Þjóðviljinn - 26.06.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.06.1963, Blaðsíða 4
4 SfÐA Útgcfandi: Sameiningarflokk.ur alþýdu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magntís Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Stjórn i felum Þvert ofan í þau fyrirheit, sem viðreisnarstjóm- in gaf í upphafi valdaferils síns um að kaup- og kjaradeilur skyldu útkljáðar við samningaborðið af viðkomandi aðilum án allra afskipta ríkisvalds- ins, hefur ríkisstjórnin í æ ríkara mæli gripið inn í frjálsa samninga verkalýðsfélaga og atvinnu- rékenda. Öll hafa þessi afskipti ríkisvaldsins beinzt í þá átt að styrkja aðstöðu atvínnurekenda og torvelda samningsaðstöðu verkalýðsfélaganna. Nægir þar að minna á dæmi eins og bannið við verkfalli gegn flugféiögunum 1961, afskipti ríkis- stjórnarinnar af járnsmiðadeilpnni í fyrravor og gerðardómslögin um sjómannakjörin á síldarver- tíðinni á s.l. sumri. Og þegar þessi afskipti ríkis- valdsins hafa ekki komið að því ,,gagni“ sem til var ætlazt, hefur stjórnin ekki hikað við að grípa rtil pólitískra hefndarráðstafana eins og gengisfell- mgarinnar 1961, þótt þess konar ráðstafanir bitni á framleiðsluatvinnuvegunum í formi hækkaðra rekstrarvara, ekki síður en hið hækkaða vöruverð kemur niður á neytendum. f»að er því hvorki umhyggja fyrir framleiðsluat- * vinnuvegum þjóðarinnar né heldur áhugi á þvf að tryggja kauprnátt atvinnutekna launþeg- anna, sem einkennt hefur stefnu rikisstjómarinn- ar. Stjórnarstefnan hefur frá upphafi miðazt við að breyta tekjuskiptingu þjóðarinnar, og þar hefur ríkisstjórninni vissulega orðið allvel ágengt. Og í stað þess að berjast gegn verðbólgunni, hefur rík- isstjórnin beinlínis tekið hana í þjónustu sína; verðbólgan hefur verið stórvirkasta og fljótvirk- asta meðalið, sem stjórnin hefur gripið til, í þeim tilgangi að breyta tekjuskiptingunni á ný, þegar launastéttirnar höfðu að nokkru rétt sinn hlut. Jafnframt hefur ríkisstjórnin svo gert örvænting- arfullar tilraunir tíl þess að skjóta sér á bak við ýmsa skósveina sína í opinberu lífi, og koma á- byrgð af athöfnum sínum á „hlutlausa embættis- menn“, eins og það er orðað. Þannig var Seðla- bankanum fyrst fengið gengisskráningarvaldið í hendur 1961, og síðan „neyddist“ ríkisstjórnin til að fallast á ákvörðun hans um gengislækkunina! Oíkisstjórnin reynir einnig að nofa þessa sömu aðferð til þess að hindra að sanngjörnustu kröfur launastéttanna um kjarabætur nái fram að ganga. Kom þetta gleggst fram í gerðardóms- lögunum gegn sjómannastéttinni í fyrra sumar, þar sem ríkisstjórnin tryggði sjónarmiðum sínum og atvinnurekenda fyrirfram meirihluta í dómn- um, en hélt því svo fram að þar hefði „hlutlaus að- ili“ fellt sinn úrskurð. Hið sama kemur nú fram við verðlagningu bræðslusíldar. Oddamaður dóms- ins, og sá sem þar hefur úrslitavald, er énginn annar en Már Elísson, hagfræðingur, einn af hinum „hlutlausu“ sérfræðingum ríkisstjómar- innar á sviði efnahagsmála. Þegar sjómönnum eru skammtaðar naumari kjarabætur en öðrum stétt- um, er meirihlu'ti gerðardómsins að framkvæma stefnu ríkisstjórnarinnar í launamálum. En sjálf er ríkisstjórnin hrædd og þorir ekki annað en að standa í felum bak við sérfræðingana sína. — b. ÞIÖÐVIUINN Miðvikuö*éur 26. júni 1963 Þóttist vera geimfari í Texas LifSi í vellystingum í meira en mánuð Vonsvikinn kven- geimfari i USA Fyrir nokkru komst upp um svikahrapp í Texas sem íerð- azt hafði milli stórborga fylk- isins í rúman mánuð og lifað þar í vellystingum með því að telja borgarstjómum og auð- mönnum, sem eru ófáir þar syðra, trú um að hann væri einn hinna vegsömuðu geim- fara Bandaríkjanna. Svikahrappur þessi sem mun vera fyrstur til að raot- færa sér hrifningu manna fyr- ir hinum nýju þjóðhetjum heitir Jerry G. Tees, er 28 ára gamall og var látinn laus úr fangelsi fyrir rúmum tveimur mánuðum, en þar hafði hann setið í tvö ár, dæmdur fyrir fjársvik. Þegar hann kom úr tugt- húsinu várð hann fljótlega var við í hválikum hávegum geimfararmr eru hafðir, ekki hvað sízt í Texas, en aðal- stöðvar bandarísku geimferð- anna eru einmitt í Houston i Texas. Hann tók sér nafnið Jerry Clayton, klæddist liðs- foringjabúningi, og kyrmti sig hvarvetna sem hann kom sem einm af hinum sextán banda- risku hermönnum sem valdír hafa verið til geimferða. Alls staðar var honum trúað og menn kepptust við að verða honum að liði á allan hátt. Hann ferðaðist milli borga fylkisins, frá Coipus Christi til Fort Worth, Dallas. Waco og hvað þær nú heita allar. Hvarvetna var honum tekið sem þjóðhetju, borgarstjómir efndu til fagnaða honum til heiðurs og hann var aufúsu- Sovétríkin og Kína semja um tæknisamstarf Fréttastofan Nýja Kína skýr- ir frá því að á þrettánda fundi nefndar Kina og Sovétríkjanna sem fjallar um samstarf á sviði vísinda og tækni hafi verið undirritaður nýr samningur milli ríkjanna um slíka sam- vmnu og gildir hann fyrir árið 1963—64. Gert er ráð fyrir skiptum á tæknifræðingum og vísindaupplýsingum. gestur á heimilum auðmanma, hvar sem hann kom. 1 meira en mánuð stóð gamanið, en þar kom, að það tók enda, og Framihald á 6. síðu. í þrjú ár hefur bandarísk flugkona, Jernie Cobb að nafni, barizt í ræðu og riti við það að sanna löndum sínum að konur eigi jafn mikið erindi út Síamstvíhurar voru skildir að / USA Tvíburasystur sem fæddúst með samvaxna kviði voru í síðustu viku skildar að í Bandaríkjunum. Hin erfiða að- gerð tókst vel og systurnar virðast vera úr allri hættu. Litlu systurnar. sem heita Themoshenko að ættarnafni, voru aðeins fjórtán daga gamlar þegar þær voni skild- ar að. Aðgerðin tók fjórar klukkustundir og þurfti að skera lifur þeirra í tvennt, en húni var sameiginleg fyrir þær báðar. Ekki er annað sýnna en að þær muni ná sér eftir aðgerð- ina og geta þroskazt á eðlileg- an hátt, segir yfirlæknir skurðdeildar spítalans. Mjög fátítt er að slíkar aðgerðir heppnist svo vel; oftast fer svo að annar tvíburinn a.m.k. þolir hana ekki. í geiminn og karlmenn. Nú hefur sovézk kona lagt leið sína ut í himingeiminn, en ekki finnst Jerrie það vera neitt fagnaðarefni. I fyrsta lagi er fyrsti kvengeimfari veráldar- innar ekki af bandarísku þjóð- erni og í öðru lagi heitir hún ekki Jcerie Coob. Jerrie Cobb er 32 ára. Hún er há og ljóshærð og var fyrst bandarískra kvenna til að ljúka við geimfaraæfingarnar. Síðan hefur hún lifað í voninni um að verða fyrsti kvengeimfari heimsins. Nýlega áttu blaða- menn viðtal við hana og lét hún meðal annars svo um maélt: — Nú hef ég barizt þéssari baráttu það lengi að ég fée ekki varizt vissum leiða ýfir því að fyrsta konan sem fór út í geiminn var sovézk. Tilgangur minn er ekki að gagnrýna en ég er sannfærð um að einnig við gætum staðíð okkur. Jerrie segir, að Vaiintirta Framihald á 6. síðu. Ný hús og ný þjóð á Kúbu I þessum húsakynnum bjuggu landbúnaðarverka menn á Kúbu fyrir byltinguna. Kofarnir eru slegn- ir saman úr f jölum og þaktir með strái. Þó ckki geti þetta kallazt vcglegar vistarverur, eru þetta hreinustu hallir miðað við það sem gerðist í fátæktarkverfum borganna. Þar var hreysum hrúgað upp úr argasta járnarusli og spýtnabraki. Oft þuri tj ekki nema eitt átak til að hrinda þeim tjl grunna eftir að árangur byltjngarinnar fór að koma í Ijós og fó.kjð gat í fyrsta sinn á ævj sinni 5000 dæmdir íyrsr ósið/eg ástarmök Frá þvi 1950 hafa um 5000 j Suður-Afríkubúar verið dæmd- I ir í fangelsi fyrir að brjóta | hin svonefndu „iög um ósiðleg j sambönd”, en þau lög banna hvítu og lituðu fólki að eiga kynmök saman. Samkvæmt nýútkomnum skýrsium eru hvítir karlmenn f jölmennastir meðal „afbrota- manna” þessara. I níu af hverj- um tíu skiptum sem þessi lög hafa verið brotin hefur verið um að ræða mök hvitra karl- manna við litaðar konur. Meðal hinna dæmdu eru 23- • 17 hvítir karlmenn, 1029 svert- J ingjakonur, 976 konur af öðrum ! lituðum kynþáttum, 116 hvítar konur og 109 svartir karlmenn. Skýrslumar sýna, að þeir 500.000 íbúar sem ei-u af así- atískum uppruna eru hvað „sið- prúðastir” að dómi löggjafanna. Aðeins 22 konur og 17 karl- menn af Asíukynþætti hafa ver- ið dæmd x fangelsi fyrir slík afbrot á þeim 13 árum sem lögin hafa verið í gildi. flutt í raunveruieg hús. Eftir byltinguna hefur verið unnið ötullega að því að koma húsnæðismálunum á Kúbu i viðun- andi horf — og mun þó talsvert vatn renna til sjávar áður en allir Kúbubúar geti flutt í mann- sæmandi húsnæði. Myndin sýnir íbúðarhús sem ríkið hefur látið byggja og lætur verkamönnum og samyrkjubændum cndurgjaldslaust í té. I því hverfi sem hér um ræðir cru 210 hús, auk sjúkra- húss Og bamaskóla fyrir 400 nemendur. A ári hverju eru byggð 25.000 slik hús víðsvegar á Kúbu. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.