjárnámi, til lúkningar sektum á hendur skipstjómarmanni svo og máls- kostnaði, sbr. og auglýsingu um fullgildingu Evrópuráðssamnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis nr. 11/1954, fylgi- skjal II, 1. gr. in fine. Sam- kvæmt árlangri dómvenju hef- ur þetta verið framkvæmt þann- ig, að héraðsdómur sá, er haft hefur slikt mál til meðferðar, hefur lagt hald á skipið og haldið því, þar til dómur hef- ur gengið í héraði. Þá hefur héraðsdómur að jafnaði sleppt Þýzkur skuttogari fórst við Vestur - Grænland í gærdag skipinu gegn hæfilegri trygg- ingu. Þegar litið er til þessa og að eigi verður að svo stöddu séð fyrir um lyktir sakamáls þess, sem samkvæmt framan- sögðu hefur verið höfðað gegn skipstjóra togarans Milwood. svo og þess, að eigi er loku fyrir það skotið, að togarinn, sem ber sýnileg merki framan- greinds árekstrar, kunni, eins og saksóknarj ríkisins og rann- sóknardómur telja. enn að hafa Framhald á 3. síðu. V-þýzki skuttogarinn Miinchen fórst í ofviðri við V-Grænland í gær- dag. Skipið mun þá hafa verið statt á Fyllubanka undan Færeyingahöfn. Mörg skip sem voru á sömu slóðum komu til hjálpar og tókst að bjarga 26 mönnum af á- höfninni, en 13 drukkn- uðu. í gærkvöld stóðu enn vonir til að hægt yrði að bjarga 3 mönn- um í viðbót. Áhöfnin var 42 menn. Múnchen var svo til nýtt skip, smíðað árið 1960, eða 61 of nokkuð stórt, sennilega 12—1500 tonn. Það kom hjngað til Reykjavíkur í vetur, vegna bil- unar og stanzaði hér í nokkra daga. Það mun hafa verið búið heilfrystjtækjum og fjskimjöls- verksmiðju, en hlýtur að hafa verið á saltfiskveiðum núna. því 42 menn voru um borð. Tveir íslenzkir togarar eru nú við V-Grænland á saltfiskveið- um, þeir Þormóður goði og Þor- steinn Ingólfsson, báðir eign Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Samkvæmt skeyti, sem kom frá þeim til BÚR í gær voru þeir komnir norður á Hellefisk'banka. sem er um 400 mílum norðar en Fyllubanki. Stormur var Qg vitað að Þormóður goði hélt sjó.^> Enn óvíst hvenær Askenasi kemur Vladímír Askenasí hinn frægi sovézki píanóleikari hefur nú haft samband við umboðsmann sinn hér. Pétur Pétursson og tjáð honum að hann geti ekki staðið við áður gerða áætlun um að koma hingað til hljómleika- halds á fimmtudaginn. Bað hann Pétur að hafa samband við sov- éska sendiráðið hér, en það myndi geta sagt til um tímann. Þegar Pétur talaði við sendiráðið í gær, gat það ekki sagt neitt ákveðið, en lofaði að hraða af- greiðslu málsins. Pétur kvað ómögulegt fyrir sig að vera í þessari óvissu og ef hann fengi ekki afgerandi svar frá sendiráðinu fljótlega myndi hann endurgreiða að- göngumiða þá, sem þegar eru seldir að hljómleikunum. Askenansi ber fyrir önnum heima fyrir. Teikning af togaranum Múnchen, sem fórst í gær við Grænland. Neita að birta sératkvæðin! r JT > Ottast meirihluti Verðlagsráðs sjávarútvegsins að álit minni- hlutans komi fram? Þjóðviljinn sneri sér í gær til Sveins Finnssonar, fram- kvæmdastjóra Verðlagsráðs sjávarútvegsins, og innti hann nánar eftir úrskurði þeim, sem yfirnefnd verðlagsráðs felldi um bræðslusíldarverðið s. I. sunnudagskvöld. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær, mun úrskurður yfirnefndar- innar ekki hafa verið felldur samhljóða, — enda með þeim hætti, að mikla furðu vekur, þar sem lýsisverð hefur hækk- að mjög erlendis að undan- förnu. — Dagblaðið Vísir skýrði hins vegar þannig frá úrskurði yfimefndarinnar, að „samkomuIag“ hefði náðst um veröið á fundi nefndar- innar. Framkvæmdastjóri verðlags- ráðsins viðurkenndi, að það væri rétt, að sératkvæði hefðu komið fram í yfirnefndinni, þegar úrskurður hcnnar var felldur. Hins vegar neitaði hann með öllu að gefa nán- ari upplýsingar, og kvað það fasta venju i dómnum að gefa ekki slíkar upplýsingar um „störf nefndarinnar“. Þeg- ar framkvæmdastjóranum var bent á, að sératkvæði fulltrúa í yfimefndinni væru hluti af niðurstöðum hennar en ekki „upplýsingar um störf henn- ar“, — enda föst regla við uppkvaðningu úrskurða sem þessa, að birta einnig sérat- þessa, sem fram koma, — kvaðst hann samt sem áður ekki mundu birta sératkvæð- in nema fyrir lægi samþykkt frá verðlagsráði um það! Það mun vera algert eins- dæmi, að sératkvæðum full- trúa í gerðardómi sé haldiö leyndum og neitað að gefa upplýsingar um þau, enda eiga umbjóðendur þeirra full- an rétt á að fá að vita um afstöðu sinna fulltrúa. Og það er cnn þá fráleitara að neita að gefa upplýsingar um þessi atriði, nema fyrir liggi sam- þykkt, — sem væntanlega yröi að vera meirihlutasamþykkt, — um að birta sératkvæði, sem fram koma. Sératkvæði eru sem fyrr segir hluti af niðurstöðu, og bæði sá aðili, sem sératkvæði skilar svo og umbjóðendur hans eiga ský- lausa kröfu til þess að þau komi fram. En meirihluti yfimefndar virðist hins vegar svo hrædd- ur vegna Þess rangláta úr- skurðar, sem hann felldi, að gripið er til þess að reyna að gera minnibluta nefndarinnar samábyrgan með því að hindra birtingu þeirra sérat- kvæða, sem fram komu við uppkvaðningu úrskurðarins. En að sjálfsögðu getur yfir- nefndin þó ekki fellt „úr- skurð“ um að fulltrúar gefi þeim samtökum, sem hafa til- nefnt þá í yfirnefndina, upp- Iýsingar um afstöðu sína. v

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.