Þjóðviljinn - 26.06.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.06.1963, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 26. júní 1963 - HÓÐVILIINN Sigurður Ámason, formaður verkalýðsfélagsins í Hveragerði, er sextugur í dag. Sigurður verður ekki heima heldur tekur sér ferð á hendur í átthaga sína austanlands. En á leið hans norður og austur hittum við Sigurð að máli, óskuðum honum til hamingju með þessi merku tímamót og báðum hann að segja lesendum Þjóð- viljans frá liðinni ævi. RÆTT VID SIGURD ARNASON — Ég er fæddur á Þuríðar- stöðum í Eyvindardölum, segir Sigurður, sú jörð hefur nú ver- ið í eyði í 59 ár. Ég var föður- laus og ólst upp á útigangi og hrakningi með móður minni til ellefu ára aldurs. Þá giftist hún, og hjá stjúpa mínum var ég fram að tvítugu. — Um tvítugt fór ég í vinnu- mennsku, að vísu hjá merkis- bónda, Bimi Hallssyni, alþing- ismanni á Rangá, sem nú er nýlátinn. Björn var merkur maður, og átti mikið og gott bókasafn. Svo fór ég í Eiða- skóla 23 ára gamall, Ásmundur Guðmundsson var skólastjóri. Hálfgerður vatnsgrautur? Nei, ég held nú síður- Tilfellið var, að þó að karlinn væri með guð- hræðslu utan á sér, tók enginn það alvarlega. Við sögðum það strax þá strákamir, að hann yrði biskup! Nei Ásmundur var merkur skólamaður. Lengst til vinstri — 1 Eiðaskóla var ég i þrjú ár. Svo var ég í kaupamennsku víða um land, það opnaði sjón- deildarhringinn. Ég var að rifja það upp héma um daginn, hve- nær ég hefði fyrst orðið rót- tækur. Það var þegar ég las bókina Á refilstigum eftir Up- ton Sinclair, það hefur verið 1921 eða 22. En auðvitað las^ maður allt, sem maður komst yfir, á þessum árum. Fleiri bækur eftir Sinclair, t.d. Smið- ur er ég nefndur. Og svo Al- þýðubók Kiljans. Haaa las ég upp til agna og týndi slitrun- um. Svo á ég hana núna. — Á þessum ámm hefði mig helzt langað til að læra smíðar, til þess hafði ég hæfileika. En á þessum árum voru engir möguleikar til slíks, allra sízt á Austfjörðum. Þá lærðu smið- ir í Kaupmannahöfn. Ég man enn þegar ég sá fyrsta reið- hjólið, það var veturinn 1915 —16 og var hjólað á ís. Manni fannst það hálfgerð opinberun að sjá slíka tækni. Annars var ástandið þannig á Islandi þá, að ungir menn í dag geta tæp- lega gert sér það í hugarlund. — Og svo var það pólitíkin. Ég hafði áður fylgt Alþýðu- flokknum að málum. Sérstak- lega man ég eftir miklum stjómmálafundi, sem haldinn var í hlöðunni á Egilstöðum. Þar töluðu þjóðkunnir menn, t.d. Tryggvi Þórhallsson og Har- aldur Guðmundsson. Haraldur var svo snjall á þeim árum. Ég gaf mig á tal við hann eftir fundinn og þótti ósvinna. En svo var það á jólaföstu 1930 sem ég gerðist kommúnisti. Þá tók ég afstöðu lengst til vinstri — og hef verið þar síðan. Við byrjuðum strax að stofna flokks- deildir fyrir austan, Gunnar Ben, mun hafa haft forgöngu um það, og ég hef líklega verði á fyrsta fundinum. 1933 var ég svo í framboði í NorðurMúla- sýslu ásamt Gunnari. 1934 var ég aftur í framboði og í það skipti með Áka Jakobssyni, sem aldrei kom á fundina. Síðan hef ég haft illan bifur á Áka, ég var lítill maður til að standa í þessu einn. En þá gerði maður hlutina af skyldu. Mig minnir ég fengi 33 atkvæði í fyrstu kosningunum. Ég er fyrsti bóndi á Islandi, sem er í framboði fyrir kommana. — 1932 er ég svo farinn að búa og bjó til 1947 í Heiðar- seli í Hróarstungu. Þetta er að sumu leyti sæmileg jörð, og þetta var að nokkru leyti fé- lagsbú meðsystkinunum. Þá var talað um Rússana í Heiðarseli. Svo var ég h'ka við allskonar störf, gúmmískógerð hvað þá annað. En enn sé ég eftir smiða- náminu. 1936 og 7 var ég á Sel- fossi. Þar náði ég í konuna, og fór á kaf í félagsmál og íþrótt- ir. Rauði þráðurinn í mínu lífi hefur ekki veriðstjómmál held- ur fótbolti. Og bindindismaður hef ég alltaf verið, mér finnst, að hver sósíalisti skuldi sjálf- um sér það. — Eftir fimmtán ár leysti ég upp, hætti búskap og fluttist til Hveragerðis. Það var mest af heilsufarsástæðum, sem ég tók þá ákvörðun. Þá hafði ég mæðst í mörgu þar austurfrá, stofnað ungmennafélag og set- ið í hreppsnefnd. Svo átti ég frumkvæðið að þvi, að keypt var dráttarvél þangað austur, það þótti mikið fyrirtæki og vakti andúð. Sannleikurinn er nefnilega sá að ég er í eðli mínu níjungagjarn, ég hafði víða farið og sagði þeim stund- um fyrir austan, að ef þeir vildu sjá, hvert búnaðarfélags- styrkurinn færi, skyldu þeir skoða Suðurland. Afmælisreisa — Og á Suðurland fór ég sjálfur, ég vildi komast í hit- ann í Hveragerði. Ég gerðist garðyrkjumaður, sex sumur vann ég við leirböð og gerði annars hvað sem heilsan leyfði. Formaður verkalýðsfélagsins hef ég verið síðan 1950. Það var mikil harka í þeim kosn- ingum, en síðan hef ég oftast verið sjálfkjörinn, enda þótt afturhaldið hafi gert á mig smá áhlaup. — Svo fór ég í mína af- mælisreisu í vor. 1 þrjátíu ár hafði ég hug á því að komast Sigurður Árnason. til Rússlands. Svo bauðst mér einstakt tækifæri, með tveggja daga fyrirvara þó. Við Þor- steinn Jónsson, trésmiður frá Hólmavík, fórum austur á veg- um Alþýðusambandsins, en í boði verkalýðssamtakanna í Sovétríkjunum. Tólf daga vor- um viðinnan Sovétlýðveldanna. 1. mai vorum við á Rauða torg- inu og sáum þessi ósköp, Kast- ró hylltan við hlið Krústjoffs. Að vísu sáum við þetta aðeins gegnum sjónauka, mannhafið var svo gífurlegt. Síðan fórum við til Kiev, þrjá daga vorum við þar. Mér fannst léttast yfir þeirri borg af þeim sem ég sá i Sovétríkjunum. Og þó hef- ur hún ýmislegt orðið að reyna, eitt hús stóð eftir í borginni að stríðinu loknu. Þar er mikið minnismerki um sigurirm, um þrjú hundruð metra há granít- súla, og undir stallinum eilífur eldur. Kjörseðillin vopn — Víðar fórum við um Sov- étríkin, Leningrad sáum við t.d. Vetrarhöllina að svo miklu leyti sem maður getur séð svo- leiðis hús. Það eru víst eitthvað um þúsund herbergi í höllinni. Einna mest þótti mér til Æsku- lýðshallarinnar koma. Rússar telja sig bersýnilega ekki hafa efni á því, að hlúa ekkiaðæsk- unni. Ég man það í striðinu, að ég var einu sinni að furða mig á því, hvað Rússar dygðu. Þá sagði Páll Hermannsson: „Þeir eru líka að verja eitt- hvað, sem þeim þykir vænt um.” — Já, mig háfði lengi' langað til þess að sjá Sovétríkin, í Finnagaldrinum hér um árið var ég einn af fáum austan- lands, sem hélt sönsum. Mér virðist Rússar vel á veg komn- ir með flesta hluti, enda þótt þeir telji sjálfir ýmsu ábóta- vant, eru þeir á góðri leið að yfirbuga það. 1 Sovétrikjunum þekkist hvergi nema sjö stunda vinnuvika. Þegar ég kom heim og fór að vinna: Allt upp i tuttugu tíma á sólarhring! Að lokum þetta um stjórn- málin: Miðað við allar aðstæð- ur finnst mér furðu dauft yfir samheidni verkalýðsins á Is- landi. Við verðum að leggja á- herzlu á það, að kjörseðillinn er vopn. Nú stendur baráttan við rikisvaldið, en ekki við ein- stakan atvinnurekanda. Því megum við aldrei gleyma. ------------------- SlÐA R jlysavarnafé- agið fær góð- ar gjafir Eftirtaldir aðiljar hafa ný lega sent Slv- ívamafélagi Is- lands rausnaiiegar gjafir og þar með sýnt hug sinn og veitt slysavarnarstarfseminni mikils- verðan stuðning. 1 tilefni af 40 ára starfsemi sinni hefur firmað Ólafur Gíslason og Co h.f. Hafnar- stræti Rvík. gefið 12 manna gúmbát með öllum útbúnaði til afnota á gúmbátanámskeið- um félagsins, en verðmæti slíks báts eru kr. 35.000.00. Þá hafa systkini Ölafs heit- ins Jónssonar frá Seljateigshjá- legu Reyðarfirði gefið kr. 8.000.00. í björgunarskútusjóð Austfjarða til minningar um þennan bróður sinn, sem lát- inn er fyrir nokkrum árum, en hann hefði orðið sextugur í fyrradag, 24. júní. Einnig hefur O.K.O. sent Slysavarnafélaginu kr. 1.000.00 til minningar um Ólaf Ölafs- son föður gefanda, sem látinn er fyrir nokkrum áratugum. Hann var ættaður úr Papey og var sjómaður alla tíð. Þá hafa eftirtaldar félags- deildir sent Slysavamafélaginu sérstakar gjafir til kaupa á talstöðvum til viðbótar þeim framlögum deilda sem þegar er búið að skýra frá. Frá Slysa- varnadeild kvenna Keflavík kr. 25.000.00. Frá Slysavamadeild Gaulverja, Árnessýslu, kr. 5.000.00. Frá Slysavarnadeild Árskógarstrandar kr. 5,000.00. Frá Slysavamadeild kvenna Akranesi kr. 30.000.00. Námskeið í hand- knattleik fyrir stúlkur 12—14 ára Handknattleiksdeild Ármanns hefur ákveðið að halda nám- skeið 1 handknattleik fyrir stúlkur á aldrinum 12—14 ára, ef næg þátttaka fæst. Æfing- amar fara fram á félagssvæði Ármanns við Sigtún. Æft verð- ur tvisvar í viku, mánudaga og fimmtudaga kl. 7.30 til 8.30. Kennari verður Liselotte Odds- dóttir íþróttakennari. Innritun hefst fimmtudag- inn 27. júní kl. 7.00 á félags- svæðinu og byrjað verður að æfa strax á eftir. Þátttöku- gjald fyrir námskeiðið (1 mán) verður kr. 25.00 og greiðist við innritun. Þátttakendur skulu hafa með sér síðbuxur (gallabuxur) og strigaskó. INDRIDI WÁAGE MINNING í dg verður til moldar bor- inn hér í Reykjavík einn af kunnustu leiklistarmönnum okkar íslendjnga, Indriði Waage, en hann andaðist eftir langvarandi veikindi hinn 17. þess mánaðar. Indriði var aðeins rösklega sextugur að aldri. fæddur 1 desember 1902 í Reykjavík, sonur hjónanna Euphemíu Indriðadóttur og Jens B. Waage Hugur Indriða beindist snemma að leiklist og stund- aðj hann leiklistrnám erlend- is á árunum 1922—1923 í Þýzkalandi. Danmörku og við- ar. Eftir heimkomuna starfaði hann um langt árabil sem leik- ari og leikstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur eða allt til ársins 1950 er Þjóðleikhúsið vár stofnað en þá var hann fast- ráðinn leikari þar og starfaði við það til dauðadags. f afmælisgrein sem Ásgeir Hjartarson ritaði í Þjóðvilj- ann sl. vetur er Indriði varð sextugur sagði hann m.a.: „Þó að islenzk leiklist sé ung að árum er Indriði alinn upp við arinn hennar og sannnefnt leikhúsbarn: sonur hins snjalla leikara Jens Waage, systursonur Guðrúnar Indriðadóttur, leikkonunnar frægu, og dóttursonur Indriða Einarssonar. leikskáldsins Qg leiðtogaas, svo neftodir sé<u þrír merkir brautryðjendur í stuttri en litríkri sögu ís- lenzkra leikmennta. Og Indriði Waage hefur ótrauður fetað í spor feðra sinna. helgað Þal- íu tómstundir sínar og krafta, og hvergi látið sinn hlut eftir liggja“. Og Ásgeir segir ennfremur í grein sinni: „Þegar ég kynntist fyrst Leikfélagi Reykjavíkur á ung- lingsárum var Indriði þar for- ystumaður, ungur glæsilegur leikari og helzti leiðbeinandi. sum árin stjómaði hann öll- um sýningum félagsins. f þá daga var allmikið um létt- vægt grín í leikhúsinu við Tjörnina, enda átti það visa öra aðsókn og almenningshylli; en það eru hin alvörumeiri og stærri viðfangsefni sem geym- ast í minningum. Það var Indriði Waage sem fyrstur stjómaði Shakespearesýning- um á fslandi og sýndi með þvi heilbrigða dirfsku og bjartsýni æskunnar — þær sýningar voru ófullkomnar á marga lund. enda við frumbýlings- hátt og ótrúlega örðugleika að etja, en mörkuðu engu að sið- ur giftudrjúg spor á brautinni fram; og ekkj gleymi ég Cutol.ylusi í hnittilegri túikun Indriði, þeim óborganlega um- renningi og skálki í „Vetrar- ævintýri“ meistarans frá Av Um sérkenni Indriða sem listamanns segir Ásgeir í áð- umefndri grein; ,,Þó að hann hafi eigi sizt starfað að margvíslegu gamni hygg ég að alvöruþrungin við- fangsefni séu honum hjart- Indriði Waage. tó.gnust og helzt að skapi 0g honum láti bezt að túlka bar- áttu og innsta eðli þeirra sem hrjáðir eru, örvinglaðir og þreyttir, sjukir á sál og lík- ama eða fómardýr illvígra á- stríðna, staddir á yztu nöf. af þeim toga eru ýmsar snjöll- ustu mannlýsjngar hans, sterk- ar og fíngerðar í senn, 0g vitna um næman sálfræðilegan skilning. ríka samúð. djúpa innlifun". Ásgeir nefnir síðan nokkur þau leikrit þar sem Indriði vann stærsta listræna sigra, bæði með túlkun sinni á per- sónum og einnig með leik- stjórn: Á útleið. eftir Stutton Vane, Ég hef komið hér áður, eftir J. B. Priestley, Á meðan við bíðum, eftir John Borgen, Lokaðar dyr. eftir Wolfgang Borlhert. Sölumaður deyr, eft- ir Arthur Miller og Villiöndin, eftir Henrik Ibsen. Hér hefur aðeins verið stik- að á stóru í leiklistarferli Indriða Waage en lengst af hafði hann leiklistina aðeins sem aukastarf eins og raunar allir leikarar okkar þurftu að gera áður en Þjóðleikhúsið kom til sögunnar. Var Indriði lengi bankastarfsmaður. Frá 1950 var hann hins vegar fst- ráðinn starfsmaður við Þjóð- leikhúsið en síðara hluta þess tímabils átti hann við langvar- ndi veikindi að striða er mjðg drógu úr starfskröftum hans. Indriði var kvæntur Eljsa- betu Guðmundsdóttur frá Hafnarfirði og lifir hún mann sinn ásamt tveim bömutn þeirra. ( I W i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.